Vísir - 19.03.1979, Blaðsíða 13

Vísir - 19.03.1979, Blaðsíða 13
VÍSIR Mánudagur 19. mars 1979. 13 . / Tveir starfsmenn minkabúsins taka blóösýni úr einum minkanna, tií aö kanna hvort merki um sjúkdóminn Plasma Sytose finnast. Visimvndir GVA löndum. Þar eiga minkabú viö fjölmarga sjúkdóma aö striða sem beint verða raktir til hinnar tdýju veðráttu”. — Hvernig gengur aö reka minkabú hér á landi? „Það gengur mjög illa vegna efnahagsástandsins, en að öðru leyti er mjög góð skilyrði fyrir minkarækt á tslandi. Otlending- ar eru mjög hrifnir af skilyrðun- um hér en jafn gáttaðir á dýrtið- inni hér og veröbólgunni. Hér er vaxtakostnaðurinn einn á við vinnulaun og fóður erlendis, þannig að að er ekki furða þótt út- lendingar standi á gati.” — Hvað með undirtektir hins opinbera og forsvarsmanna land- búnaðarinns. Nú voru þessir aðil- ar erfiðir viðureignarþegar byrja átti aftur á minkarækt fyrir nokkrum árum? „Já, við höfum ekki notið einn- ar einustu fyrirgreiðslu frá hinu opinbera og það er rétt núna að búnaðarfélagiö telur minkarækt landhiínaðargrein. En það er ,mjög slæmt hvað lánastofnanir eru minkabúum lokaöar”. — A hverju eru dýrin fóöruð? „Fiskúrgangi og slógi. Fóðrið er mjög go tt og fóörunin by ggist á erlendum fyrirmyndum.” — Þú nefndir að um- hleypingarnar færu illa með dýr- in, en hrjá þau engir sjúkdómar? „Ekkinemaeinnoghann er al- varlegur. Sá sjúkdómur hrjáir flest minnkabú f heiminum og það er veriö að vinna að þvi að út- rýma honum en það er mjög erf- itt, þvi þetta er blóðsjúkdómur, kallaöur Plasma Sytose. Hann veldur minni frjósemi og dýrin veslast upp og drepast. Sjúk- dómurinn finnst bara i aliminki ekki villimink”. 1 minkabúinu á Böggvistööum var mikið frost eins og áður sagði og stúlka ein var að moka snjókögglum á búrin til þess að hægt væri að brynna dýrunum, þvi allar vatnsleiðslur voru frosn- ar. Stúlkan sem sagðist heita Guðrún Valdimarsdóttir, kvað ágætt að vinna i minkabúinu, þó heföi húnntinnáhuga iyrir mink- um svona dags daglega. „Jú þetta er nokkuð erfitt. Ég þarf að moka skit og fóðra dýrin, en fyrir hrausta konu þarf þetta ekki að vera ómögulegt.” —SS— „Ég kem hingað og skipulegg guðþjónustur fyrir þá 12 gyöinga eða svo sem hér búa og veiti þeim aðra þjónustu er þeir kunna aö biðja um. Annars dreymir mig um að byggja hérna samkundu- hús gyðinga — ekki til að snúa Is- lendingum til gyðingdóms, heldur til þess að þeir skilji betur sinn eigin kristna arf en hann á rætur sinar aö rekja til gyðingdóms. Hvað snertir afstöðu íslendinga til gyðinga, þá hef ég ekki orðið var við annað en mikla velvild. Nú snerist umræðan um gyö- ingahatur og gyðingaofsóknir og var tilefniö hinir umtöluðu sjón- varpsþættir „Holocaust”. Rosen- blatt var spurður hvort þættirnir gæfu rétta mynd af þessum at- burðum. „Það er aldrei hægt aö draga upp mynd af þjáningu og dauða sem sýnir hvernig þetta er I reynd — myndin verður alltaf ófullkom- in. Þó eiga þessir þættir rétt á sér þvl þeir benda okkur á þau djöf- ulllegu öfl sem búa í samfélagi manna og kenna okkur kannski betur að vera á varðbergi gagn- vart valdhöfum sem svifast einskis. Annars held ég að ofsóknirnar séu ákaflega svartur blettur á samvisku kristinna manna. Þaö er ekki hægt að taka ákveðinn hóp manna og gera þá að sökudólg- um — að frelsa menn eða leysa vandamál þeirra með því aö taka einhvern hóp út úr og skella allri skuldinni á hann eins og gert var I Þýskalandi nasismans. Ég held að útrýmingarnar séu viðvörun til okkar allra um þaö hvað maður getur gert við mann.” sagöi Rosenblatt rabbii aö lokum. — HR KANARÍEYJAR FLOGEÐ í SÓUNA Sunna býður upp á þægilegt dagflug á föstudögum. Hægter að velja um 1, 2 og 3 vikna ferðir. Brottfarardagar: 16.,- 23. feb. - 9.,- 16.,- 30. mars - 6.,- 20.,- 27. april - 18. maí - 13. júní - 4.,- 25. júlí - 15. ágúst - 5.,- 26. sept. Hótel og íbúðir í sérflokki. Þjónustuskrifstofur með íslensku starfsfólki. Skoðiö nýja Kanaríeyjabæklinginn, sem þú færð á skrifstofum Sunnu. SUNNA Reykjavik: Bankastræti 10, sími 29322 Akureyri: Hafnarstætl 94, simi 21835 Vestmannaeyjum: Hólagötu 16, sími 1515 epolhí Síöumúla 20, sími 36677, hefur tekiö aö sér smásöludreifingu á HEWI vörum frá fyrirtækinu Heinrich Wilke GmbH., og eru viðskiptavinir okkar vinsamlegast beönir um aö snúa sér þangaö. HEWI í eldhúsiö, baöherbergið, stofuna. HEWI-vörur eru sérhannaðar fyrir nútímaheimili HEWI höldur, húnar, snagar, krókar o.fl. Margar gerðir, tíu litir. Eggert Kristjónsson & Co. hf., Sundagörðum 4 — Simi 85300

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.