Vísir - 28.10.1978, Síða 6

Vísir - 28.10.1978, Síða 6
r-i r 6 Ég um mig frá mér til mín heitir önnur skáldsaga Péturs Gunnarssonar sem væntanleg er frá bókaút- gáfunni Iðunni nú fyrir jólin. Bókin er eins konar framhald af Punktur punktur komma strik< einni vinsælustu skáldsögu seinni ára hérlendis sem út kom fyrir tveimur árum. I nýju bókinni er áfram rakin saga piltsins Andra og umhverfis hans/ — gelgjuskeiðið# leit hans að sjálfum sér, tilfinninga- líf og vandamál hans og f jölskyldu hans. Skáldsagan hefst á eftirfarandi tilvitun í Gosa, sögu um tréstrák: „Ég er lifandi", kallaði Gosi. „En skyldi ég nokk- urn tima verða eins og aðrir drengir? Þess má geta að í þessum mánuði er Punktur punktur komma strik væntanleg á markað í Svíþjóð, þýdd af Inge -Knutsson og útgef imaf Forum. Þá er dönsk þýðing einnig til umræðu. Helgarblaðið birtir hér með leyfi útgefanda og höfundarkaf la úr Ég um mig frá mér til mín. — ÁÞ. Laugardagur 28. október 1978 vism ÉG UM MIG FRÁ MÉR TIL MÍN l VI —E — SER! Kona drepin i nótt! Blaösölubörnin gripu ölpurn- ar og hlupu niöur stigana. Þaö var strax komin ös i Afgreiösl- unni. Hver drap hana? Maöurinn hennar auövitaö. Morö var hvalreki á fjörur barnanna og gat þýtt ófáar bfóferöir, jafnvel lukt á hjóliö. Andrirak augun i smáauglýs- ingu á innsiöu: „Hestasveinn óskast i lax- veiöiá”, upplýsingar i sima sem var á tali eins og bíósimi. Þetta var hjá virtu oliufyrir- tæki. Olíufurstinn var af gamla skólanum og vildi vasast i öllu sjálfur, lika ráöa hestasveina i laxveiöiána sina. örtrööin ætl- aöi alveg aö klára skrifstofu- stjórann, hann haföi ekki viö aö visa drengjum inn til furstans. Andra var visaö til setustofu, þar sem fjórir drengir sátu á bekk, heiöarleikinn uppmálaö- ur. Þögnin rikti ein. Andra hló söngfugl i brjósti af þvi einn drengjanna var kámugur um munninn og annar meö rendur undir nöglum. Gleði sem fór dvinandi þvi sá kámugi var allt- af að sleikja út um, bráöum var hann búinn meö alla röndina. Andri var aö hugsa um aö benda honum á hvað þaö væri mikill ósiöur aö vera alltaf aö sleikja út um, en þá laukst huröin upp og furstinn kom á hæla þeim sem hann var að enda viö aö vfca út. Kallaöi þurrlega á næsta. Þegar rööin var komin aö Andra, brá hann fyrir sig danskennaragöngulagi, en svip- ur forstjórans mýktist ekkert viö þaö. Hann var ábúöarmikill og snöggur upp á lagiö, benti Andra aö setjast og byrjaöi yfir- heyrslur. Andri skrúfaöi upp i smettið ráövendni, sparsemi og hreint hugarfar, en forstjórinn spurði þurrlega um nafn, stööu fööur og eigin veröleika. Hlust- aöi óþolinmóöur. Hefuröu gaman af hestum? Andri sá viö gildrunni. Ef hann játti afdráttarlaust, gæfi hann sig út fyrir reiðfant sem sækti um i þeim tilgangi að stunda hestamennsku ókeypis. Milli manns, hests og hunds hangir leyniþráöur. Forstjórinn horföi á hann hneykslaöur, hér væri allsekki um hunda aö ræöa, viö skyldum bara alveg halda þeim fyrir utan dæmiö! Hefurðu veitt lax? Andri neitaöi, en hlýlega, svo forstjórinn héldi ekki aö hann væri fiskifæla. Reykirðu? Tóbak? hváöi Andri, likt og honum dytti helst f hug kjöt. Furstinn þakkaöi snubbótt fyrir og visaöi honum út. Handviss um aö sér heföi ver- ið hafnað gekk Andri niöur I bæ og keypti sér is. Naut þess aö maka honum um andlitiö og vera frjáls til aö vera þaö afstyrmi sem hann i raun og veruvar.Fékksér vindil áeftir. Fyrsta farþegaskip sumarsins varkomiö, túristarnir hringsól- uðu i miöbænum og horföu aödáunarfullir á slagtog af rón- um sem voru á daglegri pislar- göngu i leit aö vinanda. Ef til eru hetjur og pislarvottar, þá eru þaö Islensku rónarnir. Þaö voru borgarstjdtnarkosn- ingará næsta leiti og ekkert lof- orö veriöefnt.Hvaö átti borgar: stjórnin aö taka til bragös? Ekki var hægt að bera á borö fyrir kjósendur aö hún heföi sofiö yfir sig. Herdeildir voru sendar út i helgidaga-og næturvinnu til, aö slá upp Pótemkintjöldum. Glj^andi ruslakassarvoru festir á ljósastaura f miöbænum, „Hrein torg fögur borg” öðru- megin og auglýsing fyrir borgarstjórann hinumegin. Andri sá útundan sér hvar hóp- ur af ferðamönnum var aö sleikja umslög og frimerkja póstkort sem þeir siöan settu i einn af þessum kössum. Skila- boð til vina og vandamanna um ao f erðin gengi aö óskum og þaö væru engir Isbirnir á íslandi, hvaö þá vikingar. Andri kom ekki upp oröi, enska tungan stolin úr honum. Hvaö er umslag á ensku? Umsleik? En póstkassi? Postkeis? En afsakiö? Afseik? Afseik umsleik in postkeis...? Fólkiö var löngu fariö burt. 26. Um kvöldiö var hringt og til- kynnt aö Andri væri annar tveggja sem hefði hlotiö starfiö. Sennilega haföi tilvitnunin I Einar Ben gert útslagiö, for- stjórar eru svo ljóöelskir. A vinnuhjúaskildaga var hestasveinunum tveimur og matráöskonu ekiö upp I afdali. Þaö var þessi kámugi um munninn sem haföi valist á móti Andra. Þeir geröu snógga úttekt hvor á öörum og virtist jafnt á komiö meö báöum. Ráöskonan var gömul I hettunni og talaði ekki mikiö viö_ þá, en þvi meir viö litla tik sem hún hafði fyrir gæludýr. I Hvalfiröi keypti hún Is og lét tikina lepja á móti sér. Ekki vildi tikin tópas, þrátt fyrir áminningu ráðskonunnar um aö svo þýddi ekkert aö væla á gott þegar þau væru komin inn á öræfi! Leit á drengina og and- varpaöi. Bilstjórinn var frá fyrirtækinu og fannst Borgar- fjöröur tilbreyting frá Lauga- veginum. Ekið var aö siöasta bænum I dalnum þar sem þau voru skilin eftir I klóm sveitavargsins. Ráöskonan var strax komin i hávaöa rifrildi viö bóndann um kamarinn i veiöihúsinu, og ár- viss svik á vatnssalerninu. Ráöskonan: Ég fer ekki uppeftir fyrr en klósettiö er komiö. Bóndinn: Þaö er komiö og þið veröiö samferöa uppeftir. Siöan voru hestasveinarnir settir inn i trunturnar. Ein var gefin fyrir strok, önnurhentaði i trúss, þriöja haföi ofnæmi fyrir regnkápum. Þaö var um klukkutima reiö inneftir og þau fóru i samfloti meö önundi bónda sem var i íararbroddi meöþetta sem búiö er aö nefna. Ain átti upptök sin i vötnum upp á öræfum. Þar var allt þakiö I jöklum, ójarönesk- um, himneskúm, enda ekki viðlátnum nema endrum og sinnum, en hjúpuöu sig skýjum þess á milli. Litiö veiöihús stóö miöjavegu milli byggöa og öræfa. Þau tóku kofann meö áhlaupi og mýsnar hlupu alls- lausar út i móa. Daginn eftir sóttu Andri og Már fyrsta hollið. Sumrinu var deilt niöur á veiöihópa: hvert úthald stóö viö i viku, en þá tók næsta viö. Oliufurstinn var mættur ásamt bankastjóra sem Andri þekkti af myndum. Milli furstans og bankastjórans var hlýlegt grinsamband: „nú mætti laxinn fara aö vara sig” og „sá má nú biðja fyrir sér”. Furstinn var afskiptalaus gagn- vart strákunum og bankastjóra- frúnni en beinllnis hrana- legur viö dóttur slna, var sýknt ogheilagtaö siða hana til. Hún var liðlega þritug og elskuleg að sjá, kannski soldið yfirspennt og hláturmild, maður hafði á til- finningunni aö án aöhalds frá fööurnum myndi hláturinn liöa hana i sundur. Fjórir trússhestar puöuöu undir drápsklyfjum af vistum. Þau riöu skæting og töluðu ekki saman, utan hvaö dóttirin vék sér aö hestasveinunum og vildi kenna þeim aö sitja hest. Hún hafði veriö á reiðskóla i Banda- rikjunum og syndi þeim hvernig átti aö risa upp til hálfs og siga niður i takt viö gang hestsins. Þvi miður voru þessir hestar of jarðbundnir fyrir svona kúnstir og hreyfðu sig ekki fyrr en knapinn var sestur aftur. Ráöskonan tók á móti þeim með heitum mat og dúkuðu boröi. Andri settist til borös meö fyrirfólkinu, og skyldi ekki bendingar og grettur ráðskon- unnar, fór fram aö vita hverju sætti. Ertu bandormur! frussaöist út úr henni. Ertu bandbrjálaöur, dreng ormur, hvaö helduröu eiginlega að þú sért? Prins í álögum? Már sat viö litiö borö og slafr- aöi I sig súpuna glottandi. Hestasveinunum var sumsé ætl- að aö snæða i eldhúsinu. Fyrirfólkið gaf sér góðan tima til að borða. Bankastjórinn birtist fýrstur og bað um aö sér yrði færöur maökakassinn. Már og Andri háöu kapphlaup, og bankastjórinn kinkaði kolli til Más sem færöi honum kassann á andartaki. Siöan byrjaöi bankastjórinn aö telja upp úr kassanum. Maökarnir voru samansnúrraöir eftir feröalag- iö, en hann stlaði þeim i sundur af mikilli nákvæmni og taldi ofan i annan kassa. Þessu haföi hann lokið um þaö bil sem hitt fólkiö kom út. Nokkuö svindlaö á möökun- um? spuröi furstinn. 1832 i staðinn fyrir 2000, svar- aði bankastjórinn hróöugur, þeir hafa snuðaö okkur um 168 maöka. Þaðer ekki svo li'till peningur, sagöi furstinn. Græðgin i þessu pakki, kvart- aði dóttirin. Það er þetta sem grefur undan þjóöfélaginu, sagði bankastjórafrúin klökk, „Þessi smáu svik i öllu allsstaðar.” I svip leit einna helst út fyrir aö þau ætluöu aö pakka saman og keyra í bæinn. 27. Aö viku liöinni tók næsta holl viö. Mest voru þaö oliufurstar og gæöingar þeirra. Eins og kunnugt er, kaupum viö oliu frá Rússlandi sem komin til Islands breytist i Esso, Shell og BP. Þessirheimatilbúnu oliuhringar eru með hornsteinum lýöveldis- ms. Þarnæsta holl var „Meö Island i takinu” — verktakar sem önnuðust framkvæmdr fyrir Herinn. Siöan hverjir á fætur öörum: útgerðarmenn, milliliöakóngar og allrahanda ölmusumenn. Þegar þeir voru búnir aö drekka sig drukkna, fóru þeir á stúfana og skorti nærlifi. Jökl- arnirglottu, draugalegttungl og laxalikin glitruöu i röðum. Allt umhverfið var hreistrað og jók enn á birtuna. öðruhverju rauk tikin upp með offorsi, þá var einhver að rjátla viö hurö ráös- konunnar. Már hafði haft með sér Play- boyblöð sem þeir grúfðu sig yfir á kvöldin og voru búnir aö pinna bestu myn-dirnar á þilið á kamesinu. t-að var bankaö og inn datt einn sem vildi fá aö lita á kvennabúriö, en vinur hans og aðstoðarmaður reyndi aö halda I við hann. Rúnkiði ykkur soldið strákar? Nei. Fariði upp á kellinguna? Þeir aftóku þaö. En tikina? Ekki heldur. Haldiði aö sú gamla hleypi upp á sig? Afhverju spyröu hana ekki aö þvi? spurði Már. Þú ert kannski búinn? spurði Andri. Þá varð vinurinn vondur, og spurði hvaö Andri héldi að hann væri, og hvort hann vissi hver hann (HANN) væri. Setti sig i heimsmeistarastellingar og spurði hvort hann væri aö fiska eftir fæting. 28. Þótt þeir væru samkvæmt samningum þjónar veiöifólks- ins, leið ekki á löngu áöur en þeir náöu áhrifum i gegnum þekkingu. Veiöimenn komu og fóru en þeir voru kjurir. Smátt og smátt læröu þeir aö þekkja ána, vissu hvaöa hyljir voru gjöfulastir.hvar laxinn lá ihylj- unum, allt eftir vatnsmagni ár- innar og ástandi vatnsins. Stundum lá hann i strengnum, stundum á breiöunni, stundum við flúöirnar. Ennfremur hvaöa beita átti viö á hverjum staö. Sumir fengu þá til að krækja i fyrir sig, en þreyttu sjálfir og lönduðu. Þeim tók aö áskotnast þjórfé. útlit þeirra var til frek- ari áherslu sérþekkingunni. Hárið óx niöur á heröar, þeir voru svartir i framan af sól og skit, hendurnar skorpnar af stööugrihandfjötlunáánamöök um. Þeir voru sannkallaöir kábojar öræfanna og riöu til fundar viö ný gengi eins og veiðimenn til móts viö bráö. Andri fann aö þaö var eitt- hvaö aö gerast I Hkamanum, hann var allur aö breytast. Líkamslinurnar byrjuöu aö brotna, búkurinn braust um I fötum sem stóöu honum á beini. Og ekki nóg meö að hann fyndi fyrir ló á efrivör, brúskur óx út úr kinnbeininu og vottaði fyrir yndislegum bólum á enni og baki. Einn góðan veöurdag reiö skotiö af: strókurinn stóö upp úr lúkunni. Hann spratt á fætur og starði á það eins og útfrymi aö handan. Það var ekki um að villast, hans timi var runninn upp. Þetta var stórkostlegur dagur, einn af þessum dögum sem eru eins og I bundnu máli. í endurminningunni fylgir þeim lúðrahl jómur. Kápumynd bókarinnar er eftir Brian Pilkington — Helgarblaðið birtir kafla úr hinni nýju skóldsögu Péturs Gunnarssonar sem Iðunn gefur út nú fyrir jólin i

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.