Vísir


Vísir - 13.06.1978, Qupperneq 11

Vísir - 13.06.1978, Qupperneq 11
VISIR Þriðjudagur 13. júnl 1978 n fram að eitt helsta hlutverk Landssambandsins er að gæta hagsmuna veiðifélaga og veiði- réttareigenda á sem flesta vegu. Stuðla að auknum tengslum félaganna innbyrðis, vinna að aukinni fiskirækt og rannsóknum og aukinni þekkingu á þvi sviði. Forráðamenn Landssambands veiðifélaga lögöu mikla áherslu á aukið veiðieftirlit, það væri eitt helsta verkefni sambandsins i ná- inni framtiö. Þeir sögðu að ólög- leg fiskveiði bæði i sjó og i fersk- vatni hefði farið vaxandi undan- farin ár. Reynsla annarra þjóða i þessu efni væri sú að sjávarveiði á laxi og þjófnaður i ám tor- veldaði árangursrika fiskrækt og uppbyggingu laxastofnsins. Til þess að fyrirbyggja að slikt hendi hér á landi hefur Lands- sambandið leitað til hins opinbera um samstarf um stóraukið veiði- eftirlit, hraðari meðferð dóms- mála og þyngri viðurlög en nú tiðkast. Þór Guðjónsson veiðimálastjóri upplýsti á fundinum að veiði- þjófnaður væri orðinn lang- stærsta vandamálið sem yfirvöld ættu við að etja i Noregi og Kanada á þessu sviði. Það væri þá einkum sjávarveiðin sem spillti fiskigengd i árnar. Þetta væri mjög bagalegt og lýstu fundarmenn áhyggjum yfir þróuninni hér, en til dæmis að nefna var helmingur laxa i Viðidalsá i júli 1977 með netaför. Laxveiðar eru orðnar drjúg tekjulind fyrir Islendinga en áætlað söluverð veiðileyfa er- lendis mun nema um 224 milljón- um króna. Þar við bætist eyðsla erlendra ferðamanna hér. Hún er áætluð um 470 milljónir. Þess má að lokum geta að ein- ungis tekjur ánamaðkasala á siðasta ári námu 25-30 milljónum að þvi er forráðamenn Lands- sambands veiðifélaga töldu. —HL r "" v.........."..." \ Kjartan Jónsson, viðskiptafrœðingur skrifar: Þrótt fyrir „kauprónslögin" er kaupmóttur taxta- kaups launþega með því hœsta sem þekkst hefur og kaupmóttur róðstöfunartekna er enn meiri. 1 umræðum manna á meðal hefur þvi verið haldið fram að ein meginorsök minnkandi fylgis stjórnarflokkanna i sið- ustu sveitarstjórnarkosningum sé ónógur árangur af samstarfi þeirra i rikisstjórn. En hefur þá rikisstjórnin staðið sig illa? Forsenda þess að hægt sé að gefa raunhæft svar við þessari spurningu er að menn geri sér grein fyrir stöðunni i upphafi timabilsins eða m.ö.o. hver staðan var i lok starfstima vinstri stjórnarinnar. Athafnir vinstri stjórnarinnar voru langt frá þvi' að vera alltaf i takt við getu þjóðarbúsins. Afieiðingin var stórkostlegur viðskipta- Gagnrýmð Ijka þá sem gagnrýna halli, verðbólgan sló öll fyrri met ogkomsti 54% á árinu 1974. Það hefur þvi fyrst og fremst verið verkefni núverandi rikis- stjórnar að leysa þann vanda sem vinstri stjórnin náði að skapa á þriggja ára valdaferli sinum og reyndar leiddi til þess aðhún varð að segja af sér 1974* einu ári áður en kjörtimabili hennar lauk. Helstu afglöp nú- verandi rikisstjórnar eru sögð vera á sviði efnahagsmála. Rikisstjórnin setti sér i upphafi tvö meginmarkmið, þ.e. að tryggja fulla atvinnu og koma á jafnvægi i viðskiptunum við út- lönd. Hvort tveggja hefur tekist nokkuð vel. Erlendar skuldir hafa lækkað sem hlutfall af þjóðarframleiðslu og tsland nýtur nú mun meira trausts á erlendum fjármálamörkuðum en fyrir 1976. Þessi jákvæða þróun hefur sagt til sin á fleiri sviðum. Rikisútgjöldin hafa hlutfallslega minnkað verulega siðustu tvö árin og jafnframt gætir nú meira jafnvægis i ríkis- fjármálunum en áður. Sömu þróunar i jafnvægisátt hefur einnig gætt á sviði peninga- mála. Með auknu jafnvægi gat baráttan gegn verðbólgunni hafist. Istað 54% verðbólgu 1974 hefur hún komist niður fyrir 30% á valdaferli núverandi rikisstjórnar. Laun hafa hækkað verulega og þrátt fyrir „kaupránslögin” er kaupmátt- ur taxtakaupslaunþega meðþvi hæsta sem þekkst hefur og kaupmáttur ráðstöfunartekna enn meiri. Þegar minnst er á þessi lög er rétt að vekja athygli á að lög sem innihalda ákvæði um skerðingu visitölubóta á laun samkvæmt kjarasamning- um eru ekki nýtt fyrirbrigði hér á landi og gildir þá einu hvort fjallað er um gjörðir svo- kallaðra vinstri eða hægri rikis- stjórna. Það er alkunna að slikra aðgerða er þörf þegar kröfugerð verkalýðsfélaganna keyrir úr hófi. Þetta sanna dæmin frá 1974 og 1977 best. Einnig er vert að huga að þvi hvers vegna rikisstjórnin þurfi á árinu 1978 að setja inn i lög sérstök ákvæði þar sem fjallað er um kjör hinna lægst launuðu rétt i lok þess timabils i sögu Al- þýðusambandsins sem nefnt hefur verið launajöfnunartima- bil. Astæðan er fyrst og fremst sú að ASI hefur ekki tekist að bæta hag hinna lægst launuðu umfram aðra. Varla er hægt með réttu að skrifa getuleysi ASt á reikning rikisstjórnarinn- ar. Þegar litið er á þróun efna- hagsmála i heild á árunum 1974 til 1978 er vart hægt að segja annað en að töluverður árangur hafi náðst i þeim efnum. Tvö hundruð rnilna landhelgi hefur veriðtryggð og það sem ekki er minna um vert — tekist hefur að stjórna hagnýtingu hennar á farsælan hátt. Umræður um orkumál hafa svo til eingöngu snúistum Kröfluvirkjun en hafa þá allar aðrar framkvæmdir legið niðri? Fáir gera sér grein fyrir þvi stórátaki sem gert hefur verið á sviði hitaveitu- mála, Sigöldu- og Hrauneyja- fossvirkjanir, vestur- og austur- lina svo dæmi séu nefnd. Ég læt stjórnmálamönnunum það eftir að ræða aðra málaflokka en vil þó sérstaklega benda á að i staö þess óvissuástands sem rikti hér á landi i utanrikis- og varnarmálunum á árunum 1971-1974 hefur á siðustu f jórum árum komið meiri festa i stjórn utanrikismála i heild. Dæmin hér að framan sýna að nauðsynlegt er fyrir almenning að vera gagnrýninn lika á þá er gagnrýna. Spurningin er ekki um aðhald, .-> o heldur hvers konar aðhald að framselja fyrirtækjunum i hendur allt ákvarðanavald um verðlag til að tryggja áframhald- andi verðbólgu, sem sér svo um að skuldir rikisins gagnvart lán- veitendum þess, sparendum, eyð- ast og sérhver skuldakvittun rikisins, 1000-kall eða 5000 kall, rýrist með sama takti. Það er sýndarmennska ein að ganga fram fyrir alþjóö og þykjast ætla að lækna þetta mein með nýjum peningaseölum. Það er væntan- lega áróðursaðferöin til að lokka fólk til aö spara á neikvæðum vöxtum. Rikiö ásér vissulega mikilvæga bandamenn, skuldarana. Flestir þeirra skulda tiltölulega litið en telja sig græöa á verðbólgunni engu aö siður. Þeim yfirsést flest- um að þeir eru knúnir til mun meiri sparnaðar eftir öðrum leið- um, t.d. meö sköttum. Hinir fáu aðiljar sem lána nógu mikið eru þeir sem græða. Þetta eru is- lenzku stórfyrirtækin og fulltrúar hins svonefnda einkaframtaks, sem nú eru farnir að kvarta yfir vaxandi umsvifum i rikisbú- skapnum (þ.e. vaxandi samkeppni við rlkisvaldið um lánsfé og versnandi lánsfjárkjör almennt að undirlagi Seölabank- ans). Vilja ofangreindir aðiljar væntanlega að rikið dragi úr eigin framkvæmdum, til að skapa e i nkageiranum aukna vaxtarmöguleika. Slikt myndi láta allar þeirra óskir rætast: minnka umsvif rikisins (þ.e. Báknið burt) minnka útgjöld fyrirtækja (þ.e. þeirra' sem fengju lán, þvi þá mætti auka fjármagnsnotkun og minnka vinnuaflsnotkun i framleiðslunni) og svo minnka eyðslu almennings (slikt leiðir til minnkandi inn- lendrar eftirspurnargetu en lækk- andi framleiðslukostnaður eykur samkeppnishæfni fyrirtækjanna á erlendum grundvelli). Hagstjórn t þessari grein og þeirri fyrri hef ég viða komiö að eðli og áhrif- um efnahagsstefnu rikisvaldsins, einkum m.t.t. vaxtastefnunnar. Ég skal ekki þreyta lesandann með alltof miklum endurtekning- um en visa til fyrri umræðu og bæti þar við stuttri hugleiöingu um hluta af niðurlagi i umræddri Morgunblaðsgrein Guðmundar Magnússonar um vaxtastefnuna. Þarsegir: ,,Sá vitahringur (mln athugasemd: þ.e. að háir vextir séu bæði orsök og afleiðing verð- bólgunnar) verður ekki rofinn nema með samstilltu átaki, þar sem hamlað er gegn veröbólgu meö aðhaldsamri stefnu i pen- ingamálum, kaupgjaldsmálum, rikisfjármálum, og útgjöldum einstaklinga og fyrirtækja al- mennt”. Brjótum þetta til mergj- ar. Vandamálið, sem verið er að fást við i umræddri grein, er sem sé: verðbólga, sem hlotist hefur yegna hárra vaxta, og leiðir til hærri vaxta og svo koll af kolli. Þettaskil ég ekki fyllilega. Vext- ir hafa farið ört lækkandi að raungildi á siöustu árum en verð- lag ört hækkandi. Vöxtum var reyndar framan af á þessu verö- bólguskeiöi haldið föstum að nafn- virði, sem afskræmir ofangreinda fullyrðingu enn meira. Lausnin á vandanum liggur i samstilltu átaki. Það er ugglaust alveg rétt. En það segir ekki ýkja mikið aö reka verði aðhaldssama stefnu i efnahagsmálum. Aðal- atriðið er, hvers konar aðhalds- sama stefna er rekin. Verðbólgan i islenzku þjóöfélagi i dag er án vafa nátengd umframeftirspurn- inni á lánsfjármörkuðum (sem vissulega leiðir til enn meiri um- frameftirspurnar á vöru- mörkuðum) sem oröiö hefur fyrir tilstilli of lágra vaxta. Aðhaldsöm stefna i peningamálum — til dæmis vaxtahækkun — gæti stefnt stigu við þessari umfram- eftirspurn og minnkað verðbólg- una. Auk þess leiddi slik aðgerö til meira réttlætis Aöhaldsöm stefna i kaupgjalds- málum og aðhaldsöm stefna i út- gjöldum einstaklinga eru tvö tæki til viðbótar i baráttunni gegn verðbólgunni. Kaupgjald er eins og ég hef lýst hér að framan tæki launþega til að breyta tekjuskipt- ingunni eins og verðlag er tæki eigenda afurðanna. Ríkisvaldið hefur tekið að sér skráningu vaxta og gengis, en annars mætti túlka þessi hagstjórnartæki sem tæki til tekjuuppskipta milli ann- ars vegar veitenda og þiggjenda á lánsfjármörkuðum og hins vegar útflutningsgreina og innlendra atvinnugreina. Ef framleiðni er óbreytt, þá ber kaupgjaldi að vaxa meö a.m.k. sama hraða og verölag ef hlutskipti eiga að hald- ast óbreytt burtséð frá hlutdeild fjármagns. Nú skeður hins vegar þaö að framleiðni fer vaxandi i flestum greinum og verölag fer ört vaxandi sem hvorutveggja gefur tilefni til kaupgjaldsvaxtar við óbreytt hlutaskipti en kaup- gjaldsþróun er engu að siður bundin niöur með skeröingu visi- tölubindingar launa. Slik hag- stjórn leiöir til aöhaldsemi á út- gjöld heimilanna en réttlætingin er harla vandfundin. Hér að framan hef ég þegar rætt samhengiö við stefnuna i rikisfjármálum og svo atriði er varða vaxtastefnuna og fyrirtæk- in. Mig langar hér aöeins að lok- um aö nefna nokkur helztu atriði sem mega verða að leiðarljósi viö hagstjórn i framtiðinni: 1. Rikisvaldið er ábyrgt fyrir verölagi, vöxtum, kaupgjaldi, og sköttum ekki siður en geng- ismálum. Að hlaupast undan þessari ábyrgð og/eða afsala sér hluta hennar i hendur ein- hvers málsaðilja er svik við kjósendur. Lögmál hinnar frjálsu samkeppni — skógar- lögmálin — hafa verið numin úr gildi i islenzku samfélagi til að tryggja atvinnu og rétt þeirra sem minna mega sin. 2. Orsakirverðbólgunnará íslandi eru margar. T.a.m. hefur stefnan i gengismálum haft verulega mikiö aö segja, bæði til sveiflumögnunar i peninga- magni og svo til beinnar dýrtiö- ar vegna sihækkandi innflutn- ingskostnaðar. Ein helzta or- sökin af innlendum toga er hin stöðuga umframeftirspurn á fjármagnsmörkuðum. Hún verður ekki læknuð nema með vaxtahækkunum sem gera raungildisvexti jákvæöa. Enn- fremur verður að bjrjóta niður fákeppnina á innlendummörk- uðum, stöðva mismunun á lánsfjárkjörum, og brjóta niður stofnanakerfi lánsfjá#. markaðarins til aö ’gera láns- fjárfyrirgreiðslu eðlilegri og ódýrari. 3. Vaxtastefnan likt og geng- isstefnan eða stefnan i verö- lagsmálum, á sér djúpstætt stjórnmálalegt/hagsmunalegt samhengi. Menn skyldu þvi meta stjórnendur af verkum þeirra og af þvi mati draga ályktanir, hvar i flokki þeir standa. O

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.