Vísir - 29.09.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 29.09.1978, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 29. september 1978 VISIH VÍSIR útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davíö Guðmundsson r ' Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón með helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaða- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elías Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónína Mikaelsdóttir, Katrin Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, MagnúsOlafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askriftargjald er kr. 2000 Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson á mánuði innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Verö i lausasölu kr. 100 Simar 86611 og 82260 eintakið. Afgreiösla: Stakkholti 2—4 sími 86611 Prentun Blaöaprent h/f. Ritstjórn: Sföumúla 14 simi 86611 7 linur Markmiðið er ríkisforsjá Allir nefndarmenn að tveimur undanskildum voru mættir á blaðamannafundinum ásamt iðnaðarráð- herra. Verðlagsmálin hafa nú á skemmtilegan hátt komið upp á yfirborðið í hinni pólitísku umræðu. Kannanir verðlagsstjóra og Hagvangs hf. sýna með hæfilegri ein- földun/ að við kaupum vörur til landsins á hærra verði en Norðurlandaþjóðirnar en seljum þær á hinn bóginn við lægra verði til neytenda. Deilur verðlagsstjóra og f ramkvæmdast jóra Verslunarráðsins um samnorrænu verðkönnunina eru þó í sjálfu sér fremur lítils virði. Kjarni málsins er sá, að tekjur verslunarinnar hafa í auknum mæli fengist í formi umboðslauna í stað álagningar. Framkvæmda- stjóri Verslunarráðsins sýndi fram á þetta með skýrum dæmum í Vísi fyrir einu og hálfuári. Að því leyti eru upplýsingar verðlagsstjóra gamalt mál. Aðalatriðið í þessu sambandi er á hinn bóginn, hvaða ályktanir menn draga af þeim staðreyndum, sem f yrir liggja. Hvers vegna eru umboðslaun hærra hlutf all af tekjum verslunarinnar hér en á hinum Norðurlöndun- um? Svarið er einfalt. Sósialdemókratar hafa þar fyrir löngu tekið upp frjálsa verðmyndun. Þetta er aðstöðumunur verslunarinnar hér og á hinum Norðurlöndunum. Hér verða menn að fá leyfi verðlags- stjóra til þess að f lytja inn ódýrt, án þess að tapa á þvi, en annars staðar er innf lytjendum það frjálst. Það hef ur með öðrum orðum komið i I jós, svo ekki verður um villst, að álagningareftirlitið (sem kallað er verðlagseftirlit) stuðlar að óhagkvæmum vörukaupum. Verðlagskerf ið bitnar þannig á þjóðarbúinu í heild. En sennilega kemur það vest við verslunarfólk, sem er ein launalægsta stétt landsins fyrir þá sök að hér hefur sú stjórnmálastefna ráðið ríkjum, að verslunin sé afæta. Við núverandi aðstæður er útilokað að verslunin geti greitt sómasamleg laun. Viðskiptaráðherra hefur brugðist við þessum upp- lýsingum, sem hleypt hafa f jörkipp í verðlagsmálaum- ræðurnar síðustu vikur, á þann veg að boða frekari haftaaðgerðir. Hann hef ur fengið verðlagsstjóra til póli- tísks liðsinnis við sig i þeim efnum. En verðlagsstjóri hef ur þó viðurkennt, að álagningarhaftakerf ið sé f rum- orsök þess, hversu innkaupsverð er hátt hér á landi. Þessi viðbrögð geta aðeins leitt til samdráttar i verslun með þar af leiðandi atvinnuleysi í starfsgreininni. Þetta er markmið þeirrar sósíalísku stef nu, sem nú ræður ríkj- um i viðskiptaráðuneytinu. Það á ekki að þjóðnýta versl- unina í fyrstu atrennu. Byrjunin er sú að grafa undan henni, þá fyrst kemur tími ríkisverslunarinnar. Jónas Kristjánsson ritstjóri Dagblaðsins sýndi Ijóslega fram á þennan ásetning á bak við verðlagsaðgerðirnar í forystugrein blaðs síns í gær. Viðskiptaráðherra hefur bannað eðlilega og nauðsynlega hækkun á útsöluverði blaðanna, þó að hann hafi viðurkennt að hún væri óhjá- kvæmileg. í stað þess að leyfa eðlilega hækkun á að taka pening- ana bakdyramegin í gegnum skattkerfið. Ríkið á síðan að veita f jármagni til blaðanna í formi ýmis konar fyrir- greiðslu og styrkja. Þannig ætlar ríkið að viðhalda blöð- um, sem fólkið vill ekki lesa, hvað sem það kostar, en sverfa að þeim, sem vilja starfa á frjálsum markaði. Jónas Kristjánsson segir réttilega að deila megi um hvort rikisstyrkir til f lokksblaða stríði gegn prentfrelsi. En hitt sé óumdeilanlegt, að samhliða höft á verðlagi frjálsra blaða sé skerðing á prentfrelsi í anda Indiru Gandhi. Undir þetta sjónarmið er ástæða til að taka. Það á með öðrum orðum að nota verðlagshöftin til þess að grafa undan f rjálsri starfsemi í þjóðfélaginu, hvort sem það er verslunarrekstur eða blaðaútgáfa. —ÞP MYND:JA Skortir markvissa stefnumótun sagði iðnaðarráðherra sem skipað hefur samstarfsnefnd um iðnþróun „Það er ekki gert ráö fyrir inn- streymi erlends fjármagns i mál- efnasamningi rikisstjórnarinnar og þessari nefnd er ætlaö aö vinna aö tillögugerö og fleiru innan þess ramma sem ríkisstjórnin setti sér varöandi iönaöinn” sagöi Hjör- leifur Guttormsson, iönaöarráö- herra er hann kynnti I gær skipan 9 manna samstarfsnefndar um iönþróun á islandi. „Eftir að Iðnþróunarnefndin sem skipuð var i tið vinstri stjórnar 1973 hafði skilað af sér varð hlé á mörkun markvissrar iðnþróunarstefnu. Nokkrar nefndir hafa starfað að afmörk- uðum verkefnum, en það hefur vantað tilfinnanlega frumkvæði að mótun islenskrar iðnþróunar- stefnu. Það verður ekki gert i einni svipan og þvi þótti ekki rétt að marka nefndinni ákveðinn starfstima. Vænlegra verður að teljast að byggja starfið upp i skilgreindum þrepum sem iðn- aðurinn getur fótað sig á. Þróunin og úthald nefndarmanna sker úr um timann sem nefndin starfar” sagði iðnaðarráðherra, en hlut- verk nefndarinnar er þrenns konar: Að vera iðnaðarráðhérra til ráðgjafar um mótun heildar- stefnu i iðnaðarmálum og leggja fyrir tillögur um það efni. „Ég býst við þvi'aö leita til ein- stakra nefndarmanna um ýmsa þá málaflokka sem koma til kasta iðnaðarráðuneytisins, þó ég hafi ekki i hyggju að iþyngja þeim um of”, sagði iðnaðarráðherra. Að efla samstarf hinna ýmsu aðila iðnaðarins um að fram- kvæma þær aðgerðir, sem sam- staða næst um innan nefndar- innar og á vettvangi rikis- stjórnarinnar og Alþingis. Að gera tillögur til iðnaðarráð- herra um ráðstöfun jöfnunar- gjalds af iðnaöarvörum, sam- kvæmt lögum nr. 83, 1978 vegna ársins 1979 og svo sem siðar kann að verða ákveðið, i þágu þróunar- aðgerða i samræmi við mótaða stefnu. RAÐSTÖFUN JÖFNUNARGJALDS FORGANGSVERKEFNI „Eitt af fyrstu verkefnum sam- starfsnefndarinnar verður að koma með tillögur um ráöstöfun jöfnunargjaldsins. Þetta þarf að komast inn á fjárlög 1979, þannig að hugmyndir verða að koma fram á næstu vikum” sagði Hjörleifur Guttormsson. Vilhjálmur Lúðviksson fram- kvæmdastjóri Rannsóknarráðs rikisins er formaður samstarfs- nefndarinnar. Aðrir i stjórn eru Bjarni Einarsson, Bragi Hannesson, Davið Scheving Thorsteinsson, Guðmundur Þ. Jónsson, Hjörtur Eiriksson, Pétur Sæmundsen, Sigurður Magnússon, Þórleifur Jónsson og ritari hennar er Jafet S. Ólafsson fulltrúi i iðnaðarráðu- neytinu. —BA— Hjarðmennska í skrifstofuliði bœndasamtakanna Svo virðist aö hvenær sem ein- hverjir stinga niöur penna um landbúnaö hvort heldur það er Gylfi Þ. Gislason, Svarthöföi eöa Jónas Kristjánsson, þá reki full- trúar bændasamtakanna upp hrossahlátur. Meö því móti er ætlast til aö bændur haldist i and- legu jafnvægi yfir hag sinum, sem stööugt fer versnandi þrátt fyrir stórt tillag hins opinbera, sem ætlaö er aö jafna metin á hverju ári. Gylfi Þ. Gislason hef- ur nýveriö bent á þaö hér I blaðinu, aö á árunum 1970-76 hafi hlutdeild landbúnaðar I þjóöar- framleiöslunni átt aö vera 10- 11%. Hún var aðeins 6,5 % á þess- um tíma. Bændur þurfa að græða 1 forustugrein i Visi segir að vandi sá sem nú striðir á land- búnaðinn og kemur m.a. fram i < fyrrgreindum tölulegum upp- lýsingum, verði ekki leystur með auknum niöurgreiðslum, hærri útflutningsbótum eða opinberum verðjöfnunargreiðslum. „Kjarni málsins er sá að bændur þurfa að græöa á framleiðslu sinni eins og hverjir aðrir framleiðendur”, segir i forustugreininni. Hér er farið með staöreyndir en af þvi þær snerta landbúnaðar- mál munu fulltrúar bændasam- Neðanmáls f——-y- ^ Indriði G. Þorsteinsson fjallar um breyttar að- stæður landbúnaðarins í þessari neðanmáls- grein sinni og segir, að öllum umræðum um annmarka sauðfjárbú- skapar sé mætt með hrossahlátri fulltrúa bændasamtakanna. takanna eflaust finna á þeim ein- hverja meinbugi. Þannig hefur verið stórlega aukið á margþætt vandamál i landbúnaði með þvi að andmæla hverri upplýsingu og refja hverja niðurstöðu sem menn komast aö um orsakir þeirra erfiðleika sem steðjað hafa að bændum sem stétt i langan tima. Og yfirleitt er niðurstaða skrifstofuliðs bændasamtakanna i Reykjávik sú að þeir einir skrifi um vandamál landbúnaðar sem séu á móti bændum og búfé. Slik þvermóðska nær engri átt og inn- tak hennar er ósatt. Bændur hafa raunar sjálfir tekið mikið skyn- samlegri þátt i þessum umræðum en forustulið þeirra enda er þeim ljóst að meö einhverju móti verða þeir aö komast úr þeirri þröng sem stétt þeirra er stödd i um þessar mundir. Koma bændum lítið við Niðurgreiðslur eru viöur- kenndar sem' stjórntæki rikis- valds, og koma bændum sáralitið við, nema hvað vara þeirra verður eftirsóttari og seljanlegri þegar þær eru i hámarki. Þá geta niðurgreiðslur stjórnað þvi hvaða framleiðsluvara selst. Otflutn- ingsbætur eru aftur á móti fram- lag til stéttarinnar, sem tekið er af almannafé i þvi skyni að fleyta

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.