Vísir - 22.03.1978, Side 2
[ i Reykjqvik
Hvert er tilefni páska-
hátiðarinnar?
Halldór Baldursson, 12 ára:
Upprisa Jesú. Ég býst ekki viö að
fara i kirkju á páskunum. Þá
borga ég páskaegg.
Jónfna Kardal, 11 ára: Vegna
þess að Jesús var krossfestur og
steig upp á þriðja degi. Já, ég
ætla i kirkju á pðskunum.
Asgeir Sigurðsson, 11 ára: Nei
það veit ég ekki — en það er eitt-
hvað i sambandi við Jesú.
TryggviBjörnsson,7 ára: 1 tilefni
af Jesú. Varð það ekki útaf þvi að
Jesús borðaði síðustu kvöldmál-
tiðina með lærisveinunum?
Þórhallur Ágústsson, 8 ára: Útaf
þvi að Jesús Kristur var kross-
festur. A pálmasunnudag kom
hann inn i Betlehem. Ég veit ekki
hvort ég fer I kirkju yfir páskana.
Miövikudagur 22. marz
1978 VÍSIR
Mistökin við hitoveituna í Hveragerði:
Þykkt kísillag innan i hitaveituröri í Hveragerði.
r/Yið treystum þekk-
ingu sérfrœðinga"
— segir Sigurður Pólsson, sveitarstjóri, við Visi
I Hveragerði hefur
gjörsamlega mistekist að
nota háhitavatn í hita-
veitu vegna hins mikla
kísi línniha Ids vatnsins,
og hafa Hvergerðingar
því ákveðið að taka upp
gufuveitu fyrir allt þorp-
ið eins og Visir skýrði f rá
i gær.
Hitaveitan i Hveragerði tók til
starfa á miðju ári 1973. Vatnið
er keypt af Orkustofnun og
kemur úr borholu fyrir ofan
þorpið. Hér er um háhitavatn að
ræða, og það hefur reynst mun
erfiðara viðfangs en gert var
ráð fyrir.
Aðalvandamálið er klsil-
úrfellingin i vatninu, sem er
mjög mikil. Klsillinn sest innan
á leiðslur og stiflar þær.
Forhitarar eru i húsunum.sem
nota hitaveituna, og þeirstiflast
á nokkurra mánaða fresti.
,,Þetta er núna fimmta árið
sem við höfum þetta vatn.
Vandamálin komu i ljós strax
fyrsta mánuðinn, en nú er oröið
alveg auðséð, að það er
ekki nothæft”, sagði Sigurður
Pálsson, sveitarstjóri, við Visi.
Hann sagði, að ýmislegt hefði
verið reynt til þess að draga úr
kisilúrfellingunni, m.a. með
vatnsblöndun, en það leysti
ekki vandann þótt það hægði
aðeins á kisilútfellingunni.
Um 250 hús i Hverageröi not-
ast nú við þessa hitaveitu, en
aðeins um 40 hús eru hituð upp
með gufuveitunni sem hefur
reynst mjög vel — svo vel aö nú
er ákveðið að koma slikri gufu-
veitu á i öllu kauptúninu eins og
fram kom i Visi i gær. Þaö verk
mun taka 2—3 ár og sennilega
kosta nokkuð á annað hundrað
miljónir króna.
Hver borgar brúsann?
Það kom fram i viðtalinu við
Sigurð, að mikill aukakostnaður
hefur fylgt kisilútfellingunni I
vatninu, sem hitaveitan hefur
keypt frá Orkustofnun. Og
bygging gufuveitunnar mun
eins og áður segir kosta mikið
fé, enda mun m.a. þurfa að taka
upp lagnir og einangra þær upp
á nýtt, og ýmislegt þarf alveg að
skipta um.
En hver á að greiða þennan
kostnað?
Sigurður Pálsson sagði i
viötali við VIsi, að þeir
Hvergerðingar teldu eðlilegt að
Orkustofnun greiddi hluta
kostnaðarins.
Við höfum lent i þessu vegna
þess, að menn hafa ekki þekkt
háhitavatnið nógu vel”, sagði
Sigurður. ,,Við treystum
auðvitað á kunnáttu þeirra sér-
fræðinga sem að þessu stóðu
með okkur. Þess vegna höfum
við farið fram á það við Orku-
stofnun að hún bæti okkur þetta
tjón að einhverju leyti en þeir
hafa tekið neikvætt i það.
Við teljum einnig, aö með
þessari reynslu hafi fengist
þekking, sem komi öllum til
góða i framtiðinni. Þetta er að
þvi leyti til eins konar tilrauna-
starfsemi, og þvi óeðlilegtað við
þurfum að greiða allan kostn-
aðinn’.
—ESJ
Þannig sest kisillinn innan í hitaveiturörin. Þau rör, sem merkteru nr. 1 og2 hafa verið i notkun í hitaveitukerfinu
í þrjú ár. Rör merkt 3 og 4 hafa hins vegar verið notuð i gufuveitunni i Hveragerði i sjö ár.