Vísir - 22.03.1979, Blaðsíða 12

Vísir - 22.03.1979, Blaðsíða 12
12 vism Fimmtudagur 22. mars 1979 vism Fimmtudagur 22. mars 1979 13 i I I I I i I i I i 1 i i I i i Sorphreinsun viröist i lágmarki i Kristjaniu Blaftamaftur Visis skoftar hasspipu á markahinum. Götumynd frá Kristjaniu Hdsakynnin eru af ýmsu tagi eins og sjá má //Þið takið engar myndir af fólki hér. Okkur er sama þótt þið myndið húsin, en við leyfum ekki myndatökur af fólki", sagði ungur hasssali skjálfandi af kulda í slyddunni I Kristjaníu þegar Vísismenn voru á ferð í Kaupmannahöfn fyrir skömmu. Sum barnanna voru vel klædd og hlýlega en önnur vöktu meö- aumkun þar sem þau voru aö veltast um skitug og lcöld i nepj- unni. Viö tókum vel i þaö aö mynda ekki fólkiö sem var á rjátli um foruga stiga Kristjaniu, en spuröum hasssalann hvort hann gæti ekki visaö okkur á ein- hverja Islendinga sem byggju 1 hverfinu. Sölumaöur tók lltt undir þaö, en bauö okkur áfram aö kaupa gramm af hassi fyrir 35 krónur danskar. Hann lofaöi okkur aö þreifa á hassplötunni og þefa af henni og spuröi hvort viö sæum ekki aö þetta væri fyrsta flokks. Aö sjálfsögöu töldum viö þetta vera góða vöru en kváöumst ekki ætla aö kaupa neitt núna, viö værum bara aö leita aö lönd- um okkar. Sölumaöur kallaöi þá á ungan Grænlending sem þarna var £ vakki og sagöi okkur aö spyrja hann um Islendinga. Sá græn- lenski beit saman vörunum, horföi tortrygginn á okkur og neitaöi þvi aö hann þekkti nokk- uö til Islendinga á þessum slóöum. Þaö fór á sömu leiö er viö spuröum aöra. Enginn þóttist vita hvar viö gætum fundiö Is- lending þarna i Kristjaniu. Tortryggni ibúanna var skiljanleg. Fikniefnamál nokk- urra Islendinga var búiö aö vera forsiöuefni danskra blaöa örfá- um dögum áöur og viö vorum grunsamlega klæddir á mæli- kvaröa þeirra sem viö mættum. Magnús, fréttaritari Visis I Kaupmannahöfn, var meira aö segja i siöum svörtum frakka eins og Gestapoforingi og okkur var greinilega gefiö i skyn aö út- sendarar lögreglu væru þarna illa séöir, hvort heldur þær væru (slenskir eöa danskir. Viö sórum af okkur allt sam- neyti viö lögreglu en þá kom i ljós aö blaöamenn voru ekki siöur litnir hornauga. Aflóga herstöð Þrátt fyrir þaö aö viö værum ekki boönir velkomnir I hópinn fengum viö óáreittir aö skoöa okkur um, en satt best aö segja var umhverfiö ekki aölaöandi. Rignt haföi undanfarna daga og gangstigar i sklt og bleytu. íbúarnir virtust kæra sig kollótta og þarna var aragrúi hunda af öllum stæröum og geröum sem geröu þarfir sinar hvar sem var. Raunar renndu karlmenn niöur buxnaklaufinni hvar sem þeir voru staddir og köstuöu af sér vatni og er þaö eitt dæmi um sérstööu þessa hverfis. Kristjania er gömul herstöö sem var nánast hertekin af ýmsu lausafólki þegar herinn flutti á braut.Oft hefur staöiö til aö rifa hverfiö en þaö hefur jafnan mætt mikilli mótspyrnu ibúanna og yfirvöld hafa heykst á aö láta til skarar skriöa. Viö inngönguna aöKristjanlu var söluboröum komiö fyrir þar sem kaupa mátti ýmsa muni er ibúar hafa gert sjálfir eöa eign- ast meö öörum hætti. Þarna mátti sjá ýmis konar festar, hringi, armbönd aö ógleymdum hasspipum. Umferö var litil þennan laugardag og viö dvöld- um stutt viö hjá sölufólkinu. Skammt fyrir innan mátti sjá skrautlega málaöan húsgafl og skilti gaf til kynna aö þarna væri upplýsingamiöiun. Þar inni hittum viö mann nokkuö viö aldur er sagöi okkur frjálst aö ganga um svæöiö en lét þess getið eins og fleiri aö myndatök- ur væru illa liönar. óhrjálegt umhverfi Þegar gengiö er um Kristjaniu má sjá þess giögg merki aö lifs- gæöakapphlaupiö nær ekki inn 1 hverfiö. Rúöur voru viöa brotnar I húsum og sumir búa i hinum örgustu hreysum. Enda sögöu mér kunnugir aö litiö væri oröiö eftir af þvi hugsjónafólki sem var svo áberandi fyrst eftir aö þetta „fririki” varö til. Þaö renndi llka stoöum undir þessa fullyröingu aö þaö fólk sem viö sáum á förnum vegi haföi greinilega litiö af hreinlæti aö segja þó vissulega væru á þvi undantekningar. Sala og meöferö fikniefna fór fram fyrir opnum tjöldum, en á sumum stööum voru uppi spjöld á húsveggjum er minntu menn á aö gera viövart tafarlaust ef vart yröi lögreglu á þessum slóöum. Tveim dögum áöur en viö fór- um þarna um haföi fjölmennur lögregluflokkur stormaö inn i hverfiö I leit aö eftirlýstum af- brotamanni. Kristjaniufólk er hins vegar ekki á þeim buxun- um aö gefa upplýsingar um þá er lögreglan leitaði aö og endaöi þessi innrás meö þvl aö lögregl- an haföi 37 menn og konur á brott meö sér til frekari yfir- heyrslu. Nokkuö var um smábörn aö leik eöa I fylgd meö fullorönum. Sæmundur Guövinsson blaöamaöur skrifar Flýja kerfið? Magnús Guömunds- son tók Ijós- myndirnar Viö stungum okkur inná kaffi- stofu ellegar krá nokkra. Þar sátu inni á aö giska 20 manns og nokkrir hundar. Fólkiö var ýmist meö kaffi eöa öl og sumir fengu sér brauösneiöar er þarna var hægt aö fá á vægu veröi. Margir reyktu og má telja óllk- legt aö þaö hafi allt veriö tóbak sem þarna var svælt. Annars var þetta ósköp notalegur staður og gestirnir röbbuöu saman eöa flettu blööum og timaritum. Eftir aö hafa hresst okkur á kaffi héldum viö til verkstæöis er vakiö haföi athygli okkar og knúöum þar dyra. Ungur maöur stór og skeggjaöur spuröi um erindi, en viö kváöumst vilja sjá gripi er þarna væru framleiddir og taka nokkrar myndir. Sá stóri sagöi aö viö mættum lita i kringum okkur en engar myndir mætti taka. Sjálfur vann hann aö ofnsmiöi en fyrir innan var siöhæröur miöaldra maöur viö trésmiöar. Hann reyndist hinn þægilegasti I viömóti ekki sist þegar viö sögö- umst vera islenskir. ,,Þá hljótiö þiö aö vera betri en dönsku blaöamennirnir sem koma stundum hingaö I leit aö æsifréttum. Hér byr bara venju- legt fólk sem ekki vill vera handjárnaö út i þjóöfélaginu af þvi miskunnarlausa kerfi sem þar ræöur”, sagöi maöurinn, sem reyndist vera sænskur og heita Svend. Hann sagöist vera nýkomin frá Indlandi og dásamaöi hassiö mjög. Varöandi sivaxandi neyslu á heróini og öörum sterk- ari efnum haföi hann svör á reiöum höndum: Fólkiö er aö flýja þjóöfélagiö. Sölu á þessum efnum leit hann mildum augum: Þab selur eng- inn heróin nema af þvl einhverj- ir vilja kaupa og leit á okkur meö dreymandi brosi. Svend viöurkenndi aö nú virt- ist meira af ýmsu vafasömu fólki I Kristjaniu en var fyrstu árin. En fólk ætti rétt á aö lifa þvi lifi sem þaö teldi eölilegast. Sjálfur sagöist hann dunda viö smlðar en þarna þyrfti fólk ekki aö vinna nema þvl sýndist. Þrátt fyrir nokkra frekari leit fundum viö enga íslendinga, en þeir munu raunar fáir I Kristjanlu um þessar mundir. Satt besta aö segja minnti Kristjanta mig ekki á neitt nema fátæKrahverfi sem hvarvetna má sjá i erlendum stórborgum. Frjálsræöiö sem hann Svend talaöi um kom dálitiö spánskt fyrir sjónir. Þegar tillit er tekiö til.bess hve margir af ibúum Kristjaniu eru háöir neyslu flkni- efna hlýtur þaö aö vera afstætt aö tala um aö þetta fólk sé frjálst. —SG nmizmm | I i I i 1 i I i i H 53 i H

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.