Vísir - 05.09.1978, Page 10

Vísir - 05.09.1978, Page 10
VÍSIR Utgefandi: Reyk japrent h/f - . Framkvæmdastjóri: Davlð Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. Ölafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón meö helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaða- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elías Snæland Jónssor Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónlna Mikaelsdóttir, Katrín Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, AAagnúsOlafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askriftargjald er kr. 2000 Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson á mánuði innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Síöumúla S. Verð i lausasölu kr. 100 Slmar 86611 og 82260 eintakið. Afgreiösla: Stakkholti 2—4 simi 86611 Prentun Blaöaprent h/f. Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 linur Gólgofrestsleiðin Þegar fyrrverandi ríkisstjórn gerði efnahags- ráðstafanir sínar í febrúar síðastliðnum tóku talsmenn hennar skýrt fram að þær væru aðeins skammtíma lausn, enda máttu allir sjá að svo var. Sú stjórn vildi ekki höggva að rótum efnahagsmeinsemdarinnar. Hún taldi eðlilegra að kjósendur gerðu upp á milli markmiða og leiða i þeim efnum í kosningum. En kosningabaráttan fór þannig fram að kjósendur stóðu nánast ekki f rammi f yrir vali á milli ólíkra leiða út úr ógöngunum. Málefnalegt framlag stjórnmálaflokk- anna til kosningabaráttunnar var mjög rýrt. Og þáver- andi stjórnarf lokkar stóðu jafnvel verr að vígi í þeim efnum en stjórnarandstaðan. Þó að kosningarnar hafi öðru fremur ráðist af slag- orðum komu eigi að síður fram ýmis markverð sjónar- mið varðandi úrlausn þess vanda sem við höfum lengi strítt við í efnahagsmálum. Eitt af því sem þetta blað gagnrýndi fyrrverandi ríkisstjórn hvað harðast fyrir var, að hún hélt áf ram þeirri stefnu vinstri stjórnarinnar frá 1971 að nota Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins sem styrktarsjóð til þess að standa undir innlendum verð- bólguákvörðunum í stað þess að beita honum í því skyni að jafna hagsveiflur vegna verðbreytinga erlendis. Alþýðuflokkurinn tók mjög undir þessa gagnrýni á fyrrverandi ríkisstjórn og gerði rétta beitingu Verð- jöf nunarsjóðs að einu höf uðmálinu í ef nahagsstef nuskrá sinni. Nú er Kjartan Jóhannsson varaformaður Alþýðu- flokksins sestur í stól sjávarútvegsráðherra eftir tveggja mánaða óslitinn stjórnarmyndunarundirbúning af hálfu flokksins. Og hvernig er brugðist við? Fyrstu aðgerðir stjórnarinnar eru í beinu f ramhaldi af þeirri stefnu sem Lúðvík Jósepsson markaði Verð- jöfnunarsjóðnum 1971 og fyrrverandi ríkisstjórn hafði ekki dug í sér til að breyta. Ráðstafanir stjórnarinnar eru i öllum atriðum hreinar bráðabirgðaaðgerðir og í f lestum tilvikum til þess fallnar fyrst og f remst að auka hin raunverulegu vandamál. Gálgafrestsleiðinni er haldið áfram án þess að komið sé við rót meinsemdarinnar. Enn sem komið er bendir ekkert til þessað núverandi rikisstjórn þar sem Alþýðu- f lokkurinn hefur tilnefnt sjávarútvegsráðherrann breyti öfugri notkun Verðjöfnunarsjóðsins. Hann verður eftir sem áður verðbólgustyrktarsjóður, hvað sem líður góðum vilja. Þannig fer fyrir þeim fáu málefnalegu stefnumiðum sem fram komu í kosningabaráttunni. Efnahagsað- gerðirnar helgast fyrst og fremst af slagorðum kosningabaráttunnar og árangurinn verður í samræmi við það. Það er hinn kaldi veruleiki sem við stöndum frammi fyrir. Fyrrverandi ríkisstjórn gerði aldrei alvarlega tilraun til þess að höggva að rótum efnahagsmeinsemdarinnar eins og m.a. kom f ram í því að hún áræddi ekki að gera nægjanlegan uppskurð til þess að nota mætti Verð- jöfnunarsjóð í samræmi við lögbundinn tilgang hans. Núverandi ríkisstjórn er við sama heygarðshornið. Hún leysir ekki ef nahagsvandann með því að taka enn einn gálgafrestinn. Og hún dregur ekki úr verðbólgunni með því að fela hana með niðurgreiðslum. Gervi- ráðstafanir leysa ekki vandann nú fremur en áður. V*». t í « JÍ Þriftjudagur 5. «eptember, 1978 VISÍR BJÖRGUN ÚR DRÁTTARVAGNI Samæfing björgunar- sveita Slysavarnar- félags Jslands i um- dæmi tiu, sem nær frá Skeiðará og vestur að Þjórsá, var haldin ný- lega á Hvolsvelli. Á þessu svæði eru niu björgunarsveitir. Björg- unarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli og björg- unarsveit SVFf i Land- eyjum sáu um undirbún- ing og framkvæmd æf- ingarinnar. Sjötiu björgunarsveitarmenn tóku þátt i æfingunni, og auk þess fylgdust margir áhorfendur meö þvi, sem fram fór. Björgunar- sveitarmönnunum var skipt niöur i þrjá flokka, og æföu þeir til skiptist slysahjálp, meöferö kompáss og korta, og sjÖbjörgun. Sett var á sviö alvarlegt bilslys til þess aö æfa mennina i slysahjálp. I sjóbjörgunaræfingunni var komiö fyrir dráttarvagni, öörum megin Rangár, sem átti aö gegna hlutverki skips I háska. Bil var svo komiö fyrir hinum megin, og linu skotiö frá honum yfir til skip- brotsmannanna I dráttarvagnin- um, og þeir dregnir yfir. Eftir þessar æfingar var hald- inn fundur, og rætt um þá reynslu, sem fengist haföi af þeim. Hafþór sagöi frá starfi Al- mannavarna, og ræddi um, hvernig þaö tengdist starfi björg- unarsveitanna. Aö fundinum loknum var fariö i leitaræfingu. Flugslys var sett á sviö I Hvols- fjalli, og siöan gerö leit aö flakinu og hinum slösuöu. Hvort tveggja fannst, eins og ráö var fyrir gert, og voru höfö snör handtök viö aö gera aö sárum flugmannanna. Aö sögn Öskars Þórs Karls- sonar, erindreka hjá Slysa- varnarfélaginu, voru menn ánægöir meö daginn og töldu aö hann heföi veriö mjög lærdóms- ríkur. ,,baö er bráönauösynlegt aö hafa æfingar sem þessa, til þess aö björgunarsveitirnar séu sem best undir þaö búnar aö mæta alvörunni”, sagöi hann. „Meölimir björgunarsveita I hin- um ýmsu byggöarlögum fá þá einnig tækifæri til aö kynnast, og meö þvi móti veröur samstarfiö auöveldara þegar til björgunar kemur. Viö erum ákveönir I þvi aö reyna aö hafa svona æfingar árlega I hverju hinna tiu um- dæma Slysavarnarfélagsins á landinu. —AHO Bflslysiö sviösett A s.l. vikum hafa birst i blöðum harla tilgangslítil og nokkuð einlit skrif um síðasta aðalfund Leikfélags Akureyrar og starfsemi þess að öðru leyti. Ég hafði ekki ætlað að blanda mér i þá umræðu, en vegna sögu Brynju Benediktsdóttur fv. leikhósstjóra L.A. í Þjóðviljanum sunnudaginn 27. ágúst s.l. er ekki óeðlilegt að ég sem fyrrverandi formaður félagsins bæti þar við nokkrum eftirmála. I upphafi sögu sinnar greinir Brynja frá aðkomu sinni til félagsins, sem ekki var sem hagstæðust, fyrst og fremst vegna verulegra f járhagserfiðleika. Þessir erfiðleikar voru Brynju fyllilega Ijósir frá upphafi og vissulega vorum við öll sammála um, að þessar kring- umstæður hlytu að hafa áhrif á verkefnavalið, m.a. á þann veg, eins og Brynja tekur fram, að nýta vinnu- skyldu fastráðinna leikara sem best og halda öllum útgjöldum í lágmarki. Eindrægni og vongleði þrátt fyrir kreppu Ofurlitillar ónákvæmni viröist þó gæta I sögu Brynju, þar sem hún lætur i þaö skina, aö hún hafi ekki hafiö undirbúning aö starfsemi vetrarins fyrr en leikáriö var byrjaö I september, og þvi hafi leikritavaliö oröiö snöggsoönara en ella. Ekki er mér vel ljóst hvort þetta á aö vera afsökun fyrir þvi, aö sum leikritin vöktu ekki nægilegan áhuga leikhúsgesta og fengu fremur lélega aösókn, eöa eitt- hvaö annaö, en hiö rétta er, aö þau hjón Erlingur og Brynja komu hingaö noröur I byrjun júli, til skrafs og ráöageröa, en einmitt i þeim mánuöi voru báö- ir forverar Brynju ráönir. Magnús Jónsson 26. júli og Ey- vindur Erlendsson 16. júli en Oddur Björnsson nýráöinn leik- hússtjóri 1. ágúst. Leikhússtjór- ar félagsins hafa þvi allir setiö viö svipaö borö, hvaö undirbún- ingstimann áhrærir. A fyrsta fundinum 2. júli mættu Brynja og Erlingur meö stjórn félagsins, og var rætt um ytra og innra skipulag leikhúss- ins, svo og hugsanleg verkefni vetrarins. Var á þaö lögö þung áhersla, ekki sist af gjaldikera félagsins, aö valin yröu leikrit, sem liklegust væru til vinsælda og góörar aösóknar. Siöar þenn- an sama dag var haldinn fundur meö öllu fastráönu fólki leik- hússins, og þar var vetrarstarf- iö og verkefnavaliö enn rætt. Brynja lagöi þar fram „ramma” aö verkefnaskrá og taldi æskilegt aö þar væri aö finna: Söngleik, barnaleikrit, verk Isl. höfundar, eitthvert si- gilt verk, eins og segir i fundar- gerö og ritari lýkur fundar- geröinni meö þeim oröum aö: „Á fundinum rikti eindrægni og vongleöi, þráttfyrir krepputima i sögu félagsins”. Aðalfundur og stjórnar- kjör Þegar kemur aö þriöja kafla i sögu Brynju.og úr þvi,fara aö birtast hin furöulegustu árásar- efni og heilaspuninn veröur svo gengdarlaus, aö erfitt er aö henda reiöur á. Minnir þetta mig einna helst á sumar oröa- sennur Brynju á stjórnarfund- um við gjaldkera félagsins, sem henni virtist vera sérlega upp- sigað viö, og raunar kemur fram i sögu hennar. Brynja lætur sig hafa aö segja, aö stjórnin hafi ekki haft hugmynd um hverjir væru félagar i félag- inu. Þessu á ég hálferfitt meö aö kingja eftir 12 ára formanns- setu, ekki sist þar sem ekki þarf annaö en fletta fundargeröum félagsins, en þar er aö sjálf- sögðu hver nýr félagi skráður. Þa er Brynja þar komin i sög- unni, aö hún er mætt á aðal- fundi, þessum einkennilega fundi, allt oröið fullt af fólki, sem hún hefur aldrei séö áöur, hvorki á fundum né sýningum (leikhúsiö tekur 260 manns) og alls ekki i virkri vinnu viö leik- húsiö. Þegar þessi fullyröing er brotin til mergjar kemur i ljós að þarna mættu 3 eöa 4 sem ekki höföu starfaö eitthvaö viö leikhúsiö. Þá hneykslast Brynja á þvi aö félagar greiddu árgjöld sln á fundinum. betta er föst venja svo langt sem égman, og helgast af þeirri grein I lögum félagsins, að aöeins skuldlausir félagar hafa kosningarétt. önnur hneykslunarhella var aö: „Þarna var hópur fólks undir lögaldri” — liklega 2 eöa 3 en allavega fullgildir félagar sam- kvæmt lögum félagsins og þvi meö óskoraðan kosningarétt á fundinum. „Þetta fólk kaus nýju stjórnina”, segir Brynja. Er þetta ekki nokkuö gróf staöhæf- ing þar sem stjórnarkjör fer fram skriflega og leynilega? Siöan er þruglaö um þaö aö: „Þarafleiöandi hafi þetta fólk öölast rábstöfunarrétt aö hluta I I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.