Vísir - 19.03.1979, Blaðsíða 4

Vísir - 19.03.1979, Blaðsíða 4
4 Mánudagur 19. mars 1979. VÍSIR „SVARTOLlAN ÓHENTUGFYRIR VARÐSKIPIN" — segir Þröstur Sigtryggsson, skipherra //Spúrningin er fyrst og fremst hvort viö höfum tryggingu fyrir því næstu ár að fá góða svartolíu/ hversu lengi hún getur verið svona ódýr og hvenær ríkið fer að leggja á hana tolla til að ná inn mismuninum á gasolíu- verðinu og svartolíuverð- inu. I ár hefur svartolíu- málið ekki verið sérstak- lega athugað hjá okkur," sagði Þröstur Sigtryggs- son, skipherra hjá Land- helgisgæslunni. Þröstur sagði meðal annars að svartolia hefði samkvæmt athugunum fyrir nokkrum árum, reynst vera óhagkvæm fyrir varðskipin. Þau keyrðu á svo misjöfnum hraða, en orku- notkunin ákaflega misjöfn. Varðskipin keyra stundum ekki langtimum saman á þeim hraða sem talinn er heppilegastur til svartoliunotkunar en það er 60- 70% orka. Breytingar þurfa að vera tals- veröar á tönkum skipanna en nauðsynlegt sagði Þröstur, að gasolfa þyrfti einnig að vera til staðar. —SS— MINOR Vorum ao taka heim þessar gullfallegu sœnsku veggsamstœður lengd 150 cm Verð kr. 258.000.— SMIDJUVHCjI 6 SIMl 4454-4 Verslunorróð mót mœlir haftalögum „Jafnfrumt hefur það sýnt sig, að rikjandi verðmyndunar- höft eru þjóðinni stórskaöleg, innleiða ófrelsi og bjóöa heim spillinguog valdniðslu. Það sæt- ir furðu, aö nú skuli flutt á Al- þmgifrumvarp til laga, þar sem lögfesta á verðmy ndunarhöft sem meginreglu, er verðlags- yfirvöldum beri að fara eftir”. ÞeUa segir i ályktun sem fram- kvæmdastjóra Verslunarráös islands samþykkti fyrir skömmu. t ályktuninni segir einnig að þaðsé skoðun Verslunarráðsins að opnunarti'mi verslana eigi að verafrjáls, en ekki takmarkað- ur i' kjarasamningum og bæjar- samþykktum. Ráðið fagnar framkominni tillögu i borgar- stjórn um frjálsan opnunar- tima. Ráðið skorar einnig á Björgvin Guðmundsson, annan flutningsmann tillögunnar, að beita sér fyrir frjálsri verð- myndun i verðlagsnefnd. —SS— Nómsstyrkur í Kielarháskóla Borga rstjórnin i Kiel mun veita islenskum stúdent styrk tii námsdvalar við háskólann þar i borg næsta vetur. að upphæð DM 700 á mánuði i 10 mánuði. Um styrk þennan geta sótt j stúdentar sem stundað hafa há- skólanám i a.m.k. þrjú misseri. j Umsækjendur skulu hafa næga I kunnáttu i þýsku. Umsóknir skal senda skrifstofu Háskóla I tslands eigi siðar en 20. apríl. Listdansarar í Félagi íslenskra leikara Aðalfundur Félags Islenskra j leikara var haldinn 19. febrúar s.i. og voru listdansarar á þeim fundi teknir inn i félagiö sem fullgildir félagar, en fyrir eru i I félaginu óperusöngvarar og leikmy ndateiknarar. 7 Formaður Félags íslenskra lcikara er Gisli Alfreðssson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.