Vísir - 13.06.1978, Page 14

Vísir - 13.06.1978, Page 14
 14 Þeir eru iðnir við heimsmetin Kenyamenn hafa verið iðnir við að setja heimsmet i langhlaupum upp á siðkastið, og um helgina bættu þeir enn einu i safnið. Pá hljóp llenry Kono 10000 metra á 27.22.47 min. á móti i Austurriki. Kono var eini keppandinn, sem lauk hlaup- inu, hinir þrir.sem af slað lögðu, gáfust allir upp, þegar um 2000 melrarvoru í markið, voru þá búnir að fá nóg af þvi að reyna að fylgja hinum fótfrá Kenyabiía eftir. Kl'lir mótið sögðu forráðamenn keppninnar aðekki væri vist hvort metið fengist staðfesl, og væri það sorglegt fyrir Kono, sem var ná- kvæmlega 8 sekúndum undir gamla heims- meltimanum. gk-. Öruggt hjó Juantorena Ólympiumeistarhm i 400 og 800 metra hlaupum, Kúbumaðurinn Alberto Juantor- ena, sigraði örugglega i 800 metra hlaupi á alþjóðlegu frjálsiþróltamóti, sem fram fór i Bratislava uni helgina. Juanlorena liljóp vegalengdina á 1.44.97 inín. sem er mjög góður timi, og hafði um- talsverða yfirburði i hlaupinu. Annar Kúbumaður komst á verðlaunapall á mólinu, en það var Silvio Leonard, sem sigraði i 200 metra hlaupi á 20.64 sek. gk—• og sviplegt fráfall! Lánið hefur ekki beinlinis leikið við argen- tínska leikmanninn Leopoldo Luque'. Að visu gekk lionum vel i leiknum gegn Frökkum og skoraði þá glæsilegt mark, en hann meiddist i leiknum og gal ekki leikið gegn italiu uin helgina. Ilinsvegar varð að hann að yfirgefa hóp ar- gentinsku leikmannanna snarlega um helg- ina, er fréttist að bróðir hans, Fernando hefði látist i miklu bilslysi, sem varð i Buenos Aires. Leopoldo þarf nú að sjá um útför bróð- ur sins, ogóvist er um frekari þáttlöku lians i heimsmeistarakeppninni að þessu sinni. gk—. Og ennþá meiri peningafúlgur! L'pphæð sú, sem leikmenn Argentinu fá, ef þeim teksl að komasl i úrslit i heims- meistarakeppninni, hafa nú verið hækkuð úr 20 þúsund dollurum i 24 þúsund, en það mun vera nálægt 6,2 milljónum islenskra króna. Það var formaður Knattspyrnusamhands Argentinu sem skýröi frá þessu, og hann lét þcssehinig getið að hann heföi fært hverjum leikmanni liðsins 1250, dollara (um 200 þús- und islenskar flotkrónur), cn sú upphæð er gjöf frá s-kórenskum kaupsvslumanni, sem hefur verið búsettur i Argentinu i 15 ár. gk—. Ipföttir n—jMBMWBk. JHW Þriðjudagur 12. júni 1978 VISIR VÍSIB Þriðjudagur 12. júnl 1978 Umsjón: Gylfi Kristjánsson — Kjartan L. Pálsson Iprotttr v 15 ■ Berti Vogts, fyrirliði V-Þjóðverja.sést hér fagna sigri yfir Mexiko I riðlakeppninni. Fagnar hann svona eftir leik V-Þýskalands við ttaliu annað kvöld? Brasilía hafði heppnina með! „Þaö þarf engan dómstól til að I skera úr um þetta mál. Austurriki skoraði fleiri mörk I riölinum, og þvi eru þeir sigurvegarar þar. | Þeir verða I riöli ,,A” meö V- Þýskalandi, Italiu og Hollandi en I Brasiliumenn verða I B-riðli með | Póllandi, Argentinu og Perú”. — Þetta var stuttorð yfirlýsing frá talsmanni FIFA, Alþjóöa knattspyrnusambandinu i gær og þessi orð eiga að segja endanlega til um það hvernig riðlar i undan- úrslitum HM-keppninnar verða skipaðir. „Brassarnir höfðu enn einu JOHNSTONE í ÁRS BANN VVillie Johnstone má ekki leika I mótum á vegum Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins eða i öðrum stórmótum fyrr en 15. júni 1979”. Það er greinilegt að menn lita lyfjanotkun skoska útherjans VVillie Johnstone I Argentinu mjög alvarlegum augum. Til að fyrirbyggja eða gera heiðarlega tilrauu til þess, hefur FIFA, Al- þjóða knattspyrnusambandið dæmt Johnstone i eins árs keppnisbann. Þetta var ákveöið á fundi í Argentinu i gær, og nú er ekki annað að sjá en að ferill þessa snjalla knattspyrnumanns á alþjóöavettvangi sé allur, þótt hann sé að öllum likindum ekki búinn að syngja sitt sfðasta með liði sinu West Bromwich Albion. sinni heppnina með sér, og það skyldi ekki koma neinum á óvart þótt þeir sigri i B-riðlinum. Þar eru auk þeirra þau lið, sem þeim hentar best að leika gegn eni A- riðli eru sterkustu liðin að margra dómi: Austurriki, V- Þýskaland, Italia og Holland. Þessa dagana eru margir spá- menn og það kostar ekkert að heyra spár manna um það hverjir veröa næstu heimsmeistarar i knattspyrnu. En við biðum, og fylgjumst með og flytjum lesend- um okkar daglegar fréttir af helstu viðburöum i Argentinu. A morgun eru þessir leikir á dagskrá: A-riðill: V-Þýskaland — ttalia Austurriki — Holland B-riðilI: Pólland — Argentina Brasilia — Perú Liðin leika siðan aftur á sunnu- dag og á miðvikudag i næstu viku, og eftir það liggur ljóst fyrir hvaða liö komast i úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar, og hvaða lið leika um 3. sætið. gk-. Já! bíll fyrir holu í höggi! Langar þig i Ford Fairmont?. — Langar þig að bjóöa frúnni til sólarlanda, — eða að gefa henni ný og fullkomin heim ilistæki? — Vanlar ykkur viðleguútbúnað? — Hvað um gott kvöld í Naustinu, eða á Hótel Söau?. — Eitthvert stórbrotnasta golfmót sem fram hefur farið hér á landi verður á golfvellinum i Grafar- holti dagana 8. og9. júli. Þá býður Golfklúbbur Reykjavikur til keppni, og verðlaunin eru ekki af skornum skammti. En þú þarft að eiga 12.500 kr. til að fá að taka þátt, og þú verður að hafa félaga meðþér. Tveir keppa nefnilega saman semlið,og gild- ir „betri boltinn” á hverri holu. „Betri bolti” eða „fjórleikur”, kallast keppnisfyrirkomulag það sem viðhaft verður. Tveir keppa saman, og á hverri holu er talinn sá sem notar færri högg. Keppt verður eftir svokölluðu „Stable- ford” forgjafafyrirkomulagi, menn fá 7/8 af forgjöf sinni, og allir eiga að hafa góða möguleika til að vinna verðlaun. Mesti spenningurinn mun þó sendilega verða við 17. holuna, þviaðef einhverjum tekst aðfara þá holu i einu höggi, þá biður hans hins sama glæsilegur „kaggi” uppi á holtinu, sá sem fer holu i höggi getur sest upp i bifreið að verðmæti um 4.5 milljónir islenskra kíona i Grafarholtinu! Það mun efllaust verða mikili spenningur við 17. holuna, en til fleiri verðlauna er að vinna. Sólarlandaferðir, 2 golfsett, far- miðar með Flugleiðum til London og heim, vasatölvur, viðleguút- búnaður. kvöld á veitingastöðum o.fl. o. fl. Hér er um margt og mikið að tefla, og allir hafa möguleika. Það gerir forgjafa- fyrirkomulagið sem notað verð- ur. Við munum siðar skýra nánar frá þessari miklu keppni, GK- Það vœri hœfi- ## leg uppreisn ## „Það veröur erfitt fyrir mig að koma inn i liðið ó miðvikudaginn en ég er öruggur um að geta verið meö á móti Brasiliu á sunnudag- inn”, sagði Leopoldo Luque einn skæðasti sóknarmaöur Argentlnu I gærkvöldi. Luque hefur ekki átt sjö dagana sæla I HM-keppninni. Þegar hann var að ná sér eftir meiðsl á olnboga sem háöu hon- um mjög i fyrstu leikjum Argen- tinu, fórst bróðir hans i bilslysi, en Leopoldo lætur ekki bugast. ,Ég vil koma inn i liðið strax, það hjálpar mér að gleyma þeim hörmungum, sem hafa dunið yfir mig siðustu dagana. Heimsmeist- ,Ég undirrita enga samninga' „Ég undirrita enga samninga Barcelona og fyrir spænska á meðan heimsmeistarakeppnin áhorfendur og þeir kunna að stendur yfir”, sagði austurriski. meta hvernig ég leik. knattspyrnusnillingurinn Hans Hrifningaróp áhorfenda hljóma Krankl við fréttamenn sem I eyrum minum sem sæt tón- höfðu haft veður af þvl að spænska liöið Barcelona vildi gera samning við Krankl. Krankl sagði aö forráöamenn Barcelona heföu sýnt áhugaá að fá sig I sínar raðir en eftir HM myndi hann halda heim til Austurrikis og siðan gera upp við sig hvað tæki við. „Ég vildi gjarnan spila fyrir list.” Krankl sagði einnig að hollenska liðið AZ ’67 hefði gert sér tilboö en hann itrekaði að hann myndi ekki gera neitt i þessuni niálum fyrr en eftir HM. Krankl leikur með austur- riska meistaraliðinu Vin. gk-. aratitilinn til Argentinu væri hæfileg uppreisn fyrir það sem ég hef orðið að þola. Elsta metið féll Elsta heimsmet kvenna i frjáls- um íþróttum féll loksins um helg- ina er Grazyna Rabsztyn frá Pól- landi hljóp 100 metra grinda- hlaup á 12.46 sek. á alþjóðlegu móti i V-Þýskalandi. Eldra metið var 12.59 sek. og það var sett á Ólympiuleikunum 1972 af Annelie Ehrhardt frá A- Þýskalandi. Kabsztyn sem er 25 ára gömul var meðal keppenda á Ólympiu- leikunum í Montreal 1976, en þar gekk henni ekki vei og hún hafnaði i 5. sæti. Siöan hefur hún verið á hraðri uppleið og nú loks- ins náöi hún hinu langþráða tak- marki aö hnekkja þessu 6 ára gamla heimsmeti. gk-. Hannes var lang- bestur Iiannes Eyvindsson úr GR hafði nokkra yfir- burði i opna Dunlop golf- mótinu sem fram fór um helgina hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Mótið var stigamót og gaf alls 180 landsliðsstig, en þátt- takendur voru 67 talsins. Hannes lék 36 holurnar á 151 höggi, og var 6 höggum betri en sá, sem næstur kom, en það var tiltölulega óþekktur kylfingur úr GR, Eirikur Þ. Jónsson. I 3-4. sæti komu svo Ragnar ólafsson GR og stórefnilegur 15 ára piltur úr GS, Gylfi Kristinsson, báðir á 159 höggum. Magnús Birgisson GK var næstur á 160 höggum, en siðan komu tveir Keilismenn, þeir Hálfdán Þ. Karlsson og Magnús Halldórsson, báðir á 161 höggi. I sætum 8-10 voru svo Sigurður Thorarenssen GK, Sveinn Sigur- bergsson GK og Björgvin Þor- steinsson GA. Fyrir sigur sinn i þessari keppni hlaut Hannes 34,2 lands- liðsstig, en Eirikur hlaut 30,6 En röð 10 efstu manna i stigakeppni Golfsambands Islands er nú þessi: GeirSvansson GR, 47.30 Magnús Halldórsson GK 45.65 Hálfdán Þ. Karlsson GK 44.15 Hannes Eyvindsson GR 42.55 Björgvin Þorsteinsson GA 39.50 Magnús Birgisson GK 39.05 Sveinn Sigurbergsson GK 38.65 Eirikur Þ. Jónsson GR 30.60 Sigurður Hafsteinsson GR 30.20 Óskar Sæmundssn GR 26.25 Það vekur athygli að á þessum 10 manna lista eru 6 kylfingar sem enn eru i unglingaflokki og af Hannes Eyvindsson hafði yfirburöi I Dunlop-mótinu, sem fram fór um helgina. Þessa mynd tók Einar Karlsson i fyrra þegar Hannes hafði fariðholu I höggi á 6. brautinni á vellinum IGrafarholtinu. þeim 21 sem hafa hlotið einhver stig eru alls 11 unglingar. 1 Dunlopkeppninni voru einnig afhent aukaverðlaun. Fyrir að vera næstur holu á 5. braut (Bergvikinni) hlaut verölaunin Ragnar Ólafsson en upphafsskot hans hafnaði 2,30 metra frá hol- unni. Magnús Birgisson GK hlaut verðlaun fyrir feiknalangt upp- hafshögg á 9. brautinni, en það mældist hvorki meira eða minna en 246 metrar. Þá voru einnig verðlaun fyrir bestan samanlagðan árangur á 4. brautinni úr fjórum umferðunum. Þau hlaut- Magnús Birgisson einnig, en hann lék ávallt á 4 höggum þessa braut eða á pari. Tvö önnur golfmót voru um helgina. Það var Wellakeppnin hjá GK í Hafnarfirði, en það er opin kvennakeppni. Konurnar kepptu i roki og rigningu á laug- ardaginn og svo fór aö Alda Sig- urðardóttir GK sigraði lék á 96 höggum. önnur varð Sigrún Ragnarsdóttir NK. Meö forgjöf sigraði Agústa Dúa Jónsdottir GR, lék á 83 höggum nettó. Þá fór fram unglingakeppni hjá GK, Dunlop-keppnin. 1 yngri flokki sigraöi Asgeir Þorðarson NK, sem lék á 170 höggum og Sigurður Sigurösson, sem sigraði i eldra flokki,lék á sama högga- fjölda. gk—. 100 ÞÚSUND í Einn lesenda Visis mun um miðjan mánuðinn verða 100 þús- und krónum rikari.en þá veitir Visir verðlaun þeim sem tippar réU á röð fjögurra efstu liðanna í IIM I knallspyrnu i Argentinu. Við inunuin daglega fram til 14. júni birla seðil hér á íþrótta- siðunni og þennaii seðil á að út- fylla og senda á ritstjórn Visis fyrir kl. 22 þann 14. júni. Þessi leikur okkar þarfnast engra útskýringa, þið fyllið bara út seöilinn og sendið hann til VisLs i Siðumúla 14. HVER VERÐUR SÁ HEPPNI? O 0 0 o NAFN: HEIMILI: SIMI: : ■AUGLYSING" Steve Highway velur STYLO — og þeír stefna saman til sigurs „STYLO ÍTALIA” knatt- spyrnuskórnir eru sifellt á sigurleið. Fjöldamargir knatt- spyrnumenn viða um heim kjósa nú STYLO vegna STYLO- GÆÐA. kunnustu knattspyrnumönnum á Bretlandseyjum og Steve Heighway, knattspyrnumaður- inn heimsþekkti hjá FC Liver- pool er einn þeirra. Hér eru á ferðinni hinir allra vandlátustu ánægju sinni með. lýsa Sleve Heighway — FC Liverpool fram allt ódýrir. Þetta eru STYLO-GÆÐI. Hafir þú einu sinni sett á þig STYLO knattspyrnuskó, þá munt þú ekki vilja annað. Þeir í hópi þeirra eru margir af knattspyrnuskór sem jafnvel eru þægilegir, sterkir og um- FAST UM LAND ALLT! GOLF-GOLF-GOLF STYLO-golfskór TIL SIGURS fást i r UTILIF Glœsibœ mmwn . . r Sími 82700 ■ ■ ■ ■ ■ m m m m m a

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.