Vísir - 09.06.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 09.06.1978, Blaðsíða 10
10 VÍSIR utgefandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson . Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund- ur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Árni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind Ásgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrímsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefáns- son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. utlitog hönnun: Jón Öskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 J?itstjórn: Síðumúla 14 simi 86611 7 linur Með framrétto hönd Eftir vinstri sveifluna, sem varö i sveitarstjórnar- kosningunum, hafa bæði Alþýðubandalagið og Sjálf- stæðisf lokkurinn dregið varnarmálin og aðild islands að Atlantshafsbandalaginu inn i kosningabaráttuna. Al- þýðubandalagið hef ur fram til þessa ekki lagt áherslu á stefnu sína í þessum efnum, en telur sig ugglaust hafa pólitískt afl til þess eftir kosningasigurinn. Þetta kemur sér að ýmsu leyti vel fyrir Sjálfstæðis- f lokkinn því að styrkur hans felst m.a. í því að hafa fylgt fram ákveðinni stefnu um áframhalöandi vestræna samvinnu. Alþýðuflokkurinn er á sömu línu, en Fram- sóknarmenn hafa jafnan haldið þeim möguleika opnum að segja upp varnarsamningnum, ef það hefur þótt henta við stjórnarmyndun. En um hvað snýst þessi barátta í raun og veru? Þeir sem ganga frá Kef lavík og kref jast úrsagnar úr Atlants- hafsbandalaginu skírskota til þess að við eigum að vera hlutlausir gagnvart þeim pólitísku átökum, sem eiga sér stað í heiminum. Og í öðru lagi er því haldið f ram að slíkt skref af okkar hálfu yrði þáttur í afnámi varnar- og hernaðarbandalaga í Evrópu. Friður án spjótsodda er vissulega æskilegt markmið. En í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að við höf um hingaá til tekið afstöðu með frjálsum lýðræðisríkjum og höfum talið okkur það til vegsauka að horfa ekki blind- um augum á alræðið, hvort sem það er brúnt eða rautt. Úrsögn okkar úr Atlantshafsbandalaginu gæti aðeins táknað það eitt, að við vildum ekki lengur Ijá málstað frjálsra þjóða það liðsinni, sem við getum. Krafan um úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu og upp- sögn varnarsamningsins miðar að því að veikja einhliða samvinnu f rjálsra þjóða. Hún er ekki hugsuð sem liður í gagnkvæmum samdrætti herafla. Þegar lýðræðið á i vök að verjast er sett f ram sú krafa, að (slendingar hætti virkri þátttöku í varnarsamstarf i vestrænna þjóða, sem hefði þaðeitt í för með sér að styrkja alræðisöf lin. Yf irvöld í Ráðstjórnarrikjunum dæmdu fyrir skömmu Júrí Orlov, formann Helsinkinefndarinnar í Moskvu, til þrælkunarvinnu fyrir þær sakir að knýja á um, að staðið yrði við mannréttindaákvæði Helsinkisáttmálans. Þessi dómur er einhver alvarlegasta ögrun alræðisaflanna á síðari árum gagnvart frjálsum þjóðum. Þeir sem á morgun ganga f rá Kef lavik til Reykjavíkur i þvi skyni að knýja á um að við hættum virkri þátttöku í varnarsamtökum frjálsra þjóða ganga með framrétta hönd til dómarans í Moskvu, sem sendi Júrí Orlov i þrælkunarvinnu. Gangan er líka ögrun við það frelsi, sem snillingar eins og Ashkenasy og Rostropovitch hafa kosið sér. Þessir tveir fulltrúar rússneskrar hámenningar hafa öðlast frelsi, ekki í heimalandi sínu (þar eru aðeins fangabúðir frjálsrar hugsunar) heldur á Vesturlöndum. Markmið íslenskrar utanríkisstefnu á að vera það fyrst og f remst að leggja lóð á þá vogarskál, sem tryggt hef ur þessum mönnum frelsi, því að það eiga fleiri skilið en þeir. Að láta af virkri þátttöku í þeirri baráttu er sama og stuðningur við alræðisvaldið, hvort sem það er af sósíalistískum eða fasistískum toga spunnið. Þeir sem halda því fram, að Ráðstjórnarríkin hafi ekki ögrað frjálsum þjóðum, virðast hafa gleymt Ung- verjalandi 1956, þeir hafa ekki horft til Tékkóslóvakíu 1968 og þeir hafa ekki f rétt af þrælkunarvinnudómi, sem kveðinn var upp yfir Jurí Orlov. Askrjftargjald erkr. 2000 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 100 eintakiö. Prentun Blaðaprent h/f. Föstudagur 9. júnl 1978 VISIR SAMBAND fSLENSKRA BARNA- KENNARA BREYTIR UM HEITI A nýafstöðnu þingi Sambands islenskra barnakennara voru gerðar nokkrar breytingar á lög- um sambandsins meðal annars var nafni sambandsins breytt. Það heitb' nú Samband grunn- skolakennara, skammstafað S.G.K. Meðþessu vonast samtök- in til að auðvelda sameiningu kennarasamtakanna i ein heild- arsamtök. A blaðamannafundi sem stjórn og varastjórn S.G.K. boðaði til kom fram aö slik fulltrúaþing væru haldin annað hvert ár, en samband fslenskra barnakennara var stofnað fyrir hartnær 60 ár- um. Þing þetta sátu 75 fulltrúar frá 10 kennarafélögum sam- bandsins, en það munu vera um 1800 grunnskolakennarar á land- inu. A fundinum var vakin athygli á þvi að þessir kennarar væru i þremur stéttarfélögum sem semdu um kaup þeirra og kjör. Þessi þrjú félög væru siðan i tveimur heldarsamtökum BSRB og BHM. Á þinginu var lögö mikil áhersla á það, að ávkæöi aðal- kjarasamnings komi nú þegar til framkvæmda um að kennarapróf verði metin jafngild til launa án tillits til þess á hvaða tima þau eru tekin. ,,Við erum eina stéttin sem verður að búa við það að menn hafi ekki sömu laun eftir því hvenær próf þeirra er tekið”, sagði Valgeir Gestsson formaður sambandsins og bætti þvi við að það væri ekki dregið í efa að fólk með próf frá Kennaraháskólan- um hefði meiri menntun en þeir sem luku prófi frá gamla Kenn- araskólanum. Valgeir vakti athygli á þvf að hér væri ekki um mikil fjárútlát fyrir rikið að ræða, en hins vegar teldu menn að þetta væri rétt- Myndin er tekin á fulltrúaþinginu, fremst sjást fulltrúar norölenskra grunnskólakennara. HIN ÓBILGJARNA KLÖPP KERFISINS Þegar enska skáldið Auden var hér á ferð fyrir stríð orti hann og félagi hans margt sérkennilegt um ferðir sínar á íslandi. Þá voru rútur og rútubílstjórar í hópi mestu dugnaðarmanna landsins og af sumum fóru mikl- ar sögur. Þessir rútubílstjórar komu fyrir í Ijóðum Audens og þeir eru því væntanlega frægir erlendis, og einnig að í afdal hvein djassinn, þar sem áætlunarbíllinn var knúinn áfram vönum höndum, en emjandi skáldið sneri að list sinni á meðan. ólafur Ketilsson hf. Auðvitað væri hægt að segja margar sögur af nafnkenndum rútubilstjórum. Þeir byggðu upp og héldu við flóknum lifæðum þjóðfélagsins, ýmist i ryki og sól eða fönn og frerum, og voru menn til að láta hjólin snúast þegar svo sem ekkert snerist annað. Þeir fyrstu og elztu eru nú hættir öllu vafstri við bila nema helzt ólafur Ketilsson frá Laugarvatni sem brá á það ráð nýlega að verða Ólafur Ketilsson h.f. Ekki var það út af skattamálum heldur var það gert ef það mætti verða til að bjarga gamalli áætlunarleið sem hann hafði eiginlega skapað, en var að lenda til annarra eftir fimmtiu ár samfellt i höndum hins laugvetnska ökumanns. Einstakt ökulag Fyrir Laugvetning frá fyrri ár- um voru aöeins tveir menn til á staðnum, þegar skólamenn voru undanskildir. Það voru þeir Böðvar Magnússon, sem lét jörð sina undir skólann og Ólafur Ketilsson sem sá um að koma okkur austur i þvottahollið og hafragrautinn á haustin og heim á leið frá prófum að vorinu. ólaf- ur Ketilsson hafði einstakt öku- lag, sem kom manni i gott skap og værðir, og kannski var eitthvað kimilegt við það. Og hann var skipstjóri á hafskipi vegarins, hvort heldur farið var á ball i Haukadal eða skotizt niður á Sel- foss eftirsúkkulaðiog gosi. Húfan var gamall sixpensari og skyggn- ið niður i augum til að bæja frá sólskini og svo malaði billinn hvort heldur var i sköflum eða á auðu og ekkert stöðvaði Ólaf Ketilsson frekar en forðum daga, þegar hann fór rinda af rinda i mýrunum við Laugarvatn, dag- ana, sem hann var aö aka efninu i skólabygginguna á Laugarvatni áður en vegurinn kom og flutningavagninn lá á öxlum i keldunum. Lagði sjálfur veginn Meö þeirri þolinmæði og þeirri þrautseigju sem það kostaði áður fyrr aö aka á undan veginum, af þvi timi var kominn til að byggja upp I landinu hús og skóla áður en timi gafst til að leggja vegi, tróð Ólafur Ketilsson fönn og mold og mýri til að koma vagni sinum áfram, þar sem nú liggur vegur- Indriði G. Þorsteinsson skrifar um Ólaf Ketils- son og kerfið. inn að Laugarvatni. Og þegar hann vildi halda áfram siðar meir inn fyrir Laugarvatn til að hægt væri aö komast æskilegan hring þaðan að Gullfossi og Geysi, lagði hann sjálfur veg á eigin kostnað að næsta brúarstæði. Þann veg var vegageröin lengi aö borga honum. Nú aka sumargestir þessa Ólafsbraut við mikinn fögn- uð eftir að guð hefur boðiö bílnum góðan dag á sunnudagsmorgni i Kömbum. óbilgjarna klöppin Ólafur hóf manndómsstörf sin -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.