Vísir - 24.06.1978, Page 16

Vísir - 24.06.1978, Page 16
Laugardagur 24. júni 1978 Rœtt við brœðurna Kristján og Sigurð Finnbogasyni um óvenjulega reynslu þeirra í þjónustu Mafiunnar Eftir þvi sem best er vitað hefur starfsemi Mafiunnar litið komið við daglegt lif okkar íslendinga enda höf- um við gjarnan litið á þetta fyrirbæri úr fjarlægð og látið okkur fátt um finnast. Bræðurnir Kristján og Sigurður Finnbogasynir hafa þó aðra sögu að segja. Þeir voru i þjónustu þessara illræmdu glæpasamtaka fyrir nokkr- um árum og i eftirfarandi viðtali skýra þeir frá óvenjulegri re>nslu sinni. Frásögn þeirra bræðra tengist einnig á sérstæðan hátt afdrifum gömlu Esjunnar, sem flestir lands- menn muna frá strandferðunum hér i eina tið. Og sjálfsagt eru þeir fáir, sem vissu að kaupendur Esjunnar voru Mafiuforingjar. í hendur Mafiunnar ViB byrjum á byrjuninni og það er Kristján sem hefur orBiB: „UpphafiB má rekja til þess þegar gamla Esjan var seld áriB 1969. Ég var þá vélstjóri og áhöfn- in sem sigldi skipinu út var is- lensk, aB undanskildum skip- stjóranum, sem var enskur maBur aB nafni Patric Corfe Cother. ViB þann mann átti ég seinna eftir aB hafa mikil sam- skipti og æriB misjöfn en hann var fulltrúi eða skósveinn þeirra sem keyptu Esjuna en þeir tilheyrBu amerisku Mafiunni, eins og seinna kom á daginn. Liklega hef- ur enginn hér heima vitaB þaB þá, a.m.k. vissi enginn af skipshöfn- inni þaB. ViB sigldum frá Reykjavik til Englands þar sem áhöfnin fékk nýja einkennisbúninga og siöan varhaldiðtil Madeira. Þar tókum viB oliu og sigldum siðan beint yfir Atlantshaf með stefnuna á Bahamaeyjar, sem var áfanga- staðurinn. ViB sáum ekki land i tólf sólarhringa og hefBum aldrei fundiB Bahamaeyjar ef áhöfnin hefði ekki veriB islensk. Þeir rifust mikiB um stefnuna GarBar Þorsteinsson 1. stýri- maBur og skipstjórinn, en sann- leikurinn var sá aB karlinn hafBi ekki hundsvit' á siglingafræBi. Hann hafði fengiB einhvers konar pungapróf út á aB sigla prömm- um um Thames auk þess sem hann haföi eitthvaB fengist viö aB sigla snekkjum fyrir auðkýfinga m.a. fyrir kvikmyndaleikarann Eroll Flynn. En hvaö um þaB, Kristján bendir blaða- manni Helgarblaðsins á undirskrift eins Mafiufor- ingjanna Tom Timinsky, en þeir deildu hvað mest vegna yfirvinnunnar eins og kemur fram í viðtalinu. hann var allavega ekki fær um aB stjórna skipi á úthöfunum. A leiöinni'til Bahamaeyja þurftum við að sigla beint i súður til aö forðast fellibyl og þá missti karl- inn stefnuna og vissi ekki sitt rjúkandi ráö. Garðar tók þá viB og kom okkur heilu á höldnu á áfangastað sem var eyjan Grand Bahama.11 Guðfaðirinn „Höfuöborgin á Grand Bahama héitir þvi góðkunna nafni Free- port. Þar ræður rikjum fyrirtæki sem nefnt er „Grand Bahama Portauthority” en forráöamenn þess áttu eyjuna ef svo má segja. Þeir réöu yfir öllum verðmætum sem þarna voru og stjórnuöu öll- um fyrirtækjum, þar á meðal út- gerðarfyrirtækinu sem keypti Esjuna. Auk þess áttu þeir öll finu hótelin, spilavitin, skemmtistaöi og helstu verslanirnar og starf- ræktu þarna vinframleiöslu og getnaðarvarnarverksmiðjur svo eitthvað sé nefnt. Og eftir þvi sem ég best veit er starfsemi þeirra þarna á eyjunni enn i fullum gangi. Höfuðpaurinn, sem i þessu til- felli má kalla „guðföðurinn” er maður sem kallaður er Mr. Groves en hann á nokkuB sér- stæða sögu aö baki sér.' Hann’ hafði veriB bankastjóri i Seattle, þar sem hann dró sér stórfé en kom peningunum undan til Sviss. Bankinn fór á hausinn og Mr. Groves var stungið inn þar sem Vlðfal: Sveinn Guðjonsson Mýndir: Gunhttr Andrésson o.fl. j þjónustu Mafiunnar

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.