Vísir - 09.06.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 09.06.1978, Blaðsíða 5
visrn Föstudagur 9. júnl 1978 5 FLUGLEIÐIR SÆKJA UM LEND- INGALEYFI f TVEIM BORGUM í VIÐBÓT í BANDARÍKJUNUM Flugleiðir hafa sótt um leyfi til að fljúga til tveggja borga i Bandaríkjunum í viðbót við New York og Chicago. Að sögn Sigurðar Helga- sonar, forstjóra, eru óskastaðirnir Baltimore á austurströndinni og Los Angeles, á vesturströnd- inni. Einar Agústsson, utanríkis- ráðherra, staðfesti i viðtali við Visi að ráðuneyti hans hefði milligöngu i þessu máli: „Það liggur frá okkur beiðni um könnun á þessu máli hjá banda- riska utanrikisráðuneytinu en ekkert svar hefur borist enn- þá ” Sveinn Sæmundsson, blaða- fulltrúi Flugleiða, sagöi að mjög vel hefði gengið að vinna upp markað þegar félagið fékk leyfi til að hefja flug til Chicago, eftir að hafa um árabil flogið aðeins til New York. Sveinn sagði að margir aug- ljósir kostir fylgdu þvi að fljúga til fleiri staða. Félagið fengi þá inn á sinar vélar fðlk frá við- komandi stöðum, án þess að þurfa að deila fargjöldum með öðrum flugfélögum. Með þvi opnaðist að vissu leyti nýtt markaðssvæði og far- þegafjöldi félagsins ykist. bað væri sammerkt með flugfarþeg- um hvar sem er i heiminum að þeir vildu helst geta flogið beint frá sinni heimaborg, ekki slst þegar verið væri að fara i lang- ferð frá Bandarikjunum til Evrópu. Aðspurður um hvort það hefði i för með sér aukningu flugflot- ans ef þessi leyfi fengjust, sagði Sveinn að ómögulegt væri að segja til um það ennþá. Mikil óvissa rikti á flugleiðinni til Bandarikjanna og (m.a. vegna lág-fargjaldastriðsins), og menn biðu þess aö sjá hvernig gengi i sumar. Sveinn tók og fram að það væri langt frá þvi að þetta mál væri til lykta leitt. óvist væri hvort félagið fengi sina óska- staði og allavega væri mikið undirbúningsstarf eftir áður en hægt væri að byrja að fljúga til nýrra staða. —ÓT. Ævintýramynd í Vísisbíói Sölu- og blaðburðarbörn- um Vísis er boðið í Laugar- ásbíó á morgun, laugar- dag. Þá verður sýnd spennandi ævintýramynd sem heitir „Frumskóga- stríðið" og hefst sýningin klukkan þrjú. Skrifið Brezhnev bréf Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa gagnrýnt og fordæmt dóminn yfir sovéska visindamannin- um Yori Orlov. Og I tilkynn- ingu frá samtökunum kemur fram að 160 manns hafa verið dæmdir i Sovétríkjunum, til fangavistar eða útlegðar, frá þvi um mitt ár 1975 — þ.e. frá þvi að Helsinkisáttmálinn var undirritaður. Dóm hefur þetta fólk hlotið, fyrir það eitt að reyna að fá notið þeirra mann- réttinda sem Helsinkisáttmál- inn kveður á um. Að minnsta kosti 50-60 manns að auki hafa á sama tima verið sendir á geðveikra- hæli af pólitiskum ástæðum. Nýiega sendu um það bil 40 islenskir visinda- og tæknimenn að tilhlutan is- lándsdeildar Amnesty Inter- national, áskorun til Leonids Brezhnevs, leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins, um að láta YuriOrlov lausan. Mælist islandsdeildin til þess að sem flestir islendingar taki undir þá áskorun með þvi að skrifa stutt, kurteislega orðuö bref til hans með beiðni um að Yuri Orlov og aðrir félagar Hel- sinkinefnda i Sovétrikjunum verði látnir lausir, þar sem þeir hafi ekki annað til saka unnið en að vinna þeim rétt- indum brautargengi I þjóðfé- lagi sinu, sem kveðið er á um i alþjóðasamþykktum: Utanskriftin væri þá: President of the Soviet Union Mr. Leonid Brezhnev Secretary General of the CPSU The Kremiin Moscow USSR Þess má geta að skrifstofa íslandsdeildar Amnesty Inter- national, Hafnarstræti 15, Reykjavik verður opin I sum- ar mánudaga og fimmtudaga kl. 5-7. —BA. Valið er auðvelt — Þ Slaðlaðar innréttingar í allt húsið í fjölbreyttu úrvalL & 30 mismunandi tegundir hurða í 12 verðflokkum er staðreynd. &Lítið við í sýningarhúsnœði okkar í Skeifunni 8, þar sem við sýnum 12 mismunandi gerðir innréttinga Nú kjósum við Kalmar Verið velkomin Kalmar innréttingar hf SKEIFAN 8. REYKJAVÍK SÍMI82645

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.