Vísir - 09.06.1978, Blaðsíða 1

Vísir - 09.06.1978, Blaðsíða 1
pémsrannsókn ó skattsvikum skipamiðlara: jr SKAVT MILLJON- UM UNDAN SKATTf Rikissaksóknari mun i dag óska eftir dómsrannsókn saka- dóms á umboðsstarfi Þorfinns Egilssonar við kaup á skipum frá Noregi. Samkvæmt niður- stöðum rannsóknar skatt- rannsóknadeildar hefur Þor- finnur dregið háifa milljón norskra króna undan skatti af þvi fé sem hann hefur fengið i umboðslaun vegna kaupa á sjö skipum frá Noregi. Þau skip sem hér um ræðir voru flutt inn frá Noregi á árun- um 1971 —1976 og eru það Grjót- jötunn, Guðmundur RE, Akranborg, Herjólfur, Faxa- borg, Jón Oddur og Jón Finns- son. Alitið er að Þorfinnur Egilsson hafi ekki gefið upp tii skatts háifa milljón norskra króna af umboðslaunum. sem hann fékk frá umboösmönnum i Noregi og samkvæmt núverandi gengi jafngildir þetta undanskot 23 milljónum islenskra króna. Jónatan Sveinsson fulltrúi sak sóknara sagði i samtali við VIsi i morgun að ákvörðuð hefði verið skattahækkun á Þorfinn i framhaldi af rannsókn skatt- rannsóknardeildar en sú álagn- ing hefði verið kærð með venju- legum hætti til rikisskattstjóra i Reykjavik. Þaðan var álagning- in, sem mun nema um 6,5 milljónum, úrskurðuð sáralitið breytt. Þá sagði Jónatan að refsihlið svona mála hefði i langflestum tilfellum verið meöhöndluö i skattsektanefnd og ekki komið til kasta dómstóla.Kvaðst Jóna- tan búast við að ástæðan fyrir þvi að óskað var eftir meöferð sakadóms væru sú að Þorfinnur væri undir ákæru i Grjótjötuns- málinu. —SG Borgarstj. effni Alþýðuflokks: Rœtt um Björn, Guðlaug eða Magnús Bolla legginga r um borgarstjóra I Reykjavik eru miklar þessa dagana og hafa ýmsir verið orðaðir við embættið. Þótt fulltrúar meirihlutans fullyrði að starfið verði auglýst hafa flokkarnir hver um sig ákveðna kandidata sem til greina koma. Til dæmis má nefna að af hálfu Alþýðuflokks hafa einkum verið nefnd nöfn þeirra Björns Friðfinns- sonar fjármálastjóra Raf- magnsveitu Reykjavikur, Guðlaugs Þorvaldssonar háskólarektors og Magnús- ar E. Guðjónssonar framkvæmdastjóra Sam- bands islenskra sveitar- félaga. —SG Innbrot w innbrot ofan Um sextiu og fimm þús- und krónum var stolið úr húsi i Hafnarfirði i fyrri- nótt. Þjófarnir voru tveir ungir menn, sem höfðu verið gestir húsráðanda. Þeir fundust strax um nótt- ina, eftir að hafa eytt um helmingnum af þýfinu, og voru settir i fangageymslu um klukkan fimm um morguninn. Timasetning handtök- unnar skiptir máli, vegna þéss að um morguninn var kærður þjófnaður i næsta húsi við. Þar hafði veriö stolið litlum peningakassa með um 70 þúsund krónum — en konan i húsinu telur fullvíst að ekki hafi verið farið inn i ibúöina fyrr en eftir klukkan átta um morgunin, þegar hún var farin út. Síöari þjófnaðurinn er óupplýstur. —GA Hvaða útgáiu at Vísi eru þesr með? Þessum manni brá ónotalega i brún i gær þegar hann keypti sér Visi niðri i Austurstræti. Enda kannski ekkert skrítið. Visirinn sem hann fékk var nokkuð frá- brugðinn þeim sem allir hinir fengu. Aðalfyrir- sögnin var „HEFURÐU SÉÐ ÞENNAN HNÍF” og önnur fyrirsögn var „BRESKUR FERÐA- MAÐUR STUNGINN TIL BANA”. A forsiðunni voru einnig myndir af hnifnum og breska feröa- manninum. Strákurinn með þennan óvenjulega VIsi var ekki heldur að selja VIsi i raunveruleik- anum þarna i miðbænum i gær. Nánari grein er gerð fyrir tilurð þessa tölu- blaðs Visis, manninum sem Ies hann, og fréttinni sjálfri, á blaðsiðum tvö og þrjú I blaðinu I dag og einnigi kvikmyndadálkin- um. —GA/VIsismynd JA Hvaðer að sjá og heyra um helgina? Á h v e r j u m föstudegi er í Vísi sagt f rá því sem er að gerast í lífinu og listinni um helgina, í þætti sem heitir „Líf og List". Svo er að sjálfsögðu einnig í dag. Flettið upp á bls. 20—21. Fjögurra síðna „kálfur" fylgir Vísi í dag, eins og alltaf á föstudögum, þar sem sagt er frá þvi sem rikisf jölmiðlarnir, útvarp og sjónvarp, bjóða uppá um helg- ina og í næstu viku. Sjá bls. 15, 16, 17, og 18. írskir tónar í Hölfínni Það er ekki hægt að segja annaö en söng- flokkurinn Dubliners hafi slegið I gegn i Laugar- dalshöllinni í gærkveldi. Það var þó ekki einungis söngurinn, sem vakti hrifningu, heldur einnig frábær hljóðfæraleikur. Einn þeirra, John Sheahen, töfrar fram þjóðlagatóna á fiöluna sina á myndinni hér að neðan, en nánari frásögn og myndir af tónleikunum er að finna á fjórðu síðu Visis i dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.