Vísir - 26.09.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 26.09.1978, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 26. september 1978 VTSIR VÍSIR Útgefandi: Reykjaprenth/f Framkvsmdastjdri: Davtð Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. úlafur Ragnarsson Ritst jórnarf ulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaða- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Öli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Jón öskar Haf steinsson, Magnús Olaf sson. Auglýsinga-og sölustjóri: Páll Stefánsson Askriftargjald er kr. 2000 Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson á mánuði innanlands. Auglýsingar og skrifátofur: Síðumúla 8. Verð i lausasölu kr. 100 Simar 86611 og 82260 eintakið. Afgreiðsla: Stakkholti 2—4 sími 86611 Prentun Blaðaprent h/f. Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 Ifnur Kerfí í ógöngum Löngum hefur það verið talið eitf af aðalsmerkjum íslensks þjóðfélags, að húsnæði hefur í ríkari mæli en annars staðar verið í eigu þeirra, sem í því búa. Eiginhúsnæðisstefnan hefur verið ráðandi og skipt miklu um dreifingu auðsins og eflt fjárhagslegt sjálf- stæði hins almenna borgara. Á síðari árum hefur þess hins vegar* ekki verið gætt sem skyldi að treysta undirstöður eiginhúsnæðisstefn- unnar. Vel gæti því svo farið að leiguíbúðastefnan yrði hlutsterkari innan fárra ára sakir andvaraleysis borgaralegra stjórnmálaafla. Sannleikurinn er sá að veruleg þörf er á að umbylta húsnæðislánakerf inu. Ekki vegna þess, að þeir sem við það starfa vinni ekki vel, heldur fyrir þá sök, að það þjónar ekki þeim markmiðum, sem æskilegt er að við setjum okkur í þessum efnum. Við erum komnir í ógöng- ur með kerfið. Viglundur Þorsteinsson iðnrekandi benti á þá athyglis- verðu staðreynd hér í blaðinu i síðustu viku, að á siðasta ári gátu menn úti á landsbyggðinni fengið allt að því 11 milljónir króna í húsnæðislán meðan hin almennu lán voru innan við 3 milljónir króna. Til dæmis var útilokað f yrir Reykvíkinga að fá hærri lán á þessum tíma. Ástæðan fyrir þessu er sú, að Byggingarsjóður ríkisins lánar sveitarfélögum allt að 80% af byggingarkostnaði til þess að reisa leigu- og söluíbúðir. Hugmyndin var sú hjá þingmönnum á sinum tíma að ryðja með þessu móti leiguhúsnæðisstefnunni farveg. Reyndin hefur hins vegar orðið sú, að sveitarfélögin hafa fyrst og fremst verið formlegur milliliður milli byggingarsjóðsins og einstaklinga, sem þannig hafa fengið80% af byggingar- kostnaði að láni við byggingu eigin húsnæðis. Við þetta háa lánahlutfall er ekkert að athuga. í raun og veru ætti það að vera meginregla en ekki baktjalda- leið f yrir suma en ekki aðra. Það myndi haf a stórkostleg áhrif til þess að draga úr óraunhæf um launaþrýstingi, ef unnt yrði að koma húsnæðislánakerfinu í það horf, að menn almennt fengju 80% byggingarkostnaðar að láni til langs tíma. Víst er að víxlafargið hefur öðru fremur knúið áfram þá launapólitík, sem hér hefur verið ríkjandi, að f jölga krónunum án tillits til verðgildis. Sigurður Sigurðsson byggingarverkfræðingur skrifar grein í Vísi í gær í tilefni af ádeilum Víglundar Þor- steinssonar. Hann bendir þar á þá athyglisverðu stað- reynd, að á siðustu tveimur árum hefur byggingarvisi- talan hækkað um tæplega 100%, en á sama tíma hafa húsnæðislánin aðeins hækkað um rúmlega 50%. Samkvæmt þessu hafa húsnæðislánin því í raun og veru lækkað um f jórðung. Þetta er mikil afturför á ekki lengri tíma. Og það er mjög alvarlegt að einmitt á sama tíma og almennu húsnæðislánin lækka svo hrikalega þá skuli fest i sessi hliðarkerfi, sem aðeins fáir eru aðnjót- andi, en gef ur mönnumkostá að eignast húsnæði með því að f á 80% byggingarkostnaðar að láni til langs tíma. Ef f ram heldur sem horf ir verður eiginhúsnæðiskerf ið á Islandi brotið niður. Það getur haft margháttaðar af- leiðingar í för með sér. Hafa verður í huga í því sam- bandi, að verðbólgumeinsemdin á m.a. rætur í húsnæðislánakerfinu. Og það má ekki gleymast að eiginhúsnæðisstefnan er ein af undirstöðum raunhæf rar valddreifingaf í þjóðfélaginu. Ég berst fyrir sósialisma, en til sósialisma er enginn kortlagður vegur. Þaðer a.m.k. ekki heimsbyltingin að fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans tekur sæti viðskiptaráðherra, en hann berst þó fyrir sósíalisma og vonar að fram- tíðarríki sósíalismans sé honum ekki fjarlægara eftir að hann tók við ráðherraembætti en það var áður. Svavar Gestsson er yngsti ráðherrann í ríkis- stjórninni, 34 ára gamall. Hann hefur undanfarin ár ritstýrt Þjóðviljanum og oft sent mönnum í við- skiptalífinu kaldar og hvassyrtar kveðjur. Nú er hann orðinn æðsta yfirvald í viðskiptamálum. Blaðamaður Vísis átti stutt viðtal við Svavar Gestsson nýlega, og fer það hér á eftir. Að fást við veruleikann — Hvernig finnst þér nú að vera farinn að fást við veruleikann eftir að hafa verið meira og minna við hugmyndafræðileg skrif á bjóðviljanum undanfarin ár? — Ég tel mig að sjálfsögðu hafa verið að fást við veruleikann i skrifum minum, allt frá þvi að ég hóf störf á Þjóðviljanum fyrir 14 árum. Það er þó auðvitað að mörgu leyti býsna mikill munur á starfsvettvangi hér og á Þjóðvilj- anum. Það spurði mig að þvi fréttamaður um daginn, hvort á þessu væri ekki mikill munur, þar sem ráðherrar yrðu að vera mun ábyrgari en ritstjórar. Ég sagði, að það væri mesti misskilningur. Ritstjórar yrðu að vera ábyrgir engu siður en ráðherrar. — Hefur framtiðarriki sósialismans færst þér nær eða hefur það fjarlægst? — Ég get nú ekki sagt að það hafi færst nær, en vonandi hefur það ekki heldur fjarlægst við það að ég tók við störfum ráðherra. Það eitt, að sósialistar setjast i rikisstjórnarstóla i borgaralegu samfélagi, breytir ekki hlutunum i grundvallaratriðum. Og eitt það hættulegasta fyrir stjórnmála- menn, — og þá sérstaklega sósialista, er aö gefa stuðnings- mönnum sinum tálvonir, þannig að t.d. stuðningsmenn okkár telji að vandamálið sé leyst við það að við höfum svo og svo marga þing- menn og svo og svo marga ráð- herra. Þannig eru málin ekki. En það sem við gerum með þvi að vera i rikisstjórn er kannski fyrst og fremst það, að við reyn- um að sniða verstu agnúana af hinu borgaralega rikisvaldi gagn- vart verkalýðshreyfingunni. Samskiptin við „braskar- ana" — Mörgum verslunarmönnum þykir súrt i broti að einmitt þú skulir hafa tekið sæti viðskipta- ráöherra. Attu von á þvi að samskipti þin við þá menn, sem þú svo titt hefur nefnt braskara eða viðlika nöfnum, verði erfið? — Ég vil ekkert um það segja, hvort þau verða erfið. Hitt er annað, að ég hef þegar fengið frá þeim málshöfðun, sem er vist ný bóla. Hvort það er til vitnis um það, að sámskiptin verði erfið i framtiðinni, um það skal ég ekkert segja. Þeim verður hins vegar að vera ljóst, að ég er náttúrulega stað- ráðinn i þvi að reyna að hindra með einhverjum hætti, að óeðli- legir verslunarhættir verði við- hafðir hér i landinu. Verslunin hefur byggt i kringum sig afskaplega traust hagsmunakerfi, og er þá vægt til orða tekið. Þetta hagsmunakerfi er ekki einasta á vegum verslunarinnar sjálfrar, heldur er hér um að ræða ýmis hagsmuna- íeg tengsl, sem verslunin hefur hvarvetna i þjóðfélaginu. Það gerist þvi ekki með neinum hókus-pókus-aðferðum að fá þetta ástand lagfært. Þó að ég muni leggja áherslu á það, að ganga i þetta verk, þá veit ég ekki hvort við sjáum af þvi árangur á næstu vikum eða mánuðum. En ég er staðráðinn i að gera þetta. Með þessu er ég ekki að iýsa yfir striði við það fólk, sem vinnur i versluninni. En ég segi það hins vegar íullum fetum, að allir þeir, sem hirða stórgróða af þvi að versla með nauðsynjar, allir þeir sem brjóta lög við inn- flutning eða verslun af hvaða tagi sem er, hljóta að gera sér grein fyrir þvi, að slik iðja á engan rétt á sér, og verður að sjálfsögðu meðhöndluð samkvæmt þvi. — Þú segir, að gróði af þvi að versla með nauðsynjar eigi ekki rétt á sér! — Lögbrot við verslun, af hvaða tagi sem eru, eiga náttúrulega ekki rétt á sér. Vandinn i allri verslunarmálapólitik hér á landi á undanförnum árum tel ég að hafi verið sá, að stjórnvöld hafa einblint á tiltölulega litinn þátt verslunarinnar, sem er álagn- ingarprósentan. Ég tel að það sé nauðsynlegt að marka heildstæða stefnu i þessum efnum, þar sem allir hlutir, sem lúta að verslun og viðskiptum, verði teknir með inn i myndina. Jón og séra Jón — Nú stóð verkalýðshreyfingin að ólöglegum aðgerðum fyrr á þessu ári og þá með fulltingi þinu og þinna flokksmanna, — sumir segja að undirlagi ykkar. Nú boðar verslunarstéttin aðgerðir til að viðhalda óskertum kjörum en þá bregst þú hart við og talar um lögbrot, sem tekið verði hart á. Er að þinu mati munur á Jóni og séra Jóni i þessum efnum? — Ég veit ekki hvað þú átt við þegar þú talar um verslunarstétt- ina, en ég vil taka það fram, að ég tel a$ barátta verkalýðshreyf- ingarinnar 1. og 2. mars s.l. hafi verið fullkomlega réttlætanleg og eðlileg. Þar var um að ræða að menn voru að reyna að verja kjör, sem nýlega hafði veriö sam- ið um i kjarasamningum. Það dregur enginn i efa, að stjórnvöld hafi rétt til ákvörðunar um það, að það sé aðeins hluti af gengislækkuninni sem valdi hækkun á álagningu. Ef við ekki Berst fyrir sósíalisma — Telur þú þig ennþá þjóna hinni eiginlegu þjóðfélagsbylt- ingu? — Ég berst fyrir sósialisma, og tel mig vera að þvi. Að þvi marki er engin bein braut til. Það er enginn kortlagður vegur til sósialisma. Hins vegar er það ljóst, að sósialismi verður ekki skapaður nema með lýðræðis- legri þátttöku fólksins. ,Álagningin getur hækkað eða lækkað'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.