Vísir - 13.06.1978, Síða 10

Vísir - 13.06.1978, Síða 10
10 ÞriOjudagur 13. júnl 1978 VISIR VÍSIR utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. Olafur Ragnarsson . Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund- ur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Árni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind Ásgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir. Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefáns- son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson Ljósmyndir: Ðjörgvin Pálsson, Jens Alexandersson. Utlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingarog skrifstofur: Síðumúla 8. simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 8661f Jíitstjórn: Siðumúla 14 sjmi 86611 7 linur Askriftargjald erkr. 2000 á mánuði innanlands. Verö i lausasölu kr. 100 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. Að hengja sig í kosningaioforðum Uppákomurnar i pólitíkinni eru með ýmsum hætti um þessar mundir. Einna mesta athygli hefur þó vakið að Lúðvík Jósepsson skuli hafa tilkynnt á framboðsf undi á Neskaupstað þá ákvörðun meirihlutaf lokkanna í borgar- stjórn Reykjavíkur að greiða fullar verðbætur,og Verka- mannasambandið hafi ákveðið að aflétta útflutnings- banni gagnvart Bæjarútgerð Reykjavíkur. I sjálfu sér skiptir það engu höfuðmáli hvort það eru talsmenn borgarinnar eða Lúðvík Jðsepsson sem til- kynna ákvarðanir í máli sem þessu. Þessi tilkynningar- tilviljun sýnir einungis, að kjaramálapólitíkin hefur fyrst og fremst verið þáttur í kosningarefskák. Nýi meirihlutinn í Reykjavík hefur flýtt sér hægt við að ganga að kröfum Verkamannasambandsins með skírskotun til þess að fjárhagsstaða borgarinnar sé erfið. Eftir borgarstjórnarkosningar var kaupránið þráttfyrir alltspurning um f járhagslega getu. Vitaskuld lá þó Ijóst fyrir, að borgarstjórnarmeirihlutinn gat ekki undan því vikist að samþykkja kröf ur Verkamannasam- bandsins um fullar verðbætur handa hálaunamönnum, ella hefði ekki verið unnt að byggja sóknina í refskák- inni fyrir þingkosningarnar á kaupránskenningunni. Leikur ríkisstjórnarinnar í refskákinni var að draga i land með efnahagsráðstafanirnar frá því í febrúar. Eftir bráðabirgðalögin í maí fá þannig allir þeir sem teljast hafa lág laun fullar verðbætur. Stjórnarandstað- an verður hins vegar að halda áfram með kaupráns- kenninguna, þó að undanhald ríkisstjórnarinnar hafi leitttil þess, að Verkamannasambandið er látið berjast fyrir því að uppmælingarmenn og embættismenn fái fullar verðbætur. Við þetta hefur erfið taflstaða ríkisstjórnarinnar styrkst, án þess að gera megi ráð fyrir að það leiði til vinnings í þingkosningunum. Aðalatriðið er þó að menn dragi réttan lærdóm af þessari kaupránsuppákomu. Verðbótatakmörkunin var ekki meira kauprán en svo, að það var engan veginn sjálfgef ið að vinstri meirihlutinn i Reykjavík virti hana að vettugi og greiddi öllum fullar verðbætur án tafar. Það þurfti þrátt fyrir allar yf irlýs- ingar að athuga f járhagsstöðuna. ( Ijós kom að Reykjavíkurborg gengur ekki að kröf um Verkamannasambandsins um fullar verðbætur fyrir há- launamenn jafnt sem láglaunamenn nema með nýrri skattheimtu eða verulegum niðurskurði framkvæmda. En Lúðvík Jósepsson hefur nú tilkynnt eins og vænta mátti að þetta verði eigi að síður gert. Astæðan er sú að skákinni lýkur ekki fyrr en í þingkosningunum. Kjarni málsins ersá aðmenneru í kosningabaráttu að berjast fyrir hlutum, sem f járhagslegar aðstæður leyfa ekki, eins og athugun hins nýja meirihluta í Reykjavík hefur leitt í Ijós. En af því að refskákinni lýkur ekki við einar kosningar þarf oft á tíðum að ganga lengra en efnahagsleg takmörk leyfa, þegar völdin eru fengin. Kosningaloforðin eru þá uppfyllt með verðlausum verð- bólgukrónum. Þessi pólitíska staðreynd getur leitt til þess að útilokað verði með.öllu að ná samstöðu um skynsamlegar efna- hagsaðgerðir til frambúðarlausnar á þeim vanda, sem við er að glíma. Aðgerðir ríkisstjðrnarinnar voru aðeins skammtímaráðstafanir til þess að halda í horfinu fram yfir kosningar. Launastefna stjórnarandstöðunnar er á hinn bóginn grímulaus verðbólgupólitík. Það er því Ijóst að snúa verður við blaðinu að kosningum loknum. Meinið er hins vegar það, að of margir hafa hengt sig í óraunhæf um loforðum fyrir kosningar og eru því ófærir um að hafa forystu um viðnám gegn verðbólgu, þegar orrahríðinni lýkur. HYGGJAST HERJA Á VEIÐIÞJÓFA Á fimm ára timabilinu 1946-1950 voru veiddir nær fjórðungi færri lax- ar en á fimm ára tima- bilinu 1971-1975. Ástæðan til aukningar- innar er fyrst og fremst ræktun ánna samfara auknum veiðiskap. Þettakom fram á blaðamanna- fundi sem stjórn Landssambands veiðifélaga hélt til kynningar á starfi sinu. En einmitt um þessar mundir á Landssambandið tvi- tugsafmæli. Það var stofnað i júni 1958, að frumkvæði Veiðifélags Arnesinga og voru stofnfélögin sjö talsins. Fyrsti formaður sambandsins var Þórir Steinþórsson, skóla- stjóri i Reykholti. Núverandi for- maður er Þorsteinn Þorsteinsson. Aðildarfélög sambandsins i dag eru 46, en það eru 63% þeirra veiðifélaga sem laxveiði hafa. Flest þau samböndsem ekki eiga aðild að sambandinu eru af minni gerðinni sem sést best á þvi að þau veiðifélög sem innan sam- bandsins eru hafa um 87% afla- magnsins. Félagar i veiðifélögum eru nú 3993 eða næstum eins margir og byggðar jarðir á landinu eru. A blaðamannafundinum kom Hagsmuna- árekstrar 1 fullkomu frjálsu markaðshag- kerfi njóta eigendur framleiðslu- þáttanna jafngildis þeirrar þóknunar sem jaðarafköst framleiðsluaflsins gefur. Þessi skiptaregla —- góð eöa ill — er varin með þvi aö hun grundvallist á lögmálum framboðs og eftir- spurnar og aö hún leiði þvi til hagkvæmustu nýtingar fram- leiðsluþáttanna, mestrar fram- leiöslu og mestra heildartekna fyrir þjóðarbúiö. 1 þessari hug- gerð er ekkert rými fyrir rikisbú- skap og engir möguleikar á hags- munaárekstrum fræöilega séð — tekjuuppskiptareglan er forsenda markaðshagkerfisins. 1 blönduðu hagkerfi á Islandi nýtur hvorugur framleiðsluþátt- urinn, vinnan eöa fjármagnið, tekjustreymis samkvæmt reglum framboðs og eftirspurnar. Astæð- ur þess eru eflaust margar að þessi tekjuskiptaregla hefur verið numin úr gildi. Skýringa má leita til breyttra framleiðsluhátta (fjöldaframleiðsla o.fl.) vaxandi rikisbúskapar, vaxandi afskipta rlkisvalds af markaðslögmálum (t.d. vaxtastefna, tekjustefna o.fl.), ennfremur ber að gefa gaum að vaxandi uppsöfnun yfir- ráöa yfir framleiðslutækjum og eignum á fáar hendur, og sömuleiðis uppsöfnunnar aðilja vinnumarkaðarins i tvenn megin- samtök sem verka neikvætt gegn hagkvæmustu aölögun fram- leiðsluaflanna. Verðið, launin og vextirnir eru tæki eigenda (for- ráðamanna) sinna til tekjuupp- skipta i Islenzku hagkerfi I stað þess að vera afleiðing (þóknun) markaðslögmálanna i frjálsu markaðshagkerfi. Það er mikil- vægt að gera sér grein fyrir af- leiðingunum af þessum mismun og skal þaö nú rætt sérstaklega. Svo skipuöust mál snemma á öldinni aö rikisvaldið (stutt af meginþorra landsmanna) nam vfsvitandi markaðslögmálin úr Birgir Björn skrifar aðra grein sina fró Stokkhólmi um hagsmunaórekstra og hagstjórn ó íslandi gildi meö ýmsum einstökum eöa samstæðum aðgerðum. Ein höf- uöröksemdin var að tryggja smælingjunum afkomu, en þeir hþföu margir hverjir farið illa út úr samkeppnisþjóðfélaginu. Þetta var a.m.k. hin opinbera réttlæting aö baki aðgeröum eins og skattaálögum, opinberri vaxta- og gengisskráningu, og verölagslöggjöf (verölagseftirlit og verðstöðvun) sem nú hefur veriðafnuminn á ný til að tryggja frelsi verðleggjenda (þvi afnám laganna þjónar tæplega öðrum meðan fákeppni rikir á öllum mörkuöum hagkerfisins). En tæki þessi hafa bæöi áhrif á fram- leiðsluna og tekjuuppskiptin. At- hygli hagspekinga hefur þó nær einungis festst við þessi hag- stjórnartæki sem tæki til að ná stöðugleika I efnahagslífinu, eins og slikt hafi eitthvert sjálfstætt gildi. Það er i þessu samhengi sem þróun framleiðslunnar og átökin um afrakstur framleiðslunnar á að skoöast. Þessi átök birtast einkum i ferns konar myndum: 1. átökin eiga sér stað milli laun- þega annars vegar og hins veg- ar fjármagnseigenda, 2. ennfremur milli eigenda fram- leiösluaflanna, vinnu og fjár- magns, annars vegar og hins vegar eigenda framleiðsluaf- urðanna, 3. á fjármagnsmarkaðnum eru átök milli lánsfjáreigenda (þ.e. sparenda) og lántakenda, 4. að siðustu eru árekstrar milli skattgreiðenda annars vegar og svo hins vegar þeirra sem njóta hinnar opinberu aðstoðar fyrir þessa fjármögnun Það væri óvisindalegt að gera litið úr áhrifum rikisvaldsins á úrslit þessara hagsmuna- árekstra. A vinnumarkaðnum tekur rikið beinan (með laga- setningu kaupgjaldssamninga) þátt og óbeinan þátt (tekjustefnu) i úrslitum kaupgjaldsmyndun- ar. Þessar aðgerðir leiða annars vegar til minni hlutdeildar vinn- unnar i framleiðsluafrakstrinum en ella gagnvart fjármagninu og svo hins vegar til minni afrakstr- ar gagnvart framleiðendum. Tekjuuppskipti vegna skattalaga beinast einkum aö sköttun á vinn- unni og svo neyzluvarningi, sem að mestu er keypturaf launþeg- um. Skattheimtunni er siðan var- ið til aö sjá um óarðbærar fram- kvæmdir. Stuöningur rikisvaids- ins við fyrirtækin verður þó hvað drýgstur fyrir tilstuðlan vaxta- stefnunnar á timum óðaverð- bólgu. Þessi stuðningur reynist ómetanlegur, þegar rikisvaldið gefur fyrirtækjunum frjálsar hendur um verðlagningu að auki. Lágvaxtastefnan er ekki ein- ungis til hagsbóta fyrir tiltöluleg- an fámennan hóp skuldara innan einkageirans.Þessi stefna er for senda fyrir hinni opinberu fram- kvæmda- og skuldastefnu. Og þaö er einnig verðbólganí þess vegna er skiljanlegt aö ríkisstjórnin kýs

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.