Vísir


Vísir - 13.06.1978, Qupperneq 3

Vísir - 13.06.1978, Qupperneq 3
VISIR Þriöjudagur .13. júní 1978 3 Anna Juliana er gædd miklum sónghæfileikum segir Gabriel Chmura. að komast út fyrir borgarmörk- in”, sagði Chmura. Áðspurður sagðist Chmura aldrei hafa unnið meö Birgit Nils- son áður, en hann hlakkaði til samstarfsins. Hann sagðist ekki hafa hugmynd um hvers vegna hún hefði kosið að hann stjórnaði hljómsveitinni. „Hún hlýtur að hafa heyrt min einhvers staðar getið”, sagði Chmura brosandi. ,,Ég held að þið íslendingar getiö veriö hreyknir at' Sinióniu- hljómsveitinni ykkar, þvi að við fyrstu kynni virðist mér hún góð ogmeðlimir hennar mjög áhuga- samir. En mér finnst mikil synd að þið skuluð ekki eiga betri stað til tónleikahalds en Laugardals- höllina. Þetta er auðvitað fyrst og fremst iþróttahöll en við munum reyna að gera okkar besta til að vel takist”, sagði Gabriel Chmura að lokum. SE 100 árum of seint á ferð Umferðarráð sendir einum átjánþúsund börnum pésana sina „Ungir vegfarendur”. Böm byrja að fá þessi fræðslurit þegar þau em þriggja ára gömul. Ein viðtakendanna er Hall- dóra Bjarnadóttir á Blönduósi, sem nú er fjögurra ára, plús hundrað ár. Halldóra, sem er fædd 14. október 1873, dvelst nú á Héraðshælinu á Blönduósi. Hún er vel hress,fer i hjólastól á hverjum degi, les blöð og skrifar bréf. Hinsvegar er hún litiðá ferli á götum úti og hefur þvi kannske ekki beinlinis þörf fyrir fyrrnefndar sendingar. Hjá umferðarráði fékk Visir þær upplýsingar að við út- sendingar væri farið eftir lista sem fenginn væri frá þjóð- skránni. Þótti mönnum þar dá- litið skrýtið að Halldóra skyldi hafa fengið sendingu frá þeim. Ekki tókst að finna nafn Hall- dóru á lista yfir móttakendur á Blönduósi og er þvi málið hálfu dularfyllra en ella. En þar sem sendingarnar eru öllum að meinalausu gerir það liklega ekkert til. —óT Eurofish 79 haldin í Kaupmannahöfn I júni á næsta ári verður hald- in sýning á fiskveiðibúnaði i Kaupmannahöfn. Nefnist sýn- ingin Eurofish ’79. Hér er um samskonar sýningu aö ræða og þá sem Hampiðjan tók þátt i i Kanada á s.l. ári með ágætum árangri, en hana sóttu um 25 þúsund manns frá fjölmörgum löndum. Að sögn Magnúsar Gústafssonar forstjóra Hamp- iðjunnar er ekki enn ráðið hvort fyrirtækiö tekur þátt i þessari sýningu en hinsvegar benti Magnús á, að tslendingar myndu væntanlega taka þátt i sýningunni Nordfish sem fram fer fOsló i nóvember næstkom- andi. V L TEK VI GÓÐU D Segir JBT nýkjðrinn m ii oddviti BUI Hvammstanga ,,Ég er nú ekki farin að átta mig vel á þessu ennþá” sagði Ragn- hildur Karlsdóttir sem kosin var oddviti á Hvammstanga siðast- liðin sunnudag og mun jafnframt vera fyrsta konan sem gegnir þvi starfi þar. „Það mæðir sjálfsagt mest á sveitastjóranum hvað varðar allar framkvæmdir; ég er svona nokkurs konar forseti bæjar- stjórnar, kalla saman fundi, sæki ráðstefnur og þess háttar. Annars hefur hreppnum verið vel stjórnað undanfarin ár, svo það má segja að ég taki við góðu búi” sagði hinn nýkjörni odd- viti. Ragnhildur er ekki alveg ókunnug hreppsnefndarmálum þar sem hún var fyrsti vara- maður i hreppsnefnd siðastliðið kjörtímabil. Aðspurð sagði Ragnhildur að uppbygging hefði verið mjög hröö á Hvammstanga undan- farin ár og mikið verið byggt og næg atvinna heföi verið. Hún sagöi og að hin nýkjörna hreppsnefnd myndi halda áfram að vinna að uppbyggingu bæjarfélagsins. ,,Ég á nú ekki von á að þetta starf hafi neinar afgerandi breytingar i för með sér hvað varðar heimilislif fjölskyldunn- ar. Þetta er á margan hátt þægilegtstarf og ég þarf ekki að vera mikið að heiman” sagði Ragnhildur Karlsdóttir að lok- um. -SE. NÝKOMIN Vorum að fá þessi glaesilegu hollensku táningahúsgögn Sendum í pástkröfu um land allt

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.