Vísir - 26.09.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 26.09.1978, Blaðsíða 7
VISIR Þriðjudagur 26. september 1978 t ) BRAKIÐ HAI :Ð Árekstur farþegaþotu r og kennsluflugvélar IMÆR HRAPAI E) Á leidtfí til mannskœð- w asta flugslyss BARNASKOIA iNA Bandartkjanna Björgunarmenn leituðu i nótt að fleiri likum i braki Boeing 727 þotunnar, sem fórst i gær vegna áreksturs við Cessna-150 einka- flugvél i 1.000 metra hæð yfir ibúðarhverfi flotastöðvar i San Diego i Kaliforníu. Rauðglóandi brakinu úr flug- vélunum rigndi niður yfir ibúðarhúsin, og brenndi það sig • niður i gegnum þök á ti'u ibúðar- húsum, þar sem bjó að mestu aldraöfólk. — Minnstu munaði, að brakið kæmi niður á barna- skóla i nágrenninu, þar sem kennsla stóð yfir. Þetta er talið mannskæðasta flugslys í Bandarikjunum. 144 erutaldir af. Tveir voru i einka- flugvélinni, sex á jörðu niðri urðu fyrir hrapandi brakinu, sjö manna áhöfn Boeingþotunnar og 129 farþegar. Yfirvöld segja, að fjöldi fólks, sem varð fyrir brakinu, þegar það féll til jarðar, hafi slasast, en enginn vissi tölu þeirra ennþá, þvi' að fólkið hafði verið flutt á nokkur sjúkrahús. 1 fyrstu ætlaði þó lögreglan, aö um 80 manns hefðu meiðst. Brak úr vélunum og leifar hinna látnu fundust dreifð um stórt svæði, uppi i trjá- toppum og á húsþökum. —- Einum skólanum i nágrenninu var breytt i' bráðabirgða-likhús, en kennsla var felld niður. Enn hefur ekki fundist i brak- inu svarti kassinn, sem skráir niður samtöl flugstjórans við flugumferðarstjórnina á jörðu niðri, og hefur ekki verið unnt aðglöggva sig til fullnustu á til- drögum árekstursins. Veður hafði verið bjart og skyggni upp á það besta. Einkaflugvélinni var flogið af 35áragömlum liðþjálfa úr land- gönguliði flotans, en hann naut tilsagnar kennara i lendingu með tilstilli hjálpartækja. Keppt um sœti Vorsters Næstu tvo daga veröur ákveðiö, hver taka skuli viö forsætisráðherraemb- ættinu af John Vorster í S- Afríku, en þrír keppa aö því marki: Dr. Connie Mulder, ráðherra yfir mál- efnum blökkumanna, Pik Bothe, utanríkisráðherra og Pieter Botha, varnar- málaráðherra. Dr. Mulder flutti i gær ræðu á opinberum fundi, þar sem hann sagðist helst vilja, að hver þjóð- flokkur i S-Afriku stjórnaöi sinum málum sjálfur eins og þjóðir gera. Þjóðernisflokkurinn, sem fer með rikisstjórn, mun kjósa nýjan leiðtoga á þriðjudaginn i stað Vorsters, og nota leiðtogaefnin þrjú hvert tækifæri á opinberum vettvangi til þess að auka mögu- leika sina. Ýmsum þykir dr. Mulder lik- legastur til ,að ná kjöri, en aðrir veðja á Pik Botha, þótt i rauninni sé mjög tvisýnt, hver þessara þriggja fer með sigur af hólmi. Hugsanlegt þykir, að Pik Botha telji vinningslikur sinar ekki nógu góðar, og dragi sig i hlé á siðustu stundu. Mundu þá úrslitin ráöast mjög af þvi, hvorn hinna hann styddi. þeirra hafa lagt niður vinnu vegna launadeilu. Skömmu fyrir mið- nætti i nótt gengu starfs- menn út og framleiðslan stöðvaðist. Þykir verk- fallinu vera stefnt gegn rikisstjórn James Callaghans og stefnu hennar i launa- frystingarmálum. Starfsmennirnir höfðu hafnaö tilboði Fords um 5% launahækk- un sem fylgir boðaðri stefnu rikisstjórnarinnar um takmörk launahækkana. Krafa starfs- mannaer 27% hækkun. —Ef hún nær fram að ganga þykja litlar vonir til þess aö áætlun rikis- stjórnarinnar um minnkun verö- bólgunnar (nemur nú um 8%) fái staðist. t Bretlandi lita menn á þessa deilu eins og hún standi fyrst og fremst milli stéttarsamtaka starfsmanna bilaverksmiðjanna og rikisstjórnarinnar, sem hefur heitið þvi að setja bann á fyrir- tæki.er látaknýja sig tilof mikilla launahækkana. I þessu tilfelli gæti þaö leitt til missis 100 milljón punda samnings Fords við rikiö. Ford, stærsti bila- framleiðandi Bretlands, lokaði i dag verksmiðj- um sinum, þar sem 57 þúsund starfsmenn Herlið Ródesíu heldur uppi vík- ingaferðum í Mósambik Herlið Ródesiu hefur fellt hundruð þjóðernis- sinna blökkumenn í árás- Póstmenn i Kanada samþykktu að hefja aft- ur vinnu eftir 4 daga verkfall, en Andre Quel- let, atvinnumála- ráðherra, hefur boðað fulltrúa þeirra til fundar við sig i dag. Nitján þúsund póstberar lögðu um gegn bækistöðvum skæruliða í Mósambike og Zambíu, eftir þvi sem her- niður vinnu til þess að knýja fram hærri laun vegna hækkaðs fram- færslukostnaðar heldur en stjórn- in hefur verið reiöubúin til að veita þeim. Póstmenn völdu ákveðnar borgir og bæi þar sem lögð var niður vinna póstbera, fyrst I ein- um staðnum og siöan á hinum og svo koll af kolli. Um 6000 póstber- ar voru þvi i verkfalli i átta bæj- um i einu. stjórnin skýrir nú frá, en af þessum árásum hefur ekkj verið sagt áður. Talsmaður hersins segir, að herflokkar undir stjórn hvitra, hefðu daglega veriö á vigslóðum i Mosambike, og æ ofan i æ heföi verið ráðist inn i Zambiu. Segir málpipa hersins, að náðst hefði mikið magn af vopnum, skotfærum, matvælum og klæð- um, og rofið hefði verið sam- bandið milli einstakra skæruliða- flokka. Með þessu er sagt, að tek- ist hafi að draga úr árásum skæruliða inn i Ródesiu. Upplýsingar þessar komu fram á blaðamannafundi, sem her- stjórnin efndi til i gær, og er greinilega i þvi skyni að telja kjark i hvita minnihlutann. Undanfarna mánuði hefur von- leysi gripið um sig meðal hvitra ibúa Ródesiu. Eftir að Ian Smith forsætisráðherra gerði sam- komulagið við þrjá leiðtoga þjóð- ernissinna blökkumanna, hafa skæruliðar fært sig upp á skaftið með auknum hryðjuverkum. Hvitum mönnum þótti bikarinn fullur orðinn, þegar skæruliðar skutu niður 3. september Viscount-farþegaþotu og myrtu siðan tiu farþega, sem lifað höfðu af hrapið. A þriðjudag i siðustu viku til- kynnti herstjórnin, að herlið Ródesiu hefði gert árásir á 25 bækistöðvar skæruliða i Mósambike, og að hundruð skæruliða hefðu verið felld. Póstmannaverkfall í Kanada Enski Ford lokar vegna verkfalla

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.