Vísir - 26.09.1978, Blaðsíða 23

Vísir - 26.09.1978, Blaðsíða 23
23 Þriðjudagur 26. september 1978 Leikfélag Vestmannaeyja: Hundraðasta verkefnið sýnt á leikárinu ungur og vinsœll höfundur fenginn til að skrifa fyrir félagið ,,A leikárinu tökum við til sýningar eitt hundraðasta verkefni leikfélagsins og af þvi tilefni höfum við fengið ungan og vinsælan höfund til að skrifa fyrir okkur. Við vonumst til að geta frumsýnt verkið f vor. Þetta mun vera i fyrsta skipti sem leikritahöfundur skrifar sérstaklega fyrir áhuga- leikhús”, segir Auðberg Óli Valtýsson varaformaður Leikfélags Vestmannaeyja, i samtali við Visi, þegar við hittum hann i Eyjum fyrir stuttu. Leikfélagið byrjar leikárið með þvi að sýna leikritið; Góðir eiginmenn sofa heima. Æfingar eru þegar hafnar. „Við ætlum einnig að frumsýna barna- leikritið Lina langsokkur fyrir jólin, en barnaleikritin ganga yfirleitt mjög vel hjá okkur”, sagði Auðberg. //Frábær aöstaöa". „Við getum ekki kvartað undan aðstöðuleysi hér i Eyjum. Við sýnum i Bæjarleikhúsinu og þar er mjög fullkomið svið og ljósaiítbúnaður aðstaðan er Auðberg óli Valtýsson/ varaformaður Leikfélags Vestmannaeyja. Vísismynd ÞG alveg frábær”, sagði Auðberg. Sú nýjung verður tekin upp i vetur hjá leikfélaginu, að almenningi gefst kostur á þvi að fylgjast með æfingum. „Við viljum gefa fólki kost á þvi að fylgjast með þvi, hvernig leikrit er byggt upp og hvernig við vinnum. Með þvi móti teljum viö að fleira fólk bætist i hópinn. Okkur vantar alltaf karlmenn til að leika og höfum þurft að haga verkefnavali með tilliti til þess að nokkru leyti. En á siðasta fundi mættiþó nokkuðaf ungu og áhugasömu fólki sem við vonumst til aðhalda i og höf- um i hyggju að halda leiknám- skeið tU að stuðla aö þvi”, sagði Auðberg. Allir starfsmenn og leikarar hjá Leikfélagi Vestmannaeyja gefa vinnu sina, þar er aðeins leikstjóra greidd laun. —KR. SKXMft mwÆ SKÁLÐSASAlJWQíeP Maðurinn eam ■ wwl I I hvar „Maðurinn sem hvarf" ný bók fró M ogM Bókaforlagið Mál og menning hefur sent frá sér bókina Maður- inn sem hvarf, sem er önnur bók- in i sagnaflokknum „Skáldsaga um glæp” eftir hina heimsþekktu sænsku rithöfunda Maj Sjöwall og Per Wahlö i þýðingu Þráins Bert- elssonar. Fyrsta sagan i þessum flokki, Morðið á ferjunni, kom út á siöasta vetri og hlaut ágætar móttökur hjá almenningi. Maðurinn sem hvarf er Alf Matsson, blaðamaður, sem var á ferðalagi i Búdapest. Hinum litt reyfaralega lögreglumanni, Martin Beck, er falið að leita Matssons og af vanmætti sinum reynir hann hvað hann getur und- ir stöðugum grun um að haft sé vakandi auga meö hverri hreyf- ingu hans. I haust mun koma út þriðja bókin I sagnafbkknum „Skáld- sagaum glæp” og hefur húnhlotið heitið Maðurinn á svölunum. Bókin er fáanleg innbundin.svo og i' kiljuformi. Brottfall í grein Ásmundor 1 grein eftir Asmund Einars- son sl.föstudag varð brottfall á tveimur stöðum. 1 3. máls- grein átti að standa: Einn af kunnustu málsvörum komm- únista notaði á sinum tima, eftir „Tékkó”, ummæli Talleyrands.”1 næstsiðustu málgrein átti ástanda: ... átök i Afrikurikjum, borgara- styrjöld i Indónesiu, Chile-ævintýrið, pólitisk átök i Portúgal, Spáni, Frakklandi, Italiu...Þetta leiðréttist hér með, og eru lesendur beðnir velvirðingar. TÓNLEIKAR t DÓMKIRKJUNNI — á vegum Tónlistarfélagsins Tónleikar verða á vegum Tónlistarfélagsins i Dómkirkj- unni í kvöld kl. 20.30. Þar koma fram Hedwig Rummel, söngkona og Flemming Dreisig, organ- leikari. Tónleikarnir eru þáttur i samvinnu milli Norðurland- anna, en listafólk héðan hefur ferðast viða um Norðurlönd. Flemming Dreisig lauk prófi I orgelleik og kórstjórn frá Konunglega danska tónlistar- skólanum árið 1970. Hann stundaði framhaldsnám i Paris og útskrifaðist frá Schola Cantorum. Dreisig hefur verið orgelleikari við Helligaands- kirken i Kaupmannahöfn frá ár- inu 1977. Hedwig Rummel lagði stund á tónlistarnám við háskólann i Kaupmannahöfn. Að loknu prófi þaðan hóf hún nám við Tón- listarháskólann i Höfn. Eftir að hafa lokið prófi þaðan fór hún I framhaldsnám til Berlinar. Rummel hefur tekið þátt i ýmsum óperum, sem hafa verið settar á svið i Danmörku, einnig hefur hún sungið i útvarp og sjónvarp. —KP BÍLARYÐVÖRNHf Skeifunni 17 a 81390 Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu ■ ■ ■ ■ I ■ I Vandervell vélalegur Ford 4 - CÞ- 8 strokka benzín og díesel vélar Austin Mini Bedford B.M.W. Buick Chevrolet 4-6-8 strokka Chrysler Citroen Datsun benzín og díesel Dodge — Plymouth Fiat Lada — Moskvitch Landrover benzin og díesel Mazda Mercedes Benz benzin og diesel Þ JÓNSSON&CO Skeifan 17 s. 84515 — 84516 Blaöamaðurinn Alf Matsson virðisthafa horfiðá ferðalagi i Búdapest, og Martin Beck rannsóknarlögreglumanni er falið það vandasama og við- kvæma verk að leita hans þar. Alf Matsson bjó eina nótt á farfuglaheimili, flutti siðan á hótel, fór eftir hálftima út i borgina'— og hvarf. Hótel- lykillinn fannst daginn eftir. Vegabréf hans, föt og far- angur eru enn á hótelinu. Eng- inn veit hvað af honum hefur orðið. Martin Beck ferðast hingað og þangað um borgina, en öll spor virðast enda i blindgötu, hann er engu nær. Gloeposaga hinna vandlátv Samt er hann aldrei einn. Honum virðist veitt eftirför, einhverjum er ekki sama um ALiSIÖMMI MMHLÖÖ eftirgrennslanir hans. Þetta er önnur bókin úr sagnaflokknum „Skáldsaga um glæp” eftir hina heims- þekktu sænsku rithöfunda Maj Sjöwall og Per Wahlöö i þýð- ingu Þráins Bertelssonar. *-i.. :SA AAr Maðurinn asem hvar j Mál og .# J u menning y y i ■ Laugavegi 18. AHSJÖM4B PHMHUðö Maðurinn .sem nvar 999 • • • Hvað á maður að gera þegar maður er svangur? Hlaupa hringi I Hljómskála- garðinum þartil maður er búinn að fá nóg. Hagstœð kjör Flugleiðum var boðin DB-10 þotan á sérlega hagstæðum kjörum. Ein ástæðan er sú al félagið er að hugsa um að flytja viögerðaþjónustu á vél- um sinum frá Seaboard World Airlines yfir til Cargolux. Það er Seaboard sem býður vélina á kaupleigukjörum og væntanlega yrði þá jafnframl gerður einhverskonar samn- ingur um viögerðarþjónustu Liklegt er aö Flugleiöir komist af án rikisábyrgöar, ef samningurinn verður geröur Bæði er samningurinn mjög hagstæður, eins og fyrr segir og svo hefur félagið sérlega gott orð á sér erlendis i pen- ingamálum. Sögðu þeir Ef Guð væri ekki til, neyddust menn til að finna hann upp. (Voltaire). — O — Eitt augnablik I Paradis er ekki of dýrkeypt með dauðan- urn. (Schiller) — O — -McCarthy var bölvaður kommi. (Hannes Hólmsteinn). Georg Innkaupsverðið Menn eru nú orönir dálitil spenntir eftir að fá að heyra um framhald „innkaups- verðsmálsins” frá Georg Ólafssyni, verðlagsstjóra. Ekkert hefur heyrst opinber- lega um þessa könnuná hinum Norðurlöndunum og engar niöurstöður birtar þar, svo kunnugt sé. Verölagsstjóri hefur orðið fyrir hörðum árásum fulltrúa kaupmannasamtakanna, sem segja að hann hafi þarna hlaupið gróflega á sig, þar sem könnunin hefi ekki verið með þeim hætti að hægt væri að draga af henni ákveðnar ályktanir. Þjóöviljinn er hinsvegar mjög hamingjusamur með þetta mál og hamrar daglega á þessari könnun til stuönings þeim fullyrðingum sinum aö kaupmenn séu upp til hópa þjófar og illmenni. Finnst mörgum að verö- lagsstjóri geti varla beði.ö öllu lengur með að gera nánari grein fyrir málinu. —ÓT

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.