Vísir - 19.03.1979, Blaðsíða 28

Vísir - 19.03.1979, Blaðsíða 28
Mánudagur 19. mars 1979 síminner86611 Þing ASV skorar á Verkamannasambandið: VMSl haldi ríkis- j stjórninni saman ,,Við teljum það gróf svik við laun- þega i landinu ef slitnar upp úr stjórnarsamstarfinu og við skoruðum á Verkamannasambandið að beita áhrif- um sinum til þess að halda stjórninni saman,” sagði Gunnar Már Kristófers- son endurkjörinn formaður Alþýðusam- bandsins Vesturlands við Visi i morgun. Þing ASV var haldið á Stykkishólmi um helgina. Guðmundur J. Guð- mundsson var sérlegur fulltrúi ASl á þinginu. Gunnar sagði að þingið hefði ályktaö um efna- hags- og kjaramál. 1 þeirri ályktun segði að ASV gæti fellt sig við ýmislegt i efnahagsmála- frumvarpi Olafs Jó- hannessonar nema verð- bótakaflann. Þó væri ekkert i honum sem ekki mætti færa til betri vegar og semja um. Þingið teldi til þess vinn- andiaölaunþegar tækju á sig timabundnar byrðar gegn þvi að verðbólgu yrði náð niður og full at- vinna yröi tryggð. Þessar byröar ætti hins vegar ekki að leggja á þá lægst launuðu. - KS Karl Þorsteinsson sigurvegari I eldri flokki. (Vlsism. ÞG). Hörkukeppni á skólamótinu Skákmeistarar grunnskólanna I Reykjavlk háðu harða keppni um helgina um rétt til þátttökuTskólameistara- móti tslands i skák og var keppt I tveimur aldursflokk- um. Þátttakendur voru 29. Gwðrwn ráðin þrównar- stjári Guðrún Jónsdóttir, arki- tekt, verður ráöin þróunarstjóri Reykja- vikurborgargar, sam- kvæmt áreiðanlegum upplýsingum VIsis, en fyrirhugað er að ganga frá ráöningu hennar á borgar- ráðsfundi á morgun. Laun þróunarstjóra eru samkvæmt þritugasta launaflokki starfsmanna rikis og bæja, en auk þess er hann meö samnings- bundna aukavinnu. _jm Loðnuaflinn: 70.000 tonnum meiri Samkvæmt upplýsingum frá Loðnunefnd er aflinn á nýlokinni loðnuvertiö orö- inn meira en 520.000 tonn, en það er rúmlega 70.000 tonnum meira en fiskifræð- ingar töldu ráðlegt aö veiða. Enn er ekki hægt aö segja til um aflahæstu skip, en i fimm efstu sætunum eru skip sem eiga eftir að landa, þannig að röð þeirra getur enn breyst. - SS — Tveir með fikniefni Tveir Bandafikjamenn eru nú I haldi hjá lögreglunni á Keflavikurvelli. Mennirnir voru stöövaöir rétt fyrir miðnætti 1 nótt, grunaðir um ölvun viö akstur. Fannst þá á þeim grunsamleg pipa og efni sem virðist vera fikniefni. Mennirnir eru ekki varnar- liðsmenn. Málið er i rann- sókn. — EA Innanlands- Ríkisbankarnir: Lmknar fá 19% vcirfi w ávísanareikninpa Skemmtileg og nýstárleg tlskusýning var á Hótel Sögu I gærkvöldi. Þar sýndu I fyrsta skipti hópur sem nefnir sig Model 79. en reyndar eru félagar allir þaulvant sýningarfólik, sem hefur allt að tlu ár að baki I „bransanum’L Sýningin hófst með mikiiii ljósadýrð, sem kom áhorfendum þægilega á óvart. Vlsismynd JA/—KP. 1 eldra flokki, 7.-9. bekk, voru 14 keppendur og þar sigraði Karl Þorsteinsson, 14 ára.Langholtsskóla, með sjö vinningum, vann allar sinar skákir. I öðru sæti varð Jóhann Hjartarson Alftamýrarskóla sem hlaut 6 vinninga og Birgir örn Steingrimsson Armúla- skóla varð þriöji meö 4.5 vinninga. 1 yngri flokknum, 1.-6. bekk, sigraði Arnór Björnsson, 12 ára, Hvassa- leitisskóla. Hann vann ali- ar sinar skákir og hlaut sjö vinninga, annar varð Jónas Friðþjófsson Vogaskóla með sex vinninga og þriðji Hákon Guðbjartsson Mela- skóla með 4.5 vinninga. Karl og Arnór eru þvi skólaskákmeistarar Reykjavikur en auk þeirra keppa Jóhann og Jónas á Islandsmóti skólanna sem fram fer i vor. _ sg 14 ára drencjur varð Skákmeistari Norðlendingat ,,Ég var heppinn ,,Ég var heppinn I mótinu og þetta gekk allt vel”, sagði nýbakaður skákmeistari Norðlendinga, Pálmi Péturs- son, 14 ára, I samtali við VIsi I morgun. Pálmi sigraöi I meistara- flokki á Skákþingi Norðlendinga sem lauk á Akureyri i gær. Hann fékk 5,5 vinninga og 22 stig, i ööru sæti varö Ólafur Kristjánsson meö sömu vinningstölu en 21 stig og Guðmundur Búason varð þriðji meö fimm vinninga. Pálmi sagði að þetta væri fyrsta stórmótiö sem hann tæki þátt i, en þarna kepptu allir helstu skákmenn Noröurlands. „Ég byrjaði að tefla i Skákfélaginu i fyrra, en hafði áöur teflt heima og við vini mina”, sagði skákmeistarinn sem er frá Akureyri. Hann sagði að af innlendum skákmönnum héldi hann mest upp á Friörik Olafs- son, en af erlendum meist- urum bar Fischer hæst. önnur úrslit á Skákþing- inu urðu þau að Ólafur Kristjánsson varð hraðskákmeistari með 13,5 vinninga og Ragnar Ragnarsson varð unglinga- meistari meö 6,5 vinninga af sjö mögulegum. Þeir eru báöir frá Akureyri. Hraðskákmeistari unglinga varö Jón Hrafn Björnsson Húsavfk með 15,5 vinninga. Nú var i fyrsta sinn keppt i kvenna- flokki og þar bar sigur úr býtum Arnfriður Friðriks- dóttirr-Hálsi Svarfaöardal er hlaut niu vinninga af tiu mögulegum —SG flugið um Keflavfk Innanlandsflug raskaðist nokkuö I gær vegna mikill- ar þoku og isingar I Reykjavik en með þvl að nota Keflavikurflugvöll og senda Boeing þotu i tvær ferðanna tókst að fljúga til sex staða og koma flestum sem pantað áttu far, þang- aö sem þeir vildu. — óT Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum sem Visir hefur aflað sér mun það hafa tiðkast um all- langt skeið að læknar fái al- menna sparisjóðs- vexti á ávisana- reikninga sina hjá nokkrum ríkis- bankanna. Þessi skipan mun hafa komist á vegna sam- keppni bankanna um fjármagn. Almennir sparisjóðs- vextir eru nú 19% en venjulegir vextir á ávis- anareikningum eru 3%. Eins og Visir skýrði frá fyrir helgi njóta starfs- menn rikisbankanna einnig þessara sérstöku kjara á ávlsanareikning- um sinum. Visir hafði I morgun samband við Magnús Jónsson bankastjóra Búnaðarbankans vegna þessa máls. Magnús sagðist ekki vita til þess að læknum væru boöin sömu kjör og starfsmönn- um bankans. Annars væri sér óheim- ilt að ræða kjör einstakra. viöskiptamanna bankans. Björn Tryggvason að- stoðarbankastjóri I Seðla- bankanum hefur staðfest I samtali við Visi að það tiökaðist I ríkisbönkunum að gera upp á milli viö- skiptavina og væri þaö I höndum yfirmanna i hlaupareikningsdeildum að taka ákvaröanir þar um. —KS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.