Vísir - 22.03.1979, Blaðsíða 7

Vísir - 22.03.1979, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 22. mars 1979 CARTER VERR- LAUN- ARUR Samtök náttúruverndarsinna i Bandarikjunum hafa veitt Jimmy Carter, forseta, viöurkenningu sem „umhverfisverndara ársins” fyrir störf hans i þágu umhverfis- verndarmála. Viö sérstaka athöfn í Hvita hús- inu var Carter afhent stytta af hegra, sem á aö vera tákn fyrir nær útdauða dýrategundir. — Stytta þessi er i daglegu tali köll- uð „Connie”. Carter er fyrsti forsetinn, sem hlýtur þessa viðurkenningu og var þaö einkum andstaða hans gegn kostnaöarfrekum vatns- virkjunaráætlunum og viðleitni hans til að vernda óbyggöir Alaska fyrir of mikilli útþenslu mannabyggöa, sem þótti viður- kenningarinnar verð. h|á idi Amin Alla síðustu viku hrakti innrásarherinn frá Tanzaníu her Uganda á undan sér, þar til Idi Amin forseti gafst upp við til- raunir sínar á diplðmata- sviðinu og mannaði sig upp til þess að standa undir marskálkstitlinum. Hresstur viö af flugsendingum frá Kaddafi ofursta i Libýu, sem lét þessum bróður i múhammeðs- trúnni i té bæði mannafla og vopn, tók Amin yfirstjórn hersins í eigin hendur. Hann kraföist þess af for- ingjum sinum, að þeir hæfu gagnsókn, og létu skjóta hvern þann dáta, sem hörfaði fet. — „Herinn verður að berjast til siðasta manns”, orgaöi hann. Von var að, þvi að það afhroð, sem Ugandaher hefur beöiö, liggur mest i liðhlaupi. Ekki nóg meö það. Innrásarherinn, sem menn telja, að hafi verið i upphafi milli fimmtán og tuttugu þúsund hermenn, er nú kominn upp i hart nær þrjátiu þúsund, og er sá liðs- auki aðallega liðhlaupar úr her Amins, semsnúist hafa á sveif með Tansaniumönnum og Ugandaútlögum. Eftir að bæirnir Masaka og Mbarara féllu þeim i hendur, vörðu innrásarmenn heilli viku i aö treysta tök sin i þeim héruð- um, áður en þeir tóku til aftur viö sóknina i átt til höfuðborgarinnar Kampala. I skjóli öflugrar stór- skotahriöar hafa þeir siöan malað undir sig hvern smábæinn á eftir öðrum, uns Amin og málaliðum hans með liðstyrk Libýumanna tókst að draga úr sóknarhrað- anum við Mpigi, sem er bær um þrjátiu mfiur frá Kampala. Þar hefur Amin markað sér varnar- linu, sem er i rauninni hans siöasta vigi. Kvisast hefur frá Uganda, að varnarlinan sé þó i molum, og að innrásarherinn sé byrjaöur að sækja að henni viö bæinn Mubende, en bregöist varnir þar, rofnar samband Amins á alþjóð- veginum til vesturhluta landsins. Raunar höfðu flestir búist viö þvi, eftir hrakfarir Ugandahers I upphafi innrásarinnar, að veldi Amins væri fallið, þegar hér yrði komiö sögu. En sföasta mót- spyrna hans öðlaðist nýjan þrótt eftir að Libýuleiðtoginn sá aumur á harðstjóranum. Flugvélar Libýu og Uganda hafa verið i þindarlausum flutningum meö brynvagna, fallbyssur og fleiri vopn til handa Ugandaher. Auk þess hefur Libýa látið Amin i té fjölda Mirageherflugvéla og rúss- neskar MIG-21 þotur. Ennfremur hefur Amin fengið 1,500 manna úrvalslið lánað hjá Kaddafi offursta. Ugandabörn, landflótta I Kenýa, t I leit að foreldrum sinum — einn af sorglegum fylgifiskum styrj- alda. Hid fullkomna tvöfalda einangrunargler GLERBORG HF. hefur nú enn sem fyrr sýnt fram á forystuhlutverk sitt (framleiðslu einangrunarglers á (slandi, með endurbótum ( framleiðslu og fram- leiðslutækni. Með tilkomu sjálfvirkrar vélasamstæðu ( fram- leiöslunni getum vió nú ( dag boðiö betri fram- leiðslugæði, sem eru fólgin Itvöfaldri límingu I staó einfaldrar. Af sérfræöingum sem stundað hafa rannsóknir á einangrunargleri er tvöföld Kming besta framleiðslu- aðferð sem fáanleg er ( heiminum ( dag. Hefur hún þróast á undanfðrnum 10 árum, (það sem hún nú.er. Aðferðin sameinar kosti þeirra afla sem ekki hefur veriö hægt að sameina I einfaldri Kmingu, en þaö er þéttleiki, viðloðun og teygjanleiki. í grundvallaratrióum eru báðar aðferðirnar eins. Sú breyting sem á sér staö (tvöfaldri llmingu er sú, að þegar loftrúmslistar (állistar milli glerja), hafa verið skornir ( nákvæm mál fyrir hverja rúðu, fylltir með rakaeyðandi efni og settir saman á hornum, þannig að rammi myndast, þá er rammanum rennt ( gegn um vél sem sprautar „butyl“ Kmi á báðar hliöar listans. Lím þetta er 100% rakaþétt og innsiglar þannig þéttleika rúðunnar. YfirKmi er sprautað síðast inn á milli glerja og yfir álrammann, með því fæst samheldni milli glerja og sá sveigjanleiki sem glersamsetning þarf að hafa til þess að þola vindálag og hreyfanleika vegna hita- stigsbreytinga. ÍSS0) smNOUA Helstu kostir þessarar aðferðar eru: 1. Margfalt meiri þéttleiki gagnvart raka. 2. Minni kuldaleiðni, þar sem rúður og loftrúmslisti liggja ekki saman. 3. Meiraþolgagnvartvindálagi. : GLER LOFTRUM ALLISTI MILLIBIL ÞETTILISTI RAKAEYÐINGAREFNI SAMSETNINGARLIM DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 53333 Síðustu fjörbrotln

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.