Vísir - 22.03.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 22.03.1979, Blaðsíða 9
VISIR Fimmtudagur 22. mars 1979 «nr»ryy* „Vertlðin hefur aldrei verið svona siæm siðan rækja fannst hér i Axarfirði”, sagöi Gestur Halldórsson skipstjóri á rækju- bátnum Arný ÞH frá Húsavik i samtaU við VIsi . Rækjuvertiðin í Axarfirði hófst i byrjun október s.l. oger I þann mund að ljUka. „Gæftir hafa verið litlar og norðan-áttin meira rikjandi i vetur”, sagði Gestur. „Kuldinn hefur haft slæm áhrif á rækjuna þannig að hrognarækjan virðist ekki skUja sig frá stærri rækjunni þannig að aflinn verður meira blandað- ur smárækju". Gestur sagði að i fyrstu hefði veriö úthlutaði Axarfirðium 800 tonna kvóta en sjávarútvegs- ráöuneytið hefði siðan minnkað hann niður I 700 tonn. Þessi kvóti skiptist til helminga miili báta frá Húsavik og Kópaskers. Taldi Gestur að þeir á Húsavik væru að verða búnir að fyUa sinn kvóta. „Við erum að útbúa okkur á net", sagði Gestur, „en ef kvót- inn verður aftur stækkaður um þessi hundrað tonn höldum viö áfram á rækjunni, en ég er ekki trúaður að úr þvi verði. Miklar deilur hafa verið á miUi Kópaskersbúa og Húsvik- inga um rétt til veiða á rækju- miðunum i' Axarfirði. ,,Við telj- um okkur eiga skýlausan rétt til veiða á þessu svæði. Veiðar þar á rækju hófust fyrir um 4 árum Kjartan Stefánsson, blaðamaður, skrifar Hjörtur Jóhannes son, Húsavik, tók ijós- myndirnar og við HúsvUtingar gerðum sér- stakan bát út til að leita að rækju á þessu svæöi”, sagöi Gestur. ..Þetta eru okkar hefðbundnu miö fra fornu fari en Kópa- skersbúar hafa aldrei stundað sjósókn fyrr en þessi rækja fannst nema ef vera skyldi grá- sleppuveiöi. Ef þeir eiga að fá forgang að Axarfirðinum eða jafnvel aUan rækjukvótann eins og beir fara fram á gætu þeir ekki unnið allan aflann”. Gunnar sagði að frá Húsavflt væru nú gerðir út um 8 rækju- bátar en aUs heföi um 50 manns atvinnu af rækju yfir vetrar- mánuðina á Húsavik þannig að talsvertværi i húfi fyrir sveitar- félagið aö þessi atvinnugrein yxði stunduð áfram. Ljósmyndari VIsis á Húsavik, Hjörtur Jóhannesson brá sér i róður meðGestifyrir skemmstu og tók meðfylgjandi myndir. Gestur sagði að i þessum túr hefðu þeir veriö óvenju fengsæl- ir þvi þeir fengu á 3ja tonn af rækju i tveim hölum og er það ekki áhverjum degi sem svo vel veiðist. Arný ÞG er um 20 tonna bátur og eru þeir tveir á Gestur og Oskar Axelsson sem er annar eigandi bátsins. Gestur sagði að yfirleitt legðu þeir af stað um 4 til 5 leytið á morgnanaog væru komnir aftur heim um 11 leytiö á kvöldin. Er hann var spurður hvort þessi veiði væri á einhvern hátt skemmtilegri eða frábrugðiiari en annar veiðiskapur sagði hann að þetta væri allt saman mjög svipaö og vildi hann ekki gera upp á millu —KS Pokinn losaður og þeir fengu á þriðja tonn I tveim hölum. Gestur Haildórsson skipstjóri á Arnýju ÞH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.