Vísir - 15.03.1979, Blaðsíða 4

Vísir - 15.03.1979, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 15. mars 1979 VÍSIR : *•. * V5fc J • * Y Snyrting brúfiarinnar er mikið vandaverk. Farðinn er i miidum litum og mjúkur svipur yfir snyrtingunni. Sumartiskan I andlitsförðun er giaðir litir. Nú er farðinn ekki sparaður og svarta linan er komin aftur I kring um augun. Það er mikil list aö búa fólk I alls konar gervi. Þaö kem ur farðinn mikiö við sögu. Þær brugðu sér I gervi Mikka músar og trúðs A sviöi Hótel Sögu var gestum sýnt hvernig ætti aö fara að við snyrtinguna. Visismyndir JA Sumqrtískan í qndlitsförðun:_________ GLAÐIR UTIR RÍKJANDI Glaðir litir verða rikjandi I sumar i andlitsfarða, eins og 1 fatnaði. Nú er hann notaöur i sem mestu samræmi við fatnaö- inn. Tækifærin segja til um það hversu andlitssnyrtingin á að vera t.d. á andlitsfarðinn að vera fremur mikill við sam- kvæmisklæðnaö, en mildari daglega dags. Þessar upplýsingar komu fram á sýninguFélags Islenskra snyrtifræðinga sem var nýlega haldin á Hótel Sögu. Farðinn ekki sparaður Nokkuö er þaö mismunandi eftir snyrtivörumerkjum, hvaö þau bjóöa viöskiptavinum sin- um upp á i sumar. Sum leggja áherslu á nokkuð sterka liti, en önnurhanda sig viö mildu litina, sem hafa verið rikjandi i vetur. Tiu stúlkur voru snyrtar meö hinum mismunandi snyrtivöru- merkjum, og eftir þeim reglum sem hvertogeitt þeirra boöa nú fyrir sumariö. Snyrting stúlknanna var eins misjöfn og þær voru margar. Sumar voru meö mjög mikinn farða, og þá sérstaklega i kring um augun. Svarta linan er kom- in aftur, breiöari og sterkari en fyrr. Tveir og þrir litir eru not- aöir af augnskuggum og stund- um jafn margir litir á varirnar. Kinnalitur og varalitur eru I sama litatón, en einnig eru not- aðir ljósir litir i andlitiö til aö draga fram sérkenni þess. Einnig mátti sjá stúlkur sem vorusnyrtar á sem eölilegastan hátt. A augum voru notaöir ljós- ir augnskuggar og svörtu lin- unni alveg sleppt. Varalitur og kinnalitur voru I mjög mildum og eölilegum litum. „Stefnum að löggild- ingu Félög fegrunarsérfræöinga og snyrtisérfræöinga hafa nú veriö sameinuö I eitt, Félag islenskra snyrtifræöinga. „Það var búiö aö tala um sameininguna i um tiu ár, en ekkert hefur oröiö úr þessu fyrr en fvetur. Viö stefnum aö þvi aö fá löggildingu á okkar starf og einnig aö koma bóklegu námi t.d. inn I fjölbrautaskólann og i þvi skyni höfum viö lokiö viö gerö námsskrár”, sagöi Gunn- hildur Gunnarsdóttir formaöur félagsins i spjalli viö VIsi. Hún sagöi aö til þess aö gerast meö- limur I félaginu, þyrfti viökom- andiaöhafatveggjaáranám aö baki. Ef snyrtifræöingur opnaöi sina eigin stofu, þá væri krafist þriggja ára náms. Norrænt mót snyrtifræöinga verðurhérá landi seinni partinn imai. Um 200 mannshafa þegar boðaö komu sina á mótiö. —KP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.