Vísir - 29.09.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 29.09.1978, Blaðsíða 11
vism Föstudagur 29. september 1978 Niðurstöður könnunor Hogvangs: f EKKI ER ALLT DYRAST HER VERÐKÖNNUN NOKKURRA NEYSLUVARA 4.-8. SEPT. KÖNNUN A ALÖGUM RÍKISINS A EINSTAKA VÖRUFLOKKA SVÍÞJÖÐ =100. í PRÖSENTUM AF UTSÖLUVERÐI VÖRUTEGUNDA HVERS VÖRUFLOKKS. VÖRUFLOKKUR ÍSLAND M DANMÖRK M NOREGUR : M . SVÍÞJðÐ M Matvæli 109.6 8 109.7 8 122.8 ' 8 100.0 8 Hreinlætis- og sny ;-tivörur 82.2 6 110.6 5 117.2 6 100.0 5 Föt 100.5 4 99.8 2 98.6 4 100.0 3 Rafmagnstai-.i og áhöld 121.3 5 99.3 5 96.3 5 100.0 5 Leikföng 113.2 1 80.8 1 108.6 1 100.0 1 Leirtau 245.6 1 164.7 r 168.5 1 100.0 1 Barnavagnar 155.6 1 166.9 1 115.8 1 100.0 1 Pennar 122.8 1 121.1 1 106.5 1 100.0 1 Salerni 60.5 1 72.2 1 100.0 1 Hjólbarðar . 85.3 1 97.5 1 116.0 1 100.0 1 Bifreiðar 151.4 1 116.3 1 128.5 1 100.0 1 Meðaltal: 108.6 30 107.8 : 27 112.0 29 100.0 28 M = Fjöldi vörumerkja. Vöruflokkur ÍSLAND M DANMÖRK M NOREGUR M SVÍÞJÖÐ M Matvæli 27.4 8 19.8 8 17.7 8 17.1 8 Hreinlætis- og snyrtivörur 25.7 5 16.8 4 16.6 5 17.1 4 Föt 25.5 3 16.8 1 18.3 3 17.1 2 Rafmagnstæki og áhöld 34.6 5 20.1 5 16.8 5 17.1 5 Leikföng 23.0 1 16.8 1 16.6 1 17.1 1 Leirtau 49.6 1 16.8 1 16.6 1 17.1 1 Barnavagnar 42.4 1 16.8 1 20.1 1 17.1 1 Pennar 38.1 1 16.8 1 16.6 i 18.6 1 Salerni 50.8 1 16.“8 1 17.1 1 Hjólbarðar 44.9 1 16,8 1 18.3 1 20.8 1 Bifreiðar 58.9 1 58.9 1 4 2.5 1 25.8 1 M.= Fjöldi vörumerkja. en óbeinir skattor eru hœstir Verð á allmörgum vörutegundum virðist vera svipað hér á landi og gerist á hinum Norður- löndunum. I sumum til- vikum er það jafnvel lægra, ef marka má könnun Hagvangsá verð- lagi i þessum löndum. Talsmenn Hagvangs lögöu á það áherslu á fundi með blaða- mönnum, að lita bæri á niöur- stöðurnar aðeins sem visbend- ingu, þar sem ekki hefði reynst unnt að hafa úrtakiö nægilega stórt. Eins og fram kom i frásögn Visis sl. miövikudag af þessari könnun, náði hún til 30 innfluttra vörutegunda. Kannað var smá- söluverð varanna og hlutdeild rikissjóðs i þvi. 1 ljós kom, að vöruverð var hæst i Noregi en lægst i Sviþjóð. Mjög svipað verð reyndist vera á þessum vörum i Danmörku og á íslandi. Tafla I sýnir visitölu vöruverðsins i könnuninni. Visi- TAFLA 1 talan er fundin með þvi aö setja töluna 100 á Sviþjóð og reikna siðan hlutfall vöruverðs i hinum löndunum með tilliti til þess. Hlutur ríkisins stór Hlutdeild rikissjóðs i útsölu- verðinu var hæst á Islandi. Tafla II sýnir, að hér tekur rikissjóður 58,9% útsöluverðs bifreiða hér á landi á móti 25,8% i Sviþjóð, svo dæmi sé tekið. I verði matvæla var hlutfallið 27,4% á móti 17,1% i Svíþjóð. TAFLA 2 Þegar könnunin fór fram, hafði söluskattur á matvælum ekki verið felldur niöur hér og hefur þvi þetta hlutfall væntan- leg-a eitthvaö breyst. Þá er lögð á það áhersla i skýrslu Hagvangs að ekki hafi tekist aö afla upplýsinga um vörugjald i Noregi og Sviþjóð, að undanteknum vörugjöldum á bifreiðum. Vörugjald i Dan- mörku er meö i könnuninni, nema i vöruflokknum raf- magnstæki. —SJ Uppboði á Breiðholtshúsi frestað Oðru og siðara uppboði sem fara átti fram á hluta af húseign- inni Siðumúla 37 var frestað i gær. Breiðholt h/f var áður eig- andi hússins og átti uppboðið að fara fram að kröfu Gjaldheimt- unnar i Reykjavik. Skuld Breið- holts h/f við Gjaldheimtuna munu nú vera um 15 milljónir. Húshlut- inn er eign dánarbús hér i borg, en Gjaldheimtan hafði látið gera lögtak og þinglýsa þvi áður en af- sal var gefið út. Akveðið var að fresta uppboðinu þar til 25. janúar á næsta ári. —BA— stéttinni yfir bylgjutoppana i framleiðslunni. Þær hafa nú um skeið verið það miklar að al- mennrar óánægju hefur gætt með þær byrðar, sem þær leggja okkur á herðar. Og enn kemur til sú einhæfni i framleiðslu, sem landbúnaðurinn er þrúgaður af. Mun hvergi á byggðu bóli vera gert ráð fyrir að heil þjóð sætti sig fyrst og fremst við að neyta kindakjöts. Að visu kunna tslend- ingar vel með kindur að fara og búnaðarhættir miðast mjög við fjárrækt. Vonandi kemur seint til þess að sauðfjárbúskapur hverfi úr sögunni, eins vel og hann á við aðstæður hér. En það hlýtur að falla undir einhæfni að byggja eins mikið á honum og nú er gert, og i engu er frábrugðinn þeim bú- skaparháttum sem hérhafa rikt i a.m.k. tiu aldir. Kindasmjörið var gjald- miðill Orsakir til þessarar einhæfni ■ eru auðraktar. Oldum saman og alveg fram á þá tuttugustu skiptu mjólkurafurðir kindarinnar sizt minna máli en kjöt af dilkum og sauðum. Þessi mjólkurmatur kindarinnar var unninn i skyr og smjör, og hans var neytt með sama hætti og kúamjólkurinnar i dag. Eins og alkunna er var smjörið einskonar gjaldmiðill i landinu, m.a. notað til að greiða jarðaafleigur. Kúgildi og ærgildi miðuðust ekki siður við mjólkur- afurðir en kjötafurðir. Kjöt af kindum var yfirleitt ekki sölu- varningur fyrr en hingað fóru að koma útlendir menn til sauða- kaupa, og þótti þá ekki litil búbðt ofan á mjólkurmatinn að fá greitt i gulli fyrir kjötið. A sama tima og þessu fór fram i búskapnum mátti segja að kúaeign væri alveg i lágmarki, enda voru hey- öflunaraðferðir og möguleikar þannig, að illmögulegt hefði verið að afla svo þurftafrekum skepnum fóðurs, ef þær hefðu verið til i einhverjum mæli. Aftur á móti mátti lengi halda sauðfé til beitar að vetrinum, og er alkunna hve bændur urðu stundum bjartsýnir i góðum árum, juku kindaflota sinn, sem siðan strá- felll úr hor kæmi harður vetur með jarðbönnum. Þessi beitarað- ferð átti jafnt við um mjólkurfé og sauði, þótt enn meiri hörku væri beitt við sauðina. Núverandi ástand i landbúnaði á að nokkru rót að rekja til þeirra breytinga sem urðu við að hætt var að færa frá og hætt að nota kindina sem mjólkurgjafa. Þá féll niður stór hluti af ærgildinu, án þess að nokkuð jafnauðsótt kæmi i staðinn. Að sjálfsögðu fjölgaði kúm strax við þessa breytingu, en mig minnir að talið væri að þær þyrftu áttfalt fóður kindarinnar i heyi. Að breytingunni lokinni stóð bóndinn eftir með fóðurfrekan kúastofn og innistöðufé, sem gaf nú aðeins af sér kjöt, ull og skinn. Smám saman varð ekki komizt hjá þvi að verðleggja þennan hluta, afurða kindarinnar þannig, að óbreyttur fjárstofn gæfi af sér jafn mikið i verðmætum og hann gerði áður, þegar mjólkin var helzta afurð hans. I þessu sambandi er vert að benda á, að kindin getur af sér eitt til tvö lömb á ári. Það þykir ekki mikill afrakstur i kjötfram- leiðslu meðal þjóða sem hafa vanizt holdanautarækt, svina- rækt og kjúklingaframleiðslu. Góðu heilli er nú verið að vinna að þvi að efla holdanautarækt i land- inu með tilraunastarfsemi i Hris- ey. Þó virðist þannig staðið að þeirri ræktun, að ekki verði kom- izt hjá þvi að gagníýna hana, bæði vegna vals á kynstofni og vegna þess hægagangs, sem viö- hafður er um timgun stofnsins. Samt horfir þetta nú til bóta. Gylta á grisi eftir fjögurra mánaða meðgöngutima. Talið er að átta til tiu grisir komizt á legg hverju sinni. Það þýðir sextán grisi á ári á móti tveimur lömbum.-Um kjúklinga er það að segja, að talið er að alifugl þurfi fjögur kiló af fóðri til að ná markaðsstærð. A þetta hefur verið bent hvað eftir annað, en fulltrúar bændasamtakanna hafa rekið upp hrossahlátur i hvert sinn og tiundað mörg tormerki á svina- og alifuglarækt i landinu. Þeir eru sem sagt þeirraí skoð- unar, að þótt gyltan gangi ekki með nema i hundrað og tólf daga eða svo, skuli ellefu hundruð ár ekki duga til að koma henni inn i islenzka landbúnaðardæmið, sem byggt er m.a. á einu eða tveimur lömbum á ári. Hér skal borðað dýrt, og eigi að fara auðvelda kjötframleiðsluna hjá hverjum einstökum bónda þá mega menn fara að vara sig i rökræðunni. Nýlega var upplýst i blaði að daggamall kjúklingur kosti hér tvö hundruð krónur. Þá var einnig upplýst að sláturkostnaður hans væri tvö hundruð krónur. A móti kemur að viða erlendis er heilssöluverðá kjúklingum fjögur hundruð krónur pr. kiló. Þetta er raunar stórkostlegt dæmi um að- fararnar i kjötframleiðslu hér á landi. Með þessu háttarlagi verður áreiðanlega langt þangað til dilkakjöt veröur dýrara en hænsnakjöt, sem m.a. er nú helzta kjötfæða átta hundruð milljóna Kinverja, sem hafa ekki efni á að neyta annars kjöts nema á afmæli byltingarinnar. Þannig getur verð á einstökum afurðum komið heim viö landbúnaðar- stefnuna i heild, og bókstaflega reynzt hagstætt fyrir forustu landbúnaðar og fulltrúa bænda- samtaka. Er verðmyndunin pólitísk? Augljóst er af þráfaldlega endurteknum útúrsnúningum fulltrúa bændasamtakanna, að orðræður um fjölbreyttari kjöt- framleiðslu i landinu munu ná skammt. Nú er gengið að þvi með oddi og egg að finna út hvert sé raunverulegt innflutningsverð á margháttaðri vöru, sem við neyt- um. Gott væri ef fóðurbætisverðið yrði athugað i leiðinni, þótt ljóst sé að verðlag á þvi kemur heim við rikjandi landbúnaðarstefnu. En þó skiptir meira máli, hefði núverandi landbúnaðarráðherra þrek til að mæla fyrir um athugun á verðmyndun i landbúnaði. Sú verðmyndun skiptir okkur miklu máli, og þá ekki sizt verö- myndunin á svina og kjúklinga- kjöti, og hvort það geti átt sér stað, að hún sé að einhverju leyti pólitisk, svo enn um stund verði hægt að halda þvi fram að dilka- kjöt sé þrátt fyrir allt ódýrasta kjötið. Sauðkindin erfið skepna Það er staðreynd að miðað við annan búfénað er sauðkindin ekki lengur sú mikla afurðaskepna sem hún var, þegar hún á þrögnum timum lagði manneskj- unni eiginlega mest allt til, sem hún þurfti i sig og á. Fyrir bónd- ann afkastar hún ekki lengur nægilega miklu til að vera hag- kvæmari afurðaskepna en önnur húsdýr, sem af öörum þjóöum eru látin standa að mestum hluta undir kjötframleiðslunni. Þá er staðreynd að sauðkindin hefur reynzt landinu erfið skepna hvað gróðurinn snertir, en vegna gróðursins eru gerðar vaxandi kröfur til þess að ævafornri hjarðmennsku linni og upp verði teknir búsakaparhættir sem miði að stðraukinni gróðurvernd. Þetta veröur þvi að breytast þótt skrifstofulið bændasamtakanna þybbist enn við að viðurkenna að leita verður nýrra lausna i kjöt- framleiðslu með það fyrir augum að draga úr hjarðmennskunni og koma landbúnaðinum alveg inn i tuttugustu öldina i efnalegu tilliti. Þetta gerist auðvitað ekki i einni svipan, enda tekur nokkurn tima að læra áralagið. Þó skulu menn ekki vanmeta, að bændur eru fljótir að tileinka sér nýjustu tækni, þegar þeir sjá sér hag i þvi að undan henni verði ekki vikizt. Má i þvi sambandi minna á mjólkurframleiðsluna, sem hefur tekið algjörum stakkaskiptum á tveimur áratugum meö vélvæð- ingu (tankvæðingu), sem enginn hefði látið sig dreyma um fyrir fimmtiu árum. Hvað hinn ein- hæfa sauðfjárbússkap snertir er ljóst, að um breytingar á honum hafa bændur ekki notið þeirrar forustu, sem þeir nutu i mjólkur- framleiðslunni, þvi enn glymja hrossahlátrarnir i stórsölum bændasamtakanna i höfuðborg- inni hvenær sem minnzt er á ann- marka hans. IGÞ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.