Vísir - 30.03.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 30.03.1979, Blaðsíða 8
8 vlsm Föstudagur 30. mars 1979 r*-r Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davfð Guðmundsson Ritstjórar: ólatur Ragnarsson Hðrður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson. Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- iendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynisson, Jónlna Mlchaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttlr, Katrln Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurður Sigurðarson, Slgurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmynd- ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Jðn Oskar Haf- steinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Askrift er kr. 3000 á mánuði Auglýsingar og skrifstofur: innanlands. Verð i Sföumúia 8. Simar 88611 og 82260. lausasölu kr. tso eintakiö. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 llnur. Prentun Biaöaprent h/f ARANGUR 30 ARA VARNARSAMSTARFS Bjarni Benediktsson, Eysteinn Jónsson, Emii Jónsson í dag eru liðin 30 ár síðan Alþingi samþykkti aðild íslands að varnarsamtökum vestrænna þjóða, Atlantshafsbandalaginu. Atlantshafsbandalagið var stofnað vegna þess, að þjóðir þess óttuðust um öryggi sitt. Þær höfðu kastað frá sér vopnunum eftir siðari heimsstyrjöldina. Sovétríkin héldu á hinn bóginn vígbúnaði sínum áfram og lögðu undir sig grannriki sín hvert á fætur öðru. Hver okkar verður næsta fórn- arlamb yfirráðastefnu Sovét- ríkjanna? spurðu menn sjálf a sig i ríkjum Vestur-Evrópu. Sérstak- lega varð þessi spurning áleitin eftir valdarán kommúnista í Tékkóslóvakíu i febrúar 1948. Eftir þá atburði gerðu forystu- menn Vestur- Evrópuþjóðanna og Bandaríkjanna sér Ijóst, að þess- ar þjóðir urðu að treysta varnir sinar á ný og bindast varnarsam- tökum til þess að tryggja öryggi sitt. íslendingar voru að vonum hvað mest hikandi að taka þátt i hinu nýja varnarbandalagi. ís- lendingar höfðu um margra alda skeið í raun réttri notið skjóls af breska f lotanum á Atlantshafi og höfðu síðan árið 1918 talið öryggi sinu best borgið með hlutleysi. En hernám landsins í heims- styrjöldinni síðari hafði fært mönnum heim sanninn um það, að hvorki hlutleysisyfirlýsingin né f jarlægðin frá öðrum þjóðum dugði lengur til þess að tryggja öryggi þjóðarinnar fyrir ásælni annarra, ef á reyndi. Eftir för forystumanna lýð- ræðisf lokkanna þriggja til Bandaríkjanna til þess að kanna aðildarskilmála íslendinga að hinu væntanlega bandalagi, þeirra Bjarna Benediktssonar, Emils Jónssonar og Eysteins Jónssonar, náðist víðtæk sam- staða milli lýðræðisflokkanna um aðild Islands að Atlantshafs- bandalaginu. Ef til vill var það gæfa íslensku þjóðarinnar þá, að þessir þrir flokkar sátu saman í ríkisstjórn. Að öðrum kosti er ekki jafnvíst, að tekist hefði að ná svo sterkri samstöðu þeirra. Síðan hafa lýðræðisf lokkarnir ætið verið einhuga um aðildina að Atlantshafsbandalaginu, þó að öðru hvoru hafi komið upp ágreiningur milli þeirra um nauðsyn þess að hafa varnarlið. í íslandssögunni verður það óhjákvæmilega stór skuggi á deginum 30. mars 1949, að þá var gerð alvarlegasta tilraun sög- unnar til þess að hindra störf Alþingis. Friðhelgi þingsins var rofin af ofstopaliði kommúnista, sem ætlaði sér að koma í veg f yr- ir eðlileg störf þess, grýtti Alþingishúsið og löggæslulið og réðist að þingmönnum og ráð- herrum. Þarna voru að verki þau öfl, sem meta aðra hagsmuni meira en öryggishagsmuni íslensku þjóðarinnar. Þau urðu þá að lúta í lægra haldi og hafa ekki síðan árætt að grípa til sams konar örþrifaráða. En menn verða að vera þess minnugir, að þessi öfl eru enn virk/og vera á verði gegn þeim. Þegar Atlantshafsbandalagið var stofnað var því m.a. haldið fram af andstæðingum þess, að það væri árásarbandalag. Þrjátíu ára reynsla hefur af- sannað þessa kenningu. Atlants- hafsbandalagið hefur aldrei efnt til óf riðar við nokkra þjóð. En því hefur tekist að varna því, að á aðildarríki þess væri ráðist. Það hefur tryggt öryggi hinna fimmtán aðildarþjóða og þar með friðinn í okkar heimshluta í 30 ár. P unglingamelstaramðl ísiands á skíðum á Slgluflrðl: Á ANNAÐ HUNDRAÐ KEPPTU tþróttamibstödin aö Hóli þar sem mótiö fór fram. Fjöldi bæjarbúa fylgdist meö mótinu. Visismyndir Kristjón L Möiler, Siglufiröi Þessir drengir uröu 1 þrem fyrstu sætum I göngu 15 til 16 ára. Egill Rögnvaldsson, Siglufiröi f fyrsta sæti fyrir miöju og Agúst Grétars- son óiafsfiröi til vinstri og Einar ólafsson tsafiröi til hægri Um 137 unglingar víðsvegar að af landinu tóku þátt í Unglingameistaramóti Islands á skíðum sem haldið var á Siglufirði um síðustu helgi. Mótið fór fram i skíðalandinu við Hól í skínandi veðri. Keppendur voru á aldrinum 13 til 16 ára og voru flesti þátttakendur frá Siglufirði eða 26, en þar næst frá ólafsfirði 23. Keppt var i svigi, stórsvigi, göngu, stökki, flokkasvigi og boögöngu. Mótsstjóri var Rögn- valdur Þóröarson. Aö sögn Kristjáns L Möllers iþróttafulltriia á Siglufiröi tókst mótiö ljómandi vel. Geysilegur fjöldi bæjarbúa fylgdist meö mótinu og notuöu tækifæriö i góöa veörinu aö fara á skiöi. Kristján sagöi aö aöstaöan á Hóli heföi veriö mjög góö en þar fór keppnin fram i öllum grein- um nema stökki en þaö fór fram aö Steinaflötum. Samkvæmt óformlegri stiga- töflu uröu Akureyringar efstir á mótinu, Ólafsfiröigar i ööru en Siglfiröingar i þriöja. Sagöi Kristján aö siglfirskir skiöa- menn væru á uppleiö en þeir hafa til þessa veriö mjög neöar- lega i skiöamótum. Aö mótinu loknu fór fram verölaunaafhending viö Iþrótta- miöstööina aö Hóli. —KS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.