Vísir - 22.03.1979, Blaðsíða 6

Vísir - 22.03.1979, Blaðsíða 6
Umsjón: Guömundur Pétursson vísm Fimmtudagur 22. mars 1979 ISRAELSMNG SAMÞYKKTI Israelsþing samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða hinn nýgerða samning við Egypta, og má nú heita á enda 30 ára langur ófriður Israels og Egyptalands. Eftir 28 klukkustunda umræöur i þinginu féllu atkvæði þannig, að 95 voru með en 18 á móti, meöan tveir sátu hjá. (5 voru fjarver- andi). Þessi afgreiðsla opnar Mena- chem Begin forsætisráöherra leið til þess að fara til Washington og undirrita samninginn ásamt Jimmy Carter Bandarikjaforseta og Anwar Sadat Egyptalandsfor- seta á mánudaginn. „Undir lok umræðnanna i nótt sagði Begin: „Viö höfum allir á tilfinningunni, að við séum stadd- ir á timamótum. Látum oss vona,að þau veröi jákvæö fyrir bæði Israelsþjóö og Egypta. Við viljum ailir ná einfaldlega friði manna i meðal.” i Barna- i barn j MiKons Tricia Nixon Cox var umkringd blaöamönnum, þegar hún yfirgaf fæð- ingardeild eins af sjúkrahúsum New York með vikugamlan son sinn á arminum. Er það fyrsta barnabarn Richard ■ Nixons, fyrrum forseta. — Viö hlið Triciu er hinn stolti faðir, Edward Cox. Begin varaöi við þvi, að miklir erfiðleikar væru framundan varðandi viðræður um takmark- aða sjálfstjórn til handa Palestinuaröbum á vesturbakka árinnar Jórdan og á Gazasvæð- — „Við sjáum fram á ár mikillar þrætu, ” sagði hann. Umræður þingmanna þóttu annars dauflegar og ekki i likingu viö þann æsing, sem búist hafði verið við eftir umræðurnar i „Knesset” eftir Camp David- fundinn i september. — 108 þing- menn kvöddu sér hljóðs (af 120). Flestir töluðu af alvöru, þar sem þeir lögðu mesta áherslu á erfiö- leikana, sem friðnum mundu vera samfara.Aðal-áhyggjuefnið var öryggi landsins, sem mönn- um sýndist nokkur háski búinn við aö kalla herinn heim úr Sinai. Eins höfðu menn áhyggjur af hugsanlegri stofnun fjandsam- legs Palestinurikis á vesturbakk- anum. Ofgamenn þjóðernissinna gagnrýndu samninginn harka- lega, og sögðu hann brotthlaup frá grundvallaratriðum zionis- mans. — Kommúnistar gagn- rýndu hann jafn-harkalega, en vegna þess að þar væri þjóðar- réttur Palestinuaraba fyrir borð borinn. Atðkin vlð Kúrda fjör- uðu út í nött Atök skæruliða Kúrda og trans- hers, sem talin eru hafa kostaö hundruð mannslifa, lognuðust út af i nótt. Þessar skærur við Kúrda, sem hófust á mánudagskvöld, þykja vera alvarlegasta raunin, sem hin nýja stjórn trans undir hand- leiðslu Khomeinis æðstaprests, hefur orðið aö glima viö. Kúrdar segja, aö hundruð manna hafi fallið ýmist f bardög- um við stjórnarherinn eða fyrir leyniskyttum, en erfitt er að henda reiður á manntjóninu. Kúrdar umkringdu á mánu- dagsmorgun herstöö eina viö út- jaðar bæjarins Sanandaj, en her- inn reyndi að hrekja þá með skriödrekum. Svöruöu Kúrdar með vélbyssuskothriö og sprengjuvörpum. Það eykur á ringulreiðina, að Kúrdar virðast klofnir i tvær fylkingar. önnur, sem er vinstri- sinna og samanstendur af yngri mönnunum, er kastað hafa þjóö- búningi Kúrda fyrir vestrænar gallabuxur og annan klæönaö, stóð fyrir árásinni á herstöðina. Þessir fylkingararmar berjast að visu ekki innbyröis eftir þvi sem best veröur áéð, en standa heldur ekki saman I bardögunum. Breta-prins Charles Bretaprins er þessa dagana staddur i heimsókn i Astraiiu, cins og fram hefur komið i frétt- um af ungri sýningarmey, sem rauk á hann á bað- strönd og rak honum rembingskoss. En hann hefur fjarlægst baðströndina og er kominn iengra inn I land, þar sem þessi mynd var tekin af honum skammt frá Perth. Böndin Derast að fleirl ráö- herrum S-Afrku Eitt af dagblöðum S-Afriku hélt þvi fram i morgun, að þaö hefði undir höndum frekari sannanir þess, að Owen Horwood ráðherra drægist inn i „Leynisjóðs”— hneykslið, sem sett hefur allt á annan endann þar i landi. Horwood hefur þvertekið fyrir nokkra hlutdeild i leyniaögeröum upplýsingamálaráðuney tisins, sem miöuðu að þvi aö auka hróð- ur S-Afriku út á viö. Rand Daily Mail hélt þvi fram, að auk ljósrits sem sýnt var af bréfi einu i sjónvarpinu i gær- kvöldi þar sem nær 2925 milljón- um króna var veitt til slikra að- gerða, hafi blaðið ljósrit af öðru bréfi, sem fjallaði um 5605,25 milljón króna fjárveitingu til á- þekkra aögerða. Blaðið heldur þvi fram, að bæði séu undirrituð af Horwood. Pieter Botha, forsætisráðherra, hefur sagt, að hann muni vikja úr embætti og efna til kosninga ef sannaðverði aðfleiri ráðherrar úr stjórn hans en Connie Mulder einn væru við málið riönir. Dr. Eschel Rhoodie, fyrrum ráðuneytisstjóri upplýsingamála, sem er landflótta, sýndi frétta- mönnum BBC annaö bréf en það sem kom fram I sjónvarpsviðtali er þeir áttu við hann. — Bæði bréfin voru undirrituö af Connie Mulder og Horwood ráðherra. Rauðu herdelldlnnl kennt um Italskur iðjuhöldur lést i nótt af völdum meiðsla, sem hann hlaut, þegar hann þeyttist tuttugu metra I loftinu, viö að sprengja sprakk I bifreið hans. Lögreglan segir, að þessi sprengiárás á Attilio Dutto viröist gerð i hefndarskyni vegna sár- inda i kaupsýslu. — Hún fann á skrifstofu Ditto limmiða uppi á vegg, með áletruninni „Dutto litli, við munum láta þig hoppa!” Hringt var á lögreglustöðina og sagt, að Rauða herdeildin bæri á- byrgð á árásinni, en þaö er talíö vera blekking til þess aö dylja raunverulega ástæðu morösins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.