Vísir - 19.04.1978, Side 6

Vísir - 19.04.1978, Side 6
SÍMASKRÁIN 1978 Afhending simaskrárinnar 1978 hefst mánudaginn 24. april til simnotenda. I Reykjavik verður simaskráin afgreidd á aðalpósthúsinu, gengið inn frá Austurstræti, daglega kl. 9—18 nema laugardaginn 29. april kl. 9—12. í Hafnarfirði Verður simaskráin afhent á Póst- og simstöðinni við Strandgötu í Kópavogi verður simaskráin afhent á Póst- og simstöðinni, Digranesvegi 9. Þeir simnotendur, sem eiga rétt á 10 simaskrám eða fleir- um, fá skrárnar sendar heim. Heimsendingin hefst miö- vikudaginn 19. april n.k. í Reykjavik, Kópavogi og Hafnarfirði verður simaskráin aðeins afhent gegn af- hendingaseðlum, sem póstlagðir voru i dag til simnotenda. Athygli simnotenda skal vakin á þvi að simaskráin 1978 gengur i gildi frá og með sunnudeginum 7. mai 1978 Sfmnotendur eru vinsamlega beðnir að eyðileggja gömlu simaskrána frá 1977 vegna fjölda númerabreytinga, sem oröið hafa frá þvi að hún var gefin út, enda er hún ekki lengur i gildi. Póst- og simamálastofnunin HÚS TIL SÖLU! Til sölu og sýnis á sumardaginn fyrsta er hús við Þórsgötu 23. Hagstæð kjör ef sam- ið er strax. Uppl. i sima 25958. Byggingafélag verkamanna Reykjavík Til sölu: þriggja herbergja ibúð i 1. byggingarfl. við Meðalholt og fjögurra herbergja ibúð í 7. byggingarfl. við Nóatún. Félagsmenn skili umsóknum sinum til skrifstofu félagsins að Stórholti 16 fyrir kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 25. april n.k. Félagsstjórnin. Kjörskró Kjörskrá til Alþingiskosninga er fram eiga að fara 25. júni n.k., liggur frammi almenningi til sýnis i Manntalsskrifstofu Reykjavikurborgar, Skúlatúni 2, 2. hæð, alla virka daga frá 25. april til 23. mai n.k. frá kl. 8.20 f.h. til kl. 4.15 e.h., þó ekki laugardaga. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist skrifstofu borgarstjóra eigi siðar en 3. júni n.k. Reykjavik, 19. april 1978 Borgarstjórinn i Reykjavik. Auglýsing Aðalfundir SAMVINNUTRYGGINGA g.t., LÍFTRYGGINGAFÉLAGSINS ANDVÖKU og ENDURTRYGGINGA- FÉLAGS SAMVINNUTRYGGINGA h.f., verða haldnir fimmtudaginn 1. júni n.k. að BIFRÖST i Borgarfirði og hefjast kl. 10 f.h. Dagskrá samkvæmt samþykktum félag- anna. Stjórnir félaganna. Miðvikudagur 19. april 1978 vism Umsjón: Guömundur Pétursson 233 Neðanjarðar- fjölmiðlar Pollands Pólskum blaöamönnum hefur nýlega verið tryggður réttur til þess að fá að vita sannleikann, um það sem er að gerast í rikisverksmiðjum og ýmsum deildum ráðuneyta sem þeir vilja skrifa um. Ný reglugerð hefur verið sett sem kveður á um það/ að embættismenn megi ekki draga dul yfir erfiðleika eðamistök, þegar þeira veita fréttamönnum upplýsingar um fyrirtækin eða stofnanirnar. Hversvegna svona opinskáir skyndilega? Jú, skrifstofubákn- ið i Póliandi er orðiö of einangr- að og pukurslegt, er svarað. Enginn þrætir fyrir þaö. En þeir sem þekkja orðið vel til i Pól- landi telja hina raunverulegu ástæöu þess, aö pressan i Pól- landi, sem eilift er undir hæl yfirvaldsins, skuli nú hvött til þess aö vakna, sé að finna i öðru.Nefnilega samkeppnihinna óopinberu fjölmiðla, neðanjarð- arútgáfunnar sem ritskoðun þess opinbera nær ekki til. Um 25 óopinber tímarit og dreifiritlingar eru gefnir út af ýmsum hópum i Póllandi, og dreiföir opinberlega manna á meöal, og svo hefur verið frá þvi 1976. Eitt þessara rita sló öllum öörum við með sprengifrétt þegar það birti upplýsingar af skjölum sem einn fyrrverandi ritskoðandi rikisins i Cracow lét eftir sig, þegar hann flúði til Sviþjóðar. önnur fjölmiðlun, sem rit- skoðunin getur ekki tekið til, eru hinir opinberu fyrirlesarar fræðimanna ýmissa inni á einkaheimilum i Varsjá og öðr- um stórborgum. Þessar neðan- jarðarsamkomur hafa státað af ýmsum virtum fyrirlesur- um, sem mikið mark er tekið á. Er sagt, áð þessi erindi og fyrir- lestrar hafi haft mikil áhrif á það, sem kennt er i háskólanum. Margt er þar dregið fram, eins og til dæmis úr sögu Póllands, sem sagnaritarar kommúnista hafa þagað um. Yfirvaldi og flokksvél finnst þau vera aö missa tökin ef þessari neðanjarðarfjölmiðl- un er sýnt umburöarlyndi og af- skiptaleysi. Ýmsir haröjaxlar innan flokksins vilja láta taka strangar á andófsmönnum. Virðist sem þeir fái vilja sinum framgengt. Nýlega var tiltölu- lega frjálslyndum menningar- málaráðherra vikið fra en hörkutól úr flokknum settur til hans embættis. Þetta ætti að falla Kremlherr- unum vel i geð einnig. A fundi, sem, framkvæmdastjórar kommúnistaflokkanna austan- tjalds héldu i siöasta mánuði i Búdapest, var hvatt til aukinnar samvinnu gegn andófi íjand-, manna hugmyndafræðinnar. Sumum þeirra finnst Pólland ekki ganga nógu hart fram. Með þvi að veita opinberu fjölmiölum greiöari aðgang að upplýsingum er reynt að auka áhrif þeirra i samkeppni við neðanjarðarblöðin. Það verða áfram undir ritskoðuninni engu að siður. Fara I geitarhús eg loka augunum fyrir nágrannanum Eftir aö hafa f jallað um striðsglæpina í Víetnam 1967-68, og haröstjórnir í Suöur- Ameriku, einkanlega Chile, 1973-74, váldi Russell-dómstóllinn sér til fyrirtektar mannréttindamál i Vestur-Þýskalandi. Eins og menn muna var dómstóllinn settur á laggirnar að undirlagi Bertrands Russells og friöarhreyfingar hans, skipaður mannvinum og andstæöingum harð- stjórna og striösrekstrar. 1 byrjun þessa mánaöar komst dómstöllinn að þeirri nið- urstöðu, aö ekki ættu ailir borg- arar Vestur-Þýzkalands jafnan aðgang að embættum og opin- berum störfum vegna stjórn- málaskoðana þeirra, en slikt væri alvarlegt brot á mannrétt- indum. Þessi nefnd sem skipuð er . mönnum af ýmsum þjóðernum, varði fjórum dögum til þess að hlusta á vitnisburði i tóif tilvik- um,,Berufsverbot” — sem er bann við þvi að vinna ákveðinn störf. t regluferð, sem Willy Brandt kanslari lét setja 1972 og samþykkt var af forsætisráð- herra allra rikja sambandsfik- isins, Verða opinberir starfs- menn að sverja hinu frjálsa lýð- veldi hollustu sina. Hugmyndin var sú að aftra öfgasinnum i að komast til áhrifaembætta, hvort sem það væru fasistar eða of- stækissinnaöir vinstrimenn. A þeim sex árum, sem siðan eru liðin, hefur ein milljón manna veriö yfirheyrð og, látin sverja hollustueiöa lýöræöinu, meðan 4,000 umsækjendum hefur verið synjað um störf. Russell-dómstóllinn sem mestmegnis er skipaður mönn- um, sem sjálfkrafa mundu þykja falla undir ,,Berufsver- bot” (og ekki vera veitt starf hjá þvi opinbera), ætlar ekki að láta þarna skilið við Vestur- Þýskaland. Næsta janúarmán- uð ætlar hann að korna aftur saman til þess að fjalla um, hvort ritskoðun eigi sér stað i V- Þýskalandi og hvernig máls- meðferö dómstóla sé i málum „pólitiskra fanga”. Auðvitað var það von þeirra, sem að dómstólnum standa, að fyrirtekt þeirra vekti meiri athygli, bæði i V-Þýskalandi sem ertfendis, en raun varð á. Það hefur engum rjulist hversu vinstrihneigður „dbmstóllinn” hefpr veriði verkefnavali máls- meðferð og niðurstöðum, og fékk hann þvi strax „kerfið” i V- Þýskalandi á móti sér. Meira að segja vinstrivængurinn i social- demókratafiokknum og verka- lýðssamtökin lýstu þvi yfir, að „réttarhaldið” væri ekkert ann- að en tilraun til að rógbera Sambandsrikið með þvi að reyna að skipa þvi á bekk með einræðisrikjum S-Ameriku. A hinn bóginn „fengu” dómendur Maóista upp á móti sér með þvi að reyna að bera á móti þessu i lokayfirlýsingu sinni og_ neita þvi að hafa reynt að setja fas- istastimpil á V-Þýskaland. Flestum sjáandi og hugsandi mönnum þykir þó undarlegt verkefna.val dómstólsins og þykir hann fara i geitarhús að leita sér ullar, þegar hann tekur til rannsókna rhannéttindabrot i V-Þýskalandi, en leiðir hjá sér hinn hluta Þýskalands þar sem örugglega má ganga að visri margfalddi uppskeru slikrar leitar. En ef niðurstaöa dómstólsins fær stjórnmálaflokkana i V- Þýskalandi til þess að taka „Berufsverbot” til endurskoð- unar mætti segja, aö þetta heföi eitthvert gildi. Auglýsið í Vísi

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.