Vísir - 09.06.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 09.06.1978, Blaðsíða 11
VISIR Föstudagur 9. júnl 1978 n indamál. Þingiö skoraöi á félaga S.l.B. aö ráða sig ekki sem æf- ingakennara i grunnskólum landsins né taka kennaranema til æfingakennslu fyrr en ákvæðinu hefði verið fullnægt. Afleiðingar sundurslit- ins skóladags. Vakin var athygli á þvi, hversu seint gengi aðkoma grunnskólan- um á. Þá var bent á það að ísland væri eina landið i hinum mennt- aða heimi þar sem nemendur búa ekki við samfelldan skóladag. SUkt væri mjög afdrifarikt fyrir börnin þar sem vinnudagur þeirra færi stundum yfir 40 stund- ir. Vinnutimi þeirra væri slitinn i sundur og sagt að „ef börn hefðu með sér stéttarfélag myndu þau ekki láta bjóða sér þetta”. Þá var bent á það hversu erfitt væri fyrir foreldra að stunda sina vinnu þar sem barnið væri sifellt á mismun- andi timum i skólanum. _bá. HVERS VEGNA GÖNGUM VIÐ EKKI Hugleiðingar þessar eru til komnar vegna greinar í Visi 6. júní s.l. Laugardaginn næstkomandi ætlar söfnuður einn, sem kennir sig við „hernámsandstæðinga" að slíta sólum enn einu sinni frá Kef lavík til Reykjavíkur. Má ætla að fáir íslendingar hafi heimsótt AAiðnesheiðina jafn oft og þessi söfnuður. Að sjálfssögðu eru þeir ekki að ganga sér til heilsu- bótar né mótmæla „bílisma". Nei, það á að mótmæla því sem þeir kalla arðrán auðstétta og gegn hervaldi. Þessi ganga er farin á sama tíma sem Evrópuþjóðir þinga hvernig koma má í veg fyrir framgang Rússa í Afríku. Það á ekki að ganga til að mótmæla hryðju- verkum í Kambódíu eða Víetnam né heimsvalda- stefnu Sovétríkjanna og leppríkja þeirra í Afríku. Þeir ganga á móti ís- lenskri atvinnuuppbygg- ingu Þeir ganga á móti islenskri atvinnuuppbyggingu, rétti manna til að skapa sér betri lifsviðurværi. Þeir spila á nótur öfundar og óánægju og blása út ef illa árar. Þeir telja fólkið i landinu svo fávist að trúa þvi að á þessu landi græði einungis fá- mennar heildsalaklikur og þeir þar að auki þiggi Júdasar- peninga erlendis frá. Þeir segja sig tala i nafni islenskrar alþýðu sem reyndar er þjóðin sjálf og telja hana svikna og arðrænda. Ég vil sem launamaður og virkur i minu launþegafélagi mótmæla þvi að þeir tali fyrir mina hönd. Fleiri hljóta einnig land að sósialisku leppriki. I þvi riki verður þörf fyrir annars konar kerfisfræðinga en skrifaði i Visi 6. s.l. Þetta er kosningaganga Alþýðubandalagsins Það þýðir heldur ekki að laða fleiri i göngu undir þvi yfirskyni að þetta sé ekki ganga Alþýðu- bandalagsins (sem áður hét að mótmæla a.m.k. þeir sem flokksbundnir eru i fjölmenn- asta launþegaflokki landsins. Sjálfstæðisflokknum. Annað hvort tala hernáms- andstæðingar af tómum barna- skap eða gegn betri vitund er þeirsegja að NATO séu samtök auðhringa og heimsvaldasinna. Tæplega 56 þúsund manns eru á annarri skoðun og i næstu kosningum verður á það treyst. Hernámsandstæðingar vilja ekki hlutleysi i utanrikismálum. Þögn þeirra er allt of hrópandi varðandi ógnastjórn kommún- ista hvarvetna i heiminum. Að visu gagnrýna þeir fram- kvæmd sósialisma i Sovét- rikjunum út frá sósialisma. en það er álika gáfulegt og þegar listamaður gagnrýnir eigið verk. Grimulaust stefna kommúnistar að þvi að gera Is- Gísli Baldvinsson kennari segir að Kefla- víkurgangan sé kosn- ingaganga Alþýðu- bandalagsins. Þeir sem ekki gangi á laug- ardaginn vilji fyrst og f remst vera f f riði með skoðanir sfnar, en gera upp dæmið í kjörklef- anum. Kommúnistaflokkur Islands) heldur ganga manna úr öllum flokkum. Alþýðubandalagið hefur lýst þvi yfir að saman fari flokkpóli- tisk og fagleg barátta. Þetta verður kosningaganga Alþýðu- bandalagsins. Ég get tekið undir það að ekki eigi að selja landið. En undir rauðum fána geng ég ekki. Sú ganga endar i Rauðahafinu. Þeir sem ekki ganga á laugar- daginn vilja fyrst og fremst vera i friði með skoðanir sinar en gera dæmið upp i kjörklefan- um. Þar verður á það reynt hvort á íslandi verður þriðji stærsti kommúnistaflokkur i Evrópu, miðað við hlutfall, við völd næstu 4 ár eða lengur eða hvort Sjálfstæðisflokkurinn verður áfram leiðandi afl i is- lenskum stjórnmálum. Sá dómur verður kveðinn upp 25. júni n.k. en ekki á laugar- daginn. Þess vegna göngum við ekki. við Skeiöaáveituna og lenti ásamt fleirum á „óbilgjörnu klöppinni”, Hún var á sinni tiö eitthvert mesta viðfangsefni vaskra og ungra manna sem með þvi að grafa áveituskurði vildu auka grasgefni Skeiðanna. Ólafur barðist lengi við þessa klöpp en hún varð að lokum öll sprengd i loft upp með handafli svo að segja þvi menn urðu að bora fyrir sprengiefnið með handbor og sleggju. Eftir viðureignina við „óbilgjörnu klöppina” hafði Ólafur tekið fullnaðarpróf úr skóla sem gerði honum fært að takast á við vegleysurnar austan fjalls i byrjun biiaaldar. Þegar vegirnir komu Þegar vegirnir komu hafði Ólafur Ketilsson numið leiðirnar og þær urðu hans rútur i fimmtiu ár. Og engum datt i hug að vé- fengja rétt hans til þeirra. En svo þróaðist þjóðfélagið dálitið og menn gleymdu þvi að einhvern- tima voru til brautryðjendur, og nýir menn komu til að uppgötva nýja hluti. Þegar búið var að byggja grunninn mátti reisa kerfi á honum til að hanna og skipu- leggja og þá kom að þvi að menn sem lögðu sinar rútur sjálfir af þvi þjónustu þeirra var þörf urðu að fara að ráfa um kerfið i leit að margskonar heimildum. Og hafi Ólafur Ketilsson haldið að „óbil- gjörnu klöppina” væri aðeins að finna niðri i skurði austur á Skeiðum átti hann eftir, fimmtiu árum siðar að komast að raun um að hún hafði skotið upp kollinum að nýju, og nú innan kerfisins sem embættismenn og úthlutarar lifs- ins gæða höfðu hlaðið i kringum sig. Kerfið tók af honum öku- leyfið Einn dag hafði kerfið tekið öku- leyfið af Ólafi Ketilssyni. Hann var þá að koma af sjúkrahúsi. t*egar hann fékk leyfiö aftur var þaö aöeins til skamms tíma i einu. ólafur tók þessu meö still- ingu. Hann hafði tamið sér að umgangast embættismenn af fyrirlitningarlegukæruleysiog einu sinni hvolft úr fullum poka af snjó inni hjá vegagerðinni, þegar lengi hafði verið þrasað við hann um að Hellisheiði væri snjólaus og ekki þyrfti að skafa veginn. Að visu gathann engu hvolft á borðið hjá bifreiðaeftirlitinu, en hann hélt áfram að aka rútu sinni án óhappa. Sérstaklega var honum mikið i mun, sem heimamanni á Laugarvatni, að halda sinni gömlu leið vetur, sumar, vor og haust, enda gerði hann sér manna bezt ljóst hvert hagræði var að þvi fyrir Laugarvatn, að hann skyldi búa þar með bila sina. Það var ekki nóg. En það var ekki nóg að láta þennan gamla og reynda bilstjóra ganga með ökuskirteini, sem hann mátti búast viö að missa eftir geðþótta kerfisins. Fyrr en varði var kominn upp sá kvittur að nú skyldu aðrir fá sérleyfis- leiðir hans til umráða. Maðurinn sem hafði mokað leiðina að Laugarvatni fram og til baka margsinnis á fimmtiu ára starfs- ferli og ekið á undan veginum með byggingarefni i Laugar- vatnsskóla um mýrar og móa af- lestað og hlaðið aftur við hverja keldu og haft sig fyrstur manna á leiðarenda, skyldi nú sviptur Ieyfi til fólksfiutninga á þessari leið. Að fjalla baki Ólafur hafði fengið sina fyrstu starfsreynslu i viðureign við „óbilgjörnu klöppina” á Skeiðun- um, og hann vissi vel að hin óbil- gjarna klöpp kerfisins þurfti sinna ráðstafana við, þótt ekki ætlaði hann að sprengja hana i loft upp eins og fyrrum. Hann stofnaði hlutafélag með heimilis- fang að Laugarvatni og er hann nú að fela öðrum forsjá fyrir sér- leyfisakstrinum, svo ekki verði þvi kennt um, að hann sé að aka á þessari leið með dinglandi öku- skirteini. En óbilgjörn klöpp kerf- isins ýtti honum samt til hliðar og út af hans gamla vegi. Fólk eystra hreppai1 eystra og gamlir höfðingjar hlupu málinu til bjarg- ar, en það dugði skammt. Sér- leyfi, búsett á Laugarvatni, skyldi ekki lengur aka gamlar slóðir Ólafs Ketilssonar. Jafnvel Sigurður Greipsson öldungurinn i Haukadal, brá sér i fylgd ólafs til samgönguráðherra, og hristi staf sinn að honum en ekkert dugði. Hlutafélagið Ólafur Ketilsson var burtrekið af sérleyfisleiðinni Laugarvatn, Geysir, Gullfoss. Til málamynda hefur sú lausn verið fengin, eftir að mennirnir undir hinni óbilgjörnu klöpp kerfisins sáu að þeim hafði orðið á herfileg skyssa, að Ólafur Ketilsson fær nú að aka að fjallabaki til Laugarvatns nær byggðum úti- legumanna en byggðum skatt- borgara og þjóðfélagsþegna með réttindi. Ættartákniö 1 ræðu sem Helgi ólafsson fast- eignasali, frændi Ólafs Ketilsson- ar, flutti á ættarmóti i Aratungu i fyrra, lýsti hann þvi yfir að Ólaf- ur frændi sinn væri ættartákniö. Það var orö að sönnu. Hnúar hans eru harðir af erfiði og hendurnar grómteknar og þó er orðfærið stórkostlegast. Ólafur Ketilsson hætti raunar aldrei að fást við klöppina. Hún birtist honum i ýmsum myndum á langri starfs- ævi. Vegagerðin var eitt af þessu óbilgjarna grjóti, einkum höfuðin á vissum fyrirmönnum hennar, sem fyrir fátæktar sakir urðu að byggja brýr oni giljum með stór- um hlykkjum við hvorn enda og höfðu ekki skilning á frostþenslu við ræsi sem ýmist voru niður i veginum eða upp úr honum eftir þvi hvernig viðraði. Þeir hafa ekki getað fallizt á að skáleggja ræsin svo auðveldara yrði að aka um þau. Annars vill ólafur kenna vizkuleysi vegagerðarinnar við ákveðinn hallamæli. Sagan er að einn af fyrirmönnum vega- gerðarinnar hafi verið með halla- mæli fyrir austan að athuga um veg. Það var komið snjór og frost og um leið og sá visi maður steig út i skurð datt hann á hallamæl- inn og braut hann. ólafur stað- hæfir að siðan hafi þessi brotni hallamælir verið notaður við vegarlagninguna i fjörutiu ár. Að þeim tima liðnum sendi Ólafur Ketilsson nýjan hallamæli ásamt gjafabréfi en hann mun nú vera hafður til stáss hjá umdæmis- verkfræðingi á Selfossi. A.m.k. sver Ólafur fyrir það að malar- vegir hafi nokkuð batnað fyrir austan fjall. Það voru sérréttindi að ferðast með honum. Hann Ólafur minn Ketilsson er nú farinn að eldast. Við, sem vor- um einu sinni ungir, förum ekki lengur með honum i ferðalög með tilheyrandi sköllum og tiltali. Það voru sérréttindi að ferðast með honum, og séu þeir einhverjir eftir, sem vilja syngja gamla manninn út, þótt hann sé orðinn hlutafélag fyrir vélræöi hinnar óbrotgjörnu klappar kerfisins, ættu þeir hinir sömu að taka sér fari með leið hans um Mosfells- sveit, Þingvöll, Gjábakka, Lyng- dalsheiði og Laugarvatn. Sú fjallabaksleið er nú ein fær eftir fyrir gamlan brautryðjanda. Nær byggðinni má hann ekki koma. IGÞ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.