Vísir - 19.03.1979, Blaðsíða 18

Vísir - 19.03.1979, Blaðsíða 18
22 Mánudagur 19. mars 1979. VlSIR LÍFOGUST LÍFOGUST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST siðarnefnda. Kvikmynda- stjórar tala gjarnan um að þeir séu að gera leikarana eilífa, koma list þeirra i það form sem stenst hina hvössu tönn timans. Eftir sýningu á leiksviði er list leikarans hins vegar horfin — nema í minningu óhorf- enda sem reynast undra- fljótir að gleyma, a.m.k. að mati sumra leikaranna. Leikritið erað visuenn til i rituðu formi og mætti þess vegna leikast aftur, en flestum aðstandendum sýningarinnar er heimur- inn fljótlega biíinn að gleyma, jafnvel þótt stórkostíeg leikafrek hafi verið unnin. Til aðsporna við þessu er stundum gripið til þess ráðs að filma markverðar Kvikmyndir með tilliti til myndmiðils- ins: leikritið er filmað svo til hrátt af leiksviðinu. Sýning þessi hlaut mikið lof á sinum tima. Að henni stóð hið þekkta Royal Shakespeare Company, með Glendu i aðalhlut- verki. Ennfremur var leikstjórinn, Trevor Nunn, margfrægur orðinn, m.a. fyrir frábærar uppsetning- ar á kóngaleikritum Shake- Agúst G u ð - mundsson skrifar leiksýningar svo að þær hverfi nú ekki með öllu i gleymsku og dá — og hafa Bretar verið talsvert að speares — algjör snillingur áleiksviðið: viðvaningur á kvikmyndir. Arangurinn er i meira lagi þunglamalegur. M.a.s. ágætur myndatökumaður bætir þar ekki úr. Jafnvel klippingin er undarlega hnökrótt. Leikurinn er náttúrulega óaðfinnan- legur og margt i túlkun leikritsins unnið af frábær- um næmleik og smekkvisi. LEIKSÝNING Á *T\LM U Háskólabió: Hedda Gabler l.eikstjóri: Trevor Nunn Myndataka: Harry Slocombe Aðal hlut verk: Glenda Jackson, Timothy West Peter Eyre. Mánudagsmynd. Einn grundvallarmunur- inn á leiksýningu og kvik- mynd felst i langlifi þess dútla i' þessu upp á sið- kastið. Hedda er einmitt slfk leiksýning á filmu. Það verður ekki einu sinni sagt að neinar umtalsverðar tilfærslur hafi verið gerðar En það nægir ekki til. Ibsen skrifaði Heddu Gabler fyrir leikhús og þar á verkið heima, nema þeim mun róttækari breytingar komi til. Siesta á nœstu arösum Um helgina opnaði Kristján Ingi Einarsson, blaðamaðurjjósmynda- sýningu i matsölustaðnum „A næstu grösum” við Laugaveginn. Sýninguna nefnir Kristján: „Siesta á næstu grösum”. A sýningunni eru 35 myndir, allar teknar á Ibiza og Formentera i ágúst siðasta sumar. „Allar myndirnar eru mannlifsmyndir og siestan er þema sýningarinnar. Ég heillaðist sérstaklega af gamla fólkinu á staðnum ogþvilifsmynstri, sem lesa mátti úr hreyfingum þess og af andlitunum”, sagði Kristján. Kristján kvaðst vera mótfallinn þvi að vera með myndir úr öllum áttum á sömu sýningunni, hann vill hafa visst þema i sýningum. Hann hefur mikinn áhuga á að vinna að sýningu um börn á barna- árinu og einnig um lif verkamannsins, lýsa lifi hans með myndum. Kristján Ingi við nokkrar mynda sinna. LÍFOGLIST LÍFOGLIST Vestur-islenska skáldiö Bill Holm. Hann mun iesa úr verkum slnum og leika tónlist i Menningarstofnun Bandarikjanna við Neshaga 20. mars. ALLIR Á MOTI ÓLLUM Ten little Indians Bresk árgerð? Leikstjóri: Peter Collinson Iiandrit: Agatha Christie/Peter Wellbeck Myndataka: Fernando Arribas Tónlist: Bruno Nicalai Leikendur: Oliver Reed, Richard Attenborough, Elke Sommer, Gert Froebe, Herbert Lom/ fleiri. Ég er nú ekki vel að mér um ritverk Agöthu Christie og veit þvi ekki hversu trú þessi mynd er uppruna sin- um. Tvennt veit ég þó: : Agatha Christie er þekkt fyrir sakamálaflækjur i bókarformi hæfilega kryddaðar morðum og að hún á sér stóran tryggan lesendahóp hérá landi sem annars stáðar. Þvj má það furðu sæta að nú á timum þegar kvik- myndir eru á góðri leið með að verða afþreying númer eitt, að Agatha Christie hefur ekki oft verið færð upp á hvita tjaldiö. Ekki veit ég af hverju, en rit hennar eru sögö nógu spennandi og með skemmtilega samtvinnaö- ar flækjur sem myndu vel eiga heima i afþrey- ingamyndum. ,,Ten little Indians”, sem Austurbæjarbió sýnir nú, segir frá að átta manns er boðiö af manni, sem þau ekki þekkja til mjög svo af- skekktrar stórbyggingar sem virðist hótel. Þar eru fyrireru hjón, sem eruráð- in til að þjóna gestunum. A vegg i hverju herbergi aðkomufólksins er þulan sem myndin heitir eftir, þýdd á islensku ,,10 litlir negrastrákar”. Þessa þulu má útfæra bókstaflega og svo er gert i myndinni, fólkið smám saman tynir tölunni. Stjörnufans er eitt af einkennum Agöthu Christie-mynda nú á sið- ustu árum (Murder on the Orient Express ’74 og Death on the Nile ’78) og svo er lika i' þessari mynd. Það læddist strax aö mér grunur um það hver myndi deyja siðastur og stæði það þá i beinu samhengi við hversu „frægur” hver leik- ari væri. Þetta reyndist að mestu rétt vera. En þrátt fyrir nöfn eins og O.Reed, R. Atten- Kvikmyndir Pjetur Þ. Maack skrifar borough og H. Lom f hópi leikaranna er eins og eitthvað vanti. Maður hef- ur það einhvern veginn á tilfinningunni að þeir séu bara i vinnunni frá 9-5 og séu ekkert allt of spenntir fyrir þvi sem þeir eru að gera. Persónulegá finnst mér þó Oliver Reed alltaf góður, kannski blind aðdá- un. Maður er einhvern veg- inn alveg við það að vera spenntur i gegnum alla myndina en er þó ekki. Odýrar brellur eins og sterkt bergmál og ósannfærandi klippingar virkuðu á mig san hálf barnalegar. Einnig var Agatha Christie augljóst aö tvisvar hafði myndinni verið skeytt saman, liklega slitnað, enda eintakið nokkuð þvælt. Tóniistin var i útþynnt- um „Herb Albert” stfl, stundum óviöeigandi. Myndataskan var einkennileg. Sjónarhorn, eins og horft væri upp til allra sem fyrir framan vél- ina voru, var rikjandi. Þannig bar höfuð leikar- anna alltaf við himin eða upp f rjáfur. Þessu tilbrigði getur verið gaman að beita af og til, en að hafa það rikjandi út i' gegnum heila kvikmynd er of mikið og pirrandi fyrir minn smekk. Að lokum ein aðvörun, ekki lesa myndskrána áður en horft er á myndina, þar er nefnilega sagt itarlega frá atburðarásinni. Myndin er góð afþreying ef manni er ekki fyrirfram kunnugt um allt sem gerist. LIFOGLIST LIFOGLIST LIF OG LIST LIF OG LIST Vestur-íslenskt skóld flytur tónlist og Ijóð Vestur-islendingurinn Bill Holm frá Minnesota I Bandarikjunum mun leika tónlist og lesa úr ljóðum slnum I banda- rlsku menningarstofnun- inni viö Neshaga mið- vikudaginn 20. mars kl. 8.30. Bili Holm á ættir að rekja til Húsavikur og Vopnafjaröar og er nú kennari I bandariskum bókmenntum við Háskóla tslands á vegum Full- brightstofnunarinnar. Hann fæst jöfnum höndum við tónlist og ljóðagerð og verk hans hafa birst I „Minnesota Monthly”, „Viniand”, „Crazy Horse” og „The Nation”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.