Vísir - 09.06.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 09.06.1978, Blaðsíða 9
9 SJÓNVAKRIÐ 06 GIÆPIRNIR Þaö er opinber staöreynd að afbrotum hefur f jölgaö á tslandi undanfarin ár. Samhliöa þess- ari fjölgun hafa afbrotin oröiö ó- hugnanlegri og ofbeldisverk æ stærri hluti þeirra. Mönnum hrýs hugur við þvi að lesa um aö menn með langan af- brotaferil aö baki gangi lausir og þegar svo ber undir renni á þá æöi og þeir ráöist á saklaust fólk og berji þaö til óbóta. Að visu verða menn smám saman ónæmir fyrir þessum glæpafréttum eftir þvi sem þær verða tiðari. En hefur engum dottiö i hug aö leita skýringa á þessum ofbeldisverkum? Þaö er augljóst aö þær eru margskonar en ég vil hér minnast á eitt atr- iði sem eflaust hefur mikið að segja. Tvívegis i vetur hef ég lesið um það að sjónvarpsstöövum i Bandarikjunum hefur verið stefnt fyrir aö þær hafi gefið ó- gæfusömum unglingum hug- mynd a ð ódæðisverkum. í fyrra skiptið var um kynferðisglæp að ræða en i þvi siðara hafði ungl- ingur myrt gamla konu. Ekki veit ég um dómsúrskurðin en leiðum hugan aftur heim til Is- lands. Margir biðu spenntir eftir þvi að s já fyrsta þáttinn með Kojak isjónvarpinu en hann var sýnd- ur s.l. föstudagskvöld. Áður en hann var sýndur var það ræki- lega auglýst að þar sæist blóði drifinn morðstaður. Myndin fjallaði um innbrotsþjóf sem hafði nauðgað og myrt tvær ungar stúlkur með hnifi. í miöri þessari viku er okkur svo sagt frá þvi i blöðunum að laugardagmorguninn eftir að þessi þáttur var sýndur hafi verið brotist inn i ibiíð i Vestur- bænum og ungri konu nauðgað og ógnað með hnifi. Hér verður enginn dómur lagöur á það hvort beint samband sé á milli þessa tveggja atburða. Hins vegarveröuraðtakatil umræðu hver sé ábyrgð fjölmiðla i þessu sambandi. Hætt er við þvi að sjónvarp og reyndar blöðin lika með allri þeirriáherslu sem þau leggja á glæpi og ofbeldi komi inn ákveðnum hugmyndum inn hjá fólki sem er ekki allt of sterkt fyrir og geri útslagið á það að brenglun þeirra brjótist út i ofbeldisverkum. Sjón varpsáhorfandi. Lindarbær við Lindargötu. Utankjörstaðakosning Utonkjörstaðaskrifstofa Sjálfstœðisflokksins er Valhöll, Háaleitisbraut 1 — Símar 84302, 84037 Sjálfstæðisfólk! Vinsamlega látið skrif- stofuna vita um alla kjósendur, sem verða ekki heima á kjördegi. Utankjörstaða- kosning fer fram i Miðbæjarskólanum alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22. Sunnudaga kl. 14—18. Keflovíkur- gangan er á morgun SKRÁIÐ YKKUR STRAX Lindarbœr til leigu fyrir alla Fyrir hönd Lindar- bæjar vildi Gunnar H. Pálsson koma eftirfar- andi á framfæri: Vegna greinar i blaði yðar 5. þessa mánaðar varðandi útleigu Lindarbæjar á kjördag til borg- arstjórnar langar mig til að eft- irfarandi komi fram: Lindar- bær, Lindargötu9 er i eigu Sjó- mannafélags Reykavíkur og Verkamannafélagsins Dags- brúnar — ekki Verkamanna- sambands Islands eins og sagt er i áðurnefndri grein. Salurinn er leigður út til funda og skemmtannahalds, árshátiða. leiksýninga, kaffisölu, basara, brúpkaupa og fl. o.fl. og það hef- ur aldrei skipt máli hvar i póli- tik leigutakar standa. Að bkum vil ég geta þess að Alþýðubandalagið i Reykjavik greiddi uppsetta leigu fyrir um- ræddan dag þriðjudaginn 30. mai 1978. símor 29845 29863 29896

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.