Vísir - 27.04.1979, Blaðsíða 2

Vísir - 27.04.1979, Blaðsíða 2
Annrlki h]ð Neytendasamtdkunum: VÍSIR Föstudagur 27. april 1979 Umsjón: Katrin Pálsdóttir og Halldór Reynisson Hvað finnst þér um far- mannaverkf allið: SigurOur Jónsson, prentari: Ég er oröinn fullmettur af verk- föllum en þaö er ekki gott aö segja hversu réttlætanlegar kröf- ur farmanna eru. Þeim veitir kannski ekki af. Þorvaldur Hjaröar, vélskóla- nemi: Alveg prýöilega! Mér finnst þó ekki koma nóg fram aö auövitaö eiga vélstjórar aö hafa mun hærri laun en stýrimenn. „HOFUM VARLA UNDAN AB LEYSA ÚR MALUM" segir formaOurlnn Reynlr Ármannsson ,,Viö viljum benda á þá staö- reynd að islenskir neytendur búa viö mun lakari aöstæöur en i nokkru nágrannalandi okkar og viö slíkt má ekki lengur una”. Þetta kom fram f ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Neyt- endasamtakanna en hann var haldinn nú i fyrrakvöld. Af þvi til- efni snéri Visir sér til Reynis Ar- mannssonar formanns Neytenda- samtakanna og.ræddi viö hann um stööu neytenda hér á iandi. Reynir sagöi aö staöan væri enn ekki oröin nógu góö, t.d. heföi ekki enn náö fram að ganga lög- gjöf til tryggingar i stööu neyt- enda i viöskipta- og verslunar- málum, eins og i nágrannalönd- um okkar, en sérstakri neytenda- löggjöf hefði hérlendis veriö slegið á frest. Þá slævöi hin mikla verðbólga, sem rikti hér á landi, mjög verðskyn neytenda og geröi neytendaeftirlit næsta erfitt. Takmarkaður stuðn- ingur hins opinbera Reynir sagöi að stjórnvöld heföu sýnt NS harla litinn skilning og benti á máli sinu til stuðnings aö styrkur Reykjavikurborgar á þessu ári væri 1 millj. kr. en þaö væri 17% hækkun frá fyrra ári. Slikt héldi þvi engan veginn I við veröbólguna og þvi virtist þarna á skipulegan hátt veriö aö fella niöur styrkinn frá Reykjavikur- borg. Reynir taldi skilning ýmissa sveitarfélaga vera sýnu meiri og nefndi sem dæmi að á sl. ári hafi Borgarfjaröardeild NS fengið styrk frá Eyjahreppi sem jafn- gilti 137 kr. á mann. Ef Reykja- vikurborg syndi sömu rausn ætti styrkur hennar aö nema um 11 millj. Þó væri stuöningur rikisins mun meiri, en þaö heföi hækkað framlag sitt um 50% á þessu ári. Til samanburöar viö hin Noröur- löndin mætti einnig taka fram aö opinber styrkur þar færi hvergi niður fyrir 80% en hér á landi væri hann um 25% af heildar- tekjum NS. Hafa varla undan að leysa úr málum Vegna þess meðbyrs sem NS hefðu notið nú siðustu misserin, sagði Reynir, hefur þeim tilfell- um fjölgaö mjög þegar leitaö er til NS. Væri svo komið að samtök- in hefðu varla undan að leysa úr þeim kvörtunarmálum sem bær- ust til þeirra. Þvi væri brýn þörf á að yfirvöld styddu NS beint meö fjárframlögum eöa þá með þvi aö verðlagsskrifstofan tæki á sig ýmis tima-og fjárfrek verkefni er samtökin heföu nú meö höndum. Þó taldi Reynir að neytenda- samtök ættu aö starfa sem sjálf- stæður aðili, þrátt fyrir aukna aö- stoö yfirvalda. Um þetta væru menn úr öllum stjórnmálaflokk- um sammála, og heföi t.d. Svavar Gestsson viöskiptaráöherra komið inn á þetta i grein sem hann ritaöi i nýútkomiö Neyt- endablaö. Margir kaupmenn já- kvæðir Reynir var spuröur um afstööu kaupmanna til Neytendasamtak- anna og sagöi hann að hún væri oft mjög jákvæð. Samtök verslunarinnar heföu lýst sig hlynnt starfsemi samtakanna og margir verslunareigendur vildu mjög gjarnan starfa með þeim. Meginregla NS væri að neytendur er hefðu undan einhverju að kvarta, reyndu fyrst aö ná sam- komulagi við viðkomandi kaup- mann eða þjónustuaðila, en ef samkomulag næöist ekki aö leita þá til NS. Væri það einnig vilji margra kaupmanna að samtökin skæru úr i slíkum málum. Heföi t.d. kaupmaöur úr einni af stærstu verslunum bæjarins komið að máli við sig nýlega og gert þetta að tillögu sinni. 1 annarri stórverslun heföi nú sérstakur maður verið settur I aö leysa úr kvörtunarmálum neyt- enda og taldi Reynir þetta vera til fyrirmyndar. Aö lokum sagði Reynir að Neyt- endasamtökin stefndu nú aö þvi aö efla starfsemi sina viöa út um land. Minnti hann á i þvi sam- bandi að á skömmum tima heföu verið stofnaöar deildir NS á þremur stöðum á landinu og nú siöast á Akureyri, en þar færi neytendaþjónusta i gang 8. mai nk. —HR Siguröur H. Helgason, pipu- lagningamaður: Þetta er svipaö og flugmanna- dellan. Ailtaf fá þeir hæstlaunuöu mestar hækkanir f staö þess að byrja neðan frá. Corvus Thorgeiri, bygginga- verkamaöur: M y ‘H> H D 1 ■ L<2S> ss oo Frá aöalfundi neytendasamtakanna: f pontunni er Jónas Bjarnason varaformaöur, en Reynir Ar mannsson formaöur NSertiI vinstri á myndinni. Visismynd GVA. Égstyö farmenn mjög eindregiö i baráttu þeirra. Égvil sömuleiðis nota tækifæriö og senda Ingólfi Ingólfssyni baráttukveöjur. Lifi byltingin! Guömunda Jónsdóttir, nemi: Ég hef ekkert fylgst meö þessu. Ég hef heldur ekkert vit á þessu. En auövitaö styö ég sjómanna- stéttina. Vftamfn f versiunum: Tekið fyrir söiu á beim? ,,Viö I Heilsuhringnum viljum mótmæla tilraunum lyfjanefndar heilbrigðisráöuneytisins til aö stöðva sölu í verslunum á ýmsum fæöubótarefnum, eins og vita- minum og steinefnum ýmis- konar”, sagöi Kristinn Sigurjóns- son.einn stjórnarmanna I Heilsu- hringnum, en þaö er ungt félag sem hefur á stefnuskrá sinni aö hvetja menn til aö temja sér hollar lifsvenjur, t.d. i matarræði og meö heilsurækt. A aöalfundi Heilsuhringsins sem haldinn var nýlega var einmitt samþykkt tillaga þar sem þvi er mótmælt aö lyfjavaldiö eins og það er kallaö, skuli ætla sér aö koma i veg fyrir sölu á fæðubótarefnum i almennum verslunum.en nú munu vera uppi hugmyndir um það aö setja á ein- okun eða innflutningsbann á fæöubótarefni, eins og segir i ályktuninni. Kristinn sagöi að hér væri eink- um um aö ræöa fjölvitamin eins og gerogin og Candarter en þetta eru viöurkennd efni erlendis og aö auki bráö-nauösynleg fyrir margt eldra fólk svo og börn. Kristinn sagöi aö lokum aö þetta væri skeröing á mannrétt- indum ef mönnum leyföist ekki aö kaupa þessi efni á frjálsum markaði, auk þess sem þau væru bráönauösynleg fyrir margt fólk. —HR Vltamfn I búöarhillu: Veröur tekiö fyrir sölu á slfkum efnum I almenn- um verslunum? Visismynd GVA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.