Vísir - 29.11.1978, Blaðsíða 23

Vísir - 29.11.1978, Blaðsíða 23
VISIR Miövikudagur 29. nóvember 1978 Stjórn Skóksambands Islands: Fordœmir „œrumeiðingar vm fínar S. fínarsson" ,,Að framboði Frið- íiks ólafssonar hefur stjórn Sí unnið sleitu- laust i meira en hálft annað ár og séfstak- lega hafa forsetar St þeir Einar S. Einars^son og Högni TorfaSon unn- ið þar mikið og óeigin- gjarnt starf.” Svo segir meöal annars I greinargerö frá stjórn Skák- sambands Islands. Greinar- geröin er samin vegna umræöna um FIDE-þingiö og skákförina til Argentinu. Stjórnin fordæmir þar harö: lega „þær ærumeiöingar sem foreeti Sl» Einar S. Einarsáoiv hefur oröiö aö þola aö ósekju i fjölmiölum.” Þá segir aö á stjórnarfundi Sí 9. október hafi verið samþykkt einróma með atkvæðum alíra stjórnarmanna og með vitund Friðriks Olafssonar aö Einar yrði gjaldkeraefni Skáksam- bandsins ef Frffirik næði kjik-i. Tekið er fram að samkvæmt lögum FIDE megi ekki kjósa mann til embættis innan FIDE Cinar S. Einarsson forseti Skáksambands tslands. gegn vilja skáksambands lands hans. Það hafi þvl veriö furðulegt og. fáheyrt að GIsli Arnason gjald- keriSlskulihafa boðið sig fram i stöðu g jaldkera FIDE. Að lok- um hafi bæði Einar og Gisli dregið framboð sitt til baka er nafrí Sveins Jónssonar hafi komiö fram til málamiðlunar. Stjórn S1 telur það ekki hafa skipt sköpum þótt Guðmundur G. Þórarinson hafi komiö til Argentinu þrem sólarhringum áður en forsetakjörið fór fram og mátt hefði verja þeim fjár- munum þetur sem eytt var i ferö Guömundar. Þá kemur þaö fram I greinar- geröinni að Rikisútvarpið og Morgunblaðiö greiddu ferða- kostnaö Högna Torfasonar en Þjóðviljinn ekki ferð Helga ólafssonar. Að lokum er kjöri Friöriks Ólafssqnar til embættis forseta FIDE fagpað af heilum hug. Stj'órn Taflfélaga Reykjavik- ur og Kópavogs hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem fagnað er kjöri Friöriks og forsetum S1 þakkaö fyrir mikla og óeigin- gjarna vipnu aö framboðsmál- inu. —SG Af nýfum bókum IgumMigfrámértilMín PÉTUR GUNNARSSON Önnur skóldsaga Póturs Gunnarssonar Ég um mig frá mér til min - ne^nist bók PétursGunnarssonar. Þetta er sjálfstætt framhald af Punktur punktur komma strik, fyrstu b<St höfundar. Sagan gerist aö mestu leyti i Tteykjavik og fjallar um þr jú ár I lifi sögupersónunnar Andra. Bókin er 130blaðsiður að stærð. Ctgefandi er Iöunn. BroddiJóhannesson Q‘blilur löunn Nu bjóðum við Hugleiðing og frósagnir Slitur nefnist nýútkomin bók eftir dr. Brodda Jóhannesson og er fjölbreytt safn persónulegra hugleiöinga og frásagna. Ar® 1955 tók dr. Broddi saman eina þrjátlu pistla sem orðiö höföu til á árunum 1945-1955, en þá varö ekki af útgáfu aö sinni. Lágu pistlarnir siöan óhreyfðir i tuttuguog eittár, að hann skoðaði syrpuna að nýju, hafnaöi sumu og jók við nokkru yngra efni. Bókin er 172 blaðsiður að stærð, en útgefandi er Iðunn. Kíktuinntilokkar og kynntu þér Kanaríeyjafeió á kostakjörum FLUGFÉLAG tOFTLÍIÐIR URVAL LANDSÝN ISLANDS Lækjargötu 2 Stmi 25100 v/Austurvöll Slmi 26900 Austurstræti 12 Stmi 27077 UTSYN Austurstræti 17 Stmi 26611 Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu BÍLARYOVORNhf Skeifunni 17 a 81390 23 Graður Bókin Fákar er nú komin út á tveim eriendum tungum, dönsku og ensku. A enskunni hefur hún hlotiö nafnið „Stallion of the North”. Nú er það svo að stallion þýðir graöhestur og er ekki undir nokkrum kringum- stæðum nokkur önnur tegund af hesti. Miðað við þá klámbylgju * sem nú ris hátt i Guös eigin landi má búast viö að „Grað- hestur norðursins” gangi vel og seljist varla minna en ævisaga Lindu Lovelace. s' Litla flugfreyjan tslenskar fiugfreyjur eru yfirleitt ráðnar til starfa vegna einhvers annars en að þær séu miklar að burðum. Hinsvegar ienda þær stund- um I þannig aðstöðu að breiðar herðar kæmu sér vel. Þegar önnur Boeing-þota Flugfélagsins var að koma til landsins á dögunum var meðal farþega aflaskipstjóri nokkur sem þurfti mikiö að ræða við meðfarþega sina og tolldi þvi illa i sætinu. Rétt fyrir lendingu mundi hann svo eftir einhverju sem hann þurfti endilega að ræða við mann sem sat á öðrum stað i vélinni. Hann spratt þvi enn á fætur og skeytti engu um bænir litillar flug- freyju sem stóð fyrir framan hann. Hún leit örvæntingarfull i kringum sig þvi maðurinn er mikill vexti en enginn virtist liklegur til að koma henni til hjálpar. Sú stutta beit þá á jaxlinn setti sig I kút og henti sér fram með aðra öxlina á und- an. Hún lenti beint á breiöri bringu skipstjórans sem hlammaðist onf sætið aftur. Aður en hann áttaði sig var hún búin að spenna hann rig- fastan meb sætisólinni og þar sat hann uns vélin lenti. Alkóhólistar Það kemur dálitið oft fyrir þessa dagana að þegar menn eru aö færa rök fyrir þvi aö einhver hópur þurfi félags- lega aðstoð er minnst á aikóhólista. Menn segja sem svo að fyrst hægt sé aö verja til þess miklum upphæðum að senda þá til útlanda til endur- hæfingar hljóti aö vera hægt að verja fé til sinna hjartans mála. Þetta sýnir að þvi miður eru ekki úr sögunni allir for- dómar um alkóhólisma. Menn taka að visu gjarnan fram að þeir séu ekki að syrgja þá aura sem alkóhól- istar fá, þótt þeir nefni þá sem dæmLen það er bara ekki sannfærandi fullyröing. Ef verið væri að flytja út nokkurn fjölda manna til að gangast undir t.d. hjarta- uppskurði dytti engum í hug að taka það sem dæmi. Alkhólismi er sjúkdómur ekkert siður en hjartagalli. Bara annars eðlis. Það er þvi óþarft og óréttlátt að hnýta á þennan hátt i þá sem af hon- um þjást. —ÓT • ••D

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.