Vísir - 29.11.1978, Blaðsíða 16

Vísir - 29.11.1978, Blaðsíða 16
16 Miðvikudagur 29. nóvember 1978 VISIR LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LIF OG LIST Pétur — viljihann I raun og sannleika fá vondan dóm.veröur hann lika ah skrifa verri bók en þessa, segir Heimir Pálsson m.a. lumsögn sinni. 1. PS.ET. f ÖLLUM FÖLLUM Pétur Gunnarsson : fig um mig frá mér til min. Skáldsaga, 130 bls. Útgefandi: Ibunn Káputeikning: Brian Pilkington Pétur Gunnarsson vakti mikla og verbskuldaba at- hygli, er hann sendi frá sér bókina Punktur, punktur, komma strik. Meöal ann- ars minnist undirritaöur þess meB ánægju aö hafa setiB meö hana svo aö segja hráa úr prentsmiöjunni og lesiö fyrir menntaskóla- nema úr henni — viö sllkar undirtektir aö hann hélt aö slikt væri óhugsandi um nýja bók ungs höfundar. Yfir öllu upphafi bókarinn- ar var svo áhyggjulaus lipurð og ferskleiki aö maöur andaöi ósjálfrátt léttar: Þaö var þá ekki enn þá oröin lifsnauösyn ung- um skáldum aö skrda texta sem væri aö kafna i mann- viti. — En svo varö gleöin reyndar galli blandin þegar llöa tók á bókina. Botninn eins og var alveg að detta úr og mér fannst reyndar ég hafa á tilfinningunni aö höfundurinn væri aö verða leiöur á verkefninu. Nú hefur komiö I ljós aö svo var ekki. Ég um mig frá mér til min er beint framhald af bókinni frá I fyrra. Nú hefur allri athygli veriö beint aö þroskasögu Andra drengsins sem var eins og brotkennd teikning I Punktinum. Hann er oröinn aö sjálfstaeöari veru full- gildri fyrstu persónu ein- tölu I öllum föllum. Unglingsár manns. Þaö er svolitið eins og aö upp- götvaaömaðursé aö veröa gamalmenni þegar þessi tlmi er farinn aö tilheyra sögunni og orðinn fullgilt skáldsagnaefni. Aö þvi leyti vekur bókin mér sárs- auka. En ég reyni aö hugga mig viö aö þessi kennd stafi aöeins af þvl aö ég sé svo vanur aö lesa nostalgiskar skáldsögur um nltjándu öld, frostaveturinn mikla eöa kreppuna — I besta falli heimsstyrjöld númer tvö. Þaö sem nær er hefur hingaötil veriö samtimi og — meö oröum Péturs um skólakerfiö: skipt of miklu máli til þess aö mætti fjalla um hann. Unglingsár manns. Ein- mitt þessi timi -þegar maöur varö aftur eins og I Bókmenntir Heimir Pálsson skrifar vöggu: miödepill heimsins. Fyrsta persóna eintölu — og þar meö sú eina sem skipti máli. Samhengi manns sjálfs viö tilveruna og umhverfiö var afskap- legaóljóst og stundum átti maöur 1 alvarlegu hugar- vili af þvi öörum skildist ekki hvaö maöur var merkilegur. — Einmitt þessi hliö málsins finnst mér vera sterkasti þáttur- inn í þvi reipi sem Pétur Gunnarssoner aö flétta. Og enn sem komiö er finnst mér hann komast meö ágætum frá verki sínu. Það hefúr orðiö ákveðin stlg- andi frá fyrri bók, sögu- þráðurinn oröiö þéttari i sér,betur spunninn. Um endalokin er enn allt of snemmt aö spá. Ég um mig... heimtar sem sé framhald.Það er ekki hægt aö henda frá sér hálf- fléttuðu reipi. Um leiö og Pétur rekur jx-oskasögu Andra veröur I bók hans eins og ósjálfráö afhjúpun á samfélaginu. Og einmitt meö því aö hún gerist átakalaustistundum I svo gráglettnum myndum að maöur hlær upphátt úr lestri, einmitt þess vegna veröur hún miskunnar- laus.: „Þegarhér var kom- iö sögu var vinnu- markaöurinn lystarlaus á kvenfólk. Ef allt var meö felldu sátu þær heima meö fullt hús af börnum og biöu eftir því aö suöan kæmi upp. Heimilisfaöirinn var I nauöungarvinnu út I bæ, þaðvar aldrei minnst á þaö hvaö þá aö börnin þekktu til á vinnustaönum. Sæist karlmaöur um hábjartan dag var hann annaöhvort póstur eða róni.” (Bls 57). Þetta er aöeins eitt lltiö dæmi,þau gætu oröiö mörg úr þessari tilfyndnu bók. Ef ég hef lesið rétt var Pétur Gunnarsson aö bera sig upp undan ritdómunum um Punktinn hér á dögun- um, sagöi þeir hefðu veriö svo jákvæöir aö ekkert heföi veriö af þeim aö læra. Vilji Pétur Gunnarsson I raun og sannleika fá vond- an dóm veröur hann llka aö skrifa verri bók en þessa. Kannski er honum huggun aö þvl aö hugsa til þess aö eins og eftirvæntingin var mikil eftir Punktinn þannig veröur hún enn meiri eftir þessa bók — og um leið og eftirvæntingin vex, vaxa kröfurnar. —KP GUNNAR REYNIR FER AF STAÐ , MEÐ EINA STORA Ein af athyglisverðustu fregnunum úr djasslffinu þessa dagana er vafalaust hugntynd Gunnars Reynis Sveinssonar, tónskálds, um stofnun djasshljómsveitar ungra tónlistarmanna. En Gunnar Reynir hyggst mynda 10-12 manna djass- hljómsveit, sem væntan- iega veröur aö mestu skip- uö ungum tóniistarmönn- um. Einangraðir áhuga- menn Gunnar Reynir hefur alla tlð haft mikinn áhuga á viö- fangsefnum tengdum stærri einingum I djasstón- listog telur þau, réttilega, vera einn besta skóla, sem djassleikarar eigi kost á. Stóru hljómsveitirnar eru enn fremur tilvalinn vett- vangur fyrir unga djass- leikara til aö spila meö sér eldri og reyndari mönnum — oglæra af samvinnunni. Yngri kynslóö djassleik- ara okkar hér heima hefur veriö mjög einangruö, og þvl litiö á henni boriö. Þeir eldri hafa haft tilhneigingu til aö mynda djassgrúppur I si'num eigin hópi og sjaldnast gefiö yngri Tónlist Ólafur Stephen- sen skrif- ar um jass. mönnum tækifæri til aö „djamma” meö. Poppið stal einni kynslóð Þó veröur þaö aö segjast eins og er, aö yngri djass- leikarar hafa varla veriö til — nú um nokkra hrlö. Áhugi ungu tónlistarmann- annahefur þvi næst algjör- lega beinst aö popptónlist- inni, sem aö margra áliti hefurá ýmsan hátt staönaö I farvegi sinum. Samt má þakka einni grein poppsins, sem sótt hefur ýmsar „stjörnur” sinar til djassins, aukinn áhuga fyrir djassi — bæöi eldri og nútimalegri. Þvl hefur skapast nýr og endúrnýjaöur hópur yngri manna, sem hafa djass- áhuga, en skortir bæði reynslu og tækifæri til aö leika djass og „improvi'séra” aö nokkru ráöi. Þessi kynslóö kemur I kjölfar þeirrar, sem lék djass af miklum eldmóöi allt fram til 1968-70. Gömul og góð hug- mynd Þaö eru þvl sannarlega gleöileg tiöindi, aö maður á borö viö Gunnar Reyni Sveinsson hafi hug á aö gera alvöru úr gamalli og góöri hugmynd, sem er allra góöra gjalda verö. Djasshljómsveit, sem tæki aö sér viöfangsefni úr bók- um „klassiskra” djass- hljómsveita frá hinum ýmsu tlmabilum — swing, bop og modern, er frábært tækifæri oggóö skólun fyrir meölimina, og þá ekki sist meö þrautreyndan mann I fararbroddi. Ef vel til tekst má ábyggilega vænta þess, aö hljómsveit Gunnars Reynis geti oröiö kveikja aö minni einingum, sem komi til meö aö leika á hin- um ýmsu djasskvöldum. Nýjar hljómplötur pcniR oaanjKiaw yngri hlustenda af kynslóöinni. Agóöi af þessari útgáfustarfsemi rennur óskiptur I menningarsjóö starfsmannafélags S.l. og hafa allir meölimir sveitarinnar gefiö slna vinnu viö gerö Mjómplöt- unnar. Iöunn annast. dreifingu Upptökumaöur á plöt- unni, sem tekin var upp f Hljóörita í ágústmánuöi, var Tony Cook og var þetta sföasta verkefni hans hér aö þessu sinni. —Gsal Tobbi og Pétur Starfsmannafélag Sinfónfuhljómsveitar tslands hefur gefiö út hljómplötu, breiösktfu meö tveimur sfgildum tónverkum: „Tobbi túba, eftir bandarlska tónskáldiö George Klein- singer og Pétur og úlfur- inn eftir hiö viöfræga rússneska tónskáld Sergei Prokofieff. Plötuupptaka n f ór f ram á þessu hausti I Háskólablói og auk Sinfóníuhljómsveitar íslands koma fram: Guörún Stephensen sem er sögumaöur 1 Tobba túbu og Þórhallur Sigurösson sem flytur söguna af Pétri og úlfin- um . Túbuleikari Sinfómuhljómsveitarinn- ar, Bjarni Guömundsson leikur titilhlutverkiö TQbba túbu á hljóBfæri sitt. Tæknimenn viö upptöku voru þeir Máni Sigurjónsson og Sigþór Marinósson Hljómsveitarstjóri er Páll P. Pálsson. Þessi hljómplata er hin fyrsta I röö hlíómplatna sem Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Islands hyggst gefa út meö slgildum tónverkum þar sem leitast er einkum viö aö ná eyrum Sólóplofo Björgvins Ljósin i bœnum komin i búðir „Ljósin I bænum” heit- ir hljómsveit sem hefur sent frá sér samnefnda plötu, þar sem m.a. er samnefnt lag. Sjö tónlist- armenn. skipa hljómsveit- ina, en lög og textar eru eftir Stefán G. Stefánsson blásara „Ljósanna”. Stefán lék áöur meö Sex- tettnum og er sumt af efni plötunnar frá þeim tima. Aörir I hljómsveitinni eru Hlööver Smári Haralds- son hljómborösleikari, Viihjálmur Guöjónsson gltarleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Már Ellsson og Guö- mundur Steingrlmsson trommuleikarar — og slö- Ellen Kristjánsdóttir söngkona. Tónlist „Ljósanna” er mjög fjölbreytt en megniö er rokk-djass. „Ég syng fyrir þig” nefnist hljómplata meö söng Björgvins Halldórs- sonar. Þetta er fyrsta stóra sólóplata Björgvins, sem hefur fyrir löngu skipaö -sér á bekk meö mestu söngvurum yngri kynslóöarinnar. Hefur hann sungiö inn á fjöl- margar hljómplötur meö Brimkló, Lónli Blú Boys og Hljómum aö ógleymd- um Vlsnabókarplötunum. A plötu Björgvins eru tólf lög og ku platan vera ólik fyrri plötum sem hann hefur komiö nálægt. t frétt frá útgáfufyrirtæki hans, Hljómplötuútgáf- unni, segir aö listamaöur- inn sé rómantiskari en oft áöur og lögin séu ástar- söngvar úr ýmsum átt- um. Flest laganna eru er- lend en þó er á plötunní eitt lag eftir Björgvin, annaö eftir Magnús Kjartansson og tvö lög eftir Jóhann G. Jóhanns- Allir, upp a svið! Geta gestir kvik- myndahúsa oröiö þátt- takendur I sýningunni? Þessi spurning kann aö viröast fráleit, en þaö nýjasta i heimi kvik- myndanna er einmitt þetta. Fólk getur hætt aö vera aöeins áhorfendur og tekiö eins mikinn þátt I þvi sem fram fer á kvik- myndatjaldinu og þaö ■ vill. Fyrsta dæmiðum þetta er aö öllum likindum I kvikmyndahúsi I San Francisco þar sem nú standa yfir sýningar á The Rocky Horror Pict- ure Show. Upphafiö var þaö aö blóstjórinn tók á móti fólki I anddyrinu klæddur eins og ein per- sóna myndarinnar. Brátt fóru sumir gestanna að hans fordæmi og klæddu sig og máluöu i gervi per- sónanna. Nú fá allir þeir sem þannig koma klæddir frl- an aðgang aö kvikmynda- húsinu. Margir þeirra hafa séö myndina allt aö 100 sinnum og kunna alla texta og allt látbragö utan aö. Áöur en sýning hefst, fer fram samkeppni um búninga og meðan á sýn- ingu stendur fer fólkiö upp á sviöiö og dansar og syngur eins og persón- urnar I myndinni viö glf- urlegan fögnuö annarra gesta kvikmyndahússins. Þarna má sjá ungt fólk og gamalt hvita og svarta, LIF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.