Vísir - 08.08.1978, Page 14
Ómar Ragnarsson
skrifar um bíla:
Pylsulaga bílar
œttu að eyða 15
prósent minna
bensíni en hinir
Eitt af þeim ráöum, sem
bilahönnuðir nútímans
luma á í orkukreppunni er
að gera farartæki meira
straumlínulaga og minnka
með þvi loftmótstöðuna og
þar með bensíneyðsluna,
auk þess, sem hámarks-
hraði er aukinn verulega.
Þetta hefur verið gert í
nokkrum mæli i bandarísk-
um flugvélaverksmiðjum.
íveturvar fjallað nokkuð
um loftmótstöðu bila hér á
bílasiðu, og myndirnar,
sem fylgja þessari grein,
eru af módeli af bil, sem
italski bilahönnuðurinn
Pinin— Farina hefur gert,
en þar er loftmótstaðan
helmingi minni en á venju-
legum bil.
Á siðustu árum hefur
það færst í vöxt, að bila-
verksmiðjur hafa gefið
upp svokallaða cw-tölu,
sem táknar loftmótstöðu.
Þessi tala er á meðal-bíl
0,46 á Vessna 310, tveggja
hréyfla flugvél, er hún
0,31, og á Mustang-orrustu-
flugvél úr síðasta stríði er
hún 0,10.
Það þótti tíöindum sæta,
þegar bandaríski flugvéla-
sni llingurinn Lopresti
lækkaði loftmótstöðutölu
einshreyf lisf lugvélarinnar
Mooney 201 ofan í 0,19, og
með tillitit til þess er
árangur Pinin Farina ótrú-
lega góður, að hafa komið
loftmótstöðutölu á bíl niður
í 0,23, án þess að setja
stærðarhlutföll hans úr
skorðum.
Bíll Farina er á stærð viö Cort-
ina, þó aðeins lengri, og á mynd-
unum, sem þessari grein fylgja
má sjá, að það er einkum aftur-
endinn, sem hefur verið lengdur
til þess að minnka mótstöðuna og
framendinn mjókkaður.
Er þó ekki vist, að hinn mjói
framendi standist þær kröfur,
sem gerðar eru til þess að hann
taki við og eyði höggum við
árekstur, þótt Farina og menn
hans fullyrði, að það hafi verið
gert.
A venjulegum bil verður loft-
mótstaðan meiri en núningsvið-
nám á 60 kilómetra hraða, en á bil
Piniri Farina er samsvarandi hraði
90 kilómetrar á klukkustund, og |
benzinsparnaðurinn er um 15
prósent að jafnaði, og það munar
sjálfsagt um minna. Kannski
verða það svona pylsu-lagaðir
bilar, sem eiga einkum eftir að
verða á ferðinni i framtiðinni, og
þá verður hægt að fara i bilaum-
boð og biðja um eina ameriska
,,með öllu”.
Hvaða bill er nú þetta?
Chevrolet Nova ,,X” heitir
hann. A næstu áruin munu
General Motors verksiniöjurnar
i Bandarikjunum koma fram
með margar nýjar gerðir með
þessu lagi, sem svo vinsælt hef-
ur orðið i Evrópu (VW-Passat.
Lancia Beta, Simca 1307/1508,
Rover 3500) Þessar nýju gerðir
GM munu hljóta nöfnin Nova,
Phoenix, Omega og Appollo,
verða framhjóladrifnir og engin
leið að koma átta gata vél ofan i
vélarrúmið.
Chrysler-verksmiöjurnar eru
þegar komnar á fulla ferð með
framhjóladrifnu Horizon- og muni koma fram Coupé-gerð af
Omni-bilana, og sagt er, að senn þeim.
Lœrið vélritun
Ný námskeið hefjast fimmtudag-
inn 10. ágúst. Kennsla eingöngu á
rafmagnsritvélar, engin heima-
vinna.
Innritun og upplýsingar i síma
41311 eftir kl. 13.00.
Vélritunarskalinn
Suðurlandsbraut 20
Kannist þið við hann, þennan? Jú, þetta er Cherokee 1979, sem hefur fengið
„andlitslyftingu", nýtt grill og ferköntuð framljós.