Vísir - 19.03.1979, Blaðsíða 10

Vísir - 19.03.1979, Blaðsíða 10
10 utgefandi: Reykjaprent h/t Framkvæmdastjóri: Davfð Guömundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, óli Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylf i Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmynd- ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Jón óskar Haf- steinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og sxrifstofur: Askrift er kr . 3000 á mánuöi innan- Sfðumúla 8. Simat 8461t og 82260. lands. Verð i lausasölu kr. 150 eintakiö. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 sfmi 86611. Ritstjórn: Sfðumúla 14 simi 86611 7 Ifnur. Prentun Blaðaprent h/f Málefnin séu látin ráða Sú tillaga, sem borin var f ram hér í blaðinu é dögun- um, að kannaðir yrðu möguleikar é samstjórn Sjálf- stæðisf lokksins, Alþýðuf lokksins og Framsóknarf lokks- ins til þess að freista þess að koma lagi á efnahagsmál þjóðarinnar, hefur fengið misjafnar undirtektir hjá sjálfstæðismönnum. Engra viðbragða hefur orðið vart hjá hinum flokkun- um tveimur. Hluti sjálfstæðismanna lýsir því yfir, að ekki komi til greina nein ríkisstjórnarþátttaka án undangenginna kosninga og krefst nýrra kosninga þegar í stað. Þessir sjálfstæðismenn spyrja í hvaða tilgangi sé hreyft slíkri tillögu um athugun á stjórnarmyndun. Er það með hagsmuni Sjálfstæðisflokksins í huga? Þeir draga í efa, að svo sé. Eða er það til þess að bjarga Framsóknarflokknum eða Alþýðuflokknum úr þeirri erfiðu stöðu, sem þeir nú eru í? Ætli það sé við hæfi að minna á, að hér koma til álita hagsmunir fleiri aðila en þessara þriggja stjórnmála- flokka, hagsmunir íslensku þjóðarinnar? Menn mega líka vel vera minnugir margendurtekinna orða Geirs Hallgrímssonar formanns Sjálfstæðisflokks- ins til stjórnarmyndunar. Þau eru enn í góðu gildi. Auðvitað er það Sjálfstæðisflokksins að ákveða það, hvort flokkurinn vill Ijá máls á stjórnarmyndunar- viðræðum, ef sá möguleiki opnast. En það verður að segjasteins og er, að skilyrðislaus krafa um kosningar styðst við haldlítil rök. Vissulega er öll stjórn landsmála í kaldakoli. En ekki verður nú heldur sagt, að núverandi ríkisstjórn hafi tekið við hreinu borði, öðru nær. Og von um aukið fylgi réttlætir auðvitað ekki ein sér kosningar. Hinar stórfelldu sveiflur, sem orðið hafa á fylgi flokk- anna í tvennum síðustu kosningum, er aðeins ein myndin af því upplausnarástandi, sem rfkir í ísleVisku þjóðfélagi, upplausnarástandi, sem komast þarf f yrir, en ekki ala á. Það er helst von til þess, að hinir þrír lýðræðisf lokkar geti sameiginlega náð tökum á efnahagsmálum þjóðar- innar og bælt niður sífellda skemmdarverkastarfsemi kommúnista í atvinnulífinu. Nú er lag, ef vilji er fyrir hendi hjá forystumönnum þessara flokka. Rösk þrjú ár eru til stef nu til næstu reglulegra alþingiskosninga, og á þeim tíma má koma miklu í verk. Það er einkenni stórhuga stjórnmálamanna, að þeir hugsa meira um langtímaárangur heldur en stundar- sigra eða stundartöp. islenska þjóðin þarfnast þess nú, að fremstu stjórnmálamenn hennar tileinki sér slikan hugsunarhátt, setjist á rökstóla og kanni, hvort málef na- legur grundvöllur er fyrir samstarfi. Þeir eiga að taka frumkvæðið, en láta aðgerðir sinar ekki sífellt ráðast af því, sem uppivöðsluseggjum kommúnista þóknast að beina athygli þeirra að. Núverandi ríkisstjórn á sér ekki viðreisnar von. Ný ríkisstjórn verður að leysa hana af hólmi sem allra fyrst. Málefnin verða að ráða myndun hennar. Mánudagur 19. mars 1979. WAi&Æ-KM/ Aðalfundur Félags íslenskra stórkaupmanna HEILDVERSLUN FLYST ÚR LANDI ?! AÐ ÖLLU OBREYTTU Aðalfundur Félags is- lenskra stórkaupmanna var haldinn á Hótel Sögu, fimmtudaginn 15. mars. Verðlagsst jóri flutti ræðu í hádegisverðarboði fyrir fundinn og fjallaði þar um kannanir á inn- f lutningsverði, sem gerðar hafa verið, deildi hart á fram komna gagnrýni á kannnair þessar, en kvaðst ekki hafa tíma til að svara fyrirspurnum og vakti það nokkra furðu fundar- manna. Stjórnarkjör fór fram og var formaður kjörinn Ein- ar Birnir, enJónMagnússon lét af formennsku samkv. lögum félagsins eftir 4ra ára formennsku, aðrir stjórnarmenn voru kosnir Valdemar Baldvinsson, Ólafur H. ólafsson, ólafur Haraldsson og Jóhann Ágústsson. Fundurinn ályktaöi um hin ýmsu mál er varöa verslunina. Atalinn er harölega sá dráttur, sem oröiö hefur á gildistöku nýrr- ar verölagslöggjafar, sem sam- þykkt var á alþingi á siöasta vori. Fagnaö er þeirri umræöu um Einar Birnir, nýkjörinn formaöur Félags fsl. stórkaupmanna. I VEIÐAR, FISKUR, VINNSLA Skipulagning flota og fisk- vinnstu: Undir þessari fyrirsögn er grein i bjóöviljanum á föstu- dag 9.3., skrifuö af tveim piltum, sem að likindum eru við nám i Þrándheimi, Þorsteini M. Bald- vinssyni og Kristjáni K. Jakobs- syni. Greinin sjálf er stutt, en skreytt mörgum myndum, og i henni er f jallaö um stjórnun fisk- veiöao.fl., sérstaklega Suðurnes- in og vanda fiskvinnslu á þessu svæöi. Megintilgangur greinarinnar kemurþó fram i lokaoröum henn- ar, — sam sagt skamma NATO og koma þvi inn hjá lesendum að sú stofnun eigi mestan þátt i vandanum. Ég læt þaö álit ungu mannanna á NATO liggja milli hluta, svo og álit þeirra á utan- rikisráöherra, — hvorugt atriðið og hvorugur aöilinn leysir nokk- urn vanda fiskvinnslu á tslandi. Hitt er öllu ánægjulegra, að ungir menn láti i sér heyra og séu jákvæöir, þeim finnst of seint ganga uppbyggingin og að nauð- synlegt sé að ýta við þeim, sem eldri eru, þetta er hluti þróunar hvers heilbrigös þjóðfélags, ella væristöönun á næsta leiti, þvi' að menn gerast flestir þreyttir á baslinu, þegarárin færast yfir þá. En ungir menn eiga að færa sér i nyt reynslu þeirra, sem eldri eru, til viðbótar sinni menntun, Kenni- setningar um miöstýringu veiða og vinnslukomahérekkiaö gagni vegna þess, að annar aöalaðili málsins — þorskurinn — hefir aldrei um þær heyrt og fer ekkert eftir þeim. Stjórnun veiða og vinnslu Ungu mennirnir krefjast stjórnunar veiða og vinnslu og telja m.a., að sérstök tegund eignaraöildar vinnslu-og veiöi- tækja hafi þar einhver úrslita- áhrif til góös. Stjórnun veiöa og vinnslu fisks á Islandi er meiri nú en i nokkru öðru landi, þar með talið Noregi. Má i þvi sam- bandi benda á fyrirvaralausar lokanir veiöisvæða og einnig afla- takmarkanir á nánast öllum sviðum, — það hafa allir orðið aö beygja sig undir þessar ákvarð- anir, bæði veiðar og vinnsla, hvort sem fyrirtækin hafa verið i einka-eða almenningseign. Ég tel meiri hættu á þvi, að tekiðyrði til- lit til hagsmuna fyrirtækja, ef allt væriorðiö almenningseign, vegna þess að kerfiskarlarnir láta frem- ur stjórnast af slikum hagsmun- um. Mjög er hæpið aö gera lang- timaáætlanir eða gera 5 ára áætl- anir i þessum efnum, fyrr en fiskifræðingar hafa kynnt þorsk- inum allar áætlanir fyrirfram og hann samþykkt þær; hann syndir nefnilega um sjóinn þjónandi sin- um eigin hagsmunum og engra annarra. Á að sækja i kynþroska eða ókynþroska fisk? Eitt er þó reglulega athyglis- vert i grein þessari, og það er, hvernig þeir félagar ætla sér aö haga stjórn veiðanna, þeir vilja takmarkasókn i ókynþroska fisk en beina henni i auknum mæli á þann, sem þegar er orðinn kynþroska, með öðrum orðum að drepa sem minnst af lömbunum á hverju ári, en sem flestar ærnar, helst allar ef hægt væri, betta hefði nú þótt bærflegt búskapar- lag við Breiðaf jörðinn.Kári minn Ef þetta er það sem koma skal er rétf. fyrir alla að hætta að hugsa um fiskveiðar, svo fárán- leger þessikenning, —kynþroska fiskurinn er hrygningarstofninn og ekkert annað og það ætti að takmarkasvosem frekaster unnt sóknina i þann hluta þorskstofns- ins en beina veiðunum fremur að ókynþroska fiskinum, vonandi sleppur eitthvað af honum lifandi áhverju ári til kynþroska aldurs og heldur þannig stofninum við lýði. bess er vert að geta i þessu sambandi, aö sauðkindin fer aö bera arð á þriöja ári, en þorskur- inn ekki fyrr en á fimmta eða jafnvel sjöunda ári, eftir árferöi i sjónum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.