Vísir - 30.03.1979, Blaðsíða 7

Vísir - 30.03.1979, Blaðsíða 7
VÍSIR Föstudagur 30. mars 1979 Umsjéti: Guömundur PéUrfim VEUUM ISLENSKT ^ Höfum fengið fjölbreytt úrval af vegghúsgögnum úr tekki og dökkbœsuðu mahogny. Q Einnig nýja gerð af borðstofuborðum og stólum. Q Verð einkar hagstœtt. ^ Gjörið svo vel og lítið inn og skoðið okkar mikla úrval. Verð og gœði við allra hœfi. r TRES MJÐ J A N LAUGAVEGI 166 l SÍMAR 22222 OG 22229 i mötuneytum og. á börum þings- ins, en þeir eru sagöir þrjátiu og tveir talsins. Slikt hafði að sjálfsögðu áhrif á þinghald, þvi þingmenn þurftu að þeysa út á nærliggjandi krár og veitingahús til að afla sér næring- ar. Mikil átök Enginn veit núna i raun og veru Einar K. Guðfinnsson skrifar frá Bretlandi James Callaghan: „Kalkúnarn- ir óska eftir þvi, að jólunum verði flýtt!” STYRKIÐ ISLENSKAN IÐNAÐ! Margrét Thatcher er farin að eygja forsætisráðherrastólinn. Sú tilfinning var ólýsanleg að fylgjast með vantrauststillögunni í gærkvöldi. Spennan var ógurleg og enginn vissi úrslit fyrr en forseti þingsins tjáði þingheimi þau. Áður en að því kom höfðu stjórnarþingmenn fagnað úrslitunum, sigurvissir, en fljótlega dró niður í þeim og íhaldsmenn réðu sér ekki fyrir kæti yfir falli stjórnarinnar. Þetta mun í fyrsta skipti síðan árið 1924 að ríkisstjórn fellur í atkvæðagreiðslu um vantraust. Og það þarf að fara allt aftur til nítjándu aldar til að f inna dæmi um svo jöfn úrslit. Einn þingmanna Verkamanna- flokksins var veikur og gat þvi ekki kosið. Atkvæði hans hefði nægt til að firra stjórnina falli. Endanleg úrslit urðu þau að 311 voru fylgjandi vantrauststillög- unni en 310 andvigir. Það sem reið baggamuninn var að smáflokkarnir er höfðu verið máttarstólpar rikisstjónarinnar lögðust á sveif með stjórnarand- stöðunni. Umræðurnar um vantrauststil- löguna stóðu i allan gærdag. Þær hófust með langri ræðu frú Thatcher, leiðtoga stjórnarand- stöðunnar. Hún gerði harða hrið að stjórninni og sagði að á bakvið allar gjörðir Callaghans og manna hans lægi óstjórnleg löng- un til að verma sessur ráðherra- stólanna. Stjórnin hefði enga getu né vilja til að sinna skyldum sin- um. Kalkúnarnir Callaghan, forsætisráðherra, varð fyrir svörum. Hann notaði hin breiðu spjótin og lét engan bilbug á sér finna. Minnugur þess að hinir gömlu stuðningsmenn stjórnar hans, smáflokkarnir, brugðust, beindi hann spjótum sinum sérstaklega að þeim. Þeir hafa allir tapað fylgi uppá siðkastið og það varö forsætisráð- herranum tilefni til einkar and- styggilegra kveðja. „Þetta er i fyrsta skipti,” sagði hann, „sem kalkúnarnir (jólamatur I Bretlandi) óska eftir þvi að jólun- um sé flýtt”. Andstæðingar stjórnarinnar segja að fall hennar beri að með viðeigandi hætti. Það varð nefni- lega verkfall meðal starfsmanna hvað kann að gerast. Næstkom- andi þriðjudag átti að leggja fram fjárlagafrumvarp en ljóst er að af þvi verður ekki. Callaghan heldur i dag á fund Elisabetar, drottningar, og' upp úr þvi má ætla að ljóst verði hvenær kosningar fara fram. Ýmsir hafa verið með getsakir, en i fjölmiðlum var helst talið að 26. april, 6. mai eða 24. mai yrðu kosningar. Þessi vetur hefur verið timi mikilla átaka. Undanfarnir dagar hafa verið hápunktur þeirra hing- að til. Þetta er þó aöeins byrjunin. Núna tekur við baráttan fyrir al- vöru. Auk þingkosninga veröa hér i Bretlandi byggðakosningar og kosningar til þings Efnahags- bandalagsins. Stjórnmála- spekúlantar og þeir sem veðja á úrslit kosninganna þurfa þvi engu að kviða um verkefnaleysi. EKG, London/ÓT. Ogurieg spenna ríktl í plnglnu - pegar Ijallaö var um vantrauststlllOguna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.