Vísir - 09.06.1978, Blaðsíða 27

Vísir - 09.06.1978, Blaðsíða 27
31 » VISIR Föstudagur 9. júni 1978 Borgarstjóri og aöstoðarborgarstjóri stigu upp í ræðupúltin og nokkrir giaðværir borgarar tóku sér stöðu íyrir framan það. í baksýn er kirkjan. Vísismynd—JA Ekki eru allir byggingameistararnir háir í loftinu. Sum húsin eru upp á tvær hæðir. Þar er banki, lögreglustöö, kirkja, siökkvistöð, dómshús, ráöhús og tryggingamiðstöö. Þar eru lika borgarstjóri, vara- borgarstjóri, prestur og býsnin öll af góðum borgurum, sem vinna samhentir að þvi að gera borgina sem best úr garði. Og auðvitað verður að hafa stiga upp á ef ri hæðina sem nú á að fara að smíða. Það er kannske vegna þess hve borgararnir eru ungir sem allt gengur svona vel. Það er mikið hiegið og litiö rifist. Þessiborg i borginni er á leik- velli Hlíðaskóla við Hamrahlíð, þar sem er einn af starfsvöllum borgarinnar. Starfsvellirnir eru 'yrir þá borgarana sem enn eru svo ungir að atvinnulifið gefur þeim ekki tækifæri. Þeir fá hinsvegar nóg að starfa, við að smiða húsin sin. Borgin leggur þeim til timbur, nagla, hamra, sagir og önnur nauðsynleg verkfæri en krakk- arnir sjá sjálfir um arkitektúr og skipulag. 1 litlu borginni við Hliðaskóla bera göturnar sin nöfn eins og i öðrum alvöruborgum. Og eins og i öðrum alvöruborgum eru göturnar gjarnan látnar heita eftir einhverjum merkisborgur- um, svosem Magnúsarbraut og Guðjónsgata. Skiptinger þarna nokkuð jöfn mitti flokka. Borgarstjórinn er Sjálfstæðismaður, varaborgar- stjórinn utan flokka og prestur- inn i Alþýðubandalaginu. Aðrir flokkar eiga lika sina fylgis- menn, en pólitis kar dettdur eru i lágmarki. Lóðum er úthlutað með stöku hlutleysi og ekki einni einustu embættisveitingu hefur enn ver- iö mótmæit. Liklega gætistærra fóik i stærri borgum iært tölu- vertaf þvi að koma i heimsókn I litlu borgina þar sem ósérhlifni, glaðværð, hjálpsemi og vinátta ráða rikjum. —ÓT. Erró. Dýrt nafn Það er stundum sagt að nöfn listamanna séu dýr og þaðvirðist eitthvað veratil i þvi. 1 sambandi við lista- hátiðina hafa verið seld plaköt eftir Erró og kostar stykkið kr. 500. Þessisömu plaköt er hægt að fá árituð af listamannin- um, en þá er verðið kr. 10.500. Að sögn eru f jöimarg- ir sem þykir að þessir fjörir stafir séu tiuþúsund króna viði. Lögleysa Sandkorn er fyrst með frétt- irnar. Og nýjasta stórfréttin er að siðustu sveitarstjórn- arkosningar voru ólöglegar. Samkvæmt 104. grein kosn- ingalaganna á oddviti yfir- kjörstjórnar að lesa upp kjörinn listabókstaf á hverju einasta atkvæði. Siðan eiga fulltrúar frá hver jum flokki að fá að kikja á. Þetta er ekki gertþarsem talning tæki þá marga daga. Lögin eru gömul, sett þegar ibúar voru mun færri. Það breytir þvi ekki að lög eru lög og kosningarnar ó- löglegar. Reyndar hafa allar kosningar á siðustu árum verið afgreiddar svona og þvi liklega allt ólöglegt. Er furða þótt i óefni sé komið? Lúðvik Bjarni Flokkaflœkjur Bjarni Guðnason er i framboði fyrir Alþýðuflokk- inn á Austurlandi, þennan ganginn. Eins og aðrir fram- bjóðendur visiterar hann sálir sinar og kom meðal annars viö á Eskifirði ekki alls fyrir löngu. Þegar Bjarni var kominn i púltið reis upp fullorðinn maður semspurði hvað þessi flokkaflækingur væri eigin- lega að þvæíast þarna. Spyrjandinn var stuðnings- maður Alþýðubandalagsins, eins ogreyndar fleiri i pláss- inu. Yngri maður reis þá upp Bjarna til varnar og sagði að það gæti s vosem vel verið að hægt væri að kalla hann flokkaflæking. Þá yrði þó að hafa I huga að Lúðvik Jósepsson hefði fyrst verið i Kommúnista- flokknum, þá i Sósialista- flokknum og loks i Alþýðu- bandalaginu. Sér teldist að þetta væru þrir flokkar og einum betur en Bjarni hefði gert: „Nema”, sagði hann og glotti, „þetta sé allt einn og sami flokkurinn?” —ÓT.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.