Vísir - 15.03.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 15.03.1979, Blaðsíða 3
3 rjoiii Fimmtudagur 15. mars 1979 Borunum í höfuðborginni hœtt: „ERUM BÚNIR MEÐ FJÁRVEITINGUNA" — segir Gunnar Kristinsson hjá Hitaveitu Reykjavikur Borinn hefur veriö tekinn niöur og borunum hætt. Visismynd: JA ,,Þetta eru sæmilegar miöiungsholur, en þaö hcfur ekkert komiö út úr því, sem viö vorum spenntastir fyrir aö vita þ.e. hvort þaö væri eitthvaö meira þarna fyrir neöan tvö þús- und metra”, sagöi Gunnar Krist- insson yfirverkfræöingur hjá Hitaveitu Reykjavikur þegar Vfsir spuröi hann hvaö heföi komiö út úr borun á holunum tveimur I Reykjavik, sem nú er hætt framkvæmdum viö. . Þaö er hiti þarna fyrir neðan tvö þúsund metraana en engar vatnsrásir”, sagði hann. „Þaö verður ekki boraö meira á þessuári, þvi viö erum búnir með allt fé sem við höfum i boranir. Við ætluðum að bora meira, en verðum að skera það niður. Við stöndum ágætlega meö heitt vatn, þannig að það er allt i lagi aö biða i eitt ár. Næsta mál á dagskrá á þessu sviði verður að klára boranirnar i Mosfellsdal og siðan i kringum Elliðaár”, sagði Gunnar. —J.M. LOÐNUVEIÐAR STÖÐVAÐAR Á SUNNUDAGINN Sjávarútvegsráöuneytiö hefur nú ákveöiö aö stööva loönu- veiöar frá kl. 12 á hádegi n.k. sunnudag, 18. mars. Visir ræddi viöHjálmar Vilhjálmsson fiski- fræöing og Sigurö Einarsson út- gerðarmann i Eyjum og spuröi þá áiits á þessum takmörkunum á loönuveiöunum. „Við erum ánægðir með aö verulegt tillit er tekið til okkar sjónarmiða”, sagði Hjálmar. Að visu hefði mátt stjórna þeim öðru visi með það að marki að hrognanýting yrði betri, en þetta væri jú I fyrsta skipti sem vetrarloönuveiðum væri stjórnað og þvi ekki óeðlilegt að pess sæjust merki. Þá kvaðst Hjálmar állta að heildarloðnu- aflinn færi upp I 500-550 þús. tonn áður.en veiðar hættu. „Það hefði átt aö stööva veiðarnar fyrr en byrja aftur þegar hrognin hefðu verið orðin þroskaöri”, sagði Sigurður Einarsson útgerðarmaður. Meö þvi móti hefði betur tekist að fylla upp I gerða sölusamninga á loönuhrognum, án þess að meira magn af loðnu væri veitt. Þá fannst honum að fiskifræö- ingar hefu ekki fylgst nógu vel meö loðnugöngunni og meira hefði mátt veiða því loðnan væri meiri en menn hefðu átt von á. —HP íslendingum gefst kostur á: Tveim námskeið- um á vegum SÞ Sameinuöu þjóöirnar efna til tveggja alþjóölegra námskeiöa á sumri komanda, sem islenskum háskóiastúdentum og háskóla- borgurum gefs t kostur á aö sækja um þátttöku i. Annað námskeiðið er haldið i aðalstöðvum Sameinuðu þjóð- anna I New York, en hitt nám- skeiöið verður haldið I Genf, dag- ana 16.-17. júli ogerþaöætlað há- skólaborgurum. Viðfangsefni þess er starfsemi Sameinuðu þjóðanna meö sérstöku tilliti til starfeeminnar i Genf. Hver þátttakandi greiöir sjálfur ferðakostnað og dvalar- kostnað. Sameinuðu þjóðirnar annast sjálfar val þátttakenda, en Félag Sameinuðu þjóðanna á Islandi hefur milligöngu um tilnefningu úr hópi íslenskra umsækjenda. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um ástæður fyrir umsókninni, skulu sendar Félagi Sameinuðu þjóðanna á Islandi, póshhólf 679, fyrir 21. mars næst:- komandi. —KS Svartolíunotkunin: Athugun Skipaút- gerðar er ólokið „Sú athugun, sem viö höfum uuniö aö undanfariö á möguleik- unum á svartolíunotkun I skipum okkar, stendur enn yfir, og þess vegna hefur engin ákvöröun verið tekin”, sagöi Guömundur Einars- son, framkvæmdastjóri Skipaút- gerðar rikisins, i viðtaii við blað- ið. 1 frétt I Vísi i gær sagði, að Skipaútgerðin myndi ekki breyta yfir I svartoliunotkun I núverandi skipum sinum, en Guðmundur sagði að það væri ekki rétt: engin ákvörðun hefði verið tekin af eða á í þvi efni, enda væri enn m.a. beðiðeftir upplýsingum frá fram- leiðendum. Sala spariskírteina hefst í dag: Ríkið vill fá 1500 milljónir Sala verötryggöarsparisklr- teina rikissjóös fy'rir 1500 milljónir kr hefet í dag, fimmtud. Lánsandvirðinu veröur varið til opinberra framkvæmda á grund- velli lánsf járæaltunar rikis- stjórnarinnar fyrir þetta ár, en áætlunin er nú til afgreiðslu á Al- þingi. Kjör sklrteinanna eruhin sömu og undanfarinna flokka. Höfuö- stóU og vextir eru verötryggöir miöaö viö þær breytingar sem kunna aö veröa á visitölu bygg- ingarkostnaðar, er tekur gildi 1. april n.k. Skirteinin eru bundin fyrstu fimm árin, en frá 25. febrúar 1984 eru þau innleysanleg hvenær sem er næstu fimmtán árin. Skírteinin eru nú gefin út i fjór- um verögildum 10.000, 50.000, 100.000 og 500.000 krónum og skulu þau skráö á nafn. ÍBHM íiótar ! jverkföllum | Il.aunamálaráð Bandalags kröfum þessara forystumanna ■ Háskólamanna hefur samþykkt um skerðingu hjá þeim. En I aö beita sér fyrir vinnustööv- meðallaun BHM eru nú 338 þús- ® Iunum ef setja á lög um nýtt þak und krónur á mánuði. I á vfeitölubætur launa, en sem Tal þessara manna um launa- I Ikunnugt er hefur BHM ekki jöfnun sé þvi ekkert annað en I verkfallsrétt. loddaraskapur. BHM lýsir furöu I IKjaradómur úrskurðaöi 4. sinni á baráttu einstakra for- ■ mars s.l. um afnám visitölu- ystumanna launþega fyrir þvi | Iþaksins hjá BHM eins og Visir að samningar séu brotnir á - hefur skýrtfrá. 1 frétt frá launa- ríkisstarfsmönnum. Imálaráöi BHM segir að vlsitölu- Slik afskipti forystumanna 1 þakiðhefði I reyndaðeins komiö launþegasamtaka af samning- I niöur á rikisstarfsmönnum. um annarra launþegasamtaka I IÞar segir ennfremur að þótt séu vart til þess fallin að efla I fjölmargir hópar launþega, þar samstöðu launþega og hljóti I Iá meðal innan ASI, hafi marg- rikisstarfsmenn I BHM að | falt hærri laun en rikisstarfs- endurskoða afstöðu slna I ljósi | ■ menn innan BHM fari litið fyrir fenginnar reynslu. —KS ■ handblásarinn verdfrá kr.16.020.- RONSON Fráliær feœringargjitf

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.