Vísir - 13.06.1978, Síða 27

Vísir - 13.06.1978, Síða 27
vrsm Þriðjudagur 13. júnl 1978 Ferðagetraun Vísis œtlar að verða vinsœl enlesendur trúðu ekki öllu, sem við sögðum í gœr... Kenyaferð býðst hinum heppna þegar við drögum I ferðagetrauninni 25. október. Hann getur llka valið sér skemmtisiglingu með skemmtiferðaskipi um Miðjarðarhafið. Áður munu verða dregnar út ferðir til Grikklands og Florfda I Bandarikjunum. Þessar mynd- ir eru frá Kenýa. Jú, Vísir borgar líka ferðamannagialdeyrinn Við urðum varir við það hér á Visi i gær, að fólki þótti vel boðið I sambandi við vinningana i ferðagetrauninni, sem blaðið hleypir af stokkunum i vikunni. Margir hringdu og spurðu hvenær fyrsti get- raunaseðillinn yrði birtur i blaðinu. Þvl er til að svara að það verður á fimmtudaginn. En það var annað sem menn áttu erfitt meö að kyngja — það var að Visir myndi leysa út gjaldeyrisskammtinn fyrir sigurvegarana, sem hlytu Otsýnarferðirnar eins og við gátum um I gær. Þetta er nú engu að siöur staöreynd og það er einnig rétt að ítreka það að ferðavinningarnir miðast allir við ferðir fyrir tvo. Aö sjálf- sögðu er ekki nóg að fá ferðina svo að okkur fannst ekki hægt annað en vera svolitið rausnarlegir og bjóða löglegan gjaldeyrisskammt með i vinningunum. Hvaða vinningar eru i boði? Fyrir þá sem ekki sáu frásögn okkar af vinningunum i ferða- getraun Vfsis hér i blaðinu i gær er rétt að rifja upp nokkur at- riði. Fyrsti vinningurinn i ferða- getrauninni verður dreginn úr réttum svarseðlum 25. júli næst- komandi. — Það er tjaldvagn af gerðinni Camptourist. Eftir- spurn eftir þessum sumartjald- búnaði hefur verið meiri en um- boðsmennirnir hafa getað annað, en söluumboðið er hjá Gisla Jónssyni & Co h.f. Þessi vinningur er á sjöunda hundrað þúsund kröna virði, og afhendingartiminn er við það miðaður að vinningshafinn geti notið útiveru um verslunar- mannahelgina i þessu sumar- tjaldi. Vinningshafarnir sem siðan koma við sögu munu aftur á móti leggja leið sina til útlanda. Þeir hljóta veglegar útsýnar- ferðir aö sigurlaunum 25. ágúst 25. september og 25. október. Ferðir við þitt hæfi I fyrsta lagi verður þar um að ræða Grikklandsferð með nægi- legri sól, merkilegum fornminj- um og fyrsta flokks hótelbúnaði, og eins og fyrr sagði greiðir Vis- ir gjaldeyrisskammtinn fyrir þá tvo sem þessarar ferðar njóta eins og hina ferðagarpana. sem hljóta hinar Útsýnarferðirnar i ferðagetraun Visis. t öðru lagi verður svo dregið út nafn þess sem á að hljóta Flóridaferð. Það verður I september. Hér er um að ræða -sannkallaða ævintýraferð enda margt að sjá á Flóridaskaga auk sólarinnar og dásemdanna á Miami. Meðal þess má nefna ævintýraheim Walt Disneys i Disneyworld. Sá heppni þann 25. október getur svo valið milli ferðar til Kenýa i Afriku og siglingar með lúxusskipi um Miðjarðarhaf. Þessar ferðir skipuleggur ferðaskrifstofan Útsýn eins og hinar fyrri og fram að þeim tima sem þú getur þurft að taka ákvörðun um hvora ferðina þú velur. munum við kynna báða möguleikana til þess að auðvelda valið. Fyrsti vinningurinn, sem dreginn veröur út I ferðagetrauninni verð- ur Camptourist tjaldvagn. Hann kemur I hlut einhvers VIsis- áskrifanda 25. júll næstkomandi. Hvernig verður ferðagetraun Vísis hagað? Ferðagetraun VIsis veröur með skemmtilegu sniði sem miðar að þvi að allir i fjölskyldunni geti spreytt sig á þvi i sameiningu að finna réttu lausnina. Við munum birta getrauna- seðla mánaðarlega. Þeir verða með liku sniði og getrauna- seðlarnir i áskrifendagetraun Vísis sem nýlokið er. 1 stað tveggja fréttamynd i áskrif- endagetrauninni munum við nú birta myndir af ferðamanna- stöðum innan lands og utan, og þið lesendur góðir, eigið að geta rétt til um frá hvaða stöðum myndirnar eru. Tekið skal fram að til þess að hafa rétt til þátttökú þurfa menn að vera áskrifendur að Visi en eins og fyrr geta menn gerst áskrifendur um leið og þeir fylla út getraunaseðlana. Einnig geta menn auðvitað hringt i sima 86611 og látið skrá sig áskrifendur að Visi. Það er engin ástæða til að biða með það. Þótt getraunin sé spennandi og áhugaverö er þó Visir sjálfur aðalatriðið, — aðalvinningurinn sem áskrif- endum hlotnast á hverjum degi. Fílar ■ ,,H vernig geturðu séð hvort það hefur veriðfíll I is- skápnum þinum?” ,,Ég kiki eftir fótsporum i smjörinu”. ..Veistu hver er munurinn á Gvendi jaka og isjaka?” „Nei, hver er hann?” „Gvendur jaki er allur á yfirborðinu”. Guðmundur J. Jakarnir Geir : Herópið H,,Valið stcndur milli Sjálf- Kstæðisflokksins og vinstri sljórnar” sagði Geir Hall- Bgrimsson, forsætisráðherra, *lsá ha ráttufundi á Sauðárkróki Hnú um helgina. Þetta sama heróp var not- gað fyrir siðustu sveitar- Hstjórnarkosningar. Miðað Jviö árangurinn þá væri kannske rétt að reyna að Bfinna eitthvað annað. ■ „Hvalveiði- \ bann" ■ ■ Kristján Loftsson, fram- Jivæmdastjóri Hvals hf., virðist vilja stjórna dálitið aumf jöllun f jölmiðla um hval- ■veiðar. Það er kannske skiljanlegt, en hinsvegar ! ekki framkvæmanlegt. ■ Um helgina skýrðu bel- *gis kir sjónvarpsmenn frá þvi 3» þeiin hefði verið neitað , um leyfi til myndatöku og uupplýsingaöflunar i Hval- Hfirði, nema með þvi skilyrði •að þeir töluðu ekki við HGreenpeace-menn. H Þetta var að sjálfsögðu ■óaðgengilegt og ekkert ®myndað i Hvalfirði. Afleið- jjingin verður sú að Green- ■ peace-menn einir koma sin- *um málstað á framfæri. Kelgisku sjónvarpsmenn- m irnir liktu þessum viðskipt- ■ um við það sem búast má viö ■ i a us ta nt jaldslönd um og m verða þau tæplega til þess að ■ skýra málstað islands.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.