Vísir - 07.07.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 07.07.1978, Blaðsíða 2
Ingólfur í Útsýn sérfrœðingur í Cosfa DelSol Ingólfi Guöbrandssyni var nýiega afhent heiðursskjal, þar sem hann er útnefndur sem sér- fræöingur I Costa Del Sol. Þaö var forseti feröamálaráös Spán- ar, sem afhenti Ingólfi skjaliö, sem hann hlýtur fyrir sérþekk- ingu á héraöinu, sögu þess og einkennum. Aö sögn Ingólfs er hann eini islendingurinn, sem hlotiö hefur þessa viöurkenningu, enda er hann, eins og hann segir, „upphafsmaöur aö feröum islendinga til Co'sta Del Sol”. Þaö eru nú tuttugu ár siöan fyrst var flogiö I leiguflugi frá islandi til Spánar, en þaö var i september 1958. Aö sögn Ingólfs veröur margt gert til aö minn- ast afmælisins, en aöalhátiðin veröur mikil islendingahátiö á Costa Del Sol 19. ágúst næst- komandi. ,,i frétt VIsis fyrr i vikunni”, sagöi Ingólfur, „kom fram aö áætlaö er aö um 15 þúsund manns fari f sólarlandaferöir I ár, en þess má geta aö um 8 þúsund hafa staðfest pöntun meö Ctsýn á þessu sumri”. „Hugmyndin um loftbrúna til sólarlanda hefur mælst mjög vel fyrir, enda um öruggan og vandaöan farkosl aö ræöa — DC 8 þotu Flugleiöa, sem tekur 250 farþega. Þessi loftbrú gerir þaö aö verkum aö veröiö lækkar um nærri þriðjung, miöaö viö smærri þotur”. „Um tfma óttaðist ég nokkuö þetta stóra stökk, og heildar- framboð (Jtsýnar af sætum til sólarlanda er rösklega 2 þúsund fleira en á slöasta ári. En nú er séö aö óttinn var ástæðutaus þvl aö nær hvert sæti er selt frammá haust. Til dæmis er uppselt til Costa Brava og Júgóslaviu I sumar”. Aö sögn Ingólfs hefur veöur- far á sólarströndum veriö meö daufasta móti i sumar, nema á Costa Del Sol og Grikklandi, þar sem sólin bregst varla. „Flestar ferðir Otsýnar til Grikklands hafa veriö fullskip- aðar”, sagöi Ingólfur „enda er Grikkland eitt vinsælasta ferða- mannaland heimsins”. —GA Ætlar þú aö horfa á Cimarro-bræöurna hjóla á milli Hallgrímskirkjuturns og Iðnskólans? Eggert Stefánsson simritari: Já alveg örugglega. Nei, ég treysti; mér ekki til aö sitja á hjólinu þeirra hvaö sem i boöi væri. Föstudagur 7. júli 1978 VISIR Guöni Asgrimsson sjómaöur Vopnafiröi: Já, ég hef áhuga á að sjá þá. Þar sem ég er utanbæjar- maður hef ég ekki haft tima til aðl; fara á sirkusinn. & Hafsteinn Viktorsson nemi: Já,j ég ætla að sjá þá en ekki vildi égt leika þetta eftir. Ég held að þettag verði dálitið spennandi: Asgeir Asgeirsson sendill: Já, égt ætla mér að fara og sjá þá þettal verður áreiðanlega spennandi.ii rri Valdimarsdóttir, nemi: Nei hugsa að ég hafi ekki tima til ss. Nei ég vildi ekki sitja á með | im ég treysti þeim bara ekki. I Ólafur Jóhannesson hefur alltaf fengiö orö fyrir aö vera fremur alvörugefinn. Eftir að þingflokkur Framsóknarmanna komst niöur I tólf menn, hefur ekki verið tekin svo mynd af Ólafi Jóhannessyni aö hann hafi ekki veriö skælbrosandi, og jafnvel legiö viö aö hann hafi hlegiö. Hvaö er svona skemmti- legt? Getur veriö aö ljósmynd- ararnir séu aö gretta sig framan I hann eöa þá þeir noti gamal- kunnugt húsráö og fái hann til aö segja StS? Þaö er bókstaf- lega engin skýring til á þessari snögglegu tilkomnu brosmildi Ólafs Jóhannessonar. Þegar ljóst var aö bestu mennirnir í þingliöi Framsókn- ar voru fallnir eöa hættir þing- mennsku, bauö hann aö styöja minnihlutastjórn Alþýöubanda- lags og Alþýöuflokks, og verja þá stjórn falli svo lengi sem honum sýndist. Benedikt Gröndal lfkti þessu viö hjal gamals manns, sem hefur gam- an af þvi aö mynda rikisstjórn- ir, en Lúövik nefndi snöru. Þaö er svo Ijóst dæmi um tök Ólafs Jóhannessonar á Fram- sóknarflokknum, aö hann þurfti ekki aö bera þetta tilboö sitt frá Framsókn undir nokkurn mann. Hann einn réöi því hvaö Fram- sókn bauö, og hefur þá væntan- lega einn ráöiö einhverju um aö flokkurinn tapaöi. Þaö var ekki fyrr en nokkrum dögum siöar, sem honum datt I hug aö fá hinn smálega þingflokk til aö samþykkja tilboöiö um stuöning viö minnihlutastjórn. Þaö stóö auövitaö ekki á þeirri sam- þykkt, enda eru ellefumenn- ingarnir vanir aö hlýö.a formanni sinum. ööru visi var það I tið fyrri formanna flokks- ins. Þeir áttu alltaf töluveröum Broshýr maður, Ólafur andmælum aö mæta I þing- flokknum, sem ekki er tiltöku- mál. En þar sem ólafur er „þjóöhetja" ellefu manna kom auövitaö ekki til mála aö andmæla þvi, sem hann haföi áöur ákveöiö fyrir hönd flokksins. Valdaferli ólafs Jóhannes- sonar I Framsóknarflokknum hefur fylgt stööugt atkvæöatap I hverjum kosningunum á fætur öörum. Viö hvert tap er eins og Ólafur hressist, enda sýna myndir af honum nú, aö hann hefur aldrei veriö eins kátur. Framsóknarflokknum var ætlaö mikiö hlutverk i islenskum stjórnmálum, og hann getur enn rétt viö, fáist fram einhver breyting á honum. Þess er þó litil von, og væntanlega mun Ólafur sitja sem fastast I formannsstóli. Þeir, sem talaö er viö um formennsku ólafs Jóhannessonar spyrja bara hver eigi aö taka viö af honum. Þingflokkurinn sé þannig á sig kominn eftir kosningarnar, aö þar sé ekkert haldbært for- mannsefni aö finna, þótt menn sitji þar, sem kunni aö hafa cinhverjar nafnbætur I flokkn- um. Þannig er Ólafur tryggur i formannssessi af þvi aö I flokknum viröist enginn maður fyrirfinnast lengur, sem geti valdiö formannsstarfinu og komiö þvi flokksstarfi i gang sem lamast hefur á undanförn- um árum, uns svo er komið aö rödd formannsins gnæfir ein yfir hálf auöu sviöinu. Talaö haföi veriö um Halldór Asgrlmsson, sem hugsanlegt formannsefni, en hann féll. Asgeir Bjarnason heföi vel komið til greina, en hann er hættur. Jón Skaftason er fallinn. Jafnvel Þórarinn nýtist ekki lengur. Þegar Ólafi láöist aö gefa Timanum linuna fyrir kosningar var málgagniö „blanco" þann daginn. Engir hópar viröast hafa veriö aö störfum og engar hugmyndir birtust. Stefnumiöin voru óljós og horföu flest aftur unt veg. Hvar voru fuglar? Sumt af þeim var aö visu komiö til annarra flokka, en þaö skiptir svo sem engu máli á rneðan Ólafur bros- ir. Svarthöföi Ingólfur Guöbrandsson meö skjaliö frá feröamálaráöi Spánar: Vísismynd SHE

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.