Vísir - 15.03.1979, Blaðsíða 10

Vísir - 15.03.1979, Blaðsíða 10
10 útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davið Guömundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson fföróur Einarsson Ritstjórnarfulitrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynisson, Jónlna Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrln Pálsdóttir, Kjartan Stef ánsson, Oli Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor- yaldur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmynd- ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Jón Öskar Haf- steinsson, AAagnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Askrift er kr . 3000 á mánuði innan- Siöumúla 8. Simar 86611 og 82260. lands. Verö i lausasölu kr. 150 eintakiö. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Siöumúla 14 sfmi 86611 7 linur. Prentun Blaöaprent h/f Ráðherrawtdráttur eða óskapnaðvr Allter nú í lausu lofti um líf þeirrar ríkisstjórnar, sem setið hefur að völdum undanfarna mánuði. i rauninni eru lífdagar hennar taldir og við þær kringumstæður, sem nú hafa skapast. myndi alvörurikisstjórn í alvöru- lýðræðisríki segja af sér. Einn stjórnarflokkanna neitar að standa að meginatriðum efnahagsstefnu sem hinir f lokkarnir hafa komið sér saman um,en samt ætlar hún að þrauka. Alþýðubandalagsforingjarnir segja, að Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn stefni að stjórnar- slitum, en talsmenn þeirra f lokka tveggja segja, að Al- þýðubandalagið hafi lif stjórnarinnar í hendi sér. Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins tók þannig til orða í sjónvarpsviðtali í gærkveldi, að ef f rum- varp forsætisráðherra yrði samþykkt óbreytt á Alþingi muni Alþýðubandalagiðslita stjórnarsamstarf inu. Þetta er ekki möguleg niðurstaða nema Sjálfstæðisflokkurinn verði hlutlaus í stöðunni og greiði ekki atkvæði á móti frumvarpinu íheild sinni, en Framsóknarf lokkur og Al- þýðuflokkur fylgi því eins og þeir hafa boðað. Þótt landsmenn hafi alloft á skömmum líftíma þessarar ríkisstjórnar talið að hún væri dauðvona, hef ur hún skreiðst fram úr banabeði sínum fyrir tilstilli ein- hverra töfrabragða. Það er ekki þar með sagt að hún hafi orðið heil heilsu. öðru nær. Seiðkarlar stjórnar- f lokkanna hafa sönglað yfir henni nýjar og nýjar þulur sem stöðugt verða almenningi verr skiljanlegar, en þær hafa haft þau áhrif að bæði þeir og stjórnin hafa trúað, því, að nú myndi hún hjara um sinn. En sóttin magnast f Ijótt aftur, og aldrei hef ur ástandið orðið jafn alvarlegt og nú. Ekki er útilokað að alþýðubandalagsmönnum takist að þæfa verðbótakafla efnahagsfrumvarpsins fram og aftur næstu dagana og vikurnar. Raunar er víst, að þeir munu ekki láta neins óf reistað til þess að hagræða orða- laginu og reyna að fá samstarfsflokka sína til þess að hnika einhverju til, þannig aðþessir kappar sem teljasig hafa verkalýðshreyfinguna í hendi sér, geti unað við frumvarpið. Annað eins hefur nú gerst í þeim stöðugu stefnumótunarviðræðum, sem stjórnarflokkarnir hafa haldið óslitið áfram frá því um síðustu kosningar. Ef ekki næst niðurstaða í þessu væntanlega þóf i, tekur Lúðviksarmur Alþýðubandalagsins ákvörðun í samráði við landsstjóra landsmanna Guðmund J. Guðmundsson, um næsta leik. „Þá munum við draga okkar ráðherra út úr rikisstjórninni", sagði Lúðvik í sjónvarpsviðtali i gær- kveldi. Þá munu þeir félagar sem sagt „draga" ráðherr- ana, eins og hann orðaði það, út úr stjórninni. Samstarfsf lokkarnir gætu síðan tekið við stjórninni sjálfir að sögn Lúðvíks, en hann kvaðst i gær hafa sagt við þá: „Próf ið að stjórna í andstöðu við launþegasam- tökin í landinu. Við höfum ekki trú á að þið getið það". Það hef ur reynst erf itt, að minnsta kosti ef þeir, sem sitja í valdastólunum eru ragir við að láta sverfa til stáls, og láta endalaust undan þrýstingi þeirra af la, sem segjast tala fyrir launafólk í landinu. Þar er auðvitað fyrst og síðast um að ræða þá menn, sem nota sér nafn Alþýðusambands (slands í pólitískum tilgangi, án þess að hafa það fólk, sem er innan vébanda aðildarfélaga ASI með I ráðum. Ölafur Jóhannesson hefur boðað að i dag leggi hann frumvarp sitt um efnahagsmál fram á Alþingi. For- vitnilegt verður að fylgjast með meðferðþessa umdeilda plaggs í þinginu. Övíst er, hvenær það verður af greitt, en ef afgreiðslan dregst á langinn er líklegt að það muni breytast í marklausan óskapnað, sem allir stjórnar- f lokkarnir þrír geta samþykkt, en breytir engu um verð- bólguna. Aftur á móti myndu sömu menn geta setið áfram í ráðherrastólunum. Fimmtudagur 15. mars 1979 vísm Frá setningu Búnaðarþings. Steingrímur Hermannsson landbúnaðarráðherra f ræðustól (mynd G.E.). lauk nú fyrir skömmu og var að vanda f jallað um mörg mál á þinginu. Eins og fram hefur komið i fréttum voru helstu mái þingsins þau vandamál sem nú steðja að landbúnaðinum vegna sölutregðu og offramleiðslu i hefðbundnum fram- leiðslugreinum. Rætt var um leiðir tU úrbóta og einnig hvaða nýjar framleiðslugreinar komi til greina til að sporna gegn hugsanlegri tekjurýrnun bænda. Hér á eftir verður gerð grein fyrir nokkrum þeim málum er helst bar á góma á Búnaðarþinginu. Stefnumörkun i landbúnaði Vegna offramleiöslu og sölu- tregðu ályktar þingið að nauðsyn- legt sé að hafa i lögum heimildir til aðhaldsaðgerða gegn offram- leiðslu búvara. Er hér átt við lög um Framleiðsluráð landbúnaöar- ins og telja bændur þau verði að vera þaðrúmað ráðið geti stjórn- að heildarframleiðslu búvara eftir aðstæöum hverju sinni. Er þá miðað við sölumöguleika á viðunandi verði. Tveir bænduraf eldri kynslóöinni með langan starfsaldur aöbaki.Núer rætt um að koma á afleysingarþjónustu í sveitum. Algeng og hefðbundin sjón til sveita. Á Búnaðarþingi var mikið f jallað um aukna f jölbreytni í íslenskum landbúnaði en nú rikir mikil offramleiðsla í hefðbundnum framleiðslugreinum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.