Vísir - 19.04.1978, Page 11
11
vism Miðvikudagur 19. april 1978
SUMARSTARF
BARMA OG,
UNGLINGA I
REYKJA VIK
Hinrik Bjarnason framkvænidastjóri Æskulýðsráðs Reykjavikur og
Stefán Kristjánsson iþróttafulltrúi borgarinnar kynna það sem
verður á boðstólum fyrir börn og unglinga i suntar.
Kynning á því sumarstarfi, sem börnum og unglingum
i Reykjavík gefst kostur á aö þessu sinni, stendur nú
yfir. I dag verður bæklingi sem kynnir það sem fram er
boðið dreift i skólum í Reykjavík í um 15.300 eintökum.
Starfið verður með hefðbundnum hætti og ekki eru
neinir alveg nýir þættir kynntir.
Sundnámskeið, reiðskóli,
vinnuskóli meðal f»ess
sem boðið er uppá
Starfsþættirnir eru miðaðir
fyrir börn á aldrinum 2-16 ára og
eru aðstandendur þeirra:
Fræðsluskrifstofa Reykjavikur
og Æskulýðsráð, Leikvallanefnd
borgarinnar og tþróttaráð og loks
Skólagarðar og Vinnuskóli
Reykjavikur.
Hinrik Bjarnason fram-
kvæmdastjóri Æskulýðsráðs
Reykjavikur sagði á blaða-
mannafundi þar sem bæklingur-
inn var kynntur að reynsla
undanfarinna ára sýndi, að eftir
þvi sem skipulagið væri i fastari
skorðum nýttist það betur.
Æskulýðsráð miðaði starf sitt
að mestu leyti við börn 16 ára og
yngri. Þeir sem eldri væru
reyndu yfirleitt að koma sér inn i
atvinnulifið á sumrin og sæktu
yfirleitt ekki mikið það
sem stæði þeim til boða. Það væri
helstað 16-18 ára unglingar sæktu
diskótekin i Bústöðum og Fella-
helli, en annað ekki.
Hann var spurður að þvi hvort
einhver lausn væri fyrirhuguð á
þvi unglingavandamáli sem
kennt er við Hallærisplan. Hinrik
svaraði þvi til að nokkuð stór hluti
af þeim unglingum sem þar söfn-
uðust saman væri utanbæjarfólk,
en hvað snerti Reykjavikurungl-
ingana taldi hann orsökina vera
skort á aðst'óðu i miðbænum.
Unglingarnir hefðu engan stað til
að sækja þar.
Hinrik skýrði frá þvi að vonandi
yrði unnt að taka i notkun innan
mjög langs tima félagsmiðstöðv-
ar i Arbæjarhverfi og i Félags-
heimjli Þróttar við Sæviðarsund.
Ungþngar i vesturborginni og
miðbænum ættu að notfæra sér
meira þá aðstöðu sem er til
Saltvík
Þátttaka i reiðskóla þeim sem
starfræktur er i Saltvik hefur ætið
verið mjög góð. Að skólanum
standa Æskulýðsráð Reykjavikur
og Hestamannafélagið Fákur.
Sundnámskeið
Námskeiðin verða haldin i 5
sundlaugum i borginni. Er
reiknað með um 1500 þátttakend-
um. Yngstu börnin sem geta sótt
námskeiðin eru þau sem fædd
eru 1971.
iþrótta- og leikjanámskeið
Þau verða haldin fyrir krakka
6-12 ára á 8 stöðum i borginni.
Bústaðir — Fellahellir
A báðum stöðum verður margs
konar þjónusta við félög og
einstaklinga i hverfunum.
Starfsvellir
Átta starfsvellir verða starf-
ræktir á barnaskólalóðum. Þar
geta börn á aldrinum 6-12 ára
stytt sér stundir við smiðar og
föndur.
Myndin er tekin á borðtennismóti gagnfræðaskólanna sem haldið var í Fellahelli í
þessum mánuði.
Þátttakendur i mótinu voru úr þremur efstu bekkjum grunnskóla. I fyrsta sæti
varð A sveit Hagaskóla í öðru sæti A sveit Réttarholtsskóla og þriðja A sveit
Hliða rskóla.
fundarhalda i húsi Æskulýðsráðs
að Frikirkjuvegi 11.
Siglingar í Nauhólsvík
Siglinganámskeið fyrir byrj-
endur verða haldin i Nauthólsvik
og verða þau 5 daga i viku. Hinrik
gat þess að starfiö i Nauthólsvik
hefði meira verið fært yfir á dag-
timann, þar sem stór hópur barna
á aldrinum 10-12 vildi koma þarna
um hádegi og vera fram eftir
degi.
Kynnisferðir í sveit
Dvalið er þrjá daga á sveita-
heimilum i Austur- og Vestur-
Landeyjum. Dvölin er ókeypis, en
þátttakendurskuldbinda sig til að
veita jafnöldrum úr sveitinni
fyrirgreiðslu i Reykjavik.
Vinnuskóli.
Hann er starfræktur fyrir nem-
endur úr 7. og 8. bekk
grunnskóla.
Skólagarðar
Þeir starfa á fjórum stövðum.
Við Holtsveg hjá trjágarði i
Laugardal. Við Asenda sunnan
Miklubrautar. 1 Arbæ vestan Ar-
bæjasafns. 1 Breiðholti við
Stekkjarbakka. Aldur miðaður
við 9-12 ára börn.
ÁTAK SKAL GERT
Páll Bergþórsson
skrifar:
---- y
Mér hefur borist til
umsagnar meðfylgjandi
frumvarp til laga um'
nýja námsbraut í islensk-
um fræðum i hljóðvarpi
og sjónvarpi, svokallaða
Sverrisbraut. Flytjendur
frumvarpsins eru þjóð-
lega hugsandi menn úr
öllum flokkum nema ein-
um, og á það þvi vísan
framgang á Alþingi.
Ekki ætti að þurfa að
fara mörgum orðum um
svo þarft mál sem þetta,
og skal það heldur ekki
gert, enda brestur mig
tungutak til að f jalla um
frumvarpið á þann hátt
sem vert væri. En hvað
sem öðru líður, þá hljóta
menn að vera i stakk bún
ir til að viðurkenna að hér
þarf alfarið að gera mik
iö átak, og það á árs
grundvelli.
Frumvarp til laga um
Sverrisbra'ut hina nýju
1. grein.
Stofna skal nýja námsbraut i
islenskum fræðum i hljóðvarpi
og sjónvarpi.
2. grein.
Námsbrautin skal alfarið
heita Sverrisbraut hin nýja.
3. grein.
Tilgangur Sverrisbrautar er
að gera stórt átak eða átök til
þess að efla alfarið kunnáttu i
islensku máli.
4. grein.
Til þess að hafa yfirumsjón
með starfsemi Sverrisbrautar
skal Alþingi kjósa 13manna ráð
með réttum pólitiskum hlutföll-
um, þannig að Magnús Torfi
verði þar hvergi nærri, né aðrir
þeir, sem ekki eiga þar erindi.
5. grein.
Ráðið skal alfarið gera átak
til þess að beina málfari lands-
manna inn á réttar brautir.
Skulu ráðsmenn að fornum sið
kallast birkibeinar.
6. grein
Sérstakt átak skal gert til þess
aö menn tali með fullri virðingu
um Alþingi og alþingismenn,
ekki aðeins á opinberum fána-
dögum, heldur alfarið 365 daga
á ársgrundvelli.
7. grein.
Mikið átak skal gert til að út-
rýma erlendum slettum úr mál-
inu, einkum rússneska orðinu
komisar. /
8. grein.
Gera skal landsmenn alfarið i
stakkinn búna til þess að ræða
af skynsamlegu viti um verð-
bólguna og með hæfilegri fyrir-
litningu, og verði réttum aðilum
ætið um hana kennt, það er
verkalýðshreyfingunni að und-
anskildum verslunarmönnum.
9. grein.
Kenna skal landsmönnum
fagran framburð, sérstaklega i
enda hverrar setningar. Skal þá
ætið lögð þung áhersla með
svipbrigðum á siðasta hluta sið-
asta orðs, til dæmis allsherjar-
NEFND.
10. grein.
Ráða skal hæfan mann, til
dæmis Halldór E. Sigurðsson, til
að halda sjónvarpsfyrirlestra
um geldeyririnn i lantinu. auk
þess sem honum veröi heimilað
að sita nefnd i málið.
11. g'rein.
Til þess að menn sjái og heyri
réttan og fagran setuframburð
skal Sverrir Hermannsson
framvegis annast þáttinn
Blandað á staðnum i sjónvar-p-
inu i félagi við nafna sinn
Runólfsson og hafa ótakmark-
aðan ræðutima á ársgrundvelli.
12. grein.
Tepruframburður verði sér-
stök námsgrein i Sverrisbraut. 1
þvi skyni að gera átak i þvi máli
verði Gylfi Þ. Gislason fenginn
til að flytja daglega i sjónvarp-
inu'hina gagnlegu auglýsingu:
Gleraugu há ekki börnunum.
13. grein.
Lög þessi öðlast þegar gildi.