Vísir - 09.06.1978, Blaðsíða 6

Vísir - 09.06.1978, Blaðsíða 6
( Bulent Ecevit forsætisráöherra Tyrklands. iFNAHAGSKRíPPA TFKKJA AÐ LEYSAST Alþjóðagialdeyrissjóðurinn og OECD-lðndin hafa hlaupið undir bagga Tyrkland hefur átt viö mikinn efnahagsvanda aö striöa undanfar- in ár og um tima leit út fyrir aö erfitt væri um frekari iánafyrir- greiösiu bæöi hjá Alþjúöa gjaldeyrissjóönum og einstökum rikjum. Þá fimm mánuöi sem stjórn Bulent Ecevit forsætisráöherra hefur setiö viö stjórnvölin hefur veriö iögö mikil áhersla á aö koma fjár- málum landsins á réttan kjöl. Gengisfelling. Þegar stjórn Ecevit tók vip fyrir fimm mánuðum var efna- hagur landsins i kalda kolum. Það var litið á Tyrkland sem þjóð sem gat ekki staðið við skuldbindingar sinar og frekari lánafyrirgreiðslur voru vart mögulegar. Forsætisráöherrann tók þaö ráð að gefa fjármálaráðherra sinum mjög frjálsar hendur og Muezzinogulu lagði fljótt fram áætlanir sinar i efnahagsmál- um. Gengið var fellt um þrjátiu prósent og dregið var mjög úr eyðslu. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafði lagt fram tillögur i stjórnartið Sulleyman Demirel sem eru mjög svipaöar þeim sem núverandi stjórn hefur gripið til. Ráðstafanir i efna- hagsmálum féllu þvi i góðan jarðveg og ekki stóð lengi á láni frá sjóðnum en það nam um 450 milljónum dollara. Lániö er til tveggja ára og Tyrkir hafa þeg- ar fengið um 150 milljónir doíl- ara. Þessi upphæð breytti miklu i viðskiptum Tyrklands, þvi ókleyft hafði verið s.l. fjórtán mánuði að fá gjaldeyri til að standa við samninga um vöru- innflutning, þar sem hann var ekki til i bönkum. Aðeins olia hafði fengist flutt til landsins siðan i febrúar 1977 og nauðsynjavörur. Innflutnings- verðmæti máttu ekki fara yfir þrjár milljónir dala á dag og hefur þetta valdið miklum erfiö- leikum. Skuld Tyrklands við útlönd og lánasjóði frá siðasta ári námi 2.500 milljónum dala þegar stjórn Ecevit tók við. Lán frá Þjóðverjum Vestur-Þýskaland er stærsta viðskiptaland Tyrkja. Þangað fór forsætisráðherrann i leit að fjárhagsstuðning og fékk hann. Þjóðverjar sögðu sig reiðubúna til aö láta Tyrklandi i té 65 milljónir dala en Ecevit tókst að krækja sér i 50 milljónir til viö- bótari ferð sinni til Þýskalands. A ferð sinni til Þýskalands kom Ecevit einnig við i Austur- riki og þaðan fór hann með álit- lega fúlgu. OECD hefur einnig farið samingaleiðina við Tyrk- land. Ákveðið hefur verið að Tyrkland fái frest á greiöslu skulda við OECD löndin en hún nemur 1.5 billjónum banda- rikjadala. Fjármálaráðherrann Muezzinoglu hefur einnig staðið i samningaumleitunum við hina ýmsu banka en skuldir landsins við þá nema um 2,5 billjónum dala. Muezzinoglu hefur lýst sig bjartsýnan á að samningar tak- ist og segist verða með undir- skrifuð skjöl þess efnis siöar I mánuðinum, ef ekki komi neitt óvænt uppá. Hann hefur leitað til landa eins og t.d. Noregs, Bulgariu og Libyu um aöstoð og fengið jákvæð svör. Mikill viðskiptahalli við útlönd Flestar ferðir ráðamanna landsins til útlanda hafa verið til lánardrottna til að semja um greiðslufrest. Samt sem áöur hefur þeim tekist að fá til við- bótar um billjón dollara. Vegna gengisfellingar tyrk- nesku lirunnar hafa verkamenn sem vinna erlendis sent miklu meira af peningum til sins heimalands en áður. Forsætis- ráðherrann lagði sig einnig fram við að ná sambandi við tyrkneska verkamenn á ferðum sinum um Evrópulönd. Viðskiptahalli við útlönd var mjög mikill á siöasta ári. Hann nam um 2,5 billjónum dala. Fyrstu mánuði þessa árs hefur innflutningur minnkað um þrjá- tiu prósent og útflutningur hefur aukist töluvert. Ráðamenn i landinu eru ánægðir með þessa þróun og telja að hún sýni að efnahags- málum Tyrkja verði nú brátt komið á réttan kjöl að nýju. Forsætisráðhefrann hefur lagt áherslu á að hann og stjórn hans fái starfsfrið og hvetur fólk til að leggja eitthvaö á sig til að takmarkinu verði náð. Kaupkröfur verkalýös- félaga Það eru samt ekki allir ánægöir þó rikisstjórnin sé ánægð með það sem tekist hefur að framkvæma þessa fimm mánuði sem hún hefur setið við völd. Verkalýðsfélögin hafa sett fram miklar kaupkröfur, sem nema allt að hundrað prósent- um. Forsætisráðherrann hefur sagt að það sé útilokaö að verða við nokkrum kröfum eins og ástandið er. Hann segir að ef verkamönnum verði látin i té kauphækkun verði að taka hana frá öðrum stéttum t.d. bændum. Hann benti einnig á að ef gengið yrði að kröfum verkalýðsfélag- anna þá mundi atvinnuleysi aukast stórlega i landinu. Verkalýðsfélögin hafa bent á aö miklar hækkanir hafi dunið yfir landið síðan stjórn Ecevit tók við völdum. Vörur hafi al- mennt hækkað um tæplega 48 prósent. Þau hafa einnig reiknað út að framfærslu- kostnaður i stærstu borginni Instanbul hafi hækkað um rúm- lega 58 prósent. Kröfur koma sifellt fram um að fá að hækka vöruverðið en fyrirtæki rikisins hafa farið á undan og haldið verðinu niðri. Þetta hefur kostað þau mikið tap sem á siðasta ári var um 570 milljónir dollara. Vegna stöðugrar hræðslu um verðhækkanir hamstra þeir sem geta og kaupmenn hafa i mörg- um tilfellum geymt vörur sinar i von um meiri hagnað sem hefur þá aftur leitt til vöruskorts. KP Sandspyrnukeppni Kvartmíluklúbbsins verður haldin að Hrauni i Olfusi, sunnudaginn 11. júní kl. 10 f. húdegi kl. 2 e.h. Keppendur mœti kl. 10 f. húdegi Skróning og núnari upplýsingar um keppnina verða veittar í sima 51273, föstudaginn 9. júní kl. 8-10 e.h. © LAWN - BOY * Létt,sterk,ryðfrí •Ji- Stillanleg siáttuhæð Slær upp að húsveggjum og út fyrir kanta Sjálfsmurð, gangsetning auðveld ■X- Fæst með grassafnara Garðsláttuvél K hQD 11 p ^hinna vandlátu b

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.