Vísir - 26.09.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 26.09.1978, Blaðsíða 2
2 Hvert er stærsta vatn á íslandi? Rétt svar er Þórisvatn. Marteinn Ólafsson, sjóinaöur: ,,Ég held aö þaö sé Þingvalla- vatn. Ég veit ekki hvursu stórt baö er.” Anna iviarla Nielsen, húsmóöir: „Ja, nú setur þú mig á gat. Ég held samt, að þaö sé Þingvalla- vatn. Annars ættirðu að spyrja einhvern annan en mig. Ég er ekki nægilega mikill Islendingur i mér til að geta svaraö þessu.” Birgir Aspar, trésmiður: „Það er Þingvallavatn. Ég veit ekki hvað það er stórt, en á eftir þvi kemur Mývatn.” Margrét, nemi: „Það er annaöhvort Þórisvatn eða Þingvallavatn, Ég held að ég skjóti á Þingvallavatn.” Kristján S. Kristjánsson, lögga og nemi: „Þórisvatn getur orðið stærst, en Þingvallavatn er stærst frá nátt- úrunnar hendi.” m \ Þriðjudagur 26. sentemher 187« VTÍ5TP Gísli Alfreösson, form. Félags íslenskra leikara. Gisli sagði að þessi stefnuyfir- lýsing væri itrekun á stefnu. sem mótuð var 1970, sem þó hefði ekki verið nægilega vel framfylgt. Nú væri um skýrari stefnu að ræða og teldu leikarar sig geta vel við unað og gerðu þeir sér vonir um að útvarpsráð komi til með að standa við þessa stefnu sina. Taldi Gisli góðar likur á að ályktun FIL fengist samþykkt á þinginu, en hún verður tekin fyrir á morgun. Margt til umræðu A þingi Alþjóðasambands leik- ara, sem nú er haldið i fyrsta skipti á Islandi, verða fjölmörg mál tekin til meðferöar, en flest snerta þau kjara- og stéttamál leikara i hinum ýmsu leikara- samböndum i heiminum. Af þeim málum, sem telja má að komi is- lenskum leikurum einkum til góða, má nefna umræður um Nordsat, alþjóðlegan höfundar- rétt, og um það með hvaða hætti hægt sé að rétta hlut smærri landa varðandi gerð sjónvarps- efnis, en hætta er talin á samdrætti, þar sem fjölmennari þjóðir geta framleitt ódýrara efni. Þingið hófst að Hótel Loftleið- um á sunnudaginn með fundi I Leikráði Norðurlanda og stend- ur fram til 30. september n.k. Rösklega 40 erlendir fulltrúar, álika margra landa, sitja þingið, auk 9 fulltrúa islenskra leikara. -SJ Frá fundi Alþjóðasambands leikara í gær. Vísismynd JA LEIKARAR VILJA JI/IEIRI ÁHRIF í sambandi við Nordvisionsamningana ,,Þaösem skiptir islenska leik- ara mestu máli á þessu þingi er að fá samþykkta ályktum um breytingu á „Islands- samningnum” svokallaöa á Norðurlöndum,” sagöi Gisli Alfreösson, formaöur Félags is- lenskra leikara, þegar Vísir leit- aöi frétta af þingi Alþjóöa- sambands leikara, sem nú stend- ur yfir i Reykjavik. Gisli sagði, að leikarafélögin á hinum Norðurlöndunum hefðu á undanförnum árum stutt islenska leikara ikjaramálum þeirra, með þvi að fá það sett sem skilyrði fyrir ódýru norrænu sjónvarps- efni, að hér sé haldið uppi ákveð- inni framleiðslu á islensku efni. Á þeim samningi grundvallist til- vera tslands i Nordvision. t ályktun þeirri, sem FIL vill fá samþykkta á þinginu, er kveðið á um, að félagið verði að geta sætt sig við og viðurkennt stefnu Rikisútvarpsins i gerð innlendra sjónvarpsþátta. Hingað til.sagði Gisli, að islenskir leikarar hefðu ekkerthaftum það aö segja hvort nóg væri að gert. Leikritastefnan t siðustu viku samþykkti út- varpsráð á fundi sinum stefnu- yfirlýsingu um gerð islensks sjónvarpsefnis. Þar segir, að yfir vetrarmánuðina skuli frumsýnt eitt islenskt leikrit á mánuði. Samtals eiga þessi 8 leikrit að taka 8 klst. i flutningi. ÞJÓÐLÍF EÐA STÓÐLlF Agætur vinnuveitandi I Hnifs- dal skýrir frá þvi i Visi i gær, aö nokkuð sé um lauslæti i ver- búöinni hjá sér. Svona tal ætti að geta örvað sókn fólks aö ver- búöum, þótt þess sjáist raunar ekki merki enda veröur aö byggjanokkuð á erlendu verka- fólki, þegar veiðar standa sem hæst aö vetrinum og mikiö er aö gera í frystihúsum. Annars hélt maður aö einkum væri um laus- læti aö ræöa á skemmtistöðum, þar sem fólk flokkar sig nokkuö niöur eftir getu og möguleikum og aldurskeiöum. Einn skemmtistaöur hér I borginni gengur m.a. undir nafninu Vökuportiö, og mun nafnið eiga aö segja til um getuna og mögu- leikana. Þaö er ekki nóg aö Visir ýti viö siðferðiskennd okkar meö þvi aö prenta yfirlýsingar um verbúðalif i Hnifsdal. Blaöiö hefur lika eftir bandariskum blaöamanni, aö kynlífiö og brennivinsdrykkjan í Reykjavik sé frásagnarverö meö „textun”, sem aöeins er notaður yfir frumstæöustu þjóöir. Harmar hann mjög aö hér á landi skuli ekki vera leyft vændi, svona i menningarskyni. Sannleikurinn er sá, aö út- lendingar hafa alltaf veriö aö skrifa tóma vitleysuum tsland. Aö visu er þaö satt, aö fólk gamnar sér nokkuð og af meira frjálslyndi en t.d. i kaþólskum löndum, þar sem þaö hefur ekki einu sinni stjórn á barneignum sfnum. Vændiskonur eru sam- félagsóhugnaður, sem enginn getur óskað eftir, þótt rofin milli hins hreina bóklega lif s og raun- veruleikans yrðu viö þaö minni. Og þegar einhver fjölblaöa- maöur kemur hingaö úl aö skrifa um ólifnaö og drykkju- skap, þá gætir hann ekki aö þvi að við vitum aö fólk er aö gera þaðum ailan heim, jafnvel lika i henni Ameriku, þaöan sem heilagsanda tónninn kemur. Það er svo annað mál hvort fólk á aö sækja drykkjuskap og sam- lif svo fast aö þaö veröi nánast aðalatvinnuvegur þess. tJtflutningsskýrslur sýna þó annað og innf lutningur á vörnum bendir einnig til þess, að fók kunni sér nokkurt hóf i þessum efnum. En um verbúðalifið I Hnifsdal er þaöaö segja, aö llklega er þvi svona ámóta variö og miö- bæjarlifinu i Reykjavik, þar sem reikna má með aö um 500 rúöur séu brotnar á ársgrund- velU. Sé þetta óþægilegt og dýrt þá má bæta þaö meö nokkrum aga. Hér i Reykjavik veröur miðborgin agalaus eftir klukkan ellefuá kvöldin. En þaö væriauð- vitað mikið.minna brotiö af rúðum, væru ungUngarnir að elskast á baklóöunum. Engar rúður eru brotnar i verbúðinni i Ilnifsdal. Þar er búið i tveggja manna herbergjum, aö sögn. Samt eru nú menn ekki ánægöir með ástandið. En við skulum barataka ofan fyrir ástandinu I verbúðinni. Hafi fólk þrek, eftir mikla bónusvinnu, til aö vinna sérinn nýja bónusa meö ærslum i rúminu, þá ætti þaö svo sem aö vera i lagi. Nýlega var sagt frá Jóni nokkrum Brandssyni i út- varpinu. Hann var tvigiftur og bjó á Hvalfjaröarstönd.. Hann átti þrjátiu og tvöbörn. Þar sem konur hans gátu ekki sinnt allri elju karlsins, bætd hann á sig þeim húsbóndaverkum að barna allar vinnukonur sinar. Nú hefði pillan aö likindum gert Jón Brandsson næstum erfingjalausan. Þannig breytist tiðin, lika i Hnifsdal. Við erum þjóö, sem höfum á skömmum thna og hvaö eftir annaö orðið aö auka kyn okkar meö ærslum eftir Svarta dauöa, Stórubólu ogóteljandi hungurs- neyöir af völdum eldgosa. Við búum i stóru og næstum óbyggöu landi. Viðkomuþörfin er okkur þvi i blóð borin frá aldaööii. Baöstofulif og frjálsleg meðferö trúarbragöa og annarra hamlana á kynlif, hafa stælt okkur til mikils samlifs. En þaö mætti aö ósekju ástunda þetta samlif af meiri kurteisi, t.d. fella undan ljósastaura og húsveggi sem bakhjarla. Og ungt fólk ætti aö hafa örlög Barna-Arndisar i huga. Hún átti átta börn i lausaleik og var engu nær. Um hana segir frægur sagnaritari, aö ekkert hafi bent til þess aö æviganga hennar heföi oröiö meö óvenjulegum hætti, heföi hún gifst rúmlega tvitug eins og aörar stúlkur á hennar reki. í staö þess lenti hún undir bændaþjóðfélaginu og átú börn meö þvi út og suður. Spurningin er hvort stúlkur ættu ekki aö verja sig fyrir hlaupa- strákum svo þær verði ekki aö stærstum hluta aö Barna-Arndisum samtimans — eða strákar aö vérjast ásókn kvenna á jafnréttistimum, þótt ekki sé meö þessu veriö aö mælast til þess tvöfalda siö- gæöis, sem fyrrgreindur banda- riskur blaöamaöur þekkir heimanaö frá sér — eöa munklifs i verstöövum. Svarthöföi. ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.