Vísir - 30.03.1979, Blaðsíða 15
14
vtsm
Föstudagur 30. mars 1979
vtsm
Föstudagur 30. mars 1979
19
Trylltur sigurdansinn stiginn I leikslok. Þeir eru haröir I korfuboltanum. KRingarnir, en þeir eru heldur engir aukvisar I fagnaöarlátunum þegar færi gefst. Ekki er ótrúlegt aö þeir hafi veriö aö hrópa „hverjir eru bestir” þegar
þessimynd var tekin.og Einar Sæm. (lengst til hægri), fyrrverandi formaöur KR, fylgist meö af greinilegri velþóknun.
„We are the champions” — við erum
meistararnir — hljómaöi i hátalara-
kerfi Laugardalshallarinnar i gær-
kvöldi eftir að KR-ingar höfðu tryggt
sér þar Islandsmeistaratitilinn i
körfuknattleik 1979 meö 77:75 sigri
gegn Val. Leikur liöanna var eins
spennandi eins og hægt var aö hugsa
sér, og þeir 2500 áhorfendur sem voru
viðstaddir — metaösókn aö körfu-
knattleik á Islandi — voru svo sannar-
lega vel meö á nótunum frá fyrstu til
siöustu minUtu.
Hiö stórkostlega keppnistimabil
körfuknattleiksmanna fékk svo
sannarlega verðugan endi i gærkvöldi.
Liöin léku stórskemmtilegan körfu-
knattleikog Höllin nötraði og titraöi af
hrópum áhorfenda sem hafa ekki
skapaö aöra eins stemningu á áhorf-
endapöllum Hallarinnar i' mörg herr-
ans ár. — KR-ingar stóöu sföan uppi
sem sigurvegarar ogþeir stigu striös-
dans um fjalir Hallarinnar ásamt fjöl-
mörgum áhangendum sinum. Gamlir
og ungir KR-ingar féllust i faöma um
allt gólfiö en úti í hornunum sátu
niöurlútir Valsmenn. Þeir höföu þó svo
sannarlega veriö nálægt sinum fyrsta
Islandsmeistaratitli en i svona hörku-
leikjum eru þaö hin smæstu atriði i
leiksloksem ráöa úrslitum og hvorum
megin gleði og sorg brýst Ut.
Spenna siðustu minúturnar
Spennan siðustu minúturnar i gær-
kvöldi var gifurleg. Valsmenn höfðu
þá unniö upp forskot KR-inga og
jafnaö 55:55 er 10 minUtur voru eftir,
en KRhaföi haft yfír i leikhlé 42:36, En
KR-ingarnir voru i miklum villuvand-
ræðum Jón Sigurðsson og Birgir Guö-
björnsson báöir með 4 villur, Einar
Bollason með þrjár.
Liöin skiptust á um tveggja stiga
forustu næstu minUtur, og þegar 2
minUtur voru til leiksloka haföi Valur
yfir 73:71.
John Hudson jafnaöi fyrir KR 73:73
þegar 1,40 min. voru eftir, og Einar
Bollason sem lauk I gær sinu 20. ári i
meistaraflokki kom KR yfir meö
tveimur vi'taskotum, þegar 1.19 min.
liföu af leiknum.
Þegar 58sekúndur voru eftir jafnaöi
Tim Dwyer 75:75 með tveimur vita-
skotum, en Hudson kom KR yfir 77:75
þegar 38 sekUndur voru til leiksloka.
Valsmenn hófu sókn, en henni lauk
er 24 sek. voru til loka leiksins meö
uppkasti og KR náði boltanum Þeir
héldu honum af skynsemi og klukkan
tifaöi á milliþess sem Valsmenn brutu
af sér i örvæntingarfullum tilraunum
tíl aöná boltanum. Síðan rann timinn
út og KR-ingarnir hreinlega trylltust
af gleöi um allt HaUargólfið.
Verðug afmælisgjöf
Körfuknattleiksmenn KR hafa svo
sannarlega fært félagi sínu veröugar
afmælisgjafir á 80 ára afmælinu, sigur
bæöi i bikar- og deildarkeppninni. 1
gær mátti sjá margan gamlan KR-ing-
inn brosaUtundir eyru i leikslok, enda
ástæðatil. Islandsbikarinnvar kominn
„heim” i Vesturbæinn á nýjan leik.
Þá ris KR hæst
KR-liöið ri's aldrei haa-ra en þegar
mest liggur viö, þaö sýndi sig i gær.
Hver einastí maöur liösins baröist af
alefli og Utkoman varö sigur sterkrar
liðsheildar. Þaö væri hinsvegar órétt-
látt aö segja að engir hafi veriö betri
en aörir. Jón Sigurösson var besti
maöur vallarins i gærkvöldi og þeir
John Hudson, Einar Bollason, Birgir
Guðbjörnsson og Garðar Jóhannsson
voruallir frábærir, hver á sinn máta.
Og Valsliöið lék einnig mjög vel
þrátt fyrir ósigurinn enda var skammt
á milli hans og sigursins i gærkvöldi.
Það hafði örugglega sitt aö segja i
„Þennan bolta á ég strákar minir og ekkert múöur” gæti John Hudson
veriö aö segja, er hann snarast niöur meö frákastiö, og þeir Kristján
Ágústsson og Tim Dwyer horfa und**anft> ^ ahfnrirnnr
„Lukkutröllinu" Helga Agústssyni var ákaft hampaö i leikslok, enda
hefur hann ekki slegiö slöku viö i vetur pilturinn sá. Hann hefur mætt á
hverja einustu æfingu hjá liöinu, klætt sig úr og hamast áöur en hann
hefur fariö f baö meö leikmönnunum á eftir. Hér fagna þeir sigrinum,
„lukkutrölliö”, Jón Sigurðsson eöa „Sig” eins og John Hudson kallar
hann jafnan, og svo Hudson sjálfur, sem er orðinn ansi háleitur á
myndinni.
Ljósmyndir:
Friöþjófur
Helgason
Texti: Gylfi
Kristjánsson.
gærkvöldi aö leikmenn eins og
Kristján Agústsson og Þórir MagnUs-
sonkomustaldreialmennilega i gang
en varnarleikur KR eins og hann var i
gær, sterkur undir körfunum og þar i
kring, er hlutur sem hentar leikmanni
eins og Kristjáni afar illa hann er þar
venjulega sterkastur.
Bestu menn Vals voru Tim Dwyer
sem var mjög góöur aö venju og heföi
svo sannarlega átt skiliö að vera i
sigurliði i gær. Þá var Rikharöur
Hrafnkelsson mjög góöur svo og Torfi
MagnUsson. En þaö voru gloppur i
Valsliöinu ekki hjá KR, og þar kemur
enn eitt atriöiö sem réð Urslitum.
Stigahæstir KR-inga i gær voru John
Hudson meö 36 stig, Jón og Einar meö
14hvor en hjá Val Tim Dwyer meö 37,
Torfi 13 og Rikharður 11.
Góðir dómarar
Dómarar i gær voru Kristbjörn Al-
bertsson og Erlendur Eysteinsson.
Besta dæmiö um getu þeirra i gær var
sú staðreynd aö enginn einasti leik-
maður Ur hvorugu liði gerði athuga-
semd viöstörf þeirra i leikslok. Dóm-
arar fá oft aö heyra það aö þeir séu lé-
legir, en i gær áttu þeir Kristbjörn og
Erlendur stórkostlegan dag. gk-.
Eiginkonurnar voru aösjálfsögöu mættar á leikinn og þær fögnuöu meö körlunum sfnum í leikslok. Hér
fær Jón Sigurðsson hamingjukoss frá Höllu konu sinni sem er greinilega ánægö meö bónda sinn.
Ekki höldum viö nú aö Garöar Jóhannsson sé aö gráta á þessari mynd.
Hann mun vera aö þurrka svitann framan úr sér enda veitti ekki af,
þaö var hraustlega tekiö á og ekkert gefið eftir I baráttunni.
Krakkarnir voru ekki seinir á sér aö umkringja John Hudson I leikslok. Þeir þyrptust aö honum i hundr-
aöavis og hann kunni greinilega vel aö meta þaö. Hér er hann kominn meö heljarmikla KR-húfu á skall-
ann og er greinilega I góöu skapi.
„VH ERUM MEISTARARI"
HLJÚMAfil f HðLLINNII