Vísir - 26.09.1978, Blaðsíða 14

Vísir - 26.09.1978, Blaðsíða 14
14 VÍSIK stjórn er ber ábyrgð á þeim. Enn fráleitara er að láta óánægju sina með gildandi regl- ur bitna á einum embættis- manni eins og Haraldur Blöndal gerir og fleiri dæmi eru um úr dagblaðinu Visi. Gjaldeyrisdeild bankanna ber hins vegar ábyrgö á fram- kvæmdinni á hinum ströngu reglum og það er vissulega erf- itt hlutverk. Svo dæmi sé tekið af umsóknum um gjaldeyri vegna ferða til útlanda má nefna að oft koma upp sérstök tilvik svo sem sjúkraferðir, langar ferðir i viðskiptaerind- Skipulag og fram- kvœmd gjaldeyrismóla öðru hverju birtast i dag- blaðinu Visi greinar um hinar ströngu reglur, er gilda um út- gáfu gjaldeyrisleyfa einkum leyfa fyrir ferðagjaldeyri. Er hinum „vondu mönnum” er sitja i „gjaldeyrisnefnd” gjarn- an sendur tónninn i leiðinni og þeim ekki vandaðar kveðjurn- ar. 1 seinni tið verður það æ al- gengaraaðgreinarhöfundar láti nægja að senda þeim er þessar linur ritar tóninn vegna óánægju með stefnuna i gjald- eyrismálum og framkvæmd hennar rétt eins og undirritabur værialvaldur þessum málum. Dæmi um slika grein er ritsmið Haralds Blöndal lögfræöings og þingframbjóðanda Sjálf- stæðisflokksins i' Visi nýlega. Mætti þó ætla að lögfræðingur- inn og þingframbjóöandinn hefði þekkingu til þess að rita um gjaldeyrismál af meiri skynsemi en hann gerði þar. Fram að þessu hefi ég ekki nennt að svara greinum af þvi tagi, er ég hefi hér lýst. En vegna þess að ég tel að eitthvað af umræddum skrifum byggist á algerum misskilningi, tel ég nú rétt að taka fram nokkur atriði um skipulag gjaldeyrismála hér á landi. Samkvæmt lögum um inn- flutnings- og gjaldeyrismál frá 1960 er það rikisstjórnin sem markar stefnuna i gjaldeyris- málum i samráði við Seðla- banka tslands. Sá ráðherra rikisstjórnarinnar. sem fer með gjaldeyrismál er viðskipta- ráðherra. Samkvæmt sömu lög- um annast Landsbanki Islands og Útvegsbanki íslands útgáfu innflutnings- og gjaldeyrisleyfa i samráði við viðskiptaráðu- neytið. Þetta ákvæði hefur verið framkvæmt svo að umræddir bankar hafa starfrækt Gjald- eyrisdeild bankanna sem viðskiptaráðuneytið hefur átt aðild að. Það er með öðrum orðum Gjaldeyrisdeild bank- anna, sem gefur út öll inn- flutnings- og gjaldeyrisleyfi. Haldnir eru reglulegir fundir um þessi mál hjá Gjaldeyris- deild bankanna. Þá fundi sitja i samræmi við framanritað full- trúi viðskiptaráðuneytisins, full- trúar Landsbanka og Útvegs- banka og i seinni tið einnig full- trúi Seðlabanka Islands. Stefnan varðandi útgáfu gjaldeyrisleyfa hefur lengst af verið mjög ströng, einkum varðandi leyfi fyrir gjaldeyri til skemmtiferða og fyrir svo- nefndum eignayfirfærslum en einnig á ýmsum öðrum sviðum, svo sem leyfi fyrir námsmanna- gjaldeyri fyrir skipa- og flug- vélaleigu, fyrir skipaviðgerðum erlendis o.fl. o.fl. Stefnan varð- andi lántökur erlendis hefur einnig verið mjög ströng. 1 samræmi við það sem ég sagði hér að framan er það rikisstjórnin eöa viðskipta- ráðherra.að höfðu samráði við Seðlabankann sem setur reglur um úthlutun gjaldeyris sem háður er leyfum. Þannig er það t.d. um þær reglur, er gilda um hinn almenna feröamanna- gjaldeyri, þ.e. gjaldeyri 'til skemmtiferða svo og um reglur um eignayfirfærslur o.fL.Viö- skiptaráðherra tekur þó aldrei ákvörðunum breytingará þess- ----------* '\ Björgvin Guð- mundsson skrif- stofustjóri skrifar grein um skipulag og framkvæmd gjald- eyrismála og segir að ekki sé rétt að gagnrýna Gjald- eyrisdeild bankanna fyrir þær ströngu reglur sem gilda um úthlutun gjaldeyris. ,,Ef menn vilja gagnrýna þessar reglur, eiga þeir að beina gagnrýni sinni að þeirri rikisstjórn er ber ábyrgð á þeim.” ---------y---------- um reglum fyrr en Seðlabank- inn hefur fjallað um þær og ég fullyrði að allir viðskipta- ráðherrar sem setið hafa siðan 1960, hafa tekið mikið tillit til álits Seðlabankans hverju sinni. — Að sjálfsögðu fjallar Gjald- eyrisdeild bankanna einnig um tillögur til breytinga á gildandi gjaldeyrisreglum hverju sinni. Og iðulega hefur Gjaldeyris- • deildin lagt fram tillögur um rýmkun á gjaldeyrisreglum enda eru starfsmenn deildar- innar og bankanna i nánustu sambandi við umsækjendur um gjaldeyri. Hins vegar bera þeir embættismenn er sitja fundi Gjaldeyrisdeildar bankanna enga ábyrgð á stefnunni i gjald- eyrismálum eða þeim ströngu reglum, er gilda um úthlutun gjaldeyris. Abyrgðin ber rikis- stjórn eða sá ráöherra, er fer með þessi mál. Það eru sem sagt stjórnmálamenn sem ákveða stefnuna en embættis- menn sem framfylgja henni á þessu sviöi sem öðrum i okkar stjðrnsýslu. Þetta hljóta þeir að vita, sem eita um þjóðmál i blöð eins og Haraldur Blöndal lög- fræöingur. Ef hann þekkir ekki þessi grundvallaratriði ætti hann ekki að skrifa um hliti, sem hann hefur ekki vit á. Af þvi sem ég hefi nú sagt er ljóst, að það er algerlega út i hött að gagnrýna Gjaldeyris- deild bankanna fyrir þær ströngu reglur, sem gilda um úthlutun gjaldeyris hverju sinni. Ef menn vilja gagnrýna þessar reglur, eiga þeir að beina gagnrýni sinni að þeirri rikis- um.ferðir til ættingja o.s.frv. 1 slikum tilvikum hefur Gjald- eyrisdeild bankanna vald til þess að veita viðbótaryfirfærsl- ur. Enginn einn „nefndar- manna” getur ákveðið slika við- bót. Þvert á móti eru þær yfir- leitt afgreiddar i einu hljóði á fundum Gjaldeyrisdeildar, ef þær eru á annað borð afgreidd- ar. Af þessu er ljóst hversu frá- leit öll skrif eru um það að ein- hver einn maður úthluti gjald- eyri. Enaf skrifum Visis mætti marka að Björgvin Guðmunds- son taki einn ákvarðanir um út- hlutum ferðagjaldeyris og um eignayfirfærslur. Ég tel aug- ljóst að þessi skrif séu af póli- tiskum toga spunnin. Ég hefi unnið að gjaldeyrismálum sem em bættismaður i viðskipta- ráðuneytinu en einnig hefi ég starfað i borgarstjórn Reykja- vikur frá 1970 sem borgarfull- trúi Alþýðuflokksins. Það er at- hyglisvert að eftir að Sjálf- stæðisflokkurinn missti meiri- hlutann i borgarstjórn Reykja- vikur hafa áróðursskrif vegna starfa minna hjá Gjaldeyris- deild bankanna aukist.sbr. grein Haralds Blöndal. Þessir ágætu menn hefðu þó getað sparað sér áróðursskrifin, þar eð ég hefi ekki sótt fundi hjá Gjaldeyris- deild bankanna s.l. 3 1/2 mánuð eða frá þvi skömmu eftir borgarstjórnarkosningar. Auk þess sem ég árétta það er ég hefi skýrt tekið fram i þessari grein, að stefnan i gjaldeyris- málum er ákveðin af öðrum en þeim er sitja fundi Gjaldeyris- deildar. Um mánaðamótin mai-júni s.l. fór ég þess á leit við ráðu- neytisstjóra viðskiptaráðu- neytisins að fá að losna undan þvi að sækja reglulega fundi Gjaldeyrisdeildar bankanna en þeir erunú 3 i viku. Ég hafði þá sótt þessa fundi reglulega i 13 ár. Fundum þessum hefur fjöigað eftir þvi sem árin hafa liðið og i tengslum við þessar fundarsetur hefur verið mikill erill utan venjulegs vinnutima. Eftir að ég varð skrifstofiistjóri i viðskiptaráðuneytinu hafði mér oft flogið i hug að losna undan hinum miklu fiindar- setum hjá Gjaldeyrisdeild ban kanna. Ekkert hafði þó orðið úr aðgerðum afminnihálfu i því efni fyrr en s.l. vor. — Var ósk min i þessu efni þá samþykkt. Frá þeim tima hafa aörir full- trúar viðskiptaráðuneytisins sótt fundi Gjaldeyrisdeildarinn- ar. Ég læt þessar upplýsingar um mina aðild að Gjaldeyrisdeild bankanna fylgja með i þessu greinarkorni enda þótt ég telji þær algert aukaatriði með tillit til þess er ég tók fram i fyrri hluta greinarinnar. En væntan- lega varpa þær upplýsingar er ég hefi hér veitt um skipulag gjaldeyrismála nokkru ljósi á það hverjir ákveða stefnuna og reglurnar i þessum efnum og hverjir annast framkvæmdina. Það hefur dregist nokkuð að ég sendi þetta greinarkorn frá mér. 1 millitiðinni hefur ferða- gjaldeyrir verið rýmkaður verulega. Ég tel þó rétt að láta koma fram hvernig skipulag þessara mála er.1 Þriðjudagur 26. september 1978 BILAVARAHLUTIR Fiat 128 72 VW 1300 71 Taunus 17m'67 Escort '68 Cortina '68 Willys V-8 Land-Rover Volvo Amazon '64 BILAPARTASALAN Hofóatum 10, simi 11397. Opið fra kl. 9 6.30, laugardaga kl. 9 3 og sunnudaga kl 13 ; ren-h ‘. KUNJSKT UTPROVftD TANDCREME ÁN FfeÚOR! ÁN SbÍPIEFNA! Að frumkvæði sænska heilbrigðisráðuneytisins var REN I MUN vísindalega rannsakað í Vipeholms sjúkrahúsinu í Lundi. Árangurinn var svo jákvæður að nú mæla sænskir tann- læknar og sænski tannlæknaskólinn með REN I MUN til enn betri tannhirðu. Góð feeilsa ep gæfa feveps ieaRRs FAXAFEbbHF I4AZDA I IHirlrH éracndo Bílaborg hf býður þjónustu þeim, sem hyggjast selja notaðar Mazda bifreiðar. LAGFÆRINGAR — ÁBYRGÐ Allar notaðar Mazda bifreiðar, sem teknar eru til sölu í sýningarsal okkar, eru yfirfarnar gaumgæfilega á verkstæði okkar, og eru lag- færingar gerðar, ef þurfa þykir. Ábyrgðarskír- teini sem staðfestir það að bifreiðin sé í full- komnu lagi, er síðan gefið út gegn vægú gjaidi. TRYGGING Seijandi veit, að bifreið hans er í góðu ástandi, þegar hún er seld. Bílaborg hf veitir kaupanda 3—6 mánaða ábyrgð og seijandi er tryggður fyrir hugsanlegum bótakröfum, ef leyndir gallar, sem honum var ekki kunnugt um finnast í bifreiðinni. MAZDA EIGENDUR! Ef þið eruð í söluhugleiðingum, þá komið með bílinn til okkar. Enginn býður Mazda þjónustu og öryggi nema við. BÍLABORG HF. SMIDSHÖFDA 23 símar: 81264 og 81299

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.