Vísir - 22.03.1979, Blaðsíða 4

Vísir - 22.03.1979, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 22. mars 1979 4 KR-ingarnir hðfðu hað f framiengingu „Þaft voru siöustu skotin i leiknum, sem réðu úrslitum hans eins og svo oft fyrr i vetur,” sagði bandariski leikmaðurinn og þjálf- arinn hjá Fram, John Johnson, eftir að KR hafði slegið liö hans út úr bikarkeppninni i körfuknatt- leik i gærkvöldi. Þar léku liðin i undanúrslitum, og KR sigraði 88:87 eftir framlengdan leik. ,,Þetta var góður leikur og þeir fengu að hafa fyrir sigrinum, þótt flestir hafi eflaust reiknað með þvi að við yröu KR auðveld bráð," sagði John Johnson. „En Fram verður að biða til næsta árs með að vinna stóra sigra. Ég vil sérstaklega taka fram að Flosi Sigurösson átti storleik fyrir Fram i kvöld, en stfakarnir léku allir vel. Og dómararnir voru góðir.” „Ég er ánægður með að fá KR i úrslitaleikinn i bikar- keppninni frekar en Fram,” sagði Paul Stewart, þjálfari og leik- maöur 1R, sem mætir KR i úrslit- um bikarkeppninnar á sunnudag. „Við þekkjum KR-liöið miklu bet- ur og ætlum okkur að sigra þá á sunnudaginn,” bætti hann við. Já, KR-ingar lentu i miklu basli með Framara i gærkvöldi, og það voru Framarar sem höfðu undir- tökin lengst af. KR komst einu sinni yfir i fyrri hálfleik 43:42, en Fram leiddi i hléinu 46:43. KR komst siðan loksins yfir 67:66, og eftir það skiptust liöin á um forustuna allt fram á siðustu sekúndu, og spennan var mikil i Hagaskólahúsinu varðandi þaö hvort l. deildarlið Fram myndi slá KR út úr bikarnum og komast i úrslitin. Svo fór þó ekki. KR komst yfir 79:77 er 8 sekúndur voru eftir, en þá hafði John Hudson skorað úr tveimur vitaskotum fyrir KR. En þessar 8 sekúndur nægðu Fram til að jafna og fá framlenginu, Flosi Sigurðsson sendi langskot i körf- una um leið og leiktiminn,rann út. Þvi þurfti að framlengja, og þrátt fyrir aö John Johnson, hefði fengið sina 5. villu i lok leiksins, stóðu Framarar enn I KR, en KR sigraði samt með minnsta mun. 88:87 og leikur þvi til úrslita gegn 1R á sunnudaginn. John Johnson var besti maður Fram að venju, og skoraði grimmt, þá var Þorvaldur Geirs- son góður. og sömuleiðis Björn Jónsson og Flosi Sigurðsson sem á þó eftir að verða enn betri með meiri likamsstyrk. en hann er 2.09 m á hæð. KR-ingarnir hafa oft leikið bet- ur en að þessu sinni, en þeirra bestu menn voru Jón Sigurðsson og John Hudson. Stighæstir voru John Hudson með 40 fyrir KR, Jón Sigurösson 24. Hjá Fram John Johnson með 42, ómar Þráinsson og Björn Jónsson 14 hvor. gk -• „Tdkum báöa bikarana” „Þetta var virkilega erfiöur leikur og ég er mjög ánægður með að komast sem sigurvegari frá honum,” sagði Jón Sigurösson, sem var einn aðalmaöur KR i sigurleiknum gegn Fram i gær- kvöldi. „Ég man ekki eftir Framliðinu svona góðu, þetta er örugglega besti leikur liösins i vetur og það er gaman að fá Fram i hóp Úr- valsdeildarliðanna næsta vetur.” — Nú á KR tvo úrslitaleiki fyrir höndum — gegn 1R i bikar- keppninni um helgina og svo gegn Val um Islandsmeistaratitilinn — hvernig sleppur KR frá þeim? „Það hefur lengi fylgt KR að þegar mikið er i húfi standa KR- ingar sig best. Ég er þvi sann- færður um að við sigrum I báðum þessum leikjum.” —klp— Þaö gekk oft mikið á i vðureignum þeirra Jóns Sigurðssonar KR t.h. og John Johnson Fram i undanúr- slitaleiknum á milli KR og Fram í körfuboltanum I gærkvöldi. Hér ætlar John fram hjá Jóni.en hann er sýniiega ekki á þvi aö sleppa honum eitt eða neitt. Visismynd Friöþjófur. NÚ FÁ ÁHORFENDURH SJÁ ÍSLENSKA RISANN - Pétur Guðmundsson lelkur með Islenska landsllðlnu I kvðld gegn úrvalsllðl al Keflavlkurflugveill Landsliðið i körfuknattleik, sem fer i keppnisferö til Skot- lands og Danmerkur i byrjun næsta mánaöar, hefur nú verið valið, og liöið leikur i kvöld fyrsta leikinn i hinni árlegu Sendiherra- keppni, sem er fimm leikja keppni á milli islenska landsliðs- ins og varnarliösins á Keflavikur- flugvelli. Leikurinn fer fram i iþróttahús’i Hagaskóla og hefst kl. 20. „Þetta er sterkasta liö sem ísland getur teflt fram, ef Simon Ólafsson er undanskilinn, en hann er þvi miöur meiddur” sagöi Tim Dwyer, landsliðsþjálfari, er Visir ræddi við hann i gærkvöldi. „Pétur styrkir liðið gífurlega, hann er stórkostlegur leikmaður og hefur sýnt þaö á æfingum hjá Val að hann er orðinn alveg hrikalegagóöur. Hann va-ður tvi- mælalaust orðinn atvinnumaður I Bandarikjunum áður en langt um liður”. Landsliðið, sem leikur i kvöld og heldur i keppnisferðina til Skotlands og Danmerkur er þannig skipað: Jón Sigurðsson KR Kristinn Jörundsson 1R Kolbeinn Kristinsson 1R Jón Jörundsson 1R Gunnar Þorvarðarson UMFN Geir Þorsteinsson UMFN Garðar Jóhannnsson KR Þorvaldur Geirsson Fram Kristján Agústsson Val Pétur Guðm.s. Washington. Ahorfendur fá þvi loks tækifæri tilaðsjárisannPétur Guðmunds- son leika hér á landi I kvöld og er það örugglega tilhlökkunarefni fyrir marga. gk-- LÖGÐU ÞRANIORBINIURNI Njarðvik 20. mars 1979. 1 tilefni af grein þinni á I- þróttasiöu i dagblaðinu Visi þessefnis aöannar dómarii leik UMFN gegn Val hafi látið þau orö falla heima hjá mér fyrr I vetur að honum væri persönu- legailla viöleikmannnúmer 12 i liði Njarðvikur, vil ég segja þetta. Eftir leik Njarðvikinga, og KR-inga hér suöur f Njarövik bauð ég báöum dómurum leiks- ins heim til min i kaffi. Ræddum við að sjálfsögðu um körfubolta og ýmis vandamál er komið heföu upp varöandi dómgæslu i þessari hjartfólgnu Iþrótt vorri. Aður neftidur dómari, Þráinn Skúlason, lét aldrei orð falla um „að honum væriilla viöeinn eða neinnleikmann i liði Njarðvikur né heldur nokkurn annan leik- mann I öðru liöi.” Þeir menn, er þú hefur fyrir frétt þessari, fara þvi alg jörlega með rangt mál, og eftir að hafa rætt við þá, viöurkenna þeir að hafa i æsingi leiksins misskilið önnur orð, sem áöurnefndur númer 12 i liði Njarðvikur sagði aö sér fyndist eins og Þráni væri illa við sig. Ég get nú ekki aö þvi gert, að þú sem blaöamaður hefðirgetaö borið þessa frétt undir mig, og athugað sannleiksgildi hennar áður en þú birtir hana i blaði þfiiu. Þaö heföi verið auðvelt fyrir þig, enda mun Þráinn hafa bent þér á að gera þaö. Ein- hverra hluta vegna kaust þú að gera það ekki, heldur gera þessa lágkúrulegu frétt að æsi- frétt og til þess eins aö reka fleyg á miili okkar dómaranna. Ég vil að lokum koma þvi á framfæri aö mér var visað af leikvelliileikUMFN ogVals, en ekki úr húsinu. Var það að öllu leyti rétt hjá dómaranum að visa mér af vellinum, þviá leik- vellinum áttu auðvitaö engir aö vera nema leikmennirnir og dómararnir. Ég kaus hinsvegar að yfirgefa salinn til aö ekki kæmi til frek- ari ágreinings milli min og dómara leiksins. Með þvi er ég ekki að segja að full ástæða væri til þess, heldur er ég einlægur stuðningsmaöur liðs mins og þykist þekkja mig það vel að erfitt getur veriðaðhemja skap mitt undir þessum kringum- stæðum. Virðingarfyllst, Kristbjörn Albertsson. Þaö gleöilega við þessar linur Kr istt)jörns er það að þar kemur fram að Þráinn Skúlason dóm- ari var hafður fyrir rangri sök af forráðamönnum UMFN, og ættu þeir frekar að biöja hann persónulega afsökunar en að vera að gera þetta að blaöa- máli. En bréf Kristbjörns stað- festir aöeins að allt sem kom fram I VIsi eftir leik Vals og UMFN var rétt, og því ekki við undirritaðanað sakast þótt ein- hver misskilningur hafi verið á milli manna suður með sjó og það hafi leitt til þess aö Þráinn hafi veriðborinn röngum sökum Um það hvort fréttin var rétt unnin eða ekki.er ég ekki sam- mála Kristbirni. Þrir menn sögðu það inni I búningsklefa UMFN að Þráinn hefði lýst þvi yfir að hann væri á móti Ted Beeog liði UMFN, ogeinn þess- ara manna sagöist hafa heyrt ummælin. Ég hafði siðan sam- band við Þráin og gaf honum kost á að svara þessum ásökun- um sem hann og gerði. Kristbjörntalar um aö ég hafi gert þessa „lágkúrulegu” frétt- að æsifrétt, oggetég aðfeins tek- ið undir það að það var lágkúru- legt að bera þetta upp á Þráin, en það var ekki gert af mér og var víst sem betur fer gert vegna misskilnings. Gylfi Kristjánsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.