Vísir - 05.06.1978, Page 10

Vísir - 05.06.1978, Page 10
10 VÍSIR / utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjbri: Daviö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund ur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Árni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jóns’son, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jonina Mikaelsdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kjartan Stefáns- son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bjbrgvin Pálsson, Jens Alexandersson. Útlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjori: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Petursson Auglysingar og skrifstofur: Siðumúla 8. simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur Að bregðast kjósendum Ekki verður um það deilt að pólitíska taflstaðan, sem upp er komin í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna, er spennandi. Málefnabarátta flokkanna fyrir þingkosn- ingarnar gef ur á hinn bóginn ekki miklar vonir um betri tíð með blóm í haga að þvi er varðar stjórn efnahags- málanna. Að þvi leyti verður ekki sagt að pólitíska ástandið í landinu sé spennandi og því síður uppörvandi. Ref skákin er tefld með einföldum slagorðum og innihaldslausum fyrirheitum, án þess að reynt sé að tengja þau þeim raunverulegu vandamálum, sem að steðja. Áferðarfall- egar stefnuyfirlýsingar í efnahagsmálum og í ýmsum efnum samhljóða hjá öllum flokkum segja nákvæmlega ekkert um hvað við tekur. Flokkarnir halda áfram að hengja sig í slagorðayfir- lýsingum, sem standa verður við eftir kosningar. Öllum er Ijóst eða ætti að minnsta kosti að vera það, að við búum við mjög þröngar ef nahagslegar takmarkanir. öll fyrirheit, sem ekki taka mið af þessum aðstæðum hafa það eitt í för með sér að líkurnar á þvi að mynduð verði ríkis- stjórn sem getur tekið á rótum efnahagsmeinsemdar- innar dvina með degi hverjum. Kjaramálaumræðurnar eru ágættdæmi um þetta. Þær hafa upp á síðkastið snúist um eitt orð: Kauprán. Þegar þannig er komið eru það að sjálf sögðu góðu pólitíkusarn- ir sem eru á móti kaupráni, en hinir eru fjandanum verri, sem að því standa. Það sem gleymist er sú ein- falda staðreynd að málið er miklu flóknara en einfalt slagorð segir til um. Hér er um það að ræða að menn geri sér grein fyrir þeim efnahagslegu takmörkunum, sem um er að ræða. Rikisstjórnin stóð að ýmsu leyti klaufalega að setningu laganna í f ebrúar um skerðingu verðbóta á laun. Þær til- slakanir, sem nýlega hafa verið gerðar eru til marks um það. En eftir stendur að óhjákvæmilegt er að við setjum okkur þau takmörk í þessum efnum, sem aðstæðurnar segja til um. Rikisstjórnin missteig sig í þessu máli. En stjórnar- andstaðan hefur ekki síður leikið alvarlega af sér. Gleggsta sannindamerkið um það eru viðbrögð Alþýðu- bandalagsins er það tók við stjórnarforystu i Reykjavík. Þá var byrjað á því að athuga hver væru hin f járhags- legu takmörk borgarsjóðs. Það var sem sagt ekki sjálf- gefið, að unnt væri að aflétta því sem áður var kallað kauprán. Eftir allt sem á undan var gengið var ,,kaupránið" spurning um efnahagsleg takmörk. Það er í sjálfu sér góðs viti, ef það er viðurkennt að kosningum loknum. En framhjá hinu er ekki unnt að horfa, að eftir því sem einföldu slagorðin eru meira notuð er hættan meiri á að menn hengi sig i þeim. Þá verður ekki tekið á vanda- málunum, heldur Iftið framhjá þeim. Það er einnig timi til kominn að stjórnmálamenn átti sig á þvi, að það er óvirðing við kjósendur að ræða stjórn- mál aðeins með upphrópunum og einföldum slagorðum* Kjósendur eiga skýlausan rétt til þess að viðfangsefnin séu brotin tii mergjar en séu«kki f alin á bak við slagorð. Stjórnmálafiokkarnir eru um rwrgt sammála, t.d. um það míkiisverða mt#rkmið að ef la verðjöf nunár.sjóði, En enginn j>eirra hefur lýsf þvi fýrir kjósendum hyaóa leið hann vilji fara að því marki. Það eru slik svör lém kjós endúr ejga hetm'tingu ó §þ íá 1 iþes'sari•kosningaharáttý.., 6f*u. .tíciíi *sem wðli öö yf irÍýsÍnQfíir þessu fagi eru'merkin^rlausar að öðrum kosti. Askriltargjald er kr. 2000 á mánuöi innanlands. Verö i lausasölu kr. 100 eintakiö. Prentun Blaöaprent h/t. Mánudagur 5. júní 1978 vísm Rannsóknarblaða menn þvrfa að vera óhóðir póli- tískum flokkum Hlöðver Sigurðsson, fyrrum skólastjóri á Siglufiröi, sendir Vilmundi Gylfasyni þetta opna bréf sem hefur meöal annars að geyma nokkrar vinsamlegar leiöbein- ingar til Vilmundar varðandi starfsaðferð- ir góðra rannsóknar- blaðamanna. ,,Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi,” sagði Kári Sölmundarson um kappann Björn i Mörk. Þessi orð komu mér i hug, þegar ég las grein bróður þins (Þorsteins Gylfasonar) i Morgunblaðinu, þar sem hann hirtir skúrkinn Ólaf Ragnar Grimsson. Það er fallegt að standa við hlið bróður sins eða þó ekki sé nema að baki honum og verja hann árásum. Litils háttar galli er það þó á svörum ykkar bræðra, að þið hirðið litt um að svara efnisatriðum i grein Olafs, en setjið bara út á stil hans og málfar. En fyrst Þorsteini er svona annt um mál og stil, hefði hann átt að varast dönskuslettu eins og að „hafa með að gera.” Svo finnst mér það bara ljótt af honum að halda þvi fram, að lof Ólafs um þig sé bara háö. Hann ætti þó að vita það, að þvi aðeins er lofi beitt i háðungarskyni, að það sé hóflaust oflof. Getur verið, að jafnvel hann hafi svo takmarkað álit á rannsóknarblaðamennsku þinni. Svo liggur nærri, að hann sé að brigsla þér um „ungæðislegan ofmetnað.” Rannsóknarblaðamenn mega ekki trúa kviksögum. En nú langar mig að gefa þér nokkur ráð i góðri mein- ingu. Þá ætla ég fyrst að minnast á, hvað ég tel vera góða rann- sóknarblaðamennsku. Mér skilst, aðhúnséi þvifólgin.að heiðarleg- ir blaðamenn revni að upplýsa mál, sem stjórnvöld og jafnvel lögregla og dómsvald þaggi niöur, og reyni þannig að vinna gegn spillingu i opinberu lifi. Þetta er vissulega þarft verk og viðurkenningarvert. En auðvitað verða þeir, sem þetta verk vinna að kunna til verka eins og allir. sem tak’a að sér vandasöm störf. Þeir verða eins og allir góðir og vandvirkir rannsóknarmenn að gæta þess vel aðmynda sér ekki fastar skoöan- ir að óreyndu og leggja svo alla sina orku i að saiuia þá skoðun, hvprt sem hún er rétt eða röng. Þeir mega til dæmis ekki trúa Jcviksöguin fyrr en þéir hafa 1 rahnsákað_gannje.iksgildi ^eirra. 5 Ssi ;áf þliu'jhega he.ir gievíiL ','i.ð,. V óháðir flokkum Og þá kem ég að þvi, sem kannski skiptir mestu máli Rann- sóknarblaöamenn verða helst að vera óháðir pólitiskum flokkum. Mér finnst, aö þú hafir ekki gætt þessara atriða nógu vel og þess vegna hafiþér oft mistekist, þrátt fyrir, að þú hafir eflaust viljað vel. Að minnsta kosti vil ég ekki efa það að óreyndu, enda mun reynslan sýna það, ef þú vilt fara aðminum ráðum. Já, mér viröist þér oft hafa mistekist i þessu hlutverki þinu. Hefur þú annars nokkurn tima upplýst nokkurt mál til neinnar hlitar? Tökum til dæmis Geir- finnsmálið. Hvaö liggur eftir þig þar? Það er enn þá óupplýst, hvers vegna morðingjarnir urðu Geirfinni að bana. Hver var or- sökin til þess, aö þeir stefna hon- um á þennan tiltekna stað? Það verður ekki séð, að það sé gert i þeim tilgangi að stytta honum aldur. Svo er annað, sem ég vil benda þér á. Þér hefur verið gjarnt að nota þessi svokölluðu rann- sóknarmál til árása á pólitiska andstæðinga þína, án þess að þú hafir i rauninni lokið nokkurri rannsókn. Af þvi að Alþýðuflokk- urinn var einu sinni minn flokkur, þá vona ég, að ekki sé enn svo illa komið fyrir honum, að hann sé og svo settu máttarvöldin strik i reikninginn. En stærstu mistökin komu þó aldrei fram í þessu spjalli ykkar. Það voru auðvitað aðfarir iðnaðarráðherra. Fyrst og fremst að stöðva lagningu byggðalínu, svo að flýta þurfti Kröfluvirkjun úr hófi og þvi ekki framkvæmdar fullnægjandi undirbúningsrannsóknir áöur en virkjun var hafin, ogfleiri mistök mætti nefna, sem hann átti sök á. Hreinsið fyrst bikarinn og diskinn að innan Ég sagði áður i þessu spjalli, að rannsóknarblaðamaður mætti helst ekki vera of háður neinum stjórnmálaflokki. „Hreinsið fyrst bikarinn og diskinn að innan sagði frelsarinn viðFariseana. Ef við eigum að vera viss um ein lægni þina, ættir þú ekki að hlifa þinum flokki. Þar hefur nú sumt gerst, sem betur væri ógert. Og ég er þér reyndar sammála um að betra væri að hætta að gefa út Alþýðublaðið, þó illt sé,en að láta ihaldið kosta útgáfuna. Ekki mundi ég kaupa Þjóðviljann ef hann væri kostaður af Morgun blaðinu. Hitt væri þó enn verra ef blaðið ykkar væri kostað með peningum, sem teknir væru ófrjálsri hendi eins og komið hef- ur fyrir oftar en einu sinni. En Vilmundur Gylfason Þér hefur verið gjarnt að nota þessi svokölluðu rannsóknarmál til árása á pólitiska andstæðiriga þina, án þess að þú hafir I raun- inni lokið nokkurri rannsókn. vonlaus um að vinna fylgi vegna eigin verðleika. og eina vonin sé afgiöp andstæöinganna sönn eða login. Aö slá Sólnes út i frekju Svo verður þú að temja þér meiri stillingu, þarsem þú kemur fram. Þegar þið Sólnes áttust við i Kast- ljósi fyrir skömmu, lá við aö þú slægir Sólnes út i frekju. Heföi maður ekki vitað betur, gæti maður haldið.að þú værir illa upp alinn. Það var mjög smekklaust af þér, að leyfa þeim Jakobi Björnssyni og Guðmundi Pálma- syni aldrei að tala^reittum, en yfirgnæfa allt tal þWta með há- vaða. það gerðist nú fyrir þina tið, sem rannsóknarblaðamaður, svo að ég ætlast ekki til aö þú farir að róta i þeim málum. Enaðlokum ætla ég að mælast til að þú takir fyrir eitt mál og rannsakir það af fullri einurð og látir ekkert hindra þig í að kom- ast til botns í þvi, en þaö er Al- þýðubankamálið, og láttu nú eng- in pólitísk sjónarmið villa þér sýn. Ég veit, að ég þarf ekki að áminna þig um að vinna þetta verk af fullkomnum heiðarleika. En gættu fcess nú að vera orövar og ekki of fljótfær. og hættu ekki fyrr en þú hefur uppgötvaö allan sannleikann og láttu hann koma i ljós .. . - Svo vona ég að þú burfir ekki að Annars átti nú stjórnandinn ámiiS’É) mig ?yrfr liót orðbragð. m»stasöká þvi,hvernigsá þáttur Mér dgFturekk;oinusinni 1 hug al ‘ várð misheppnaður. Hánn reyndi Uaila þig buliukoli, þótt stunir ekki ið stjói naiOg sýndi -þar með geri það. áöhítnn-er óhæíur t.il's.likrajdu tai Með bést - - - í'áð: báTa eflnust verið géro níis :ók isámbandi við Kríifluvirk idi við Kröflu virk|un tn .kv'-ðuií. '• H!öbVerS.i iffurðsson j f ir tS x M -ÍIÍIS650KKI#

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.