Vísir - 30.03.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 30.03.1979, Blaðsíða 9
VISIR Föstudagur 30. mars 1979 Þá er komið þar sögu Fram- sóknarflokksins, að ólafur Jó- hannesson, forsætisráðherra, hyggst hætta formennsku fyrir flokknum. Á valdatfma sinum i flokknum hefur hann verið for- sætisráðherra fyrir vinstri stjórnum i ein fjögur ár sam- tals, og hefur flokkurinn tapað miklu fylgi á þeim tima.fyrst og fremst I siðustu kosningum eftir fjögurra ára samstjórn hans og Sjálfstæðisflokksins, þegar A- flokkunum tókst I kosningabar- áttu að telja kjósendum trú um, að laun yrðu nokkurn veginn að geðþótta launþega. Hét slagorð- ið: Samningana i gildi. Fram- sóknarflokkurinn átti erfiða kosningabaráttu á milli þess stjórnarsamstarfs sem hann hafði verið i og þeirra hita- sóttarkenndu yfirboða A-flokk- anna til launþega, sem komu fram i yfirlýsingu um að kosn- ingarværukjarabarátta o.s.frv. Kunnugir segja að Olafur Jó- hannesson hafi talið ósigur flokksins ódugnaði einstakra frambjóðenda að k^nna, enda gat hann sjálfur trútt um talað þar sem hann hélt fylgi sinu i Norðurlandskjördæmi vestra. En ósigrar Framsóknar- flokksins i formannstið Ólafs Jóhannessonar eiga sér flókna sögu, þar sem bæði málefni og einstaklingar hafa verið drjúgir við að reyta af honum fjaðrirn- ar. Segja má að viðnám Fram- sóknar hafi verið einna mest á dögum viðreisnarstjórnarinnar, I formannstið Eysteins Jónsson- ar sem með seiglu og þrákelkni, er tók allt til smæstu atriða, tókst að halda i horfinu I lengstu „útvist” eins stjórnmálaflokks á þessari öld. Hefði þá auðvitað veriö hægt að kenna um, aö miðflokkur byggöur á sam- vinnuhugsjón og ungmenna- félagadraumum, hefði ekki haft þrek eða úthald til að þola á- fallalaust hina ströngu stjórnar- andstöðutið. Þá hefði kannski verið nær að kenna frambjóð- endum um ósigra, enda er sann- ast mála að viðreisnarstjórnin var ein gæfulegasta stjórn sem þjóðin hefur haft, og stjórnar- andstaðan þvi mikið erfiðari en á upplausnartimum sem verið hafa siöan. Frystigeymslan opnuð Það var alveg ljóst um þaö leyti,sem Ólafur Jóhannesson tók við formennskunni f flokkn- um, að sá hópur var orðin nokk- uð stór, sem Eysteinn Jónsson hafði ekki talið hæfan til mikilla pólitiskra afskipta. Þessi hópur gerði Ólaf Jóhannesson aö sin- um formanni, hvort sem hann hefur viljað það eða ekki. Þetta kom einkum fram hér i Reykja- vik, enda hefur þaö löngum ver- ið svo, þótt flokkurinn sé að til- tölu sterkari i öðrum kjördæm- um, aö i Reykjavik hafa mörg mál hans ráðist, og svipmót flokksins kemur frá starfsem- inni i höfuðborginni. I rauninni áttu sér ekki stað nein stór átök út af þeim breytingum, sem fylgdu i kjölfar formennsku ólafs. Menn hurfu bara hljóð- laust af vettvangi,þegar sýnt var að formaðurinn leitaöi eink- um samneytis við þá flokks- menn, sem Eysteinn Jónsson hafði geymt i „frysti” i nokkurn óiafur Jóhannesson taldi ósigur Framsóknarflokksins ódugnaði einstakra frambjóðenda að kenna enda gat hann trútt um talað þar sem hann hélt fylgi sinu i Norðuriandskjördæmi vestra. tima, og ekki höföu verið taldir beint heppilegir pólitiskir stór- fiskar. Laugardags-by Itingin talin trú um, að þá yrði að gera valdalausa hið allra fyrsta. Að visu voru menn i Möðruvalla- hreyfingunni nokkuð ódælir, en nú sést að hinn syfjaði flokkur hefði haft gott af sliku. Einu opinberu átökin, sem vitað er um, að spruttu af breyt- ingunni, var hin svonefnda Laugardagsbylting, sem gerð var I Félagi ungra framsóknar- manna 16. október 1971. Mikill uppgangur hafi verið i félaginu næstu tvö ár á undan, og höfðu forustu um það þeir dr. ólafur Ragnar Grimsson, Baldur Óskarsson, Jónatan Þórmunds- son og Elias Snæland Jónsson. Hinn 16. október kom svo liös- sveit hins nýja formanns til sög- unnar, felldi fráfarandi stjórn og kaus I fulltrúaráð flokksins i Reykjavik. Forustu fyrir þess- ari sveit höfðu Kristinn Finn- bogason, Alvar Óskarsson, Tómas Karlsson og Alfreð Þor- steinsson. Hluti af hinni fráfar- andi sveit varð siðan að svo- nefndri Mööruvallahreyfingu, en tveir forsprakkar hennar eru nú málaliðar hjá kommúnist- um, annar á þingi en hinn I flokksstarfinu. Má þó eflaust telja að þeir hefðu orðið nýtir liðsmenn Framsóknar hefði hinum nýja formanni ekki verið Hvar eru fuglar? Dæmigert er svo um fjárhöld- in hjá formanninum, aö Krist- inn Finnbogason, sem hann nefndi kraftaverkamann á góðri stund, situr nú uppi með hnignandi málgagn flokksins, Alvar óskarsson situr á flokks- skrifstofu, Tómas Karlsson hef- ur nýlega flust til Genfar — og kaus eftir miklar pólitiskar von- ir að gerast sendimaöur i utan- rikisþjónustunni og Alfreð Þor- steinsson er orðinn forstjóri Sölunefndar varnarliöseigna. neöanmáls Þannig situr hinn friöi byltingarflokkur formannsins utan við alla teljandi pólitiska starfsemi og mun ekki eiga aft- urkvæmt á þann vettvang. En þeir eiga allir enn formanninn i Ólafi Jóhannessyni. Einfari í fjöldaflokki Þótt þetta hafi verið hin aug- ljósu ytri áhrif formannaskipta i flokknum, hefur Óiafur Jó- hannesson á margan hátt staðið vel i stöðu sinni. Hins vegar hef- ur hann ekki gætt þess sem skyldi, að i einum flokki eru margar vistarverur og ber að hlúa að þeim öllum. Formaöur- inn hefur verið einfari, og þess vegna varla i stakk búinn til að sinna margþættum hópum inn- an flokksins. Aftur á móti hefur hann verið sterkur formaður þannig, að menn hafa hlustaö á hann og hlýtt honum,og ekki einu sinni þorað að bera upp stuðn- ingsyfirlýsingar viö hann, nema þá að það væri heimilað. Slikur pólitiskur frystiiðnaður hefnir sin fyrr eða siöar. Nú stendur hann sem forsætisráðherra i einni rimmunni enn og frysti- vélarnar eru i fullum gangi. En vegna staðfestu og kjarks for- mannsins í þessari siðustu rimmu viröist flokkurinn hafa um stundarsakir bætt viö sig einum þingmanni samkvæmt skoöanakönnun Visis. Hjal ummælenda Þaö er alkunn saga að flestir forustumenn flokka hafa veriö næsta blindir á einstaklinga, gáfúr þeirra og getu til þarfra verka. Slóð þessara forustu- manna er þvi stráð pólitiskum likum, vegna þess aö þegar til stykkisins kom gátu vinmæl- endur litið annaö gert en hjalað þaö i eyrun sem best þótti að heyra hverju sinni. Flokkspóli- tisk blöð hafa að hinu leytinu reynt að halda við þessháttar skoðanabreidd, að þeir sem voru úti i kuldanum i það og það skiptið, fundu sér hlustendur. Timinn, málgagn Framsóknar- manna, hefur oft verið þarfur flokki sinum i þessu tilliti. En með formennsku Ólafs Jó- hannessonar og nýjum fram- kvæmdastjóra, sem hafði það til blaðamennsku aö leggja, aö blöð þyrftu aö vera þykk, breyttist blaðið í málgagn viðurkennds fylgiliös formanns- ins. Það er aöeins á siöustu mánuöum, sem Timinn hefur birt „annarleg” sjónarmiö m.a. i landbúnaöarmálum. Rétttrúnaður og atkvæðamagn Rétttrúnaðurinn i Fram- sóknarflokknum hefur minnt gamla kommúnista á ástandiö i Kommúnistaflokknum I kring- um 1930. Þessi rétttrúnaður get- ur veriö hagkvæmur til stundar- átaka, en hann er afleitur ef hann verður að viðvarandi og ó- bifanlegu sniöi á flokki. Þrátt fyrir þennan rétttrúnað gilti á- kveðið frjálslyndi i Framsókn alveg fram um 1970. Dæmið um hina ungu Framsóknarmenn sýnir að þeir máttu göslast nokkurn veginn óáreittir fram að Laugapdalsbyltingu og fengu pláss i b’laði flokksins. Sfðan hefur ekkert heyrst i ungum mönnum fyrr en nú nýverið að þeir vildu reka eina krafta- verkamann flokksins úr starfi. Þannig hefur rétttrúnaðurinn haldið flokknum i heljargreip- um siðastliðinn áratug. At- kvæöamagnið er svo oröið I samræmi við það. Nýttformannsefni hefur verið tilnefnt, og hyggur hópurinn i kringum ólaf Jóhannesson gott til glóðarinnar. Þótt Stein- grimur Hermannsson tæki ekki þátt i þvi að slökkva ljósið 16. október 1971. þegar nýtt lið menntamanna og bandamanna þeirra úr alþýðustétt var að byrja að hasla sér völl til endur- nýjunar i flokknum, heyrir hann samt til þvi liöi sem þá hóf at- hafnir sinar opinberlega undir verndarvæng formannsins. Hann hefur verið gistivinur þeirra og borðfélagi siðan. Hið nýja formannsefni hefur enga aðstöðu til aö hrinda gömlum vinum sinum úr valdastólum og byrja nýtt lif meö nýju fólki og þeim „gamla verði”, sem Ey- steinn Jónsson hafði sett til gæslu fjöreggs samtakanna. Þeir munu binda hendur hans og trúa á kraftaverkin. IGÞ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.