Vísir - 09.06.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 09.06.1978, Blaðsíða 7
Skylab: FELLUR TIL JARÐAR — ef ekki tekst að gera við geimstöðina i dag Visindamenn í Johnson geimrannsóknarstöðinni í Houston í Bandaríkjunum reyna nú að koma tækjunum í Skylab— geimstöðinni i lag. Reynt er að koma geimstöðinni á réttan sporbaug/ en það virðist ekki ganga sem best. Ef tilraunir í þessa átt misheppnast í dag er talið vist að ekki verði hægt að bjarga geim- stöðinni frá þviaðfalla til jarðarog eyðileggjast. Vísindamennirnir hafa nú snúið geimstöðinni með sérstökum tækjum þannig að hún fær alla þá orku sem mögulegt er frá sölu. Skylab-geimstöðin er á spor- baug um jörðu. í hverri ferð um- hverfis jörðina fer geimstöðin yf- ir svæði sem eru mjög þéttbýl, en um 70 prósent af timanum fer stöðin yfir óbyggð svæði. Ef ekki tekst að gera við tækjabúnað stöðvarinnar getur farið illa ef hún fellur til jarðar á þéttbýlu svæði. Chile: FÓLK HVERFUR — œttingjar fara í hungurverkfall til að Um tvö hundruð ættingjar innan mánaöar. fólks, sem horfið hefur spor- Ef yfirvöld I landinu fara ekki laust i Chile hafa farið fram á að beiðni fólksins ætlar það að við stjórnvöld að þau veiti ein- fara I hungurverkfall. Til þess hverjar upplýsingar um fólkið Tóbaksframleiðendur: Nota sér þekk- ingarleysi í van- þróuðum löndum Tóbaksf ramleiöendur voru sakaðir um það í þætti i breska sjónvarpinu nýlega# að þeir notfærðu sér þekkingarleysi fólks f vanþróuðum löndum. Þar seldu þeir þá framleiðslu sína# sem ekki gengur út á Vesturlöndum/ t.d. sígarettur með háu tjöruinni- haldi. Fyrirtækið British American Tobacco var sérstaklega tekið fyrir. I þættinum var upplýst að fyrirtækið hefði sömu umbúðir um þær sigarettur sem það seldi á Vesturlöndum og i þróunar- löndum, en það sem færi á markað þar væri allt önnur vara en umbúðir gæfu til kynna. Sýni voru send til Bandarikj- anna til rannsóknar, sem fengin höfðu verið frá Kenya, Sri Lanka og Malasiu. Við rannsóknina kom I ljós að tjöru- og nikótin-mnihald var miklu meira i sigarettum, sem seldar voru i þessum löndum en leyfi- legt er á Vesturlöndum. Tjöruinnihald var allt að 72 prósentum hærra i þeim sigarettum sem rannsakaðar voru en þeirra sem eru á mark- aði t.d. i Bretlandi. British American Tobacco er stærst þeirra sjö fyrirtækja sem ráða tóbaksmarkaðnum i heim- inum. Fyrirtækið notar ekki varúðarmiða á pakka þá sem það selur i þróunarlöndum, um skaðsemi reykinga, eins og lög- boðið er i Bretlandi. Mikið starf hefur við unnið i vestræn- um löndum sem varar fólk við hættuna af reykingum. Nú þegar það starf fer að bera árangur, þá sækja tóbaks- framleiðendur á önnur mið. Hlerunartœkin í sendiróðinu: Tif að trufía símtöl — segjo Sovétmenn Sovésk yf irvöld hafa nú látið i sér heyra vegna ásakana Bandaríkjanna um að Sovétmenn hafi komið fyrir hlerunarút- búnaði í sendiráð Banda- ríkjanna í Moskvu. Yfir- völd kvarta yfir þvi að Bandaríkin reyni að trufla fjarskipti Sovét- manna með því að koma fyrir njósnaútbúnaði í sendiráði sínu. Utanrikisráðuneyti Sovét- rikjanna sendi frá sér tilkynn- ingu vegna þessa máls, og var það gertopinbert og birt af Tass fréttastofunni. Þar segir að starfsmenn sendiráðsins hafi brotið lög landsins með þvi að fara inn i nærliggjandi hús. Starfsmennirnir hefðu skemmt hitaútbúnað og skemmt varnar- kerfi sem sovétmenn hefðu komið upp til að vega á móti njósnatækjunum i sendiráðinu, sem væri i eien Bandarikjanna. I frétt Tass fréttastofunnar segir að Bandarikin hafi komið sér upp hlustunartækjum, þar sem þeir trufluðu simtöl. Sagt var að KGB lögreglan hafi kom- ist yfir tæki, sem notuð væru i þessu skyni og starfsmenn sendiráðsins hafi sett upp i húsi einu i Moskvu. Bandaríkin: Solzhenitsyn heiðraður Breshnev: Carter, þú útt leik. Corter: Ég kann ekki mannganginn. SPORLAUST fá stjórnvöld til að veita upplýsingar ráös hefur þaö gripiö áður, en aö taka tii þessa ráös aftur, ef þaö var kirkjan i Chile, sem yfirvöld veröa ekki viö beiöni fékk fólkiö til aö hætta viö þess um upplýsingar um hungurverkfalliö. Nú ætlar þaö ættingja sina. Alexander Solzhenitzyn, sovéski rithöfundurinn, sem rek- inn var i útlegö frá Sovétrfkjun- um, var f gær sæmdur heiöurs- nafnbót viö Harvard háskóla i Bandarikjunum. Nafnbótin var veitt Solzhenitsyn fyrir afrek á sviöi bókmennta. Solzhenitsyn, sem hefur nlotið Nóbelsverölaun, settist að í Bandarikjunum, eftir að hann var rekinn frá Sovétrikjunum. Hann kemur mjög sjaldan fram opin- berlega, en gerði það i gær i Har- vard. Donmörk: Simpansi kœmist í gegn um grunnskólapróf — segir ungur kennari Ungur kennari í Danmörku. Ove Steck- hahn, hefur lýst þeirri skoðun sinni að hvaða simpansapi sem væri kæmist í gegn um grunn- skólapróf í Danmörku. Steckhahn kennir í skóla í Brönshöj. Kennarinn segir að það sé eng in tilviljun að svo sé, prófiö séu svo létt og kröfur til nemenda séu alltaf að minnka. Þetta sé ráðuneytum að kenna, þau setji fram þær kröfur, sem gera á til nemenda á prófum. Þeir nemendur, sem fara út i atvinnulifið að loknu skyldu- námi, þurfa margir hverjir aö gangast undir próf hjá viðkom- andi atvinnurekanda. Þeir taki ekki lengur mark á þeim eink- unnum sem nemendur fá að loknu grunnskólaprófi, segir kennarinn. New York: Frelsisstytt- unni bjargað Svo viröist sem borgarstjóran- um i New York, Edward Koch, hafi tekist aö bjarga Frelsisstytt- unni frá því aö veröa seld af stalli sinum. Fulltrúadeild Bandarikja- þingsins hefur samþykkt aö láta borginni i té lán til langs tfma til aö komast út úr frjárhagserfið- leikum sem yfirvöld þar hafa átt viö aö stríða. Lániö er upp á tvær billjónir dala. OG SPARIÐ YKKUR VINNU a Wooclex á ULTRA Reynslan ,hefur sannaö, að Woodex Ultra er sér- staklega endingargott fúavarnarefni yið is- lenskar aðstæður, auk þess sem það ver viðinn vel gegn veðrun, •A UUOODEX VER VIOINN FÚA SKRISTJÁNÓ. SKAGFJÓRDHF Simi 24120

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.