Vísir - 25.07.1978, Page 10

Vísir - 25.07.1978, Page 10
10 Útgefandi: Reykjaprent h/f 'Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöa- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Jón Öskar Haf steinsson, Magnús Olaf sson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askriftargjald er kr. 2000 Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson á mánuði innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Síöumúla 8. Verð i lausasölu kr. 100 Simar 86611 og 82260 eintakið. Afgreiösla: Stakkholti 2—4 simi 86611 Prentun Blaöaprent h/f. Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 linur VISIR Nýja utanríkis- viðskiptastefnu Fyrir skömmu var skipaður sérstakur viðskiptafull- trúi við sendiráðið í París. Þó að ráðstöf un sem þessi sé ekki stór í sniðum er eigi að síður verið að fara inn á nýj- ar brautir í utanríkisþjónustunni. Reynslan á svo eftir að skera úr því, hver árangurinn verður. Á herðum þessa nýja viðskiptafulltrúa hvílir því veruleg ábyrgð. Lengi hef ur það verið rætt, að nauðsyn bæri til að auka viðskiptaleg störf utanríkisþjónustunnar. Ályktanir þar að lútandi hafa margsinnis verið samþykktar í stjórn- málafélögum og hagsmunasamtökum. Að því leyti er þessi embættisskipan til marks um, hversu lengi góðar hugmyndir eru oft og tíðum að fara í gegnum kerf ið áður en þær verða að veruleika, (og sumar komast reyndar aldrei upp úr ráðuneytisskúffunum, eftir að hafa einu sinni komist þangað). Ljóst er að á næstu árum þurf um við að leggja gíf ur- lega áherslu á að styrkja útflutningsstarfsemina. Einkanlega er mikilvægt í því sambandi að beina við- skiptum í rikari mæli,en gert hefur verið,inn á Vestur- Evrópumarkaðinn. Þetta á bæði við um fiskf ramleiðslu og iðnaðarvörur. Við höfum fram til þessa treyst í meginatriðum á fiskmarkaði í Bandaríkjunum og Ráðstjórnarríkjunum. Á þessu þarf að verða breyting. Það er t.a.m. alveg út í hött að byggja hér upp nýjar atvinnugreinar, sem eiga allt sitt undir pólitiskum markaði í Ráðstjórnarríkjun- um. Við höf um verið í þessari aðstöðu bæði að því er varðar lagmetisiðnaðinn og prjónavöruframleiðsluna. Vaxandi framleiðslu í þessum ólíku atvinnugreinum verðum við aðfinna markaði i Vestur-Evrópu. Og ef vel ætti að vera þyrftu íslendingar að hasla sér völl á þeim markaði með svipuðum hætti og í Bandaríkjunum. Markaðsstarfsemi fyrirtækjanna sjálfra skiptir vita- skuld höf uðmáli, en engum vafa er undirorpið, að öflug viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins getur haft veruleg áhrif í þá veru að f lýta þeirri framvindu mála. Skipan viðskiptaf ulltrúans í París hlýtur af þeim sökum að vekja upp aðrar áður fram komnar hugmyndir um endursameiningu viðskiptaráðuneytisins og utanríkis- ráðuneytisins. Einsýnt er, að það yrði mjög til hagræðis og einföld- unar í kerfinu ef verslunarviðskiptin yrðu sett undir utanríkisráðuneytið. Kerfisbreyting af því tagi myndi ekki aðeins horfa til einföldunar og verksparnaðar heldur gæti hún einnig þjónað mikilvægu hlutverki í sókn á nýja markaði. Viðskiptaráðuneytið fer eins og sakir standa með ýmis mál, sem ekki gætu fallið undir starfssvið þessa nýja sameinaða ráðuneytis. En eðli máls samkvæmt gætu bæði banka- og verðlagsmál fallið undir f jármálaráðu- neytið í slíkri uppstokkun og neytendamál undir félags- málaráðuneytið. Að unnum sigri í landhelgisbaráttunni hljótum við út á við að beina kröftum okkar í vaxandi mæli að utanríkis- viðskiptum. Við blasir að byggja þarf upp f jölbreyttari atvinnustarfsemi. Við komumst ekki hjá því að ef la iðn- að til útflutnings, ef gera á einhverja alvöru úr stefnu- mörkun í þessa veru. í beinum tengslum við þá atvinnuháttabreytingu, sem við stöndum þannig frammi fyrir, þarf að eiga sér stað stórsókn á viðskiptasviðinu. Leið að því marki er að auka viðskiptalega utanríkisþjónustu. Sameining utanríkis- ráðuneytisins og viðskiptaráðuneytisins gæti því verið upphaf að nýrri utanríkisviðskiptastefnu. Þriöjudagur 25. júli 1978 VISIR ^ --T ...- Hvernig má kem- ast hjá wppbeði? Fjöldi Islendinga þarf að borga af veðskulda- bréfum, og er því ef til vill ekki ófróðlegt að rekja hér hver getur orðið gangur þeirra mála, sem koma fyrir uppboðsrétt, vegna vanskila greið- anda, en eins og kunnugt er, er heimild til að gjald- fella allt bréfið sé ekki staðið í skílum með einstaka afborganir. I því máli sem hér um ræðir, krafðist maður nokkur, að nafni G., þess að nauð- ungaruppboð færi fram, á hluta húseignar að Laugateigi í Reykjavík, til lúkningar eftirstöðv- um veðskuldarað upphæð kr. 550.000.- ásamt vöxt- um og kostnaði. Gerðar- þoli, P. að nafni, krafðist þess að sýknað yrði um hið umbeðna uppboð. Farið fram á uppboð P. var þinglýstur eigandi um- ræddrar húseignar og lá frammi I málinu veöskuldabréf útgefiö af honum, þar sem hann lýsti sig skuldugan um ákveöna upphæö. Geymdi bréfiö, svo sem venja er, ákvæöi um aö yröi ekki staöiö i skilum um greiösl- ur afborgana og vaxta skyldi veöskuldin öll talin 1 gjalddaga fallin, og gæti veöhafi þá látiö taka veöiö fjárnámi eöa selt eignina á uppboöi án dóms, sátt- ar eöa aöfarar. I janúar 1976 kröföust tveir aöilar uppboös á húseigninni og var P. tilkynnt þaö meö tíökan- f----------y" > Svala Thorlacius, hdl., skrifar um uppboðsmál, sem reis vegna þess að handhafi veðskulda- bréfs hafði ekki fengið greiðslu á tilsettum tíma. legum hætti, auk þess sem aug- lýsingar birtust þrisvar i Lög- birtingablaöinu, og var uppboö- iö siöan tekiö fyrir á skrifstofu uppboöshaldara. Þann 13. ágúst kom fram uppboösbeiöni G. og var P. tilkynnt um hana 20. s.m. Akveöiö var aö sala á eigninni sjálfri færi fram 17. sept. 1976, en áöur en til þess kæmi barst uppboöshaldara bréf lögmanns P. þar sem framgangi uppboös- ins var mótmælt. Nouðungaruppboó * sem auglýst var I 25., 27. og 28. tbl. Lögbirtingablaösins á fasteigninni Kirkjuvegur 44, Kefiavik, þinglesin eign Þor- steins Valgeirssonar, fer fram á eigninni sjálfri, föstudag- inn 28. júll 1978 kl. 11. Bæjarfógetinn I Keflavlk. Nauðungaruppboð annaö og slöasta sem auglýst var I 86., 88. og 89. tbl. Lög- . birtingablaösins 1978 á fasteigninni Bakkastig 8, Njarö- vlk, þingiesin eign Þórarins Þórarinssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 27. júll 1978 ki. 15. Bæjarfógetinn I Njarövlk Nauðungaruppboð sem auglýst var I 90., 95. og 99. tbl. Lögbirtingablaösins 1978 á fasteigninni Rraöfrystihús Geröabátanna viö Geröaveg I Geröum, þinglesin eign Isstöövarinnar hf, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 27. júli 1978 kl. 14.30. Sýslumaöurinn I Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 2., 3. og 5. tbl. Lögbirtinga blaösins 1978 á fasteigninni Smáratún 27 neöri hæö, Keflavik, þinglesin eign Helga Páls Sigurbergssonar og Arnýjar Kristinsdótt- ur, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 27. júll 1978 kl. 14. Bæjarfógetinn I Keflavlk Nauðungaruppboð sem auglýst var 153., 57. og 61. tölublaöi Lögbirtingablaös- ins 1977 á eigninni Laufvangur 1, Ibúö merkt 2 á 1. hæö, Hafnarfiröi, þingl. eign Friöriks Gunnarssonar, fer fram eftir kröfu Guöjóns Steingrimssonar, hrl., á eigninni sjálfri fimmtudaginn 27. júli 1978 kl. 2.00 e.h. Bæjarfógetinn I Hafnarfiröi. Greiddi inn á reikning í ' Landsbankanum ’ Geröarbeiöandi skýröi svo frá, aö skuldabréfiö heföi á gjalddaga veriö til innheimtu hjá Sparisjóöi Hafnarfjaröar. Hafi P. veriö kunnugt um veru- ■ staö bréfsins og sparisjóöurinn í tilkynnthonum tvisvar um hann auk þess sem G. sjálfur hafi , tvisvar reynt aö ná til geröar- ! þola i sima, en kona P. oröiö ; fyrir svörum, kannast viö bréfiö og verustaö þess og lofaö borg- un. Engin greiösla hafi samt sem áöur borist og hafi þvi veriö ákveöiö aö eindaga alla skuld- ina sökum vanefnda og beiöst uppboös, svo sem áöur segir. P. hafi siöan komiö á skrifstofu lögmanns G. og haft I höndum ; kvittun frá Landsbankanum um ' deponeringu afborgunarinnar svo og fyrir vöxtum og dráttar- 1 vöxtum. Lögmaöur G. hafi endursent kvittun þessa og látiö fylgja bréf þar sem haldiö var fast viö eindögun allrar veö- skuldarinnar. Fyrir uppboös- réttinum var þvi haldiö fram af hálfu G. aö P. heföi gerst sekur um þau vanskil aö fyllilega rétt- lætti eindögun veöskuldarinnar. Vissi ekki af samtali við eiginkonu sína P. skýröi svo frá aö hann heföi aldrei séö innheimtubréf Sparisjóös Hafnarfjaröar fyrr en hann mætti i uppboösréttin- um. Kvaöst hann ekkert vita um samtal G. viö konu sina, enda heföi hann veriö fjarverandi úr bænum um þaö leyti. Heföi hann ekkertfrétt af kröfu þessari fyrr en hann heföi lesiö tilkynning- una um uppboöiö. Kona hans mætti I réttinum og kvaöst ekki muna eftir slmtali þvi er G. skýröi frá. Skylt að sýna handhafa bréf á greiðslustað Af hálfu P. var á þaö bent, aö hér væri um aö ræöa handhafa- bréf, sem tilgreindi engan greiöslustaö og leiöi af þvi aö greiöslu hafi átt aö vitja á heimili skuldara og framvlsa þar bréfinu. P. hafi þvi mátt halda aö sér höndum um greiöslu og hafi ekki veriö skyldur aö deponera, sem hann hafi þó gert. Þessi deponering hafi fariö fram áöur en geröar- þoli fékk aö vita um uppboös- beiöni eöa handhöfn bréfsins og hafi geröarþoli meö þessu móti vissulega sýnt fram á vilja og getu til aö standa viö skuldbind- ingar sínar. Væri af öllu þessu ljóst, aö synja bæri um hina um- beönu uppboösgerö. Synjað um uppboðsgerð I forsendum úrskuröar borgarfógeta segir, aö hér sé um aö ræöa handhafabréf, sem geymi engin ákvæöi um greiöslustaö annaö en heimilis- fang geröarþola P. Væri hann þvi ekki skyldur til aö greiöa fyrr en handhafi bréfsins segöi til sln. Gegn mótmælum P. væri ekki sannaö aö hann heföi vitaö um handhöfn þessa skuldabréfs fyrr en hann fékk I hendur til- kynningu uppboöshaldara um uppboösbeiöni G. en tilkynning- in var dagsett 20. ágúst 1976. Þá heföi hann fyrir löngu deponer- aö afborgun þeirri er féll I gjald- daga l. júnlfásamt vöxtum og dráttarvöxtum. Þar meö heföi P. staöiö viö skldbindingar sín- ar er leiddu af veösetningunni. Var synjaö um uppboösgeröina og allur málskostnaöur lagöur á G. Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti kvaö upp úrskurö- inn.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.